Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 14

Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma533 1320 Við tökum vel á móti ykkur í Vegmúla 2 Laserlyfting Náttúruleg andlitslyfting Byltingarkennd tækni ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð! Styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á andliti, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Spornar einnig við öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt. Þéttir slappa húð á andliti og hálsi. Þéttirslappa húðá andliti oghálsi! 2. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.54 Sterlingspund 177.74 Kanadadalur 103.47 Dönsk króna 21.784 Norsk króna 14.609 Sænsk króna 15.345 Svissn. franki 150.11 Japanskt jen 1.3105 SDR 195.0 Evra 162.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.8478 Hrávöruverð Gull 1883.4 ($/únsa) Ál 1746.0 ($/tonn) LME Hráolía 40.66 ($/fatið) Brent ● Auglýsingastofan Kontor Reykjavík, sem er í eigu hjónanna Sigrúnar Gylfa- dóttur og Alex Jónssonar, hefur unnið til Brand Impact-verðlaunanna fyrir auglýsingaherferð sem þau unnu fyrir Kringluna. Það er tímaritið Computer Arts og vefsíðan Creative Bloq sem standa að verðlaununum. Í tilkynningu segir að veitt séu verð- laun fyrir verk sem þykja hafa skarað fram úr í heimi skapandi hönnunar og mörkunar (e. branding). „Við erum mjög þakklát fyrir þessa miklu viður- kenningu á störfum okkar á alþjóð- legum vettvangi. Það er mikill heiður fyrir litla auglýsingastofu á Íslandi að fá slík verðlaun og vera sett jafnfætis stórum alþjóðlegum auglýsingastofum sem starfa fyrir heimsþekkt vöru- merki,“ segir Sigrún Gylfadóttir í til- kynningunni. Auglýsing Að búa til helgimyndir út frá neysluhyggju þótti frumlegt og djarft. Fá alþjóðleg verðlaun fyrir Kringluherferð STUTT skráður með hærri hlut vegna frágangs fyrir viðskiptavini, en einnig sé um að ræða eignarhlut bankans í Icelandair. Í svörum frá Arion banka segir að eign- arhluti hans sé að mestu bundinn í framvirka samninga gagnvart einka- fjárfestum bankans. Hlutdeild bank- anna í Icelandair getur því tekið breyt- ingum eftir því sem frágangi viðskipta og framvindu samninga miðar áfram. Dreifðara eignarhald til bóta Aðrir fjárfestingarsjóðir fara nú samtals með 9,17% hlut og dregur verulega úr því sem áður var þegar Par Investment eitt fór með 10% hlut. Sá hlutur hefur nú þynnst niður í 1,98% sem merkir að Icelandair er nú í 98% eigu Íslendinga, eftir því sem best er vitað. Viðmælendur blaðsins eru á því máli að dreifðara eignarhald sé til mik- illa bóta og sýni styrk Icelandair í út- boðinu. Þó enn sé nokkuð langt í næsta hluthafafund eru margir farnir að velta sér fyrir hugsanlegum breyting- um á stjórn félagins. Heimildir herma að nafn Steins Loga Björnssonar sé nefnt í því samhengi, en hann starfaði innan félagsins í 20 ár og var forstjóri flugfélagsins Bláfugls þar til það var selt í byrjun árs. Blaðamaður spurði Stein Loga um þann orðróm, en hann sagði að ekkert formlegt hefði verið rætt, þó vissulega hefðu einhverjir hluthafar sett sig í samband og viðrað þennan kost. Sviptingar í eigendahópi Icelandair eftir útboð 20 stærstu hluthafar Icelandair fyrir og eftir útboð Stærstu hluthafar Icelandair fyrir útboð (17. sept.) Stærstu hluthafar Icelandair 30. september kl. 17 1 Lífeyrissjóður verslunarmanna 11,81% 2 Par investment Partners L.P. 10,00% 3 Gildi lífeyrissjóður 7,24% 4 Birta lífeyrissjóður 7,07% 5 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A-deild 6,24% 6 Stefnir, IS 15 5,40% 7 Stefnir, IS 5 5,16% 8 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 2,84% 9 Sólvöllur ehf. 2,51% 10 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild 2,01% 11 Landsbréf – Úrvalsbréf 1,91% 12 Brú lífeyrissjóður 1,77% 13 Stefnir – Samval 1,69% 14 Almenni lífeyrissjóðurinn 1,53% 15 Stapi lífeyrissjóður 1,36% 16 Vænting ehf. 1,32% 17 Zukunft ehf. 1,14% 18 Nautica ehf. 1,13% 19 Einstaklingur 1 1,13% 20 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 0,88% 1 Gildi lífeyrissjóður 6,61% 2 Íslandsbanki hf. 6,55% 3 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A-deild 6,24% 4 Brú lífeyrissjóður starfs. sveit. 4,77% 5 Landsbankinn hf. 4,35% 6 Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,26% 7 Stefnir, IS 15 2,00% 8 Kvika banki hf. 1,98% 9 Sólvöllur ehf. 1,95% 10 Par Investment Partners L.P. 1,91% 11 Landsbréf - Úrvalsbréf 1,89% 12 Almenni lífeyrissjóðurinn 1,84% 13 Arion banki hf. 1,82% 14 Stefnir, IS 5 1,78% 15 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild 1,75% 16 Stefnir – Samval 1,59% 17 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 1,40% 18 Birta lífeyrissjóður 1,35% 19 Stapi lífeyrissjóður 1,04% 20 Eftirlaunasj. atvinnuflugmanna 1,03% Breytingar á eignarhaldi » Mörg félög færast til á topp tuttugu-hlutafjárlista Ice- landair. Fimm koma nýir á listann. » Eignarhald Icelandair er dreifðara en áður þegar topp 20 fóru með 74% hlutafjár, en eru nú með 54%. » Samtals eru lífeyrissjóðir enn fyrirferðarmestir í hlut- hafahópnum, en þó dregur úr umfangi þeirra.  Topp 20-listi sýnir dreifðara eignarhald en áður  Dregur úr vægi lífeyrissjóða BAKSVIÐ Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Icelandair Group birti í gær uppfærð- an lista yfir 20 stærstu hluthafa félags- ins, en saman fara þeir með 54% eign- arhaldsins. Listinn sýnir að talsverð breyting hefur orðið á eignarhaldi fé- lagsins frá því að hlutafjárútboði fé- lagsins lauk um miðjan september. Margir af stórum hluthöfum færast til á listanum en að auki koma fimm nýir inn í hóp þeirra stærstu. Fyrir útboðið áttu 20 stærstu hluthafarnir 74,14% af bréfum félagsins. Lífeyrissjóðir enn stærstir Sem fyrr eru lífeyrissjóðir meðal stærstu eigenda og fara tíu sjóðir nú með samtals 28,29% hlut. Það er nokk- ur samdráttur frá fyrra eignarhaldi því fyrir útboð var hlutur lífeyrissjóða 42,75%. Þrátt fyrir að vera með minni hlut en áður, vermir Gildi nú hásætið með 6,61%. Brú bætir verulega við sig og fer úr 1,77% í 4,77%. Stærsti einkafjárfestirinn í hlut- hafahópnum er Pálmi Haraldsson, fyrrum stjórnarmaður í Icelandair, en félag hans Sólvöllur á 1,95% hlut. Bankarnir umfangsmiklir Athygli vekur að bankarnir þrír: Ar- ion banki, Íslandsbanki og Landsbank- inn auk Kviku banka birtast nú nýir á lista hinna 20 stærstu með samanlagt 14,7% eignarhlut. Þar sem fjármála- fyrirtæki sinna milligöngu í verðbréfa- viðskiptum, kann eignarhald þeirra að innihalda hluti sem tilheyra viðskipta- vinum þeirra, sem getur gefið skakka mynd af raunverulegu eignarhaldi. Samkvæmt upplýsingum frá Lands- bankanum er bankinn tímabundið Bifreiðaumboðið Toyota á Íslandi hagnaðist um 168 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaður sam- an um 62% milli ára, en hagnaður- inn var 439 milljónir árið 2018. Eignir félagsins í lok árs 2019 námu 4,9 milljörðum en þær voru 6,1 milljarður í lok árs 2018. Eigið fé Toyota á Íslandi var tæplega 1,7 milljarðar árið 2019 en það var tæp- lega 1,8 milljarðar árið 2018. Eiginfjárhlutfall félagsins er 34%. Eins og hægt er að sjá á vef Samgöngustofu eru Toyota-bifreið- ar söluhæstu bílar á Íslandi, en 1.333 bílar af þeirri tegund hafa selst það sem af er ári. Til sam- anburðar má geta þess að næst- mest hefur selst af Tesla-bílum, eða 781. Tekjur voru 9,7 milljarðar Tekjur Toyota á Íslandi drógust saman um 20% milli ára. Þær voru 9,7 milljarðar í fyrra, en 12,2 millj- arðar árið 2018. Í ársreikningi félagsins kemur fram að á árinu 2019 hafi þrjátíu og þrír starfsmenn unnið hjá félaginu miðað við heilsársstörf og námu launagreiðslur samtals 388 milljón- um króna. Eigandi félagsins er UK fjárfest- ingar, en það félag er í jafnri eigu hjónanna Kristjáns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs fyrirtækisins, og Þórunnar Sigurð- ardóttur, og hjónanna Úlfars Stein- dórssonar, forstjóra félagsins, og Jónu Óskar Pétursdóttur. Í ársreikningi er getið um að stjórn félagsins leggi til arðgreiðslu upp á 150 milljónir króna vegna rekstrarársins 2019. Bifreiðar Toyota eru vinsælustu bílar á Íslandi. Toyota hagnaðist um 168 milljónir  Tekjur minnkuðu um 20% á árinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.