Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tveggja dagaleiðtoga-fundur Evr-
ópusambandsríkj-
anna hófst í gær, en
venju samkvæmt
voru ýmis óskyld mál á dagskrá
fundarins, allt frá útgöngu
Breta úr sambandinu til að-
gerða til þess að hafa hemil á
helstu tæknifyrirtækjum heims.
Þær umræður hurfu þó nær al-
farið í skuggann á deilum Evr-
ópusambandsins við tyrknesk
stjórnvöld, en hegðun þeirra
síðustu misserin hefur orðið til
þess að valda áhyggjum í mörg-
um af höfuðborgum Evrópu.
Þær áhyggjur eru einna fyr-
irferðarmestar í París, en nán-
ast má segja að það hafi ríkt
kalt stríð á milli Macrons
Frakklandsforseta og Erdog-
ans Tyrklandsforseta allt frá
því að sá síðarnefndi sendi her-
sveitir sínar inn í Sýrland til
þess að beita þeim gegn sýr-
lenskum Kúrdum. Afskipti
Tyrkja í Sýrlandi hafa þó ekki
verið eina deiluefnið, heldur
hafa Frakkar og Tyrkir einnig
deilt um afstöðuna til borg-
arastríðsins í Líbíu, auk þess
sem Frakkar hafa tekið sér
stöðu við hlið Grikkja og Kýp-
verja í deilum þeirra við Tyrki
um auðlindir í austurhluta Mið-
jarðarhafsins.
Nýjasta bitbeinið nú eru svo
afskipti Tyrkja af átökunum í
Nagornó-Karabak, en einsýnt
þykir að stjórnvöld í Ankara
hafi veitt bandamönnum sínum í
Aserbaídsjan aðstoð í formi
málaliða og vígamanna úr ísl-
amistahópum í Sýrlandi. Þá
hafa Tyrkir verið sakaðir um að
F-16 orrustuþotur
á þeirra vegum hafi
tekið þátt í skær-
unum á milli Asera
og Armena.
Óvíst er hvaða
afstöðu leiðtogar Evrópusam-
bandsríkjanna munu hafa til
þessara efna, en víst er að
Grikkir, Kýpverjar og Frakkar
ætla sér að reyna að knýja fram
refsiaðgerðir, eða í það minnsta
trúverðuga hótun um að farið
verði út í slíkar aðgerðir gegn
Tyrkjum, láti þeir ekki af ögr-
unum sínum í garð Grikkja.
Sagði Macron þegar hann hélt
til fundarins að samstaða með
Grikkjum og Kýpverjum væri
ekki eitthvað sem hægt væri að
semja um.
Angela Merkel Þýskalands-
kanslari benti hins vegar á að
Evrópusambandið ætti mikið
undir því að eiga góð samskipti
við nágranna sína í Tyrklandi,
en ríkið er ekki bara að nafninu
til bandamaður í Atlantshafs-
bandalaginu, heldur léku Tyrk-
ir lykilhlutverk í að koma í veg
fyrir að flóttamenn frá Sýrlandi
myndu streyma áfram til Evr-
ópusambandsríkjanna árið
2015. Raunar hafa þeir nýtt sér
þá stöðu til þess að kreista út úr
sambandinu bæði fjármuni og
þægð í samskiptum, enda er
alltaf undirliggjandi hótunin um
að Tyrkir opni aftur flóðgátt-
irnar verði ekki fallist á óskir
þeirra.
Enn ríkir mikil óvissa um
hvernig þessi átök munu enda,
en víst er að miklu skiptir fyrir
ríki Evrópusambandsins og ná-
granna þeirra hvort og hvernig
tekst að leiða þau til lykta.
Tyrkland fyrirferðar-
mikið á leiðtoga-
fundi ESB}
Snúin staða og erfið
Í gær hófst sala áBleiku slauf-
unni, hinu árlega
átaki Krabba-
meinsfélagsins sem
ætlað er að vekja
fólk til vitundar um krabbamein
í konum. Á hverju ári greinast
um 800 konur á Íslandi með
krabbamein, og eflaust fáar
fjölskyldur sem sjúkdómurinn
hefur látið ósnortnar. Þá er
slaufan ein af þremur meg-
instoðum í fjáröflun félagsins,
ásamt velunnurum félagsins og
Mottumars.
Í ár mun allt það fé sem safn-
ast með sölu Bleiku slaufunnar
renna til krabbameinsrann-
sókna, en þær hafa lagt grunn-
inn að þeim árangri sem náðst
hefur í baráttunni gegn krabba-
meini í gegnum tíðina. Í máli
Höllu Þorvaldsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Krabbameins-
félagsins í útvarpsþættinum Ís-
land vaknar á K100, kom fram
að lífslíkur kvenna hér á landi
sem hafa fengið krabbamein
hafi tvöfaldast á síðustu 50 ár-
um. Þá hefur dánartíðni kvenna
af völdum krabba-
meina lækkað um
35%.
Þetta verður að
teljast mjög góður
og ánægjulegur ár-
angur í baráttunni gegn þeim
skelfilega vágesti, sem krabba-
mein er. En betur má ef duga
skal, og lykillinn að því er í
gegnum frekari rannsóknir og
stuðning við þá sem leiða bar-
áttuna gegn krabbameini. Í því
samhengi má nefna að í gegnum
tíðina hafa 227 milljónir króna
runnið til krabbameinsrann-
sókna úr Vísindasjóði Krabba-
meinsfélagsins og 240 birtar
vísindarannsóknir hafa nýtt sér
gagnagrunn Krabbameins-
skrár.
Allt of margir hafa fallið frá
fyrir aldur fram vegna krabba-
meins, og allt of margar fjöl-
skyldur hafa misst móður eða
dóttur vegna þessa hræðilega
sjúkdóms. Það er því full
ástæða fyrir landsmenn til þess
að leggja sitt af mörkum í októ-
ber til Bleiku slaufunnar og
Krabbameinsfélagsins.
Átakið hefur bjargað
mannslífum og
aukið lífslíkur}
Bleika slaufan
R
íkisstjórnin lagði fram áætlun sína
út úr kófinu í gær. Áætlun sem
ríkisstjórnin ætlaði að leggja
fram í vor en frestaði. Það verður
að segjast eins og er að áætlunin
er nákvæmlega eins og allar fyrri aðgerðir rík-
isstjórnarinnar. Sundurlaus og handahófs-
kennd. Rétt eins og nýlegar stöðugleika-
aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar
sem „nýjar“ aðgerðir. Fyrsta aðgerðin þar var
að framlengja „Allir vinna“ sem er kaldhæðn-
islegt heiti í 9% atvinnuleysi. Ekki beint ný eða
sérsniðin aðgerð til þess að koma til móts við
mestu efnahagskreppu í heila öld.
Hugsið aðeins um það. Kófið er að valda
mestu efnahagskreppu sem við höfum séð í
heila öld og heildarmyndin í aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar er engin. Markaðsátak fyrir er-
lenda ferðamenn var mikilvægara en nýsköpun í fyrsta að-
gerðapakkanum og svo var fyrirtækjum bæði borgað fyrir
að halda fólki í vinnu og til þess að segja því upp.
Píratar, ásamt öllum öðrum flokkum úr stjórnarand-
stöðu, lögðu fram aukið fjármagn til nýsköpunar strax í
upphafi kófsins. Að eins vel athuguðu máli og hægt var að
gera á þeim stutta tíma lögðum við til sjö milljörðum meira
en ríkisstjórnin. Nú í haust kom í ljós að þeirri upphæð
hefði auðveldlega verið hægt að verja í fjölmörg verkefni
og vinna þannig upp þau störf sem eru að tapast. Stjórn-
arandstaðan lagði einnig fram heildstæða pakka af aðgerð-
um í heilbrigðismálum (sem ríkisstjórnin lagði svo fram
seinna) og opinberum framkvæmdum. Það gat stjórnar-
andstaðan gert á einungis níu dögum, lagt
fram aðgerðir sem voru heildstæðari en allt
sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hingað til.
Stjórnvöld gáfu sér hins vegar hálft ár til að
fínpússa aðgerðir sínar og hver var afrakst-
urinn? Misræmi. Til að mynda er bæði gert ráð
fyrir 3,6% og 5,2% hækkun launa á næsta ári.
Hvers vegna er stuðst við tvær tölur? Enginn
veit. Hvers vegna hækkar lífeyrir almanna-
trygginga þá bara um 3,6% en ekki 5,2%.
Svona eins og í upphafi þessa árs þegar lífeyrir
hækkaði um 3,5% en laun þingmanna um 6,3%.
Það er þó ánægjulegt að tillaga stjórnarand-
stöðunnar um 9 milljarða í nýsköpun er nú orð-
in að stefnu ríksstjórnarinnar. Skiljanleg
ákvörðun sem hefði betur verið tekin í vor. Í
dag er jafnvel góður tími til þess að gera enn
betur.
Hins vegar skil ég engan veginn hvernig þeim dettur í
hug að bæta bara við einum milljarði í loftslagsvarnir. Allt
bendir til þess að við munum þurfa að borga marga millj-
arða á ári af því að við erum ekki að standa við skuldbind-
ingar okkar. Þeir milljarðar munu óhjákvæmilega enda
sem skattar á almenning.
Ríkisstjórnin býður því áfram upp á samhengisleysi í að-
gerðum sínum, sem fer að verða samhengi í sjálfu sér.
Fleiri handahófskenndar aðgerðir sem engar greiningar
liggja á bak við.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Handahófskenndar aðgerðir
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verði áform fjármála- ogefnahagsráðherra um aðveita félögum sem starfa íþágu almannaheilla, þriðja
geiranum, skattalegar ívilnanir mun
ríkið verða af liðlega tveggja millj-
arða króna tekjum árlega. Á móti
munu þessar ívilnanir nýtast félaga-
samtökum vel og fjölga hvötum sem
geta orðið til að styrkja starf félag-
anna sem í mörgum tilvikum er unnið
í sjálfboðavinnu.
Fjármála- og efnahagsráðu-
neytið hefur kynnt áform um laga-
setningu um skattaívilnanir í þágu
þriðja geirans í samráðsgátt stjórn-
valda. Málið á sér nokkurn aðdrag-
anda. Stærsti áfanginn á þeirri leið er
niðurstaða starfshóps sem ráðherra
skipaði til að fara yfir skattalegt um-
hverfi þeirrar starfsemi sem fellur
undir þriðja geirann. Tillögur sem
hópurinn lagði fram eru að mestu
leyti teknar upp í áformum ráðherra
um lagasetningu.
Áður er lengra er haldið er rétt
að staldra við skilgreiningu á þriðja
geiranum. Þar er vísað til þess að þau
félög sem þar standa falla hvorki
undir einkageirann né opinbera geir-
ann. Þar eru félög sem ekki starfa
með hagnaðarmarkmið að leiðarljósi
heldur til almannaheilla. Þar undir
má setja íþrótta- og ungmennafélög,
björgunarsveitir, góðgerðarfélög og
mannúðarsamtök. Ýmis menningar-
félög geta einnig fallið undir þessa
skilgreiningu. Þess ber að geta að
iðnaðarráðherra hefur oftar en einu
sinni lagt fram frumvarp til að skil-
greina þriðja geirann þar sem lagt
hefur verið til að gerðar séu ákveðnar
kröfur til forms og efnis þeirra en
frumvörpin hafa ekki náð fram að
ganga á Alþingi. Þar var meðal ann-
ars lagt til að ríkisskattstjóri héldi al-
mannaheillafélagaskrá með sama
hætti og og fyrirtækjaskrá.
Gjafir frádráttarbærar
Fyrirtæki sem gefa fé til góð-
gerðarmála fá skattaafslátt sem nem-
ur allt að 0,75% af atvinnurekstr-
artekjum. Áformað er að þetta
hlutfall verði tvöfaldað og fleiri geti
notið. Jafnframt verði einstaklingum
heimilað að draga frá skattskyldum
tekjum gjafir til slíkra félaga. Það
gæti orðið 350 þúsund á ári, miðað við
fordæmi frá Danmörku. Félögin
verði jafnframt undanþegin greiðslu
fjármagnstekjuskatts.
Nú eru tímabundin ákvæði um
endurgreiðslu virðisaukaskatts af
vinnu á byggingarstað við byggingu,
viðhald eða endurbætur á eigin
mannvirkjum ýmissa félagasamtaka.
Lagt er til að undanþágan nái til allra
félaga sem vinna í þágu almanna-
heilla og tímamörkin verði endur-
skoðuð.
Lagt er til að félög til almanna-
heilla verði undanþegin greiðslu
stimpilgjalds af kaupsamningum, að
hluta eða öllu leyti, og að undanþága
félagasamtaka og sjálfseignarstofn-
ana frá greiðslu erfðafjárskatts skuli
einnig taka til lögaðila í öðrum fé-
lagsformum.
Lagasetningin myndi minnka
skatttekjur ríkissjóðs um rúmlega
tvo milljarða á ári. Í umsögn skrif-
stofu skattamála kemur fram að hún
myndi auka flækjustig í skattkerfinu
og gera eftirlit erfiðara. Á móti er
vakin athygli á samfélagslegu mikil-
vægi þeirra félaga sem ívilnanirnar
taka til. Starfið sé oft og tíðum borið
uppi af sjálfboðaliðum í almannaþágu
og í því liggi mikil samfélagsleg verð-
mæti. Af þessu leiðir, segir í umsögn-
inni, að telja verður að samfélags-
legur ávinningur sé töluverður,
veginn á móti kostnaði og fyrirhöfn
við lagasetningu.
Tveir milljarðar í
þágu almannaheilla
Morgunblaðið/Eggert
Almannaheill Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðri eru gott dæmi um
óeigingjarnt starf í þriðja geiranum. Slík félög munu njóta ívilnana.
„Við erum ákaflega ánægð með
þetta frumvarp og tilbúin að
vinna af fullum krafti með
stjórnvöldum að því að það
megi ná fram sem greiðast,“
segir Þór Þorsteinsson, formað-
ur Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar. „Mér líst mjög vel á
það. Með því er fjölgað hvötum
sem styrkja rekstur þessara fé-
lagasamtaka. Það verður sam-
félaginu mjög til góðs og er við-
urkenning á sjálfboðaliðs-
starfinu sem þar fer fram,“
segir Auður Inga Þorsteins-
dóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Ánægja með
frumvarpið
FULLTRÚAR FÉLAGA
Þór
Þorsteinsson
Auður Inga
Þorsteinsdóttir