Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl .8:30-12:30, nóg pláss -
Stólaleikfimi kl. 10:00 í Hreyfisal – Zumba Gold kl. 10:30 – Bingó kl.
13:30-14:30, spjaldið kostar 250 kr.- Kaffi kl. 14:30-15:20 - Nánari
upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir. Við minnum jafnframt
alla gesti á að virða þær reglur og fjarlægðartakmörk sem gilda
vegna Covid 19, þær breyst með stuttum fyrirvara.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16.
Stólayoga með Hönnu kl. 9. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn
kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17:15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50.
Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni,
Allir velkomnir. s: 411-2600.
Boðinn Hádegismatur kl. 11:20-12:30. Línudans kl.15:00.
Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10:00.
Gönguferð um hverfið kl. 10:30. Á skjánum kl. 13:00 byrjum við með
framhaldsþátt næstu föstudaga. Opið kaffihús 14:30-15:15.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við
hringborðið kl. 8:10-11:00. ATHUGIÐ BREYTTUR OPNUNARTÍMI.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlistarnámskeið MZ kl. 12:30-15:30.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15:30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Dansleikfimi kl. 9:30 og
10:15 Stjörnuheimilið. Smiðja opin kl. 13:00 – 16:00. Allir velkomnir
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia-æfing,
kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 13.00 Tréskurður.
Gullsmára Handavinna kl. 9.00
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun kl. 9 - 12. Hádegismatur kl. 11:30. Breytt dagskrá
verðum með bíó kl. 13:00. Sýnum myndina Harry og Heimir:
Morð eru til alls fyrst.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
- opin vinnustofa 9:00-16:00. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Bíómyndin
,,The Proposal" kl. 13:15.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga í Borgum kl. 9 í dag og ganga kl.
10 frá Borgum og inni í Egilshöll, kaffispjall á eftir. Hannyrðahópur
kl. 12:30 í Borgum, hver með sína handavinnu og léttar
leikfimisæfingar. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13:00
takmarkaður fjöldi vegna Covid. Vöfflukaffi eftir hádegi minnum á
sprittun og virða fjarlægðarmörk.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag verður dansleikfimi í setustofu
milli 9:30-10:00. föstudagsspjallhópur hittist í kaffi í handverksstofu
milli 10-11:30. Eftir hádegi er Handaband í handverksstofu,
milli 13-15:30. Klukkan 13:30 verður bingó í matsal 2. hæðar og
vöfflukaffi í framhaldi af því. Verið velkomin til okkar á Lindargötu
59 - við hlökkum til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Hreyfing með tónlist
(léttur salsa) í salnum á Skólabraut kl. 11.00. Syngjum inn helgina
með Bjarma í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Allir með og kaffi á eftir.
Spilað í króknum á Skólabraut og bridge í Eiðismýri kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
með
morgun-
nu
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Birna KristínÓlafsdóttir
fæddist í Litladal í
Svínavatnshreppi í
Austur-Húnavatns-
sýslu 7. janúar
1932. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 6. ágúst
2020.
Foreldrar Birnu
voru hjónin Hall-
fríður Ingveldur
Björnsdóttir, f. 11.4. 1899, d.
29.6. 1974, og Ólafur Jónasson, f.
20.12. 1892, d. 10.7. 1936, bóndi í
Litladal. Systir Birnu var Elín, f.
22.9. 1929, d. 12.4. 2000. Hálf-
bróðir þeirra er Ólafur Berg-
mann Óskarsson, f. 7.5. 1943.
Birna giftist hinn 24. apríl
1953 Gunnari Jóhanni Kristjáns-
syni húsasmíðameistara, f. 6.8.
1930 í Vindási í Eyrarsveit á
Snæfellsnesi, d. 27.7. 2012 á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Jónsdóttir, f.
30.11. 1898, d. 17.1. 1986, og
Kristján Hjaltason, f. 27.7. 1899,
d. 4.7. 1959.
Gunnar og Birna voru meðal
frumbyggja í Kópavogi og
bjuggu saman á Kársnesbraut
artæknifræðingur. Eiginkona
hans er Ingibjörg Elísabet Jak-
obsdóttir, f. 3.12. 1957. Þeirra
börn eru: a) Hörður Hólm, f.
26.2. 1982, b) Sædís Hólm, f. 8.2.
1983. Unnusti hennar er Eyjólf-
ur Kristinn Jónsson og eiga þau
dæturnar Heru Rún Hólm, f. 2.6.
2018, og Aþenu Rún Hólm, f.
27.6. 2019. Sædís á dótturina El-
ísabetu Guðnýju, f. 6.4. 2003,
með Guðna Gunnarssyni, og á
hún kærastann Daníel Ratan
Þórsson. c) Sverrir Grétar Hólm,
f. 17.2. 1988. Hann er trúlofaður
Bergþóru Guðmundsdóttur, f.
15.3. 1990, og eiga þau soninn
Mána Þór, f. 2.11. 2017.
Birna missti föður sinn ung en
ólst upp með móður sinni, sem
síðar giftist Óskari bónda í Víði-
dalstungu. Birna var í Reykja-
skóla í Hrútafirði og gekk námið
vel. Ung flutti hún þó til Reykja-
víkur og vann við ýmis störf, s.s.
við saumaskap hjá Fix og við
þjónustustörf á Hótel Borg. Þeg-
ar þau Gunnar voru flutt í Kópa-
vog og börnin komin til sög-
unnar hnýtti Birna fiskinet,
prjónaði lopapeysur og vann í
fiskverkun. Þegar opnuð var
göngudeild kvenna á Landspít-
alanum við Hringbraut hóf hún
störf þar í móttökunni og gegndi
því við góðan orðstír í meira en
30 ár.
Útför Birnu Kristínar fór
fram frá Digraneskirkju 17.
ágúst 2020, í kyrrþey að hennar
ósk.
139 í meira en 50 ár
og hún í rúm 60 ár.
Þau eignuðust tvö
börn: 1) Guðrún
Halla, landfræð-
ingur, f. 1.9. 1952.
Eiginmaður hennar
var Árni Þorvaldur
Jónsson arkitekt, f.
3.7. 1953. Þau
skildu 2012. Þeirra
börn eru: a) Hallur
Örn kvikmynda-
gerðarmaður, f. 27.9. 1982. Eig-
inkona hans er Ester Rós
Björnsdóttir, f. 23.6. 1988, og
eiga þau börnin Snorra Örn, f.
29.5. 2013, og Höllu Björgu, f.
31.7. 2016. b) Erla María hönn-
uður, f. 9.5. 1984. Eiginmaður
hennar er Jónas Valtýsson, f.
29.11. 1982 og eiga þau dæt-
urnar Sögu Dimmeyju, f. 19.2.
2013, og Ylfu Máneyju, f. 29.9.
2016. Jónas á soninn Gabríel
Mána, f. 5.12. 2004. c) Iðunn
Svala hegðunarráðgjafi, f. 7.5.
1992, og er hún trúlofuð Sigurði
Arnóri Sigurðssyni, f. 18.6. 1992.
Þau eignuðust soninn Hrafn, f.
9.3. 2020, d. sama dag. Sambýlis-
maður Guðrúnar Höllu er Ólafur
Héðinsson, f. 9.8. 1952. 2) Gunn-
ar Ólafur, f. 15.7. 1955, bygging-
Elsku besta amma mín. Ég á
erfitt með að finna orðin til þess að
kveðja þig almennilega. Þú varst
mér alltaf svo kær. Hlýja, góða
amma mín með pönnukökurnar og
appelsínið á Kársnesinu. Ég minn-
ist þess hlýlega í þau ótal skipti sem
ég gekk upp innkeyrsluna og bank-
aði á gluggann til að vekja athygli á
mér, að það klikkaði ekki að þú
komst hlaupandi til dyra og spurð-
ir: „Af hverju komið þið alltaf
hérna megin inn í húsið?“, alveg
hlessa á okkur. Eftir að hafa búið
sjálf í þessu húsnæði skil ég þig vel
að vilja fremur fá okkur inn um að-
alinnganginn þar sem hinn liggur í
gegnum þvottahúsið og sé því
meira hugsaður fyrir heimamenn.
Það var kannski nákvæmlega það
sem olli því að ég hlustaði aldrei og
kom alltaf inn um síðri innganginn,
mér leið eins og ég væri heima hjá
mér þegar ég kom til þín, elsku
amma mín. Heimili þitt var alltaf
tandurhreint og óaðfinnanlegt,
stútfullt af blómlegum potta-
plöntum og ilmandi af bakkelsi.
Ég lærði margt af því að hafa
þig í lífi mínu. Hjónaband þitt og
Gunna afa kenndi mér mikilvægi
þess að velja maka af kostgæfni og
gefa sér tíma til að vaxa og dafna
saman og sinna sameiginlegum
áhugamálum. Ég mun aldrei
gleyma því sem afi sagði mér þegar
ég fékk ævisögu hans til að skrifa
menntaskólaritgerð: „Það besta
sem ég gerði í lífinu var að giftast
svona góðri konu.“ Það var engin
tilviljun að þú fórst á þeim degi sem
þú gerðir, á níræðisafmælisdegi
ástarinnar þinnar, hans Gunna afa.
Loksins náðuð þið aftur saman og
gátuð tekið langþráð dansspor inn í
eilífðina. Ég elska þig amma mín,
hvíl í friði.
Iðunn.
Elsku amma mín, ég kveð þig
bæði með söknuði og þakklæti.
Það er svo margt sem ég lærði
af þér í gegnum árin og svo mikil
gleði sem fylgdi því að koma til þín
og afa í Kópavog. Oftar en ekki
mætti manni ilmurinn af nýbökuð-
um pönnukökum eða kleinum í
dyragættinni hjá ykkur. Þú sást
alltaf til þess að allir gestir færu
saddir og sælir úr heimsókn frá
ykkur. Þú sem varst alltaf tilbúin
að hafa fyrir öllum öðrum og sást
varla setjast niður sjálf til að hvíla
lúin bein. Það var alveg sama hvað,
matur, hannyrðir, spil, dans og
lestur, þú virtist alltaf eiga nóg til af
tíma fyrir aðra. Ég man enn eftir
eftirvæntingunni þegar ég beið
sem barn eftir nýsaumuðum jóla-
kjólum frá þér eða litríkum ullar-
peysum. Þar að auki var fataskáp-
ur dúkkanna minna öfundsverður
þar sem þær áttu allar sérsaumuð
föt fyrir öll möguleg tækifæri.
Ég er þakklát fyrir allan þann
tíma sem þú gafst mér og bý að svo
mörgu frá þér um ókomin ár. Eftir
erfið og annasöm ár er kominn tími
fyrir þig til að hvílast. Hvíl í friði
elsku besta amma mín.
Erla María.
Birna Kristín
Ólafsdóttir
✝ Auður Finn-bogadóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 19.
mars 1960. Hún
varð bráðkvödd á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands í Vest-
mannaeyjum 15.
sept. 2020. For-
eldrar hennar voru
Finnbogi Friðfinns-
son, f. 3. apr. 1927,
d. 21. des. 2003, og Kristjana
Þorfinnsdóttir, f. 10. feb. 1930.
Auður var yngst fimm systkina.
Systkini hennar: Gunnar Haf-
Guðmundssyni, f. 1. maí 1959, d.
3. okt. 2018.
Auður og Oddur gengu í
hjónaband 26. maí 1991. Þau
voru m.a. búsett í Grindavík, á
Leynisbrún 12b, til nokkurra
ára. Synir þeirra eru: 1) Berg-
vin, f. 16. apríl 1986, kvæntur
Fanný Rósu Bjarnadóttur, f. 25.
júlí 1974. Þau eiga tvo syni, Odd
Bjarna, 11 ára, og Heiki Orra,
sex ára. 2) Hafsteinn, f. 23. sept.
1993, dóttir hans er Védís
María, átta ára. Auður átti einn
son af fyrra hjónabandi, Finn-
boga Auðarson, f. 18. nóv. 1978.
Faðir Finnboga og fyrri eigin-
maður Auðar er Þórir Ólafsson,
f. 15. sept. 1958. Þau skildu árið
1980.
Síðustu árin starfaði Auður í
fjölskyldufyrirtækinu Aska hos-
tel í Vestmannaeyjum.
Útför Auðar hefur farið fram.
steinn, f. 14. okt.
1947, d. 24. maí
1964, Friðfinnur, f.
3. júní 1950, Ásta, f.
31. mars 1953, og
Sigríður Kristín, f.
16. des. 1955.
Auður ólst upp í
Vestmannaeyjum
og vann hún ýmis
störf, m.a. í fisk-
vinnslu, þá lengst
af hjá Ísfélagi Vest-
mannaeyja, í þjónustustörfum
ásamt því að vera með sjálf-
stæðan atvinnurekstur með eig-
inmanni sínum, Oddi Magna
Við ætlum að minnast elsku
litlu systur okkar. Mikið hvað við
eigum eftir að sakna þín. Það
fyrsta sem kemur upp í huga
okkar eru öll samtölin okkar, þú
sagðir alltaf: Hefur þú heyrt
þennan brandara, svo hlógum við
mikið og síðan sagðir þú okkur
annan og annan.
Við minnumst hennar vegna
allra gleðistundanna og hláturs-
ins sem fylgdi henni. Hún hafði
einstakt lag á að lyfta öllum upp í
gleði þrátt fyrir alla hennar erf-
iðleika. Við ásamt Auði ólumst
upp í fimm systkina hópi við ynd-
islega gott atlæti hjá foreldrum
okkar. Gunnar Hafsteinn, elsti
bróðir okkar, var tekinn frá okk-
ur þegar í bernsku, það var mikill
harmur fyrir okkar fjölskyldu. Og
nú kveður þú, yngsta systir okk-
ar, sem okkur þótti svo undur
vænt um. Minningar um þig
munu fylgja okkur allt til ævi-
loka.
Við elskum þig, elsku litla syst-
ir okkar, sem sefur svefninum
langa. En mundu það að allt þitt
líf elskuðum við þig. Þessa kveðju
sendum við til þín til himna.
Friðfinnur, Ásta og Kristín.
Auður frænka mín var ein-
stök manneskja. Veröldin væri
betri ef fleiri væru eins og hún.
Líf Auðar var ekki alltaf auð-
velt, áhyggjur, veikindi og erf-
iðleikar hennar sjálfrar sem og
hennar nánustu voru skammt
undan stóran hluta lífs hennar.
Hún var samt alltaf glöð og
bjartsýn, leit á og leitaði að
björtu hliðunum og því góða í
öllu og öllum. Hún hafði þann
eiginleika að komast í gegnum
lífið án þess að hallmæla nokk-
urri manneskju, öfund var
henni framandi, hún gat sam-
glaðst öllum sem áttu meira og
höfðu það betra en hún. Ein-
lægni hennar var fágæti.
Við frænkur og jafnöldrur
höfum fylgst að í gegnum lífið
þó lífshlaup okkar hafi verið
ólík og höf og lönd skilið að í
mörg ár.
Ég fór út í heim, en Auður
giftist allt of ung eins og ekki
var óalgengt í Eyjum í þá daga.
Hjónabandið var stutt og ófar-
sælt, en ávöxtur þess er elsti
sonur Auðar, Finnbogi. Finn-
bogi er gæddur mörgum góðum
kostum. Hljóðfæri og allt sem
snýr að tækjum og tækni leikur
í höndunum á honum, á öðrum
sviðum hefði og hefur hann þörf
á sérstakri aðstoð, en því miður
hefur umhverfið og kerfið ekki
staðið sig sem skyldi.
Auður kynntist svo Oddi
Magna Guðmundssyni á balli í
gömlu Höllinni í Eyjum. Það
var upphafið á hamingjusömu
hjónabandi. Oddur var Auðar
besti vinur, aðdáandi, stoð og
stytta. Auður og Oddur voru
óaðskiljanleg í tæplega 40 ár,
þau eignuðust synina Bergvin
og Hafstein. Saman tókust þau
á við erfið veikindi, sem þau
fengu heldur betur sinn
skammt af. Auður var heilsu-
laus árum saman. Sonurinn
Bergvin varð blindur af veiru-
sýkingu sem hann fékk í augun.
Sama hvað á gekk stóð Auður
þétt við hlið Bergvins og hjálp-
aði honum í gegnum nám, sem
og í fyrirtæki hans. Oddur
barðist við krabbamein í nær 10
ár sem dró hann til dauða fyrir
tæplega tveimur árum.
Auður missti mikið við fráfall
Odds. Þó hún hafi átt bakland í
góðum vinum og fjölskyldu kom
enginn í staðinn fyrir hann
Odd. Buguð og heilsutæp hélt
hún áfram, vann miklu meira en
hún hafði gott af, en kvartaði
ekki og þaðan af síður tapaði
hún húmornum. Hún nefndi
stundum við mig að líf hennar
væri efni í bók sem ætti að
heita Móðurharðindin. Þegar
Auður fékk svo hjartaáfall öðru
sinni varð það henni um megn.
Nú þegar komið er að leið-
arlokum þakka ég Auði fyrir að
hafa gert mig að betri mann-
eskju og kenna mér að meta
hvað ég er heppin með mitt og
mína.
Sonum Auðar, vinum og ætt-
ingjum sendi ég samúðarkveðj-
ur.
Hugur minn er hjá Kiddý,
eftirlifandi móðir hennar, sem
nú er að kveðja sitt annað barn
hinsta sinni.
Blessuð sé minning Auðar
Finnboga.
Kristín Jóhanns.
Auður
Finnbogadóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar