Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Stærð: 119 fermetrar
Verð: 48,9 milljónir
F A S T E I G N A S A L AHafið samband á nyhofn@nyhofn eða Elvar 693 3518
Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali
Móabarð 6 | 220 Hafnarfirði | sérhæð
Opið hús laugardaginn 24. okt. frá 11:00 til 11:30
Falleg og mikið endurnýjuð sérhæð með sérinngangi á
miðhæð í nýuppgerðu og nýmáluðu þríbýlishúsi.
Endurnýjað baðherbergi, endurnýjuð eldhúsinnrétting og tæki,
endurnýjuð gólfefni, gluggar og gler. Nýbúið að mála húsið og
þakið og endurnýja öll svalahandrið. Bílskúrsréttur fylgir.
Söluskoðun Frumherja fylgir, eins og öllum íbúðareignum
Nýhafnar.
OPIÐ
HÚS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í heimsfaraldri er mikilvægt að
sýna þakklæti og einblína á ljósu
punktana í tilverunni. Þess vegna
hefur Árvakur ákveðið að efna til
happdrættis og gæti heppinn
áskrifandi Morgunblaðsins átt von
á því að eignast glænýjan Honda e-
rafbíl frá bílaumboðinu Öskju.
„Þetta er okkar leið til þess að
þakka áskrifendum fyrir það traust
sem þeir sýna okkur,“ segir María
Lilja Moritz Viðarsdóttir, þjón-
ustustjóri Árvakurs. Vinningshafi
verður dreginn út 17. desember.
„Á þessum skrítnu tímum er
mikilvægt að hafa eitthvað
skemmtilegt í gangi og hví ekki að
gefa bíl? Við erum þakklát Öskju
fyrir þetta skemmtilega samstarf
og það verður virkilega gaman að
horfa á eftir heppnum áskrifanda
Morgunblaðsins aka burt á þessari
flottu Hondu e,“ segir María og
bætir við að um sé að ræða
skemmtilegan rafbíl og tilvalinn
borgarbíl, með 220 kílómetra
drægni.
Happdrættið er ekki það fyrsta
sem Árvakur efnir til: „Það er
gaman að gleðja og margt
skemmtilegt hefur komið upp þeg-
ar við tilkynnum vinningshafanum
að heppnin hafi verið með honum.
Ég man sérstaklega eftir einum
sem ég hringdi sjálf í, viðkomandi
vann flugmiða fyrir tvo og þegar
hann svaraði trúði hann mér ekki.
Hann hélt að ég væri vinkona kon-
unnar hans og að um einhvers kon-
ar grín væri að ræða. Ég var heil-
lengi að sannfæra manninn og
endaði með að senda honum tölvu-
póst frá Morgunblaðinu svo hann
tryði mér,“ segir María.
„Ef þú ert ekki nú þegar áskrif-
andi hringdu þá í okkur í síma 569-
1100, fáðu blaðið inn um lúguna
sex daga vikunnar og tryggðu þér
það besta og vandaðasta í íslenskri
blaðamennsku,“ segir hún að lok-
um.
Morgunblaðið/Íris
Honda e Hlynur Björn Pálmason, sölumaður hjá Öskju, við rafbílinn sem áskrifendur hafa möguleika á að vinna.
Verður þú á nýjum
Honda e-bíl í desember?
Áskrifendur eiga möguleika á veglegum vinningi
Alls fékk 261 foreldri fjárhagsaðstoð
frá Reykjavíkurborg á tímabilinu
maí 2019 til maí 2020 en á þeim heim-
ilum sem nutu aðstoðar bjó 441 barn.
Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun
stýrihóps velferðarsviðs um aðgerðir
gegn sárafátækt barna og fjöl-
skyldna þeirra, þar sem enn fremur
eru lögð til úrræði til þess að sveitar-
félagið geti komið betur til móts við
þá sem glíma við sárafátækt.
„Það sem við leggjum mesta
áherslu á er að koma í veg fyrir að líf
barna fari úr skorðum við það að for-
eldar missi vinnuna og þurfi að
sækja sér fjárhagsaðstoð,“ segir
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður
velferðarráðs Reykjavíkurborgar og
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Meðal annars leggur stýrihópur-
inn til að unnar verði verkáætlanir í
samstarfi við þjónustumiðstöðvar í
borginni, sem hafa að markmiði að
veita einstæðum foreldrum, sem
hafa fengið fjárhagsaðstoð, þverfag-
lega þjónustu auk ráðgjafar. Ýmis-
legt fleira er lagt til, svo sem þjón-
ustutrygging varna sem sjálkrafa
réttur í umsókn um fjárhagsaðstoð
en í því felast m.a. leikskólagjöld og
gjald fyrir skólamáltíðir, frístund og
daggæslu.
261 foreldri fékk
fjárhagsaðstoð
Vilja hindra að líf barna fari úr skorðum
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Staðfest riðusmit greindist í upphafi
vikunnar hjá einum þriggja vetra
sauði á Stóru-Ökrum í Akrahreppi í
Skagafirði og í kjölfarið voru tekin
sýni á bæjum í sveitinni, þangað sem
fé af Stóru-Ökrum hafði ratað ný-
lega. Á þremur bæjum, Syðri-Hof-
dölum, Grænumýri og Hofi í Hjalta-
dal, er sterkur grunur um að smit sé
komið upp, en það er enn óstaðfest
og endanlegrar niðurstöðu er ekki
að vænta fyrr en í fyrsta lagi síðdeg-
is á þriðjudag.
Af þeim sökum minnir Jón Kol-
beinn Jónsson, héraðsdýralæknir á
Norðurlandi eystra, fólk á að ekki
eru öll kurl komin til grafar. „Það
þarf eiginlega að vinda ofan af æsi-
fréttamennskunni. Við þurfum að
gefa okkur smátíma varðandi þetta.
Auðvitað viljum við hraða öllum nið-
urstöðum en þetta er mjög umfangs-
mikið. Virkilega umfangsmikið,“
segir Jón í samtali við Morgunblað-
ið.
Skimað er eftir riðu alls staðar
þar sem fé hefur farið frá Stóru-
Ökrum en kindur hafa dvalið mis-
lengi á hverjum stað. „Auðvitað hafa
einhverjir gripir sem hafa verið lán-
aðir aðeins staldrað við í örfáa daga,
þannig að það eru ýmsir lausir endar
sem er verið að eltast við núna. Mað-
ur er alltaf hræddur um að einhver
fari fram hjá manni, þannig að við
reynum að vanda okkur eins og við
getum og halda yfirvegun.“
Ef grunur reynist á rökum reistur
um smit á ofantöldum bæjum eru
líkur á að farga þurfi fénu, sem sam-
tals er á þriðja þúsund. Langt er lið-
ið síðan ráðast þurfti í eins víðtækan
niðurskurð en fari svo segir Jón að
lausna verði leitað til að urða hræin,
sem þurfa að fara á stað þar sem
ekki er hætta á að riðusmit verði eft-
ir á víðavangi og aðrar skepnur kom-
ist í það.
Vilja læra af þessu
Atli Traustason á Syðri-Hofdöl-
um, þar sem bráðabirgðaniðurstaða
hefur gefið til kynna að hrútur sé
smitaður, sagði við Morgunblaðið í
gær að ef til niðurskurðar kæmi vildi
hann nota tækifærið og rannsaka
sjúkdóminn. „Ef hægt er að segja
sem svo er þetta á vissan hátt spenn-
andi verkefni, að við getum þá aflað
einhverra upplýsinga um þetta.
Menn vita svo lítið og þá getum við
alla vega nýtt þetta til gagns,“ sagði
hann.
Jón Kolbeinn segir að svona tilvik
séu nýtt til þess að læra af þeim.
„Við öflum eins mikilla gagna og við
getum, bæði hvað varðar faralds-
fræði og það sem tilheyrir jarð-
vinnslu, flutningum á tækjum og
gripum eða hvað það er. Það verður
líka áhugavert að fá að sjá bæði nið-
urstöður úr heilasýnum og svo arf-
gerðargreiningu, þ.e. hvernig þessi
smit hafa borist og dreifst,“ segir
Jón. Hugsanlegt sé að staðsetja
fyrsta smitið og uppruna þess.
Riða getur legið á furðulegustu
stöðum svo áratugum skiptir og
nefnir Jón dæmi þess að hrútar séu
taldir hafa nælt sér í riðu með því að
bíta gras nálægt jarðvegi á jörð sem
hafði verið riðujörð árið 1978. Þegar
hróflað sé við jarðveginum geti þetta
gosið upp aftur, enda lífseigt efni.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, for-
maður Landssamtaka sauðfjár-
bænda, segir að fylgst sé með fram-
vindu mála og að samtökin aðstoði
þá bændur sem lenda í þessu mikla
áfalli í sínum búskap. „Þetta eru
fjármörg bú auðvitað. Þetta eru slá-
andi fréttir fyrir alla, bæði þessa
bændur og alla sauðfjárbændur,“
segir Guðfinna. Hún segir þetta þó
áminningu um að riðan geti skotið
upp kollinum hvar sem er. Hólfið
hefur verið riðufrítt nærri því að öllu
leyti í 20 ár.
„Virkilega umfangsmikið“
Grunur um víðtækt riðusmit í Skagafirði Stór sauðfjárbú í miklum vanda
Ef farga þarf fénu vill bóndi á Syðri-Hofdölum nýta tækifærið til rannsókna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sauðfé Staðfest riðusmit er á einum bæ en grunur um smit á tveimur.
Riðuveiki
» Riðuveiki er langvinnur og
ólæknandi smitsjúkdómur í
sauðfé. Oftast er kind veik í
mánuði áður en hún lamast og
drepst.
» Tröllaskagahólfið hefur verið
að langmestu leyti riðufrítt í
20 ár, þar til nú.
» Til eru tvö afbrigði af riðu,
NOR98 og hefðbundið.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Alls hafa 22 kórónuveirusmit greinst
meðal sjúklinga og starfsmanna á
Landakotsspítala, að sögn Önnu Sig-
rúnar Baldursdóttir, aðstoðarmanns
forstjóra Landspítala.
„Þetta er hópsýking og við lítum
þetta alvarlegum augum,“ segir
Anna Sigrún.
Sextán sjúklingar eru smitaðir
auk sex starfsmanna og hafa þegar
um hundrað manns verið sendir í
sóttkví. Ekki er enn vitað hvernig
smit barst inn á Landakotsspítala en
þar er málið litið alvarlegum augum
og er spítalinn nú lokaður vegna
smitsins.
Um sjötíu sjúklingar dvelja á
Landakoti en ljóst er að spítalinn
stendur frammi fyrir manneklu
vegna sóttkvíar starfsfólks. Því segir
Anna Sigrún líklegt að kallað verði í
bakvarðasveit almannavarna vegna
ástandsins.
Málin eru þó enn að þróast og er
til að mynda óljóst hve margir eru
smitaðir .
Nokkrir sjúklingar hafa verið
fluttir á Landspítala í Fossvogi
ástandsins vegna, að sögn Önnu, en
allir sjötíu sjúklingar Landakots-
spítala eru nú í sóttkví.
Hópsýk-
ing á
Landakoti
16 sjúklingar og 6
starfsmenn smitaðir