Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Ljósmynd/Ólafur Stefán Arnarsson
Á Klaustri Björn Traustason við sitkagreni sem nálgast 30 metra hæð og er hæsta tré sem mælt hefur verið hér.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Árið 1995 náði tré 20 metra hæð í
fyrsta sinn á Íslandi, rússalerki í
Atlavíkurlundi. Það þótti svo merki-
legt að forsætisráðherra var kallaður
til. Fáum árum seinna bættust svo
alaskaösp og sitkagreni í 20 m hóp-
inn. Næst voru það svo eitt af öðru
blágreni, evrópulerki, stafafura og
degli. Alls höfðu því sjö trjátegundir
rofið 20 metra múrinn fyrir árið
2019.“
Þetta kemur fram í grein Þrastar
Eysteinssonar skógæktarstjóra í ný-
útkominni ársskýrslu Skógrækt-
arinnar. Hann nefnir að 2019 hafi all-
mörg tré mælst yfir 20 metra há, sum
á nýjum stöðum þar sem ekki hafi
verið vitað af svo háum trjám áður.
Ekki hafi síður verið merkilegt að
þrjár nýjar tegundir bættust í 20
metra klúbbinn; rauðgreni, fjallaþin-
ur og álmur og eru tegundirnar því
orðnar tíu. Auk þeirra eru fimm teg-
undir í viðbót komnar í um og yfir 18
metra hæð og munu því væntanlega
bætast í hópinn á næstu árum. Það
eru skógarfura, hengibirki, gráelri,
blæelri og askur.
Þótti ekki sjálfsagt
„Að tré nái 20 m hæð hefur í sjálfu
sér ekki sérstaka þýðingu. Slíkt er al-
vanalegt víða um heim og 20 er bara
tala. Á Íslandi hefur það þó þá tákn-
rænu merkingu að okkur er að takast
að rækta alvöruskóga með stór-
vöxnum og gjöfulum trjám. Það þótti
alls ekki sjálfsagt fyrir ekki svo löngu
síðan þegar þorri Íslendinga var þess
fullviss að ekki þýddi að reyna að
rækta skóg á þessu kalda skeri.
Það að 10 trjátegundir, og bráðum
15, nái a.m.k. 20 metra hæð merkir
líka að hér sé hægt að rækta fjöl-
breytta stórskóga. Svo förum við
bráðum að hækka rána því hæstu
trén nálgast óðum 30 m markið.
Sitkagreni á Kirkjubæjarklaustri
mældist 28,7 m hátt á árinu 2019.
Þegar því marki er náð förum við að
hætta að taka eftir því þegar ný teg-
und nær 20 m hæð. Og það er gott,“
skrifar Þröstur.
Hæðarmet fyrir birki
Skógræktarstjóri greinir meðal
annars frá því að nýtt hæðarmet fyrir
birki hafi verið sett 2019. Ekki hafi
verið um hæð trésins að ræða heldur
hafi hríslan fundist í 660-680 metra
hæð yfir sjávarmáli í Útigönguhöfða í
Goðalandi. Fyrra metið, 624 metrar í
Austurdal í Skagafirði, hafði staðið
lengi sem hæsti fundarstaður birkis á
landinu.
Víða er komið við í ársskýrslunni,
en Skógræktin hætti að gefa ársrit
sitt út á prenti á síðasta ári. Í stað
þess var ákveðið að setja upp sér-
stakan ársskýrsluvef á skogur.is þar
sem tíunduð væru helstu atriði úr
starfseminni á viðkomandi ári.
Tíu tegundir trjáa í 20 metra
klúbbinn og fleiri eru á leiðinni
Hefur táknræna merkingu, skrifar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
569 7000 · Lágmúla 4 · miklaborg.isMeð þer alla leið
• Fullkomið vélrænt inn og útsog í íbúðum,
mjög góð loftskipti
• Lyfta í öllum stigagöngum
• Öllum íbúðum fylgir sér afnota geymsla í kjallara
auk afnotaréttar af rúmgóðri hjóla- og vagna-
geymslu með beinu aðgengi úr húsi
• Traustur verktaki með alþjóðlega vottun
• Við auðveldum þér kaupin / metum þína
eign samdægurs
• Frá 2ja herbergja upp í glæsilegar þakíbúðir
• Íbúðir afhendast fullbúnar án gólfefna
• Sameiginleg lokuð bílgeymsla, að lágmarki
eitt bílastæði fylgir flestum íbúðum. Að auki
eru bílastæði á yfirborði
• Kynntu þér skipulag og stærðir á miklaborg.is
• Frábær staðsetning þar sem stutt er
í alla þjónustu og stofnæðar
Vandaðar nýjar íbúðir fyrir 50 ára og eldri
65 íbúða fjölbýlishús á 4-5 hæðum við Bjarkarholt 8-20 í Mosfellsbæ
Fullbúin sýningaríbúð
BJARKARHOLT 8-20
Komið, skoðið og ráðfærið ykkur við sölumenn okkar!
Jón Rafn Valdimars
lögg. fasteignasali
Sími: 695 5520
jon@miklaborg.is
Friðrik Þ. Stefánsson
hdl. og aðst. fasteignas.
Sími: 616 1313
fridrik@miklaborg.is
Ólafur Finnbogason
lögg. fasteignasali
Sími: 822 2307
olafur@miklaborg.is
Óskar H. Bjarnasen
lögg. fasteignasali
sími: 691 1931
ohb@miklaborg.is
50 ára+
Nýjar
íbúðir fyrir
Helmingur íbúð
a
seldur
Afhending hefst
í nóvember
Bókið tíma
hjá sölumönnum
sunnudaginn
25. október
kl. 13:00 - 14:00
Allt um sjávarútveg