Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 Í lok október fer fram þing Norð- urlandaráðs sem hald- ið er ár hvert og hefði að þessu sinni átt að halda með veglegum hætti í Hörpunni ef ekki hefði verið fyrir alheimsfaraldurinn sem nú geisar um heiminn. Þess í stað fer allt fram í hinum staf- ræna heimi. Helgina fyrir þingið mun ungmennaráð Norðurlandaráðs (UNR) þinga, en það er vettvangur fyrir ungliða- hreyfingar stjórnmálaflokka á Norð- urlöndunum. Þar skiptist ungt fólk, einstaklingar undir 35 ára aldri, á hugmyndum og hugsjónum. Þing ungmennaráðs Norð- urlandaráðs hefur verið haldið frá árinu 1971. Pólitískt litróf ungmenn- aráðsins er jafnbreitt og Norð- urlandaráðs en þar er tekist á um hugsjónir og lausnir er varða nor- rænt samstarf. Á föstudegi fyrir þing Norð- urlandaráðs hittast þátttakendur og sækja viðburð sem tengist þema þingsins það árið. Þing UNR fer síð- an fram á laugardegi og sunnudegi. Þar er farið yfir ályktanir, þær ræddar og síðan kosið um hvaða ályktanir UNR vill setja fram það árið til að vinna með inni í nefndum Norðurlandaráðs. Eins er farið yfir ársreikning, kosið í nýja stjórn og formaður kjörinn fyrir næsta starfsár. Lærdómur alheimsfaraldursins Á síðasta þingi, sem haldið var í Stokk- hólmi, voru 19 álykt- anir af þeim 27 sem settar voru fram sam- þykktar. Þetta er í grófum dráttum dag- skrá þingsins í venju- legu árferði. Áhrifa Covid-19-faraldursins gætir hins vegar þarna líkt og annars staðar og í ár verður þingið í fyrsta skipti rafrænt. Vegna þessa verður fund- urinn í ár í styttra lagi, þar sem erf- iðara er að halda einbeitingu fyrir framan skjáinn allan þennan tíma. Kórónuveiran hefur litað starf Norðurlandaráðs síðan í febrúar og allir fundir farið fram rafrænt. Það hefur verið ágætis prófsteinn og margt gott sem við getum lært af því ástandi sem heimsfaraldurinn hefur fært okkur. Raddir ungmenna verða að heyrast Ungmennaráð Norðurlandaráðs hefur lengi barist fyrir umhverf- ismálum og að þeim verði forgangs- raðað ofar. Eins hefur mikið púður farið í það að eiga sæti við borðið og að rödd ungmenna fái að heyrast sem víðast. Málefni ungs fólks eru málefni okkar allra og oft vill verða að ef þau eru sérmerkt ungmennum að þá minnki vægi þeirra. Áherslurnar í ár verða á betra flæði milli Norðurlandaþjóðanna varðandi öflun menntunar, atvinnu og ferðalög. Eins hafa umhverfismál verið og munu áfram verða for- gangsmál ásamt mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í umræðum og ákvarðanatöku. Þingið ákveður á ári hverju hvað kjörin stjórn næstkom- andi starfsárs á að vinna með, því er mikilvægt að ungmenni frá öllum stjórnmálahreyfingum sem og Norðurlöndunum afli sér upplýsinga og taki þátt. Þátttaka í starfi UNR hefur gefið mér innsýn í norræn stjórnmál, vini á öllum Norðurlöndunum og tæki- færi til að tala fyrir umhverfisvernd ásamt því að geta átt samtal við stjórnmálafólk og reynt að auka vægi raddar ungmenna í um- ræðunni. Það er áhugavert að hugsa til þess að helmingur íbúa heimsins er undir 30 ára og pólitískt kjörnir fulltrúar verða að fara að end- urspegla þá tölu til að raddir okkar heyrist á öllum sviðum samfélagsins. Eftir Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur » Í lok október fer fram þing Norður- landaráðs sem haldið er ár hvert og hefði að þessu sinni átt að halda með veglegum hætti í Hörpunni. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Höfundur er varaforseti Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Málefni ungs fólks á Norður- löndum er málefni okkar allra Engin heildstæð stefna er til í sér- kennslumálum í Reykjavík og ekki liggja fyrir markvissar rannsóknir á skólastarfi og sérkennslu. Því er ekki vitað hvort sérkennsla eða annars konar stuðningur ber tilætlaðan ár- angur. Skortur er á heildarsýn. Byggt á þessu er ljóst að margt er í lausu lofti þegar kemur að sérkennslu- málum í leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Skortur er á heildrænni stefnu, yfirsýn og skýrum mæl- anlegum markmiðum. Ef sérkennsla á að vera markviss verður hún að byggjast á mati og greiningum. Fjöldi tilvísana á bið til skólasálfræðinga er nú um eitt þúsund. Í svörum skólayfirvalda við fyr- irspurnum borgarfulltrúa Flokks fólksins um þessi mál kemur fram:  Engin rannsókn eða heildarúttekt er til á sérkennslumálum í skólum borgarinnar og því er ekki vitað hvort sérkennsla skilar tilætluðum árangri.  Um 30% nemenda grunnskólans eru að jafnaði í sérkennslu.  Sótt er um sérkennslu fyrir börn ef sterkar líkur eru á að þau þarfnist sértækrar aðstoðar, oftast að und- angengnum skimunum og mati með viðeigandi matstækjum.  Kostnaður vegna sérkennslu beggja skólastiga er um 5 ma.kr. á ári.  Í þeim skólum sem hafa menntaða sérkennara eru námslegar grein- ingar á einstökum nemendum gerð- ar.  Ekki er vitað hvernig málum er háttað í skólum sem hafa ekki menntaða sérkennara. Tillögur um stefnumótun og úttekt innri endurskoðunar á sérkennslu Árið 2019 lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að skóla- og frístundasvið móti heild- ræna stefnu í málefnum sérkennslu. Tillagan var felld. Á fundi borgarstjórnar 20. október sl. lagði borgarfulltrúi Flokks fólks- ins fram tillögu um að borgarstjórn fari þess á leit við innri endur- skoðun að hún geri út- tekt á sérkennslu leik- og grunnskóla í Reykjavík. Tillögunni var breytt í máls- meðferðartillögu um að vísa henni í vinnu- hóp sem skoðar þessi mál. Fátt var annað að gera en að samþykkja það þótt það komi ekki í staðinn fyrir heild- stæða úttekt gerða af óháðum aðila eins og innri endurskoðanda. Eitt útilokar ekki annað og myndi slík út- tekt, væri hún gerð, geta verið grunnur að tillögum að heildstæðri stefnu. Fjölmörg rök hníga að gerð heild- stæðrar úttektar á sérkennslu í skól- um Reykjavíkur. Fullnægjandi upp- lýsingar um sérkennslumál skortir. Íslensk börn standa verr að vígi í lestri og lesskilningi samanborið við nágrannalönd. Samkvæmt PISA 2018 lesa um 34% 14-15 ára drengja sér ekki til gagns og 19% stúlkna. Samkvæmt Lesskimun 2019 les að- eins 61% barna í Reykjavík sér til gagns eftir 2. bekk. Í úttekt innri endurskoðunar væri hægt að kanna m.a. hvort nemendur í sérkennslu fái einstaklingsmiðaða sérkennslu byggða á faglegu mati sérfræðinga skólaþjónustu og í sam- ræmi við skilgreindar þarfir þeirra. Skoða þarf jafnframt hvort grein- ingarferlið sem liggur til grundvallar sérkennslu sé samrýmanlegt milli skóla og hvort og þá hvernig mæl- ingum sé háttað á árangri og eft- irfylgni. Hvað felst í sérkennslu? Sérkennsla hefur alla tíð verið tengd hugmyndum um mannréttindi og jafnrétti til náms. Frá haustinu 1968 útskrifuðust hópar sérkennara frá Kennaraháskólanum (Heimild: Sérkennsla í grunnskólum Reykja- víkur. Könnun á fjölda nemenda, ástæðum og fram- kvæmd. Ritstjóri Gerð- ur G. Óskarsdóttir. Skýrsla útgefin af Fræðslumiðstöð árið 2000). Hér er um að ræða nemendur með mikla þörf fyrir kennslu sem er sérstaklega að- löguð að sértækum námserfiðleikum, fé- lags- og tilfinninga- legum erfiðleikum og/ eða fötlunum. Grunnskólar fara í ytra mat á nokkurra ára fresti þar sem m.a. eru skoðaðir þætt- ir á borð við sérkennslu. Hlutfall barna sem eru í sérkennslu heldur áfram að hækka en það var 26% árið 2011 og er um 30% 2020. Tölurnar segja ekki um hvernig sérkennslu er að ræða. Hópur nem- enda fær viðvarandi sérkennslu utan bekkjar í ákveðnum námsgreinum, stundum alla skólagönguna, ýmist marga tíma á viku eða fáa. Sumum nemendum nægir að vinna í smærri hóp með stuðningi þar sem þau fylgja engu að síður bekkjarnáms- efninu. Ekki er að sjá að gerður sé nægj- anlegur greinarmunur á stuðnings- kennslu annars vegar og hins vegar sérkennslu sem kemur alfarið í stað- inn fyrir bekkjarnámsefni jafningja. Sé ekki gerður greinarmunur á þessu má ætla að hlutfall grunn- skólanema sem eru skráðir í „sér- kennslu“ sé hærra en raun ber vitni. Hver skóli er með sínar aðferðir hvað varðar sérkennslu. Vissulega eru gerðar einhverjar mælingar. Skólarnir sjálfir gera mælingar, sem og sérkennararnir, sem starfa oft undir miklu álagi. Hagstofa Íslands mælir að einhverju leyti árangur af sérkennslu og byggir á gögnum sem kallað er eftir frá skólum. Ekki er vitað hversu nákvæmlega upplýsing- arnar eru greindar eða hversu ná- kvæmar þær eru. Þegar á allt er litið má segja að á síðustu 20 árum hafi skóla- og frí- stundasvið misst yfirsýn og utan- umhald sérkennslumála í Reykjavík. Innri endurskoðun hefur faglegt sjálfstæði í störfum sínum gagnvart allri stjórnsýslu borgarinnar og get- ur því ákveðið að gera þá úttekt sem borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Engin rannsókn eða heildarúttekt er til á sérkennslumálum í skól- um borgarinnar og því er ekki vitað hvort sér- kennsla skilar tilætl- uðum árangri. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borg- arfulltrúi Flokks fólksins. kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is Engin heildstæð stefna til í sérkennslumálum Í Morgunblaðinu í gær, 23. október, var stutt grein eftir Þor- vald Gunnlaugsson náttúrufræðing með fyrirsögninni „Að taka slaginn við covid“. Þar varpaði Þorvaldur fram nokkrum spurn- ingum um lyfja- meðferð við þessum sjúkdómi sem enn hrellir heimsbyggðina. Því er til að svara að lyfið sem honum er tíðrætt um, Favipiravir, er til á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, en það var höfðingleg gjöf japanskra stjórnvalda til landsmanna í vor. Lyfið barst til landsins þegar fyrsta bylgja var að mestu yfirstaðin og notkun lyfsins hófst því fyrst í haust þegar tilfellum fór að fjölga á nýjan leik. Lyfið er notað í töfluformi sam- kvæmt leiðbeiningum sem skrifaðar hafa verið á spítalanum og byggja að verulegu leyti á japönskum rann- sóknum. Við upphaf meðferðar er gefinn hleðsluskammtur (1.800 mg tvisvar á dag fyrsta sólarhringinn) og síðan haldið áfram með 800 mg tvisvar á dag næstu fjóra daga, – alls fimm daga meðferð. Að þeim tíma liðnum er metið hvort nauðsyn sé á lengri meðferð. Þeir sjúklingar sem fengið hafa meðferðina hafa allir fengið lyfið sjálft, þ.e. enginn fær lyfleysu, enda hefur þegar verið sýnt fram á að lyf- ið styttir veikindatíma og því er ekki talið verjandi að gefa lyfleysu. Gert er ráð fyrir að hefja meðferð þeirra sem eru í aukinni áhættu (aldur yfir 60 ár, sykursýki, hjartasjúkdómur, lang- vinnur lungnasjúkdóm- ur eða ónæmisbæling). Frá upphafi hefur verið stefnt að því að hefja meðferð sem allra fyrst eftir greiningu og helst utan spítala. Á hinn bóginn eru birgðir af lyfinu takmarkaðar og ekki talið ráðlegt að gefa það öllum sjúkling- um, eða gefa þeim það til langs tíma. Því er mikilvægt að velja þá sem settir eru á meðferð af mikilli kostgæfni. Markmiðið er að hámarka gagnsemi meðferðarinnar, draga úr veikindum og innlögnum á sama tíma og aukaverkanir eru lág- markaðar. Vonandi mun það takast, en enn er of snemmt að fullyrða nokkuð í þeim efnum. Varðandi innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota frá löndum ut- an EES (eins og Indlandi) er meg- inreglan sú að slíkur innflutningur er óheimill skv þeirri reglugerð sem um málefnið gildir (212/1998, 4. gr.), en slíkum erindum er beint til Lyfja- stofnunar. Spítalinn kannar nú hvort unnt sé að kaupa viðbótarbirgðir af lyfinu. Slegist við COVID-19 Eftir Magnús Gott- freðsson Magnús Gottfreðsson » Spítalinn kannar nú hvort unnt sé að kaupa viðbótarbirgðir af lyfinu. Höfundur er sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Fyrir áratug síðan varð bankahrun, sem hófst í Bandaríkjunum, eftir því sem best er vitað. Þá tóku einhverjir stjórnsnillingar sig saman hér heima á Íslandi og datt í hug að fara í það að búa til nýja stjórnarskrá fyrir Ísland, eins og það væri stjórnarskrá íslenska ríkisins frá 1944 að kenna, að svo skyldi hafa farið, eins og hún væri einhver persóna, sem hægt væri að skella skuld- inni á, og þyrfti því að útrýma henni sem fyrst. Ja, mikill er máttur hennar, segi ég þá bara. Svo kom upp veirufjandi í Kína, sem breiddist út um allan heim, og við erum ekki laus við enn. Þá fer þetta fólk og áhangendur þess aftur af stað og heimtar nýja stjórnarskrá og ekki seinna en strax, eins og veirufjandinn sé „gömlu“ stjórn- arskránni að kenna, að veirufjandinn fór á stjá, svo ekki verður við ráðið. Það er naumast, hvað fólki finnst þessi stjórnarskrá okkar vera al- máttug, ef allt er henni að kenna, sem miður fer í þessum heimi. Alveg er þetta makalaust! Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hin almáttuga stjórnarskrá Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.