Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 ✝ Sigfríð StellaÓlafsdóttir fæddist á Seyðis- firði 26. júní 1941. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 16. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Þór- steinsson, f. 20.9. 1913 á Seyðisfirði, d. 17.9. 1968 og Hulda Sigur- jónsdóttir, f. 15.10. 1912 á Vest- dalseyri við Seyðisfjörð, d. 12.12. 1988. Systir Stellu var Steinunn Jónína Ólafsdóttir, f. 16.5. 1935 á Seyðisfirði, d. 24.9. 2015. Maki Leifur Haraldsson, f. 6.12. 1934 á Seyðisfirði, d. 11.9. 1995. Eftirlifandi eiginmaður Stellu er Birgir Hallvarðsson, f. 20.3. 1934 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Hallvarður Rósinkarsson, f. 14.5. 1904, d. 6.3. 1975, og Guðfinna Lýðs- dóttir, f. 4.5. 1904, d. 9.5. 1991, bæði fædd á Skógarströnd. Stella og Birgir eignuðust tvö börn. 1. Ólafur, f. 19.6. 1963 á Seyðisfirði, kvæntur Charuwan ríkisspítalanum í Ósló og síðan sem þernur á norsku frakt- og farþegaskipi sem sigldi m.a. til Suður-Ameríku. Hún kom síðan heim úr þessu ævintýri sumarið 1962 og kynntist verðandi manni sínum strax við heim- komuna. Hún byrjaði fljótlega að vinna á gömlu símstöðinni sem í þá daga var handvirk. Hún vann um tíma hjá Kaup- félagi Austfjarða og einnig á nýju símstöðinni. Hún vann í mörg ár við bókhald hjá sýslu- manninum á Seyðisfirði og eftir að hún og Birgir fluttu til Reykjavíkur rétt eftir aldamót- in vann hún hjá skattstjóranum í Reykjavík á meðan heilsa leyfði. Hún söng í mörg ár með sam- kórnum Bjarma á Seyðisfirði og í kirkjukór Seyðisfjarðarkirkju. Þau Birgir byggðu sér heim- ili í Botnahlíð 14 á Seyðisfirði sem þau fluttu inn í rétt fyrir jólin 1969 og eftir flutninginn til Reykjavíkur bjuggu þau í Asparfelli. Þau hafa ekið austur á Seyðisfjörð og dvalið þar á hverju sumri síðan þau fluttu suður, að undanskildu sumrinu í sumar. Stella verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 24. október 2020, kl. 14. Vegna fjöldatakmarkana geta einungis nánustu aðstand- endur og vinir verið viðstaddir. Rongmalee, fæddri 13.5. 1970. Dætur þeirra eru 1.a) Sup- hitsara (Prim), f. 19.12. 1998 og 1.b) Chinsujee (Gell), f. 8.9. 2000. Þau eru búsett á Seyðis- firði. 2. Guðfinna Björk, f. 11.5. 1967 á Seyðisfirði, gift Ásbirni Guðjóni Jónssyni, f. 27.5. 1972 á Sel- fossi. Þau eru búsett á Selfossi. Börn þeirra eru 2.a) Birgir Aron, f. 30.3. 1994 í Reykjavík, búsettur á Selfossi 2.b) Sara Bóel, f. 24.9. 1997 í Stavanger, Noregi, sambýlismaður Sander Stensholt Terjesen. Þau eru búsett í Noregi. 2.c) Guðrún Stella, f. 3.7. 2003 á Selfossi, búsett þar. Stella stundaði nám við Barnaskólann á Seyðisfirði og Alþýðuskólann á Eiðum, þar sem hún jafnframt æfði sund af kappi. Hún byrjaði ung að salta síld á síldarplönunum og tvítug að aldri fór hún ásamt vinkonu sinni til Noregs á vit ævintýr- anna. Þar unnu þær um tíma á Árið 1962 kom ég ungur maður austur á Seyðisfjörð með Strand- ferðaskipi, hafði ráðið mig til Kaupfélagsins. Kom kaupfélags- stjórinn, Björgvin Jónsson, niður á bryggju og sótti mig. Hann sagðist vera búinn að útvega mér herbergi og fór með mig inn í bæ upp að húsi einu, þar sem fullorð- inn maður stóð úti. Björgvin stöðvaði bifreiðina, steig út og sagði við viðkomandi „jæja, þá er ég kominn með tengdasoninn“. Þetta var Ólafur Þórsteinsson og sú sem Björgvin átti við var yngri dóttir Ólafs, Sigfríð Stella. Ég fékk herbergi á loftinu. Ólafur var einn heima, en konan hans, Hulda Sigurjónsdóttir var í Reykjavík til lækninga. Dóttir hans Sigfríð Stella var erlendis, hafði farið með vinkonu sinni til Noregs, starfað þar á Rikshospitalen í Ósló og síð- an í siglingu með skipi frá Fred Olsen sem hét Borgland. Hún kom heim nokkrum vikum eftir að ég kom austur. Kynni okkar urðu ekki mikil fyrst í stað, en fljótlega fórum við að ræða saman og úr því varð meira. Strax um haustið ákváðum við að „rugla reytum okkar saman“ og fórum að búa saman og giftum okkur ári síðar. Börnin urðu tvo, Ólafur og Guð- finna Björk. Ég vann hjá kaup- félaginu og Stella var á símanum. Þetta var ekki stórt bæjarfélag og íbúarnir þekktu hver annan. Út af þessum samdrætti, varð spenn- ingur í bænum, og á Þorrablóti um veturinn þar sem Valgeir Sigurðs- son gerði gamanvísur, nefndi hann að Birgir hefði náð í Stellu með forgangshraði. Við Stella byrjuðum búskap 1962 og vorum gift frá 1963 eða í tæp sextíu ár og áttum saman yndislega ævi, þrátt fyrir veikindi hennar og áföll mín. Um aldamótin var lungnasjúk- dómurinn farinn að ágerast og því ákveðið að færa sig um set og flytjast nær læknunum í Reykja- vík. Hún slasaðist hér heima fyrstu vikuna í október og var flutt á sjúkrahús, eftir vikutíma var þrek hennar þrotið. Þegar ég lít til baka þá er ég sannfærður um að mér var stýrt austur, það var mitt gæfuspor. Sambúð okkar var í einu og öllu framúrskarandi, góð og ástúðleg. Við vorum stundum ekki sammála, en það endaði í sátt. Að lokum þakka ég henni fyrir öll árin, ást hennar og umhyggju, og börnum okkar tveimur fyrir það sem þau voru okkur. Þinn Birgir. Sigfríð Stella Ólafsdóttir ✝ SigurbjörgKristjánsdóttir fæddist á Stöng í Mývatnssveit 28. febrúar 1929. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 15. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Kristján Ásmundsson f. 17.5. 1901, d. 18.5. 1963, og Lára Sigurðardóttir, f. 7.7. 1905, d. 3.9. 1968. Sig- urbjörg átti fjögur systkini, Ásdísi, Jakob sem er látinn, Ásmund og Sigurð. Sonur hennar er Trausti Jón Gunn- arsson f. 6.12. 1961, kvæntur Helgu Eyrúnu Sveinsdóttur, f. 1.10.1966. Synir þeirra eru : 1. Rúnar, f. 30.12. 1985, kvæntur Hörpu Stefánsdóttur. Börn þeirra eru Rakel, Jakob og Eygló. 2. Eyþór, f. 23.5. 1995, í sambúð með Kötlu Rún Ár- skóg. Útför hennar fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag, 24. október 2020, klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu Húsavík- urkirkju. https://tinyurl.com/y6k8k82g Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Bogga frænka, eins og við köll- uðum Sigurbjörgu alltaf, ólst upp í foreldrahúsum á tvíbýlinu Stöng í Mývatnssveit. Mamma ólst þar líka upp og þær voru jafngamlar, Bogga var elst fimm systkina og mamma yngst þriggja systra. Bogga og mamma voru bræðra- dætur, Kristjáns og Kolbeins frá Stöng og einnig systradætur, mæður þeirra Lára og Jakobína voru hálfsystur samfeðra og systradætur frá Sandvík í Bárð- ardal. Eftir skólagöngu í farskól- anum í Mývatnssveit fór Bogga í alþýðuskólann og kvennaskólann á Laugarvatni en mamma á Löngumýri í Skagafirði ásamt Dísu systur Boggu. Merkilegt þykir að stúlkurnar af heiðinni skyldu fara svo langt til náms en seinna sótti Bogga námskeið og sýningar í matargerð til Parísar og Kaupmannahafnar. Bogga var lengst af yfirmat- ráðskona á Kristneshæli og lét af störfum þegar hælið sameinaðist FSA árið 1993 og fór á lífeyri, þá að detta í 65 ára aldurinn. Við Hólabrautarsystur réðum okkur í sumarvinnu í eldhúsið hjá Boggu og var það okkar kvennaskóli. Hún var nákvæm og gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og þar með til annarra, þoldi illa slæpur og slóðagang, vildi að störfin væru unnin hratt og örugglega. Ég hef ekki unnið með jafn handfljótri manneskju og var það henni áreynslulaust sem var líka sér- stakt. Bogga aðstoðaði við allar veislur sem haldnar voru í fjöl- skyldunni, fermingar, giftingar og afmæli með góðum ráðum og útsjónarsemi, ekkert fór til spillis, allt útreiknað og nákvæmt. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa til og taka þátt. Boggu má líka lýsa sem ákveðinni fyrirmynd, hún var komin með bílpróf á undan mörg- um öðrum konum þar sem það var ekki algengt í þá daga að kon- ur tækju bílpróf. Hún var einstæð móðir og þurfti að komast ferða sinna og fór hún um allt á Bjöll- unni. Hún var varkár í akstri og það eru kannski fimm ár síðan hún fór síðustu ferðina sína ak- andi austur í Stöng. Hún var virk- ur félagi í Ferðafélagi Akureyrar og var með matarbílinn í mjög mörgum ferðum yfir langt árabil. Þar kynntist hún mjög mörgum góðum konum og voru þær dug- legar að halda hópinn og hittast allt þar til heilsan fór að gefa sig. Gaman var að mæta í afmælis- kaffi til Boggu þar sem þær voru saman komnar að rifja upp gamla daga. Við systkinin í Hólabraut þökkum alla samfylgdina, kennsl- una og greiðasemina. Minning um Boggu frænku mun lifa um ókom- in ár. Sendum Trausta og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Jakobína Björnsdóttir. Þegar litið er til baka til æsku- og unglingsáranna kemur í ljós að sumar manneskjur skiptu mun meira máli í lífi manns en maður gerði sér grein fyrir þá. Ein þeirra var Bogga. Bogga á Stöng, Bogga í Kristnesi, sveitungi og vinkona foreldra minna, fyrir- mynd og ómetanlegur kennari í ótal efnum. Með mikinn áhuga á tónlist, ferðalögum, leiklist, myndlist, og lagði sitt af mörkum í nánast öllu félagsstarfi sem bauðst. Hæfileikarík á ótal svið- um þó maður pældi kannski lítið í því áður fyrr. Hún var svo sjálf- sagður hluti af lífi okkar. Matar- gerð og rekstur eldhúss var henn- ar starf lengst af og eitt af því mikilvægasta í uppvexti mínum var að vinna undir hennar stjórn í eldhúsinu á Kristneshæli. Þar lærði maður vandvirkni og vinnu- semi, sköpunargleði og hug- myndaauðgi. Gamlar góðar að- ferðir í bland við nýtt í faginu, allt var áhugavert og sérdeilis bragð- gott. En svo var það allt hitt. Bogga var ein af fyrstu konum sem ég man eftir sem hafði bílpróf og átti bíl. Sjálfstæði hennar og dugnaður kom þar vel fram. Við mæðgurnar ferðuðumst oft með henni og Trausta syni hennar á grænu fólksbílsbjöllunni og hún ók hratt og örugglega. Það var aldrei neitt vesen eða vandræði, bara ferðagleði og ánægja. Bogga var alltaf til staðar á mikilvægum tímamótum í lífi fjöl- skyldu okkar. Hún hjálpaði til við bakstur og undirbúning og stóð vaktina með okkur þegar húsið fylltist af gestum og gangandi. Ekki síður mikilvæg voru samt öll innlitin, þegar hún kom við á Spít- alaveginum hjá okkur. Hún var örlát og gjafmild og það var alltaf svo ljúft að fá hana í heimsókn. Hún kynnti fyrir okkur ýmiss konar nýja hluti, ávexti, græn- meti og áhugaverðar hugmyndir. Best var þegar Trausti sonur hennar kom með. Honum fylgdi mikið fjör og hann var næstum eins og bróðir okkar Dísu systur á æskuárunum og við lékum okkur saman úti og inni, heima og í Kristnesi. Bogga var áhugasöm um menn og málefni en lét aldrei mikið fyr- ir sér fara, hún var hlédræg og leyfði öðrum fremur að njóta sín. En það var ótrúlega gaman að spjalla við hana, hún var glettin, sagði sögur og pældi í ýmsum hlutum. Hún var hins vegar lítið opinská um sitt eigið líf og lét áhuga sinn um listir og önnur málefni meira í ljós. Hún átti fal- leg málverk og fagra muni sem fegruðu heimili hennar. Ferming- argjöfin hennar til mín var hljóm- plata með píanóverkum eftir Beethoven sem ég hlustaði enda- laust á og naut innilega. Píanóið þeirra Trausta reyndist mér líka vel og ég fékk oft að æfa mig hjá henni. Eitt af því síðasta sem við ræddum um var söngkonan Ce- cilia Bartoli. Hún var svo heilluð af henni, átti bæði CD- og DVD- diska með henni og við vorum svo sammála um hversu söngurinn og útgeislunin var stórkostlegt og hrífandi. Kæri Trausti. Við systkinin úr Spítalavegi 13 sendum þér og fjöl- skyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur. Sá þráður sem tengir minningar, vináttu og frændsemi, virðingu og kærleik er mikilvæg- ur í lífi manns. Mikilvægari en flest annað. Þakklæti okkar fyrir Boggu er ómælanlegt. Sólveig Anna Jónsdóttir. Sigurbjörg Kristjánsdóttir Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, ÞORSTEINS FRIÐRIKSSONAR, fv. bankafulltrúa. Guðrún Lýðsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR SIGURÐSSONAR, Böðvarsgötu 11, Borgarnesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Brákarhlíðar fyrir alúð og góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson Ágústa Johnson Þórður Ársæll Sonja Dís Anna Ýr Rafn Franklín Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru STELLU STEFÁNSDÓTTUR, Starrahólum 11, Reykjavík. Ásmundur Reykdal og fjölskylda Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARÐAR ADOLFSSONAR, Fellahvarfi 15, Kópavogi. Nanna María Guðmundsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STYRMIS HREINSSONAR, Eyrargötu 26, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Ásdís Styrmisdóttir Magnús I. Guðjónsson Öfjörð Gunnar Styrmisson Bára Hafliðadóttir Hjalti Styrmisson Martha Rut Sigurðardóttir Sólveig Styrmisdóttir Viðar Þór Pálsson Ragnheiður Ásta Styrmisd. barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför VILHJÁLMS JÓNS GUÐBJARTSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Maríuhúss, Skógarbæjar og L4 á Landakoti fyrir einstaka umönnun og alúð. Jóhanna Sigríður Guðjónsdóttir Dröfn Vilhjálmsdóttir Elfar Úlfarsson Guðjón Vilhjálmsson Rebekka Sif Kaaber Símon Elvar Vilhjálmsson Bryndís Einarsdóttir Símonía K. Helgadóttir Alexander, Ósk, Vilhjálmur Jón, Jóhanna Inga, Bára Margrét, Eva Sóley

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.