Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 11
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.isEngjateigi 5 // 581 214 // hjahrafnhildi.is ÚRVAL AF FLOTTUM ÚLPUM Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐ NETVERSLUN LAXDAL.IS FLOTT VETRA DRESS LAXDAL ER Í LEIÐINNI FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Íslandsþara ehf. vilyrði fyrir átta þúsund fermetra lóð við Hrísmóa eða Víðimóa. Lóðirnar eru á iðnaðarsvæði sunnan við bæinn og hyggst fyrirtækið reisa þar 4-5 þúsund fermetra hús fyrir vinnslu á stórþara. Snæbjörn Sigurðarson, sem hefur unnið að verkefninu síðustu mánuði, segir að undirbúningur sé á fullu. Áhersla er lögð á að ljúka fjármögn- un á næstu vikum og segir hann að hópur fjárfesta sé að skoða málið of- an í kjölinn. Gangi allar áætlanir eft- ir verði hægt að hefja uppbyggingu snemma á næsta ári og vinnslu þá um sumarið. Áformað er að nýta Húsavíkur- höfn til að landa þara og til útskip- unar á afurðum. Sé þarans aflað lengra frá Húsavík sé mögulegt að landa honum annars staðar og keyra þá til vinnslu á Húsavík. Í matvæli, lyf og heilsuvörur Stefnt er að því að árið 2025 þegar starfsemin hafi náð fullum afköstum verði ársvelta fyrirtækisins um 5,4 milljarðar króna. Á þeim tíma er gert ráð fyrir um 90 stöðugildum hjá fyrirtækinu. Í fréttailkynningu frá Íslandaþara í september segir að Húsavík sé á góðri leið með að verða miðstöð fyrir umhverfisvæna framleiðslu úr nátt- úrulegum hráefnum í matvæli, lyf og heilsuvörur sem spurn sé eftir á al- þjóðlegum mörkuðum. Fyrirtækið telji að gott aðgengi að lykilþáttum, s.s. jarðhita, þaramiðum og góðum innviðum, skipti höfuðmáli við val á staðsetningu fyrir starfsemina. Fyrirtækið muni afla og vinna stórþara, Laminaria hyperborea, en í honum búi einstök flóra náttúru- legra efna sem hægt sé að vinna úr fjölbreyttar og verðmætar afurðir. Ein meginafurðin nýtist í fram- leiðslu bakflæðislyfja og virki þarinn þannig sem náttúrulegur valkostur við aðrar vörur á markaði. aij@mbl.is Lóð fyrir þaravinnslu  Íslandsþari undirbýr starfsemi á Húsavík  Vinnsla gæti hafist næsta sumar  Um 90 starfsmenn eftir fimm ár Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Íslandsþari Vilyrði hefur fengist um lóð á iðnaðarsvæði sunnan við bæinn. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Njáll Trausti Friðbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir Reykjavíkurborg hafa lítið gert til þess að standa við samkomulag sem gert var við Sig- urð Inga Jó- hannsson, sam- göngu- og sveitarstjórn- arráðherra, þess efnis að breyt- ingar á aðal- skipulagi verði gerðar og rann- sakaðir verði möguleikar á lagningu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Njáll hefur lagt fram þingsályktunartillögu ásamt sex öðrum þingmönnum um að fram- tíð Reykjavíkurflugvallar verði bor- in undir þjóðina í þjóðaratkvæða- greiðslu, þar sem spurt verði hvort landsmenn vilji að flugvöllur og mið- stöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýr- inni uns annar jafngóður eða betri kostur sé tilbúinn til notkunar. ,,Við teljum brýnt að þjóðin fái tækifæri til að segja hug sinn varðandi helstu samgöngumiðstöð landsins og Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur út frá öryggishlutverki hans, sjúkraflugi og sem vara- flugvöllur alþjóðaflugvallakerfis landsins. Hann hefur einnig stóru hlutverki að gegna í almannavarna- kerfi landsins,“ segir Njáll og bætir jafnframt við að vitanlega gegni völl- urinn einnig veigamiku hlutverki í innanlandsflugi. Njáll furðar sig á því að Reykjavíkurborg hafi ekkert aðhafst í tengslum við samkomulag borgaryfirvalda og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem samið var um að borgin myndi kanna möguleika á lagningu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Grunnatriði að koma vellinum inn í aðalskipulag borgarinnar Samkomulagið var undirritað fyr- ir ári, í nóvember 2019, en Njáll seg- ir sérstakt að ekki sé gert ráð fyrir Reykjavíkurflugvelli í aðalskipulagi borgarinnar lengur en til ársins 2024. Gert er ráð fyrir norður/suður- braut vallarins til ársins 2022 fyrir tilstuðlan undirskriftasöfnunar Hjartans í Vatnsmýrinni, en áður var gert ráð fyrir brautinni til ársins 2016. ,,Það lítur ekki lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé að koma Reykjavíkurflugvellinum í Vatns- mýri inn í aðalskipulag Reykjvíkur á nýjan leik á meðan þessir kostir eru skoðaðir í Hvasssahrauni, enda tek- ur það ferli um 15-20 ár. Þess vegna er það grunnatriði að koma Reykja- víkurflugvelli inn í aðalskipulag borgarinnar,“ segir Njáll að end- ingu. Þá hefur Ari Trausti Guð- mundsson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, sagt tilefni til þess að endurskoða stað- setningu Hvassahraunsflugvallar. Telur Ari Trausti nú ástæðu til að endurskoða mat á náttúruvá, þegar fjallað er um Hvassahraunsflugvöll. Sagði hann það ekki róttæka hug- mynd, í samtali við mbl.is í gær, heldur fyllilega eðlileg viðbrögð við þróuninni á Reykjanesskaga. Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lög- um um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna, nr. 91/2010, og er niður- staða slíkrar atkvæðagreiðslu ráðgefandi. ,,Öll skynsamleg rök hníga í þá átt að halda flugvellinum og miðstöð innanlandsflugs í Vatns- mýrinni en verði þar einhver breyt- ing á er nauðsynlegt að öll þjóðin fái að koma að þeirri ákvörðun á beinan og lýðræðislegan hátt,“ sagði Njáll í flutningsræðu um þingsályktunar- tillöguna á mánudaginn var. Telur brýnt að þjóðin hafi lokaorðið  Reykjavíkurborg hefur lítið gert til að standa við samkomulag Njáll Trausti Friðbertsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurflugvöllur Öll skynsamleg rök hníga í þá átt að halda flugvellinum, að mati Njáls Trausta þingmanns. Félagar í Félagi grunnskólakennara samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Úrslit atkvæðagreiðslu um samning- inn, sem lauk klukkan ellefu í gær- morgun, urðu þau að 73,23% sögðu já en 25,07% sögðu nei. 3.642 greiddu atkvæði um samninginn eða 68,65% þeirra sem voru á kjörskrá. Gildistími hins nýja samnings er frá 1. september sl. til 31. desember á næsta ári. Laun félagsmanna í FG hækka í samræmi við lífskjarasamn- ingshækkanir sem samið hefur verið um. Frá 1. september sl. hækkar launatafla um 17 þúsund kr. og 24 þúsund kr. og önnur hækkun verður svo 1. janúar næstkomandi um 24 þúsund kr. Samið var um annarupp- bætur í lok hverrar annar. 1. desem- ber verður greidd 91.225 kr. ann- aruppbót og svo 93.505 kr. 1. júní og aftur 1. desember á næsta ári. Samkomulag náðist um sveigj- anlegt vinnuumhverfi kennara sem gefst kostur á að vinna ýmis verk- efni óstaðbundið. Segir í bókun að bætt tækni í fjarvinnu og fjar- kennslu hafi gerbreytt möguleikum til aukins sveigjanleika í störfum kennara og skapað ný tækifæri í skipulagi skólastarfs. Svigrúmið sem þetta veitir stuðli einnig að auknu samræmi á milli vinnu og einkalífs og að bættri vinnustaða- menningu. Í kennarasamningnum er einnig kveðið á um 30 daga lágmarksorlof og í honum segir að auk mán- aðarlauna sé heimilt að greiða önnur laun er starfinu fylgja með mán- aðarlegri greiðslu vegna starfs- tengdra þátta og/eða álags sem ekki verði mælt í tíma, jöfnunar launa einstakra hópa á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og reglu- bundinnar yfirvinnu sem geta komið í stað tímakaups í yfirvinnu. FG sam- þykkir kjara- samning  Samkomulag um meiri sveigjanleika Samkomulag hefur náðst í kjara- deilu Eflingar og Samtaka sjálf- stæðra skóla (SSSK) um kjör ná- lægt 300 félagsmanna Eflingar hjá einkareknum leik- og grunn- skólum. Var nýr kjarasamningur undirritaður í gær. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningnum sé kveðið á um að kjör félagsmanna taki mið af samn- ingi sem Efling gerði við Reykja- víkurborg, líkt og félagið hafi kraf- ist frá upphafi viðræðna. ,,Engar af skerðingum sem SSSK höfðu lagt til í viðræðunum eru í samningnum,“ segir í tilkynningu félagsins og ennfremur að öllum kröfum Eflingar hafi verið mætt. Efling og SSSK ná samkomulagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.