Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 fasteignaverdmat.is Ármúli 7, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Sérfræðingar í sölu fyrirtækja • Mjög áhugaverð verslun í Kringlunni. • Ungó, söluturn í Keflavík með farsæla rekstrarsögu. • Við leitum að fjárfestum til að ganga til liðs við áhugavert heilsuvörufyrirtæki. • Herrafataverslun með hágæða merki, áhugavert fyrirtæki. • Sérverslun með ljósmyndavörur og búnað. • Innlendur matvælaframleiðandi með áhugaverðar vörur. • Veitingarekstur í Mathöllum, velta yfir 200 milljónir. Við vinnum að eftirtöldum verkefnum: Við vinnum að sölu, sameiningum og fjármögnun yfir 60 fyrirtækja af ýmsum stærðum og í hinum ýmsu atvinnugreinum. Andrés Magnússon andres@mbl.is Fjöldi dauðsfalla hérlendis það sem af er þessu ári er verulega undir meðallagi undanfarinna 50 ára. Þetta má sjá á línuritinu að ofan, sem sýnir frávik uppsafnaðra dauðsfalla á hverja 100 þúsund íbúa landsins, dag frá degi, miðað við meðaltal þeirra allt frá upphafi árs 1970 til þessa dags. Það þýðir að það sem af er þessu ári hafi 137 færri látist á Íslandi en vænta mætti miðað við meðaltalið. Þetta kemur vafalaust mörgum á óvart í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar, sem þegar hefur valdið dauða 11 manns hér á landi. Örðugt er að nefna óyggjandi ástæður fyrir því, en vera má að aukin árvekni og sóttvarnir hafi skilað sér þannig. Því má vera að ýmsar umgangspestir hafi síður breiðst út vegna sóttvarna, svo færri, sem veikir voru fyrir, hafi látist. Á móti má nefna að sum önnur ár eru verulega undir meðaltalinu líka, án þess að nefna megi augljósar skýringar á því. Það var Eðvald Ingi Gíslason, gagnavís- indamaður hjá Motus, sem vann þessa grein- ingu upp úr opinberum gögnum frá Hagstofu og Þjóðskrá. Til að sannreyna þau bar hann tölurnar saman við upplýsingar frá landlækni, en þó þar hafi örlítið borið á milli, m.a. vegna mismunandi talningar á látnum eftir ríkisfangi og lögheimili, er munurinn óverulegur. Frávik uppsafnaðs fjölda látinna yfir árið frá meðaltali Tala látinna á hverja 100 þúsund íbúa, dag frá degi, frá 1970 til 2020 Heimild: Eðvald Ingi Gíslason, Hagstofa og Þjóðskrá. Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember 1970 1980 1990 2000 2010 2020 1988 1995 1981 1996 2016 1987 1991 2013 2015 1993 1990 2017 1992 2018 1994 2019 2014 2012 2001 1975 1978 1976 2020 Fram í miðjan apríl var 2020 dæmigert meðalár Af línuritinu má lesa að það sem af er þessu ári hafi orðið um 38 færri dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa en verið hafa að meðaltali undanfarin 50 ár Fyrri hrina dauðsfalla vegna kórónuveirunnar Inflúensufaraldurinn 1988 Snjóflóð á Flateyri 1995 +70 +60 +50 +40 +30 +20 +10 0 -10 -20 -30 -40 -50 -60 -70 D au ðs fö ll yf ir m eð al ta li 19 70 -2 0 20 D au ðs fö ll un di r m eð al ta li 19 70 -2 0 20 Meðaltal dauðsfalla á hverja 100 þúsund íbúaFrávik dauðsfalla 2020 frá meðaltali Dauðsföll í ár langt undir meðaltali 50 ára Allt að 50 manns hafa í þessari viku komið á dag í sýnatökur vegna kór- ónuveirunnar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en þær fara nú fram í kjallara verslunarhúss Krónunnar á Selfossi. Hægt er að aka inn í húsið og aldrei þarf fara út úr bílnum. Heilbrigðisstarfsfólk í hlífðarfötum kemur svo og tekur sýni. „Þetta er frábær aðstaða. Áður fóru sýnatökurnar fram hér á baklóð byggingar sjúkrahússins á Selfossi og voru undir berum himni. Biðrað- irnar voru oft langar og trufluðu jafnvel aðra umferð. Nú höfum við skjól í húsi fyrir sýnatökurnar og þetta er eins og best verður á kosið,“ segir Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Selfossi. Í kjallarann á Selfossi er stefnt til sýnatöku öllum úr Árnes- og Rang- árvallasýslu sem þurfa. Kórónu- veiran og COVID-19 hafa talsvert látið á sér kræla á Suðurlandi og skv. tölum gærdagsins eru 57 manns á svæðinu öllu með virk smit og í ein- angrun og 70 eru í sóttkví. Alls greindust 30 smit innanlands á fimmtudag. Af þeim voru 60% í sóttkví en 12 utan hennar. Nú eru 1.110 manns í einangrun vegna kór- ónuveirusýkingar á Íslandi. Í sóttkví eru 2.542. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Bílalest Biðröð bíla á bökkum Ölfusár, þar sem var fólk á leiðinni í skimun sem fram fer í verslunarhúsinu til hægri. Kórónuskimun í Krónukjallara  50 mæta á dag á Selfossi  70 eru í sóttkví á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.