Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Seinni kappræður forsetaframbjóð-
andanna í Bandaríkjunum fóru fram
í Nashville í Tennessee í fyrrinótt, og
skiptust þeir Joe Biden, frambjóð-
andi demókrata, og Donald Trump
Bandaríkjaforseti á ásökunum um
spillingu og rasisma, auk þess sem
Biden gagnrýndi harðlega frammi-
stöðu forsetans í baráttunni gegn
kórónuveirunni.
Kappræðurnar voru heldur ró-
legri að þessu sinni en þær fyrstu, en
skipuleggjendur þeirra gripu til þess
ráðs að þagga niður í hljóðnemum
forsetaefnanna á vissum tímum til
þess að koma í veg fyrir sömu
frammíköll og einkenndu fyrri kapp-
ræður þeirra.
Þótti það ganga að mestu leyti vel,
en fréttakonan Kristen Welker af
NBC-sjónvarpsstöðinni stýrði um-
ræðunum, og þótti takast vel til.
Hrósaði Trump henni meira að segja
á einum stað í kappræðunum, en
stuðningsmenn forsetans höfðu eftir
fyrri kappræðurnar sakað Chris
Wallace, sem stýrði þeim, um hlut-
drægni gegn forsetanum.
Kórónuveiran var, líkt og í fyrri
kappræðunum, fyrsta umræðuefnið,
og sagðist Trump telja að útlitið væri
bjart framundan og vísaði meðal
annars til sinna eigin veikinda. „Við
erum að læra að lifa með henni,“
sagði Trump og bætti við að hann
teldi að veiran væri að sýna á sér far-
arsnið.
Biden tók ummæli Trumps óstinnt
upp. Sagði hann Bandaríkjamenn
hafa lært að deyja með henni, þar
sem rúmlega 220.000 Bandaríkja-
menn hefðu nú dáið í faraldrinum.
„Við erum á leið inn í dimman vetur,“
sagði Biden og hét því að binda endi
á faraldurinn, án þess að fara í smá-
atriði hvernig hann hygðist gera það.
Neitaði að hafa þegið fé
Trump reyndi mjög að tengja Bi-
den við tölvupósta sem bandaríska
götublaðið New York Post hefur
birt, þar sem gert er að því skóna að
Hunter Biden, yngri sonur Joes, hafi
stundað vafasama viðskiptahætti
víða um veröld. Í einum tölvupóst-
anna segir Hunter að gefa þurfi
„þeim stóra“ 10% og sagðist Trump
trúa því að Biden væri „sá stóri“ og
sakaði hann um að hafa þegið fúlgur
fjár frá Rússum, Kínverjum og fleiri
þjóðum. Sagði Trump að Biden
skuldaði þjóðinni útskýringar.
Biden neitaði hins vegar að hafa
nokkurn tímann þegið pening frá
nokkru erlendu ríkisvaldi, en vísaði í
staðinn í fréttaflutning New York
Times, sem sagði að Trump ætti
leynilega bankareikninga í Kína, og
að hann hefði borgað mun hærri
skatta þar en í Bandaríkjunum.
Trump hvatti þá fjölmiðla til að
kanna „fartölvuna frá helvíti“, þar
sem tölvupósta Hunters var að finna.
Hafi gert mest fyrir svarta
Í umræðum um kynþáttamisrétti í
Bandaríkjunum sagði Trump að
hann væri líklega sá forseti sem
hefði gert mest fyrir svarta Banda-
ríkjamenn í sögunni, mögulega að
undanskildum Abraham Lincoln.
„Ég er langminnsti rasistinn í þess-
um sal,“ sagði Trump.
„Hann Abraham Lincoln þarna er
líklega rasískasti forseti sem við höf-
um átt í nútímasögu okkar,“ sagði
Biden og rak nokkur atvik þar sem
Trump hafði ekki fordæmt öfgahópa
hvítra manna. „Hann er hunda-
blístra á stærð við þokulúður,“ sagði
Biden, en á ensku getur hunda-
blístra verið hugtak yfir að fela ras-
ísk skilaboð með rósamáli.
Fyrir kappræðurnar töluðu
stjórnmálaskýrendur vestanhafs um
að Trump myndi þurfa að sýna
nokkra yfirburði yfir Biden eða
treysta á að Biden myndi hlaupa á
sig, en flestallar skoðanakannanir,
bæði á landsvísu og í lykilríkjum,
benda til þess að Biden standi betur
að vígi í kapphlaupinu um Hvíta hús-
ið. Hvorugt gerðist, og er því óvíst að
seinni kappræðurnar muni reynast
vendipunktur í baráttunni, nú þegar
tíu dagar eru til kosninga.
AFP
Kappræður Donald Trump og Joe Biden sjást hér í miðri orðasennu í seinni kappræðum sínum, sem fram fóru í
Nashville í Tenneessee-ríki. Fréttakonan Kristen Welker (fyrir miðju) stýrði kappræðunum og þótti standa sig vel.
Skiptust á föstum skotum
Trump og Biden sökuðu hvor annan um spillingu í seinni forsetakappræðum
sínum Óvíst að kappræðurnar hafi breytt stöðunni í kosningabaráttunni
Sóttvarnastofnun Evrópusambands-
ins varaði við því í gær að fjöldi
nýrra tilfella í 23 af 27 aðildarríkjum
þess, sem og í Bretlandi, ylli nú
„þungum áhyggjum“. Einungis Kýp-
ur, Eistland, Finnland og Grikkland
falla utan hæsta viðbúnaðarstigs
stofnunarinnar, en einungis sjö ríki
voru þar fyrir mánuði.
Andrea Ammon, framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar, sagði í yfirlýs-
ingu sinni að þegar smitstuðull væri
jafnhár og raun bæri vitni yrði erf-
iðara að verja þá sem eru útsettir
fyrir alvarlegum veikindum, og að
það yrði óhjákvæmilegt að fleiri
þeirra myndu veikjast illa á næstu
vikum.
Þá hefði þróunin verið mjög hröð
síðan í ágúst og í flestum ríkjum sem
stofnunin næði yfir væri þörf á að-
gerðum án nokkurrar tafar, en sam-
kvæmt gögnum stofnunarinnar hafa
rúmlega 5,5 milljónir manna smitast
í ríkjum Evrópu og rúmlega 205.000
látist.
Landið allt á rauðu svæði
Stjórnvöld í Bretlandi og í Pól-
landi voru á meðal þeirra sem til-
kynntu í gær um hertar aðgerðir í
ríkjum sínum. Mateusz Morawiecki,
forsætisráðherra Póllands, greindi
frá því í gær að frá og með deginum í
dag yrði allt Pólland skilgreint sem
„rautt svæði“. Í því felst meðal ann-
ars að grunnskólum og veitingastöð-
um verður lokað að hluta til. Rúm-
lega 13.000 tilfelli greindust í
Póllandi á fimmtudaginn.
Þá tilkynntu bresk stjórnvöld að
fleiri svæði í norðurhluta Bretlands
yrðu færð í svokallað „mjög hátt“
viðbúnaðarstig, en áður höfðu bæði
Liverpool og Manchester verið sett á
slíkt stig.
Staðan í Evrópu
þykir alvarleg
Nýjum tilfellum fjölgar mjög hratt
AFP
Kórónuveiran Faraldurinn hefur
haft mikil áhrif í Bretlandi.
Stjórnvöld í Svíþjóð og Danmörku
hafa samþykkt nýja fjárveitingu til
norræna flugfélagsins SAS, sem á að
hjálpa því að komast út úr núverandi
erfiðleikum.
Munu ríkin tvö auka hlut sinn í fé-
laginu upp í 21,8% hvort samkvæmt
nýrri endurfjármögnunaráætlun
SAS, en gert er ráð fyrir að félagið
fái um 12 milljarða sænskra króna
fyrir, eða sem nemur tæpum 190,4
milljörðum íslenskra króna.
Þá verði um 2,25 milljörðum
sænskra króna, eða sem nemur um
35,7 milljörðum íslenskra króna, af
skuldum félagsins breytt í hlut.
Vandræði SAS vegna kór-
ónuveirufaraldursins eru ekki bundin
við félagið, því önnur flugfélög í Evr-
ópu, eins og hið franska Air France
og hið þýska Lufthansa, hafa einnig
þurft aðstoð frá ríkjum sínum.
DANMÖRK OG SVÍÞJÓÐ
AFP
SAS Dönsk og sænsk stjórnvöld ætla að
leggja SAS til aukið hlutafé.
Setja fram meira fé
til að bjarga SAS
Fulltrúar beggja
stríðandi fylk-
inga í Líbíu und-
irrituðu í gær
nýtt vopnahlé á
vegum Samein-
uðu þjóðanna,
eftir fimm daga
viðræður sem
fóru fram í Genf.
Antonio Guter-
res, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, fagnaði samkomulaginu mjög
í gær og sagði það vera „grundvall-
arskref“ í áttina að friði og stöðug-
leika í Líbíu.
„Of margir hafa fengið að þjást
of lengi. Of margir menn, konur og
börn hafa dáið vegna þessa stríðs,“
sagði Guterres, en ófriður hefur
ríkt í landinu frá árinu 2011.
LÍBÍA
Nýtt og „varanlegt“
vopnahlé undirritað
Antonio
Guterres