Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Móðir sem rætt hefur mál dóttur
sinnar, sem er á einhverfurófi, í
nokkur skipti í Morgunblaðinu, síð-
ast í sumar, hefur verið tilkynnt til
barnaverndarnefndar. Það er
BUGL sem er á bak við tilkynn-
inguna en móðirin hefur átt í deil-
um við deildina vegna þjónustu sem
hún segir dóttur sína eiga rétt á en
fái ekki.
Dóttirin á ekki við hegð-
unarvandamál að stríða en er hlé-
dræg og félagsfælin. Móðirin hefur
áður lýst því að slík börn virðist
falla milli skips og bryggju í kerf-
inu. Dótturinni hefur alla tíð gengið
vel í skóla, að sögn móðurinnar, en
fékk ekki að ljúka grunnskólaprófi í
vor vegna skorts á kennslu í Var-
márskóla í Mosfellsbæ, svo sem
rakið hefur verið í Morgunblaðinu.
Móðirin metur það svo að síðasta
umfjöllun Morgunblaðsins um mál
dóttur hennar, sunnudaginn 21.
júní síðastliðinn, hafi greinilega
hleypt illu blóði í yfirmenn á
BUGL. Þremur dögum síðar hafi
hún fengið símhringingu frá yf-
irmanni á Landspítalanum, þar sem
henni hafi verið tjáð „með þjósti“
að dóttir hennar hefði verið út-
skrifuð af BUGL og fengi ekki
frekari þjónustu. Síðar sama dag
fékk hún þó tölvupóst um að mæta
á fund á BUGL til að ræða fram-
haldið. Dóttir hennar fékkst ekki til
að fara þann dag en úr því var
bætt nokkrum dögum síðar.
Sökuð um hitt og þetta
6. júlí fékk móðirin boð um að
koma með dóttur sína á BUGL sem
henni þótti undarlegt í ljósi þess að
göngudeildin var í sumarfríi.
„Málastjórinn ætlaði að labba með
dóttur mína einu sinni í kringum
húsið, hún kallaði það umhverf-
ismeðferð. Ég afþakkaði það kurt-
eislega,“ segir móðirin.
Í framhaldi af þessu tilkynnti
BUGL móðurina til barnavernd-
arnefndar með bréfi dagsettu 8.
júlí, án hennar vitundar. „Þar er ég
sökuð um hitt og þetta sem á sér
enga stoð í veruleikanum,“ segir
móðirin sem sá tilkynninguna ekki
fyrr en talsvert síðar. Barnavernd-
arnefnd stimplaði tilkynninguna 17.
júlí.
Viku síðar frétti móðirin af til-
kynningunni í símtali frá yfirmanni
á BUGL sem þó neitaði að senda
henni afrit, þannig að hún gæti
kynnt sér hvað henni væri gefið að
sök.
„Í símtalinu var mér tjáð að
BUGL sendi svona tilkynningar
reglulega til barnaverndarnefndar,
þar sem hún búi yfir alls kyns úr-
ræðum sem þau á BUGL hafi ekki.
Þegar ég spurði hvers konar úr-
ræði það væru nefndi yfirmaðurinn
fóstur- eða búsetuúrræði. Það var
með öðrum orðum verið að hóta því
að taka barnið mitt af mér.“
30. júlí var móðirin kölluð á fund
barnaverndarnefndar, þar sem hún
fékk afrit af tilkynningu BUGL.
„Þetta voru tvö A4-blöð uppfull af
rangfærslum, rógburði og ásök-
unum í minn garð. Á öllum þessum
endalausu fundum með BUGL
hafði aldrei verið minnst á neitt af
þessu, ekki einu orði.“
Þegar móðirin leitaði skýringa
hjá BUGL fékk hún þau svör að
þetta væru alvanaleg vinnubrögð
hjá deildinni.
Bannað að tala við starfsfólkið
Ekkert nýtt gerðist í málinu fyrr
en móðirin og eiginmaður hennar
voru boðuð til fundar á BUGL 7.
september. „Ég vildi ræða efni til-
kynningarinnar en þau neituðu að
ræða það mál. Sögðu að nú væri
barnaverndarnefnd að rannsaka
okkur og myndi svo úrskurða. Mér
var ráðlagt að beina spurningum
mínum þangað en yfirlæknirinn
sagðist hafa bannað öllu starfsfólk-
inu á BUGL að tala við mig um
efni tilkynningarinnar og að ég
mætti ekki tala við starfsfólkið. Öll
samskipti yrðu að fara gegnum
hana og deildarstjóra göngudeild-
ar.“
Þess í stað var rætt um framtíð-
arplan fyrir dótturina. Í því var
gert ráð fyrir einu nýju námskeiði
á BUGL, fjórar klukkustundir sam-
tals, ein klukkustund í fjögur skipti.
22. september rakst móðirin fyrir
tilviljun á tvo yfirmenn meðan hún
var að bíða eftir dóttur sinni á
göngum BUGL. Brugðust þeir illa
við þegar móðirin vildi ræða efni
tilkynningarinnar til barnavernd-
arnefndar. Sögðu þetta hvorki stað
né stund. „Þetta atvik var tilefni
nýrrar tilkynningar sem var send á
barnaverndarnefnd.“
Þremur dögum síðar vildi dótt-
irin ekki mæta í tíma hjá meðferð-
arfræðingi en móðrin fór í staðinn
til að freista þess að afla frekari
upplýsinga. Meðferðarfræðingurinn
kvaðst ekki mega ræða efni til-
kynningarinnar við móðurina og
sótti tvo yfirmenn. „Þá voru þær
alveg öskureiðar og heiftin var slík
að það er bara ólýsanlegt. Þetta
var svo yfirgengileg hegðun og
framkoma hjá þessum yfirmönnum
að undrun var eiginlega sú tilfinn-
ing sem var öllu yfirsterkari. Ég
var borin ýmsum sökum og loks
rekin út með offorsi. Mér var hótað
öllu illu, meðal annars að kallað
yrði á lögreglu. Þegar út var komið
þá sagði ég við þær að þetta myndi
hafa eftirmála. Að framkoma sem
þessi og svona aðferðir kölluðust
gaslýsing og óviðunandi að geðheil-
brigðistarfsfólk beitti slíkum að-
ferðum. Svo bara fór ég.“
Hótað lögreglunni
29. september kom leigubíll heim
til móðurinnar með bréf. „Það var
dagsett sama dag og var hótunar-
bréf til mín. Mér var hótað lögregl-
unni ef ég nálgaðist BUGL. Þau
létu sem sagt setja á mig nálg-
unarbann vegna þess að ég vildi
ræða efni barnaverndartilkynning-
arinnar við fólkið sem sendi hana. Í
bréfinu er logið upp á mig, að ég
hafi ráðist að starfsfólki, verið með
svívirðingar, hótanir og háreysti.
Allt ósatt.“
Hún segir sannleikann greinilega
enga fyrirstöðu fyrir yfirmenn
BUGL sem gangi til verks af ein-
beittum brotavilja og heift sem
birtist í endurteknum árásum á for-
eldra sem vilji fá almennilega geð-
heilbrigðisþjónustu fyrir barnið
sitt. „Allt er leyfilegt, að mati yf-
irmanna BUGL, svo sem að ljúga
og hóta, nota barnaverndarnefnd
sem refsivönd á saklausa foreldra,
sem hafa það eitt til saka unnið að
berjast fyrir réttindum barna
sinna.“
Svipt mannréttindum
Það tekur barnaverndarnefnd
þrjá mánuði að fara yfir mál af
þessu tagi og sá tími er nú liðinn
frá því að fyrsta tilkynningin barst
nefndinni. Þar sem önnur tilkynn-
ing barst eftir ágreiningin á göng-
um BUGL 22. september framleng-
ist sú vinna hins vegar og
niðurstöðu því ekki að vænta fyrr
en undir jól.
„Þetta hentar BUGL mjög vel og
er engin tilviljun. Þau vita nefni-
lega ósköp vel að meðan barna-
verndarnefnd er með málið á sinni
könnu þá getur foreldrið ekkert
gert. Það er í raun og veru svipt
ákveðnum stjórnarskrárvörðum
mannréttindum á meðan könnun
fer fram. Þau vita líka fullvel hve
íþyngjandi og mikið áfall það er
fyrir foreldra að fá á sig svona til-
kynningu, auk þess að vera ógnað
með því að missa barnið sitt í fóst-
ur,“ segir móðirin.
Að hennar mati er ekkert annað í
stöðunni en að bíða eftir niðurstöðu
barnaverndarnefndar en hún er
ekki bjartsýn á útkomuna í ljósi
þess að helstu umsagnaraðilar eru
BUGL, sem tilkynnti hana, og skól-
inn sem ekki tryggði dóttur hennar
lágmarkskennslu síðasta vetur.
„Heiftin var ólýsanleg“
BUGL tilkynnir móður stúlku á einhverfurófi til barnaverndarnefndar
Móðirin segir BUGL ljúga upp á sig, hafa í hótunum og í raun sett á sig nálgunarbann
Colorbox
Ósátt Móðirin hefur barist lengi við kerfið vegna dóttur sinnar sem henni þykir ekki fá viðunandi aðstoð, hvorki í skóla né hjá BUGL.
Til sölu jarðirnar
Valdastaðir I & II, Kjósarhreppi
Umtalsverður húsakostur m.a. tvö íbúðarhús
með þremur íbúðum.
Góð útihús sem gefa mikla möguleika.
Hitaveita og ljósleiðari.
Valdastaðir eru staðsettir sunnan undir
Reynivallahálsi.
Umtalsverð veiðiréttindi í Laxá í Kjós en hún
hefur verið meðal fengsælli laxveiðiáa landsins.
Áhugaverðar eignir í jaðri höfuðborgarsvæðissins.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson
á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar.