Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2020
LESBÓK
FRÆGÐ „Mér var einu sinni tjáð að ég væri frægari fyrir að
vera frægur en fyrir nokkuð sem ég hef gert á sviði leiklist-
arinnar. Þarna var ég tilfinningalega eggjaður. Ég meina, ég hef
gert býsna margt, þið skiljið. Ég hef alltaf lagt mig fram sem leik-
ari en samt fæ ég að heyra að ég sé frægur vegna þess að ég sé
frægur,“ segir bandaríski leikarinn Kevin Bacon í samtali við
breska blaðið The Independent. Sjálfur kveðst hann
líta á sig sem leikara en ekki kvikmyndastjörnu. Í
samtalinu viðurkennir Bacon að hann eigi ekki
Mynd með stóru emmi, eins og svo margir leik-
arar, sem hann verði um aldur og ævi tengdur
við enda þótt dans- og söngvamyndin Footloose
frá níunda áratugnum komist næst því. „Samt er
ég ekki einu sinni viss um það.“
Bacon eggjaður
Kevin
Bacon. AFP
LIÐSAUKI Útlitið var ekki bjart hjá bras-
ilíska þrass/dauðarokks-bandinu Nervosa,
sem eingöngu hefur verið skipað konum, í
vor þegar gítarleikarinn Prika Amaral var
ein eftir í bandinu eftir brotthvarf bassaleik-
arans og söngvarans Fernanda Lira og trym-
bilsins Luana Dametto. Nú hefur Amaral á
hinn bóginn safnað um sig liði og það af dýr-
ari gerðinni. Engin önnur en Diva Satanica
sér nú um sönginn, Mia Wallace (ekki þessi úr
Pulp Fiction) plokkar bassa og Eleni Nota
lemur húðir. Þannig skipað hefur bandið
hljóðritað sína fjórðu hljóðversplötu, Perpe-
tual Chaos, sem koma mun út í janúar.
Diva Satanica til liðs við Nervosa
Prika Amaral var ekki lengi kona einsömul.
AFP
Tommy
gamla Lee
er ekki
skemmt.
Aftur til
móðurlandsins
PÓLITÍK Synd væri að kalla
Tommy Lee, trymbil Mötley Crüe,
mesta aðdáanda Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta. Hann hefur
ítrekað lýst andúð sinni á forset-
anum á kjörtímabilinu og þegar
breski miðillinn The Big Issue
spurði hvað hann hygðist fyrir næði
Trump endurkjöri svaraði Lee:
„Lagsi, ég sver til Guðs, gerist það
kem ég til Bretlands í heimsókn. Ég
bíð ekki boðanna. Síðan fer ég aftur
til móðurlandsins, til Grikklands,
og kem mér upp húsi á einhverri
eyjunni. [Hann á gríska móður og
fæddist í Aþenu.] Það sem svíður
sárast er að mér finnst við verða að
athlægi; að Evrópa og aðrir hugsi
með sér: Hvað í andskotanum eruð
þið að pæla? Hættið að kjósa frægt
fólk og fáið einhvern sem kann til
verka til að stjórna landinu.“
Það eru presthjónin séra Jó-hannes og maddama Elísabetsem eru í forgrunni í Vegum
drottins. Hann er risinn í sínu nær-
umhverfi, fljúgandi mælskur, eins
konar eldklerkur, heillandi og klár
en hefur sína djöfla að draga. Stutt
er í hnefann ef honum misbýður og
undir kraumar greinilega djúpstæð
angist. Þegar við kynnumst Jóhann-
esi heldur hann við fiðluleikara sem
starfar í kirkjunni. Það kemst upp
og Elísabet launar honum lambið
gráa; heldur fyrst við konu (sér og
ekki síður Jóhannesi til mikillar
furðu) og síðan karl. Engin viðhengi
eru lengur í hjónabandinu en því fer
fjarri að líf þeirra hjóna sé slétt og
fellt enda þótt það virðist mjakast í
rétta átt. Jóhannesi gekk um tíma
bölvanlega að girnast spúsu sína en
sá vítahringur virðist nú vera rofinn.
Eins gott því hjónunum er af þeim
vitnisburði sem fram er kominn að
dæma fyrirmunað að slíta sig hvort
frá öðru.
Elísabet býr að meira jafnaðar-
geði en Jóhannes en lætur karlinn
þó ekki eiga nokkurn skapaðan hlut
inni hjá sér. Þau minna um margt á
stórveldin á tímum kalda stríðsins,
þar sem gagnkvæm fæling var beitt-
asta vopnið. Og hverri Kúbudeilinni
af annarri er afstýrt – gjarnan á ell-
eftu stundu.
Hjónin eiga um sárt að binda eftir
Klerkur í ham við matar-
borðið: Frá vinstri: Krist-
ján, Elísabet, Jóhannes,
Ágúst og Emilía.
Geistleg
gífurmál
Það gengur ekki lítið á í dönsku dramaþáttunum
Vegum drottins, sem Ríkissjónvarpið sýnir um
þessar mundir; dauði, trúarnúningur, framhjá-
hald, lyfjafíkn, geðveiki og Guð má vita hvað.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Elísabet stolt með
ömmudrenginn Anton
sem Ágúst skildi eftir sig.
Valinn maður er í hverju rúmi í
Vegum drottins. Frægastur er
Lars Mikkelsen, stóri bróðir hjar-
taknúsarans Mads, sem fer með
hlutverk Jóhannesar, en við mun-
um eftir honum úr ýmsum dönsk-
um seríum, svo sem Krónikunni
og Glæpnum, auk þess sem hann
lék Rússlandsforseta í bandarísku
þáttunum Spilaborg með Kevin
Spacey og Robin Wright um árið.
Ann Eleonora Jørgensen, sem leikur Elísabetu, er þekktari sem
sviðsleikkona í Danmörku en hefur einnig leikið í myndum og þátt-
um, svo sem Glæpnum. Bæði unnu þau til verðlauna í heimalandinu
fyrir leik sinn í Vegum drottins.
Simon Sears leikur Kristján en hann mun vera tengdasonur Ís-
lands. Einn af mörgum. Fanny Louise Bernth túlkar Emilíu og Ca-
milla Lau Amíru. Joen Højerslev leikur Svein og Morten Hee And-
ersen lék Ágúst meðan hans naut við í þáttunum. Aðalhöfundur
Vega drottins er Adam Price.
Valinn maður í hverju rúmi
Simon Sears og
Camilla Lau.
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.