Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Síða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020 Kötturinn minn er algjört skaðræði. Og frekja. En alltaf yndislegur oggóður við mig. Bara ekki endilega aðra! Við eigum okkar daglega rit-úal. Hann hoppar upp á vaskborðið og fylgist með tannburstun, geng- ur þar fram og aftur og heimtar smá kossa. Rekur rassinn framan í mig og reynir að éta eyrnalokkana mína, sem ég bjarga úr kjafti hans með herkjum. Á meðan húsfreyjan hendir sér í sturtu sest hann þolinmóður fyrir utan, mjálmar og rýnir inn í gegnum móðuna og bleytuna sem streymir niður sturtuglerið. Síðan er haldið í eldhúsið þar sem hann fær nýja mjólk og kíkir á matinn sinn, sem hann hefur takmarkaðan áhuga á. Sem er ekkert skrítið þar sem hann virðist vera í fullu fæði úti í bæ, en komum að því síðar. Dagurinn hans fer í að valsa um hverfið og sam- kvæmt rándýru staðsetningartæki sem ég keypti, auk þess að borga átján þúsund í ársgjald fyrir appið, sé ég að Gullbrandur gengur um sjö kílómetra á dag. Kötturinn er alinn upp í hesthúsi, sem skýrir að mörgu leyti af hverju hann getur ekki verið til friðs; af hverju hann kann ekki almenna mannasiði eða kannski öllu heldur kattasiði. Ég fékk hann tveggja ára, fyrir um tveimur árum, og er að siða hann til smátt og smátt. Hann fer til að mynda aldrei upp á borð, tja, að minnsta kosti ekki heima hjá sér. Þegar ég kem heim úr vinnu eldum við saman. Hann heimtar að fá stól sem er stillt upp nálægt eldavélinni og þar situr hann stilltur og fylgist með. Ég á enn eftir að framleiða þættina Eldað með Gullbrandi, en skoða öll tilboð frá framleið- endum. Eftir matinn fer hann í kvöldgöngu til tíu en kemur þá inn mjálmandi, hleypur upp stigann, inn í herbergið mitt og upp í rúmið. Þá malar hann og knúsar mömmu sína áður en hann leggst til svefns. Verst er að hann sporar allt rúmið út og skilur eftir sig slóð af sandi og drullu. Ég sé núna eftir að hafa látið sanda bílaplanið í sumar. Ég sef nefnilega í sandkassa. Og eins blíður og hann getur verið er hann alveg eins og Dr. Jekyll og Mr. Hyde og á sér aðra hlið. Hann laumar sér nefnilega inn til nágranna, fer þar upp á borð og étur mat frá skíthræddum kisum sem hann hvæsir bara á. Reglulega birtast myndir á Garðabæjarsíðunni af þessum fræga gulbröndótta ketti og spurt er: Hver á þennan kött? Ég lauma einu hjarta við færsluna en þori varla að viðurkenna eignarhaldið því ég óttast hvað hann hafi nú gert af sér. En fólk er farið að þekkja hann. Ókunnugt fólk svarar fyrir mig: Þetta er hann Gullbrandur í Löngumýrinni. Sofið í sandkassa með Gullbrandi Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Verst er að hann spor-ar allt rúmið út ogskilur eftir sig slóð af sandiog drullu. Ég sé núna eftir að hafa látið sanda bíla- planið í sumar. Ég sef nefnilega í sandkassa. Kasia Katarzyna Allt í lagi núna. Mér fannst erfitt fyrst að anda, en er að venjast því. SPURNING DAGSINS Hvernig líður þér með grímu? Róbert Ólafsson Það tekur svona tuttugu mínútur að venjast henni og þá gleymist hún. Ásta Ágústsdóttir Illa. Ég er að kafna með hana. Alan Rubi Allt í lagi. Hún er frekar óþægileg en nauðsynleg. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SNÆFRÍÐUR INGADÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Útlönd inn í stofu Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Ferðaþátturinn Vegabréf, í umsjón fjölmiðlakon- unnar Snæfríðar Ingadóttur, fer í loftið miðvikudag- inn 4. nóvember á N4. Í þáttunum fær Snæfríður til sín góða gesti sem segja sögur af ferðalögum. Er grundvöllur fyrir ferðaþætti í miðjum Covid-faraldri? Ég held að það sé full þörf á því að fólk fái smá útlönd inn í stofu. Eins og ástandið er núna er fólk farið að þyrsta í ferða- lög. Þátturinn Vegabréf mun slá á ferðaþrána, eða kannski ýf- ist hún bara upp! Flestir eiga skemmtilegar ferðasögur í far- teskinu. Og ferðalög eru svo miklu meira en ferðin sjálf. Það er undirbúningurinn og svo er hægt að rifja upp minningarnar aftur og aftur. Við hverja ertu búin að ræða? Ég talaði til dæmis við mann sem hefur búið í Sambíu og giftist fyrstu konunni sem hann talaði við þar. Svo ræði ég við konu sem hefur ferðast gríðarlega mikið, en hún er sjálf ferðaþjón- ustubóndi. Hún ferðast alltaf bara með handfarangur, hefur farið út um allt og lent í endalausum ævintýrum. Ég talaði líka við mann sem ferðast rosalega mikið í huganum. Voru þetta allt góðar sögur? Þetta eru bæði góðar og vondar sögur. Líka hrakfallasögur. Það er nú oft þannig að best lukkuðu ferðalögin lifa ekki endi- lega í minningunni. Oft er það vesen og vandræði sem gerir ferðina eftirminnilega. Einn viðmælandi segir til að mynda frá mjög misheppnaðri Parísarferð, sem átti að vera bæði óvænt og rómantísk en var hvorugt. Er þig farið að þyrsta í útlönd? Já, heldur betur! Á ég að segja þér hvað ég gerði um dag- inn? Ég borðaði jólamatinn af því ég er svo bjartsýn á að komast út til Kanaríeyja um jólin! Hamborgarhryggur og alles. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.