Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020 LÍFSSTÍLL okkur í vinnunni voru að frestast, þannig að ég fékk leyfi úr vinnu og hugðist fara út til hennar í þrjár vik- ur í mars. Ég bjóst við að vera þarna í nokkrar vikur, en daginn eftir að ég kom út lokaðist flugvöllurinn og öllu flugi var aflýst. Ég endaði því á að vera þarna í þrjá mánuði, fram í miðjan júní,“ segir Guðjón. „Allir skólar voru lokaðir og það varð allt mjög ruglingslegt varðandi námið mitt í byrjun, en eitthvað var kennt á netinu,“ segir hún. „Við gátum lítið farið út úr húsi, enda er Istanbúl stórborg og mikil mannmergð. Svo voru takmarkanir í gangi, eins og grímuskylda,“ segir hann. Þannig að þið hafi virkilega náð að kynnast vel, lokuð inni alla sólar- hringinn í þrjá mánuði! „Já, algjörlega. Og við vildum ekki sleppa hvort öðru. Við vorum alveg viss um það,“ segir Guðjón og Ayça tekur undir það. Vorum aljörlega tilbúin Hvernig kom það til að þið ákváðuð að gifta ykkur svona fljótt? „Ástæðan var ekki sú að ég gæti þá flutt til Íslands, heldur vorum við tilbúin til að vera fjölskylda. Við vildum helga okkur hvort öðru. Hjónaband er ekki léttvægt; hjón þurfa að vilja vera skuldbundin og bera ábyrgð hvort á öðru. Eftir þrjá mánuði innilokuð saman sáum við að við vorum enn í takti og við rifumst aldrei. Við bjuggum okkur til venju- legt og gott líf í þessu litla rými,“ segir Ayça. „Við vissum líka að það yrði auð- veldara fyrir öll okkar framtíðar- plön, að vera gift. Það spilaði líka inn í en við vorum algjörlega tilbúin,“ segir Guðjón. Það reyndist þrautin þyngri að fá öll tilskilin leyfi og ekki gerði kór- ónuveiran þeim auðveldara fyrir. „Það voru alls konar stofnanir lok- aðar á þessum tíma. Við þurftum að fylla út form og ég þurfti að fá öll mín skjöl þýdd á tyrknesku. Svo þurftum við líka að fara í blóðprufu,“ segir hann og segir að undirbúning- urinn hafi tekið um mánuð. Þegar stóra stundin rann upp, þann 28. maí síðastliðinn, fór parið prúðbúið til sýslumanns í Istanbúl. „Ekki einu sinni foreldrar mínir fengu að vera viðstaddir, því það var lokað á milli bæja vegna Covid og þau máttu því ekki koma til borg- arinnar,“ segir hún. „Þau reyndu að sækja um undan- þágu en var synjað. Þau vildu svo gjarnan vera þarna og sýna mér stuðning. Ég talaði við pabba í síma og heyrði hvernig rödd hans brast. Það var svo sorglegt. Kannski finnst manni líka svona merkilegar stundir með fjölskyldunni enn mikilvægari á tímum kórónuveirunnar,“ segir Ayça. Rétt hjá dómshúsinu var hár- greiðslukona og gat því Ayça látið gera sig fína fyrir stóru stundina. Þau fóru í sparifötin, en segja það hafa verið erfitt að finna spariföt þar sem flestar búðir voru lokaðar. Ayça fann að lokum hvítan kjól og Guðjón fór í bláa skyrtu og svartar buxur. „Athöfninni var svo streymt beint svo fjölskyldur okkar gætu fylgst með,“ segir hann og nær í brúðar- myndirnar. „Það var ljósmyndari þarna á staðnum. Við máttum ekki koma með neinn með okkur. Við vorum með tvö vitni,“ segir Guðjón og seg- ist Ayça hafa þekkt konuna, en ekki manninn. „Þetta eru svolítið fyndnar mynd- ir, en þetta var gert í frekar miklum flýti,“ segir hann og bætir við að þau hyggist halda brúðkaupsveislu næsta sumar. Biðtími og óvissa Næst á dagskrá hjá nýgiftu hjón- unum var að komast heim til Ís- lands. „Það gekk á ýmsu og við sendum endalausa tölvupósta og það var fátt um svör. Við reyndum að hafa sam- band við sendiráðin,“ segir hún. „Þetta er flókið mál, en reglurnar í Tyrklandi eru svoleiðis að embætt- ismenn ríkisins, eins og foreldrar hennar, eru með sérstakt vegabréfs- leyfi til að ferðast. Hún var með það leyfi líka sem dóttir þeirra, en bara til 25 ára aldurs og hún var nýorðin 25 ára,“ útskýrir Guðjón. Fékk hún ekki strax leyfi til að fá að búa á Íslandi, sem konan þín? „Maður myndi ætla það, en það virkar ekki þannig! Það tekur yfirleitt að minnsta kosti sex mánuði að fá það leyfi. Þetta er þungt í vöfum hjá Út- lendingastofnun.Við leituðum allra leiða til þess að geta ferðast saman til Íslands, en að öllu jöfnu ætti að vera auðvelt að fá vegabréfsáritun. Þær umsóknir eru hins vegar meðhöndl- aðar af danska sendiráðinu, sem var mjög strangt með veitingar á vega- bréfsáritunum nálægt hápunkti fyrstu bylgju faraldursins. Ég lá því í nokkra daga yfir EES-reglugerðum til þess að kanna nákvæmlega hver réttindi okkar voru,“ segir hann og segir þetta stuttu útgáfu sögunnar. Það fór að lokum svo að Guðjón fór einn heim til Íslands því vinnan beið og auk þess mátti hann ekki dvelja lengur en þrjá mánuði í Tyrk- landi. Tíminn var búinn. „Ég var í marga daga að prenta út alls kyns plögg og lenti á ýmsum veggjum,“ segir Guðjón og loks mánuði síðar fékk Ayça leyfi til að koma til Íslands. „Þegar allir pappírar voru tilbúnir gekk þetta nokkuð fljótt fyrir sig og hún var komin hingað í júlí. En þessi biðtími var óþægilegur og sér- staklega óvissan,“ segir hann. „Ég var svo fegin að komast til hans því ég var með áhyggjur og all- ir í kringum mig með áhyggjur. Það voru ýmsar tilfinningar í gangi,“ segir Ayça. Heppin á hverjum degi Það urðu svo fagnaðarfundir hjá ungu hjónunum í Keflavík þegar Ayça lenti loks á Íslandi. Ayça flutti beint inn til Guðjóns, sem býr í íbúð ásamt bróður sínum og kærustu hans. Ayça hefur notað tímann til að venjast nýju umhverfi og kynnast fjölskyldu hans og vinum. „Svo fengum við okkur hvolp, hann Flóka. Hann er íslenskur fjár- hundur,“ segir Ayça og brosir breitt. „Þetta er allt nýtt fyrir mér, en Guðjón á svo stóra fjölskyldu og ég er ekki vön því. Það gerir allt lífið svo fallegt,“ segir hún. Ayça ætlar að byrja að læra ís- lensku og hyggst eyða vetrinum í það. „Þar sem maðurinn minn er ís- lenskur mun ég aldrei hætta að læra um Ísland og menninguna. Fólkið hér er mjög hjálpsamt og landið er fallegt. Fjölskylda hans hefur stutt við bakið á okkur og þau eru mjög elskuleg. Ég er því mjög þakklát. Mér finnst ég vera heppin á hverjum degi,“ segir Ayça og segir framtíðina óskrifað blað. Hún hyggst jafnvel fara í meistaranám seinna meir. Nú eigið þið hvolp, eru barneignir á dagskrá? „Já, eftir einhver ár. Ekki alveg strax,“ segja þau bæði í kór. „Kórónuveiran er erfið en hún gaf okkur samt góðan tíma saman,“ seg- ir Guðjón og segir hann fjölskyldu sína hafi tekið Ayça opnum örmum. Guðjón, sem er á kafi í tónlist, seg- ir Ayça vera með góða söngrödd og hvetur hann hana til að æfa sig að syngja. Elskar hann allt í þínu fari? „Já, ég er mjög heppin. Og ég elska allt í hans fari,“ segir hún og þau brosa hvort til annars. Guðjón og Ayça giftu sig í Istanbúl í maí. Enginn mátti vera viðstaddur nema tveir grímuklæddir vottar. Brúðkaupinu var streymt beint svo fjölskyldur þeirra gætu fylgst með. Ljósmynd/Úr einkasafni ’ Fólkið hér er mjöghjálpsamt og landiðer fallegt. Fjölskyldahans hefur stutt við bakið á okkur og þau eru mjög elskuleg. Ég er því mjög þakklát. Mér finnst ég vera heppin á hverjum degi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.