Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 2020 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is NÝTT MOKKA ESPRESSO kanna fyrir span 4 bolla 5.990,- 6 bolla 6.990,- MOKKA KITTY kanna fyrir span 6 bolla 5.990.- 10 bolla 7.990,- NÝTT MOKKA ESPRESSO kanna 3ja bolla 3.990,- 6 bolla 5.990,- 9 bolla 6.990,- 18 bolla 9.990,- PRESSUKÖNNUR frá 1.990,- BRIKKA kanna frá 4.990,- MJÓLKURFLÓARI rafmagns 8.990,- PANNA fyrir span hellur 1.990,- KAFFIKVÖRN 3.990,- MJÓLKURKANNA frá 1.490,- Jólagjöf KAFFIUNNENDA No Cover eða Engar ábreiður nefnist ný tónlistarkeppni í sjón- varpi sem Hit Parader stendur að. Svo sem nafnið gefur til kynna verður ekki um ábreiðusöng að ræða, eins og tíðkast í vinsælum þáttum á borð við American Idol og The Voice, heldur mæta listamennirnir með frumsamið efni. Sigurlaunin verða meðal annars plötusamningur við Sumerian Records, umboðs- maður og aðgangur að stórum tónleikahátíðum. Skráning stend- ur nú yfir á nocovershow.com og fer fram þvert á öll landamæri í heiminum. Spurning hvað íslensk bönd gera? Dómarar verða tónlistarfólkið Alice Cooper, Bishop Briggs, Gavin Rossdale, Lzzy Hale og Tosin Abasi en flutningur kepp- enda verður tekinn upp í hinum goðsagnakennda tónleikasal Troubadour í Vestur-Hollywood, þar sem listamenn á borð við Bob Dylan, Joni Mitchell og Metallica tóku sín fyrstu skref. Þá verða viðbótartökur á Sunset Marquis-hótelinu. Alice Cooper er eldri en tvævetur í bransanum. AFP Engar ábreiður leyfðar Bresk-bandaríska poppsöngkonan Bishop mun ekki liggja á sínum skoðunum og ráðum. AFP Hit Parader efnir til tónlistarkeppni í sjónvarpi með áherslu á frumsamið efni. Í Dagbók Morgunblaðsins fyrir réttum eitt hundrað árum, 2. nóvember 1920, kom fram að smáþjófnaðir hefðu verið alltíðir hér í bænum um þær mundir. „Segli var stolið úti í eyju um daginn og ýmsu öðru víðsvegar um bæinn. Menn ættu aldrei að draga stundinni lengur að til- kynna það lögreglunni, ef þeir verða þess varir, að stolið hefir verið frá þeim. Því aðeins er nokkur möguleiki til þess, að lögreglan nái í sökudólginn,“ stóð í Dagbókinni. Þar kom einnig fram að snjór allmikill væri kominn á Hellis- heiði. „Ætlaði bifreið yfir hana í fyrradag, en varð að hverfa frá.“ Ennfremur sagði: „Hjúkrunar- félagið „Líkn“ sendi nú síðast með Botníu ungfrú Oddnýju Guðmundsdóttur hjúkrunar- konu til Danmerkur, til þess að kynna sér þar hjúkrun berkla- veikra barna. Þegar hún kemur heim aftur, verður hún í þjón- ustu félagsins í baráttunni gegn berklaveikinni.“ Loks kom fram að nýtrúlofuð væru ungfrú Inga Ágústsdóttir í Stykkishólmi og síra Sigurður Lárusson sama stað. GAMLA Á BAKINU Smáþjófn- aðir alltíðir Snjóþungt var á Hellisheiðinni fyrir heilli öld og bíll sem hugðist fara þar yfir varð frá að hverfa, að sögn Dagbókar. Þessi mynd er tekin svolítið síðar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi ÞRÍFARAR VIKUNNAR Sólveig Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Hanna Styrmisdóttir prófessor við LHÍ Ann Eleonora Jørgensen dönsk leikkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.