Morgunblaðið - 13.11.2020, Side 1
Ljósmynd/Tang Xiaozhang
Juneyao Air Flug til Kína er á teikniborðinu.
Fulltrúar Íslands funduðu í síðustu viku
með forstjóra flugfélagsins Juneyao Air,
Zhao Hong Liang, og öðrum forsvars-
mönnum flugfélagsins. Fundurinn fór fram í
Sjanghæ í Kína, en þar lýsti flugfélagið yfir
áhuga á að hefja flug hingað til lands þegar
faraldur kórónuveiru er yfirstaðinn. Þetta
staðfestir Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi-
herra Íslands í Kína. Flugfélagið greindi frá
því í fyrra að það hefði hug á að fljúga hingað
til lands. Hefja átti flug í sumar milli land-
anna með viðkomu í Helsinki í Finnlandi.
Heimsfaraldur kórónuveiru kom hins vegar í
veg fyrir umræddar áætlanir.
Forsvarsmenn Juneyao Air höfðu fyrir far-
aldur átt í viðræðum við Icelandair um sam-
starf á flugleiðinni. Í svari Icelandair við fyr-
irspurn Morgunblaðsins segir að hugsanlegt
sé að viðræður verði teknar upp að nýju þeg-
ar aðstæður breytast. Aðspurður segir Gunn-
ar að Juneyao Air vilji vera í góðu samstarfi
við Icelandair. „Ef ekki væri fyrir veiruna
væru þeir búnir að koma á flugi til Íslands.
Þeir eru mjög áhugasamir um samstarf við
Icelandair, en auk þess hafa þeir verið í sam-
bandi við Íslandsstofu,“ segir Gunnar.
aronthordur@mbl.is
Vilja koma á flugferðum
milli Íslands og Kína
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sat eftir með sárt ennið
í gær, þrátt fyrir hetjulega baráttu í Búdapest gegn Ungverj-
um. Heimamenn unnu 2:1, en þeir máttu hafa fyrir sigrinum,
þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta markið beint úr
aukaspyrnu á 10. mínútu. Litlu mátti muna að Íslendingar
bættu við marki skömmu fyrir leikslok, en þess í stað svöruðu
Ungverjar fyrir sig með tveimur mörkum á síðustu mín-
útunum. Hirtu þeir um leið farseðilinn á næsta Evrópumeist-
aramót, og var tapið því sannast sagna grátlegt. »26-27
Aukaspyrnumark Gylfa dugði ekki til í umspilsleiknum
AFP
F Ö S T U D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 268. tölublað 108. árgangur
DÝRASTA
KOSNINGA-
BARÁTTAN
ÆVINTÝRA-
LEGUR
HLJÓMUR
OPNUÐU
Í MIÐJUM
FARALDRI
MARÍNA OG MIKAEL 28 VEITINGAHÚSIÐ ÚPS 6ERLENT 13
Ragnhildur Þrastardóttir
Karítas Ríkharðsdóttir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
hyggst leggja fram minnisblað Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis á ríkisstjórnar-
fundi í dag, en þar verður
farið yfir tillögur hans að
áframhaldandi aðgerðum
vegna kórónuveirufarald-
ursins. Núverandi aðgerðir
gilda til 17. nóvember og
hefur Þórólfur sagt að
áfram megi búast við tölu-
verðum takmörkunum þó
að einhverjum þeirra verði
aflétt.
Kári Stefánsson, for-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist í
samtali við Morgunblaðið vona að hörðum að-
gerðum sé ekki að fara að ljúka á næstunni.
„Það væri ansi heimskulegt á þessu augna-
bliki að létta á þessum aðgerðum. Eitt af því
sem við erum búin að læra á síðustu mán-
uðum er hversu hratt þetta getur blossað
upp. Ég held því fram að við eigum að setja
okkur markmið og það markmið sem ég vil
setja efst á forgangslista er að sjá til þess að
börn geti farið í skóla og verið í skóla á eðlileg-
an máta,“ segir Kári.
Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að
börn og unglingar geti sótt nám, því þau séu
framtíð íslensks samfélags. „Ég myndi vilja
sjá innan við eitt smit á dag í tvær vikur áður
en ég færi að velta því fyrir mér að slaka á
einhverju öðru. Stóra markmiðið er að sjá til
þess að þetta unga fólk sem erfir landið komi
út úr þessu ósnert.“
Útlitið gott en smit enn of mörg
Háskóli Íslands birti á vef sínum í gær nýtt
spálíkan um þróun faraldursins, en þar er gert
ráð fyrir að smitum muni fækka jafnt og þétt,
þó breytingin sé ekki mikil frá fyrri spám.
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir í
samtali við Morgunblaðið í dag að útlitið sé
gott hér á landi, en faraldurinn er í örum vexti
annars staðar, til dæmis á meginlandi Evrópu.
18 ný smit greindust í gær og segir Thor að
slíkar tölur, þar sem smit eru um tuttugu tals-
ins á dag, séu enn of háar. „Það er ekkert
öruggt og smitin þurfa að fara eitthvað al-
mennilega niður svo að maður geti verið ró-
legur með þetta.“
Ræða áframhald
aðgerða í dag
Kári vonar að ekki verði slakað á aðgerðum
MKórónuveiran »4 og 6
Kári Stefánsson
Útlit er fyrir auknar
birgðir lambakjöts
vegna mikils sam-
dráttar í sölu á innan-
landsmarkaði í sumar.
Einnig eru margir
hefðbundnir útflutn-
ingsmarkaðir lokaðir
vegna ástandsins í
heiminum. Ágúst
Andrésson, for-
stöðumaður
kjötafurðastöðvar KS, óttast að ef mikið verð-
ur flutt inn af kjöti á næstu mánuðum muni
markaður fyrir innlent kjöt hrynja. Það eina
rétta sé að stöðva innflutning á meðan verið er
að vinna úr birgðunum.
Ágúst segir að minni tollvernd á kjöti og
óheftur innflutningur hafi áhrif á okkar eigin
framleiðslu. Hægt sé að fá ódýrt kjöt í Evrópu
nú og flytja inn tollalaust eða með lágum toll-
um. Erfitt sé að keppa við það. Það leiði til
birgðasöfnunar á innlendu kjöti.
Segir hann að framleiðsla á kindakjöti hafi
minnkað það mikið á undanförnum árum að
ekki ætti að vera vandamál að fleyta birgð-
unum áfram þangað til ferðamennirnir fari að
skila sér aftur. Ef hins vegar of mikið verði
flutt inn af kjöti á meðan ástandið er erfitt geti
markaðurinn hrunið. »10
Erfitt á
kjötmarkaði
Lagt til að innflutningur
verði stöðvaður tímabundið
Lamb Lokanir veit-
ingastaða hafa áhrif.