Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 Örn Arnarson, fjölmiðlarýnirViðskiptablaðsins, ræðir skap- andi bókhald Ríkisútvarpsins í nýj- asta pistli sínum. Þar segir hann að uppljóstranir um bókhalds- brellur hjá ríkis- stofnun hefðu ein- hvern tímann þótt fréttnæmar: „Ætla hefði mátt að hinn fjölmenni her rann- sóknarblaðamanna á ríkismiðlinum hefði gert slíkum fréttum góð skil og ekki veigrað sér við að velta öllum steinum til að komast ofan í kjöl málsins. Því er þó ekki fyrir að fara þeg- ar kemur að stórfróðlegri 104 blaðsíðna skýrslu Fjölmiðlanefndar um starfsemi Ríkisútvarpsins sem birt var í síðustu viku.    Ekki múkk um það í fréttumRíkisútvarpsins, engin af- hjúpun í Kveik, ekki hósti í Silfr- inu. En hvað með alla okkar marg- verðlaunuðu rannsóknar- blaðamenn á Stundinni? Gáfumennin á Kjarnanum sem nærast á opinberum skýrslum? Skúbbmeistara Miðjunnar sem engu eira þegar sannleikurinn er annars vegar? Nei, þeir hafa ekki hnotið um fréttina enn.    Enginn fjölmiðill að Morgun-blaðinu undanskildu hefur gert skýrslunni skil, en í henni kemur skýrt fram að ríkismiðillinn hafi þverbrotið þjónustusamning sinn við stjórnvöld með því að flokka verktakagreiðslur til starfs- manna sinna sem kaup á dagskrár- efni frá sjálfstæðum og óskyldum framleiðendum.“    Hvað skýrir þessa æpandiþögn? Getur verið að frétta- stofa Rúv. hafi ekki enn frétt af lögbroti eigin stofnunar eða tekur hún vísvitandi þátt í yfirhylming- unni? Örn Arnarson Æpandi þögn um lögbrot Rúv. STAKSTEINAR FALLEG LJÓS Í ÚRVALI Ármúla 24 • rafkaup.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sýn hf. hefur sent fjárlaganefnd Al- þingis andsvar við umsögn Ríkis- útvarpsins við fjárlagafrumvarpið og gerir athugasemdir við mála- tilbúnað RÚV. Gagnrýnir fyrirtækið að svo virðist sem RÚV, sem sé í beinni samkeppni við Sýn, telji sig einn fjölmiðla hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna veirufaraldurs- ins og kalli eftir beinum fjár- framlögum. Almannaþjónustuhlutverk Bendir fyrirtækið á að fjölmiðlar Sýnar, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, haldi úti öflugri fréttaþjónustu í sjónvarpi, útvarpi og á vefnum og færð eru rök fyrir því að Sýn reki nú þegar fjölmiðil í almannaþágu. Ekkert sé því til fyr- irstöðu að ríkið tilefni Sýn með al- mannaþjónustuhlutverk. Ef niður- staðan verði sú að auka ríkis- stuðning til fjölmiðils sem rekinn er í almannaþágu geti sú fjárveiting allt eins runnið til fjölmiðla sem reknir eru af Sýn hf. „Nú vill svo til Sýn hf. hefur orðið fyrir margvíslegum skakkaföllum af völdum Covid-19-heimsfaraldursins. Þannig hafa auglýsingatekjur fé- lagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins dregist saman um 212 [milljónir kr.] eða sem nemur 15%. Þá hafa vaxta- berandi skuldir félagsins hækkað um 401 [millj. kr.] eða sem nemur 2,48% vegna veikingar ISK. Af sömu ástæðu hafa skuldbindingar við er- lenda birgja, einkum vegna efnis- kaupa hækkað um 260 [millj. kr.] eða sem nemur um 15%. Þá hafa reiki- tekjur í farsíma fallið um 235 [millj. kr.] eða sem nemur 60%. Samtals hefur því tekjusamdráttur vegna Covid-19-heimsfaraldursins numið að minnsta kosti 447 [millj. kr.] en vegna Covid-19 hefur einnig orðið samdráttur í tekjum af frelsisnúm- erum og gjaldaaukning um allt að 90 [millj. kr.] á mánuði. Samtals nemur þetta um 1,1 milljarði kr. á rekstur félagsins til hins verra,“ segir í um- sögninni. Þessu hafi félagið mætt með margvíslegum hagræðingar- aðgerðum sem eðli máls samkvæmt skerði samkeppnisstöðu þess gagn- vart ríkisreknum keppinauti. Það sé með öllu óverjandi ef RÚV verði bættur allur skaðinn eins og farið sé á leit í umsögn RÚV enda myndi slík aðgerð einungis auka á þá samkeppnisröskun sem þegar leiði af tæplega 5 milljarða árlegri meðgjöf frá ríkinu. omfr@mbl.is Sýn gagnrýnir málatilbúnað RÚV  1,1 milljarðs áhrif á rekstur Sýnar Hagnaður Kviku banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam rúmlega 1,3 milljörðum króna. Það er 30% sam- dráttur á milli ára, en á sama tíma- bili í fyrra hagnaðist bankinn um 1,9 milljarða króna. Heildareignir Kviku banka námu 114,7 milljörðum króna í lok tíma- bilsins og jukust um 8,6% milli ára, en þær voru 105,6 milljarðar á sama tíma á síðasta ári. Eigið fé samstæðu bankans nam í lok tímabilsins 17,8 milljörðum króna en það var 15,5 milljarðar á sama tíma árið 2019. Eiginfjárhlut- fall Kviku banka er 26,9% að teknu tilliti til arðgreiðslustefnu. Marinó Örn Tryggvason, for- stjóri fyrirtækisins, segir í frétta- tilkynningu að rekstur bankans hafi gengið vel á tímabilinu. Segir Marinó sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig tekist hafi til þrátt fyrir mikla óvissu. Bóluefni eflir bjartsýni „Kvika er með sterkt eiginfjár- hlutfall og lausafjárstaða bankans er langt fyrir ofan innri markmið bankans. Fjárhagslegur styrkleiki hefur verið mikilvægur á þessum óvissutímum. Fréttir vikunnar um að líklega styttist í bóluefni gegn Covid-19 gera mig enn bjartsýnni á framtíðina,“ segir Marinó einnig í tilkynningunni. Þá segir hann að spennandi tímar séu í vændum því sterk staða bank- ans geri það að verkum að hann geti gegnt mikilvægu hlutverki í nauð- synlegri viðspyrnu hagkerfisins. Í tilkynningunni segir einnig að viðræður um sameiningu Kviku og TM gangi vel, og vænta megi niður- stöðu á næstu vikum. Kvika hagnast um 1,3 milljarða Fé Heildareignir Kviku námu 114,7 milljörðum króna í lok tímabilsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.