Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisútvarpiðhefur sentfjárlaga-
nefnd erindi vegna
fjárlagafrumvarps
fyrir næsta ár og
dregur þar fram ýmiskonar
viðbótarkostnað sem stofnunin
hefur orðið fyrir vegna
kórónuveirufaraldursins, auk
tapaðra tekna. Samtals telur
Ríkisútvarpið að staða þess
verði um 470 milljónum króna
lakari í ár en verið hefði án kór-
ónuveirunnar. Í umsögn Ríkis-
útvarpsins segir einnig að horf-
ur séu á að á næsta ári muni í
heild „vanta yfir 600 m.kr. í
fjármögnun RÚV“. Er þetta
rakið til minni tekna af út-
varpsgjaldi, áframhaldandi
samdráttar auglýsingatekna og
hærri kostnaðar, meðal annars
vegna nýrra kjarasamninga.
Í erindi Ríkisútvarpsins til
fjárlaganefndar er þess ekki
getið að útvarpsgjaldið hefur
hækkað stórkostlega á liðnum
árum án þess að nokkur sam-
svarandi kostnaður hafi fylgt
með, enda eykst kostnaður við
útsendingar ekkert þó að lög-
aðilum fjölgi, útvarpsgjald
hækki eða íbúum fjölgi í land-
inu, meðal annars vegna mik-
illar fjölgunar fólks af erlend-
um uppruna. Nú, þegar
Ríkisútvarpið horfir fram á
samdrátt tekna sem felur í sér
að hluti aukningar síðustu ára
gangi til baka, fer stofnunin
fram á að skattgreiðendur bæti
henni tekjufallið. Á síðustu ár-
um hefur þó ekki verið gripið
til þess að lækka útvarps-
gjaldið til samræmis við fjölg-
un íbúa og óeðlilegan tekju-
vöxt, þvert á móti hefur það
verið látið hækka.
Sýn hf. sem rekur fréttastofu
í samkeppni við Ríkisútvarpið
auk annarrar fréttaþjónustu,
ritar bréf til fjárlaganefndar til
að svara erindi Ríkisútvarps-
ins. Í bréfi Sýnar er bent á að
það fyrirtæki hafi einnig orðið
fyrir skakkaföllum vegna
kórónuveirufaraldursins. Aug-
lýsingatekjur hafi dregist sam-
an um 15% og ýmsar aðrar
tekjur hafi einnig lækkað veru-
lega og samtals hafi áhrif far-
aldursins á reksturinn verið
neikvæð um 1,1 milljarð króna.
Sýn bendir á að fyrirtækið
veiti margskonar sambærilega
þjónustu við Ríkisútvarpið og
að færa megi „fyrir því rök að
Sýn reki nú þegar fjölmiðil í al-
mannaþágu, þrátt fyrir að lögin
um Ríkisútvarpið byggist á að
einungis einn slíkur miðill sé
rekinn hér á landi“. Þetta má til
sanns vegar færa og á vita-
skuld við um fleiri miðla þó að
Ríkisútvarpið eitt sé skreytt
með þeim orðum að það starfi í
almannaþágu.
Í erindi Sýnar segir einnig að
í fjárlagafrum-
varpinu sé aðeins
gert ráð fyrir að
einkareknir fjöl-
miðlar fái bættan
óverulegan hluta
neikvæðra áhrifa kórónuveiru-
faraldursins á rekstur þeirra.
Þar af leiðandi sé eðlilegt að
fjárframlög til Ríkisútvarpsins
skerðist.
„Með vísan til þessa er með
öllu óverjandi að RÚV verði
bættur allur skaðinn eins og
farið er á leit í umsögn RÚV
enda myndi slík aðgerð ein-
ungis auka á þá samkeppnis-
röskun sem þegar leiðir af tæp-
lega 5 milljarða árlegri
meðgjöf frá ríkinu og um 2ja
milljarða auglýsingatekjum
sem stofnunin aflar sér ár
hvert. Þá verður ekki séð að
stofnunin hafi hegðað sér með
samfélagslega ábyrgum hætti,
sbr. nýlegt mat fjölmiðla-
nefndar á því hvort RÚV hafi
uppfyllt almannaþjónustu-
hlutverk sitt. Þar er gerður
ríkur fyrirvari og í raun felldur
áfellisdómur um hvernig RÚV
hefur sniðgengið skyldur sínar
gagnvart sjálfstætt starfandi
framleiðendum. Kemur sú
skýrsla í framhaldi af svartri
úttekt Ríkisendurskoðunar á
rekstri RÚV,“ segir ennfremur
í erindi Sýnar.
Einkareknir fjölmiðlar hafa
þurft að skera verulega niður í
starfsemi sinni til að bregðast
við erfiðleikum undanfarinna
ára. Þeir erfiðleikar eru þekkt-
ir og hafa komið fram í
skýrslum hins opinbera, frum-
vörpum og umræðum á opin-
berum vettvangi á liðnum ár-
um. Erfiðleikarnir eiga sér
ýmsar skýringar, ekki síst
óeðlilega erlenda samkeppni
sem skákar í skjóli skattleysis
og óeðlilega samkeppni við
Ríkisútvarpið, sem hefur eins
og áður segir sótt auknar
skatttekjur á sama tíma og
aðrir berjast í bökkum.
Hjá Ríkisútvarpinu eru
miklir möguleikar til að hag-
ræða í rekstri og spara háar
fjárhæðir. Þeir sem starfa á
einkareknum fjölmiðlum og
reka fjölmiðla í samkeppni við
Ríkisútvarpið sjá þetta í hendi
sér. Fleiri hljóta að sjá þetta,
ekki síst þeir sem sitja í fjár-
laganefnd og víðar þar sem
ákvarðanir eru teknar um ráð-
stöfun fjármuna almennings.
Fjölmiðlar sem þurfa að
keppa við þessa ríkisstofnun
eiga ekki að þurfa að þola það
að hún geti starfað utan við
efnahagslegan veruleika. Og
skattgreiðendur eiga ekki að
þurfa að þola að vera krafðir
um enn frekari fjárútlát til að
standa undir óráðsíu ríkis-
stofnunar sem ofan á annað
telur að hún sé hafin yfir lög.
Ríkisútvarpið hefur
blásið út. Nú þarf að
gera því að taka til.}
Tími til að spara
U
mræða um stöðu hælisleitenda
verður stöðugt háværari og
fyrirferðarmeiri og margt sem
knýr á um markvissari vinnu-
brögð stjórnvalda í þessum
málaflokki. Þeir ráðherrar sem farið hafa með
málefni hælisleitenda og landamæra Íslands
hafa undanfarna áratugi undantekningarlítið
komið úr röðum Sjálfstæðismanna sem vænt-
anlega skýrir aðgerðaleysið. Ráðherrarnir
hafa forðast að horfast í augu við vandann, að
um alla Evrópu eru einstaklingar að sækja um
hæli og eða vernd að tilefnislausu.
Því miður hefur umræða um þessa þróun
verið lítil og ómálefnaleg og byggst á ónógum
gögnum. Ráðherrar málaflokksins hafa frem-
ur verið að elta umræðuna en að stýra stefnu-
mótun sem byggist á staðreyndum.
Margir sem hafa varað við þessari þróun eru sakaðir
um öfgar og rangindi. Varla getur nokkur hugsandi mað-
ur lagst gegn því að herða reglur svo færri leggi upp í til-
gangslausar hættuferðir með smyglurum og verja landið
fyrir mögulegum glæpamönnum.
Nú eru margir að vakna upp við vondan draum, að
ekki eru allir hælisleitendur í leit að betra lífi. Að glæpa-
hópar lifa því miður góðu lífi af því að selja „ferðir“ til
betra lífs en skeyta ekki um hvað verður um fólkið.
Frakklandsforseti hefur síðustu daga leitt umræðu
innan Evrópusambandsins um nauðsyn þess að verja
betur ytri landamæri Schengen-svæðisins, m.a. vegna
vaxandi ógnar en stutt er síðan hryðjuverk voru framin í
Frakklandi og Austurríki. Meðal þess sem
Macron hefur sagt er að nauðsynlegt sé herða
landamæravörslu, eyða skilaboðum hryðju-
verkamanna af internetinu fljótt, koma í veg
fyrir misnotkun hælisleitendakerfisins o.fl.
Undir orð Macrons hafa fleiri leiðtogar tekið,
m.a. Rutte, forsætisráðherra Hollands, Kurz,
kanslari Austurríkis, og Angela Merkel, kansl-
ari Þýskalands. Fréttastofa Reuters vitnar í
Merkel: „Það er lífsnauðsynlegt að vita hverjir
koma inn á Schengen-svæðið og hverjir fara
þaðan.“ Þessi orð sýna að Merkel telur að eft-
irlitið hafi brugðist og ríkin hafi í raun ekki
hugmynd um hverjir hafi fengið hæli. Fyrir
marga eru þetta ekki ný tíðindi. Í Telegraph er
vitnað í Macron: „Í öllum okkar löndum sjáum
við misnotkun á réttinum til að leita hælis.“
Það er barnaskapur að detta í hug að ein-
göngu gott fólk í hættu leiti til Íslands. Hvers vegna ættu
glæpamenn ekki að leita hingað líkt og til annarra landa?
Því blasir við að herða þarf eftirlit á landamærum, taka
þarf upp þá reglu að þeim sem áður hafa fengið dvalar-
leyfi innan Schengen verði þegar snúið til baka, að þeir
sem sannarlega eiga rétt á að þeirra mál séu skoðuð fái
niðurstöðu innan 2-4 mánuða, þeir sem fá hæli fái viðeig-
andi aðstoð, að skilaboðum um nýjar reglur sé komið vel
á framfæri o.fl. Við Íslendingar getum ekki setið eftir
þegar aðrir bregðast við. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Evrópa vaknar vegna hælisleitenda
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og
varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stöðugildi starfa á vegum rík-isins voru tæplega 25 þús-und talsins um seinustu ára-mót og hafði þá fjölgað um
0,8% á seinasta ári. Frá 2013 hefur
stöðugildum hjá ríkinu fjölgað ár
hvert, mest milli áranna 2016 og 2017.
Samtals fjölgaði stöðugildum hjá rík-
inu um 2.324 frá árinu 2013 til sein-
ustu áramóta eða um 10,3%.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýbirtum niðurstöðum Byggðastofn-
unar úr árlegri könnun á hvar störf á
vegum ríkisins eru unnin á landinu.
Til samanburðar við fjölgun
ríkisstarfa á seinustu sex árum má
benda á að landsmönnum fjölgaði
hlutfallslega nokkru meira á sama
tímabili eða um 11,8% skv. mann-
fjöldatölum Hagstofunnar. Þá er rétt
að hafa í huga að fjöldi stöðugilda
segir ekki nákvæmlega til um fjölda
ríkisstarfsmanna, sem eru fleiri því
margir þeirra eru í hlutastörfum.
Í fyrra fjölgaði stöðugildum hjá
ríkinu um 199 á landsvísu. Kemur
fram í umfjöllun Hagstofunnar að þá
varð mest fækkun stöðugilda hjá
ISAVIA og Íslandspósti, en mest
fjölgun átti sér stað hjá Háskóla Ís-
lands og Landspítala.
Mest fjölgunin á landinu átti sér
stað á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en
þar fjölgaði stöðugildum ríkisins um
222 eða 1,3%. Hlutfallsleg fjölgun rík-
isstarfanna í einstökum landshlutum
varð þó örlítið meiri á Vesturlandi eða
1,4% en þar fjölgaði stöðugildum um
11 á árinu. Mest fækkunin varð hins
vegar á Suðurnesjum en þar fækkaði
stöðugildum í fyrra um 60 eða 4,2%.
71% allra ríkisstarfa eru
unnin á höfuðborgarsvæðinu
Í skýrslu um niðurstöðurnar er
bent á að á höfuðborgarsvæðinu búa
64% landsmanna en þar eru um 71%
allra ríkisstarfa unnin. Á landsvísu er
fjöldi stöðugilda ríkisins um 7% af
íbúum landsins, eða rúmlega 10%
mannfjölda á vinnualdri (15-64 ára).
Fram kemur að hlutfall stöðu-
gilda af mannfjölda á vinnualdri er
hæst á höfuðborgarsvæðinu eða
11,3% og næsthæst á Norðurlandi
vestra eða 10,5%. Lægst er hlutfallið
hins vegar á Suðurnesjum eða 7,1%
og þar fækkaði stöðugildum hlutfalls-
lega mest milli ára eins og áður segir.
„Í Hafnarfirði fækkaði stöðugild-
um um 67 eða 11,3% og kemur það
helst til vegna fækkunar hjá Íslands-
pósti og breytinga á rekstri hjúkrun-
arheimilisins Sólvangs. Í Kópavogi
fjölgaði stöðugildum um 30 eða 3,6%,
helst vegna fjölgunar hjá sýslumanni
höfuðborgarsvæðisins, Menntaskól-
anum í Kópavogi og heilsugæslunni. Í
Reykjavík fjölgaði stöðugildum um
252 sem eru 1,6%. Þar varð fjölgun
m.a. hjá Háskóla Íslands, Háskólan-
um í Reykjavík, Landspítala, lög-
reglustjóranum á höfuðborgarsvæð-
inu, Þjóðleikhúsinu og Alþingi, en
mest fækkaði hjá Íslandspósti og á
Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili. Í
Seltjarnarnesbæ fjölgaði stöðugildum
um sjö eða um 14,6% en þar fjölgaði
bæði hjá heilsugæslunni og Fangels-
ismálastofnun,“ segir í úttektinni.
Ef litið er á störf á vegum ríkis-
ins á einstökum þéttbýlisstöðum kem-
ur m.a. fram að stöðugildum fækkaði í
Reykjanesbæ í fyrra frá árinu á und-
an en frá 2013 hefur þeim fjölgað þar
um 523. Í Akureyrarbæ fjölgaði
stöðugildum um 20 í fyrra og hefur
þeim fjölgað um 167 frá 2013. Í Ár-
borg fjölgaði stöðugildum um 24 eða
4,1% á síðasta ári.
10,3% fjölgun stöðu-
gilda ríkisins frá 2013
Breytingar á ríkisstörfum
» Á Vestfjörðum fækkaði
stöðugildum um fimm í fyrra
m.a. vegna fækkunar hjá
Orkubúi Vestfjarða og Íslands-
pósti.
» Akranes, Borgarbyggð og
Snæfellsbær voru einu sveitar-
félögin á Vesturlandi þar sem
stöðugildum fjölgaði á milli ára
í fyrra.
» Á öllu Norðurlandi vestra
fjölgaði um tvö stöðugildi á síð-
asta ári.
» Í Fjarðabyggð fækkaði
stöðugildum um fimm í fyrra,
einkum vegna fækkunar hjá
Heilbrigðisstofnun Austur-
lands.
» Stöðugildum fækkaði um
14 í Vestmannaeyjum eða 7,8%.
Munar þar mestu um fækkun
hjá Heilbrigðisstofnun Suður-
lands.
22.655
24.980
Fjöldi ríkisstarfa eftir kyni og landshlutum
Fjöldi stöðugilda í árslok 2013-2019 eftir kyni
Fjöldi stöðugilda
í árslok
2013 2019
Fjöldi stöðugilda
Konur Karlar Samtals Breyting milli ára
2013 14.192 8.463 22.655 - -
2014 14.221 8.504 22.725 +70 +0,3%
2015 14.448 8.625 23.073 +348 +1,5%
2016 14.918 8.760 23.679 +606 +2,6%
2017 15.350 8.961 24.312 +633 +2,7%
2018 15.681 9.100 24.781 +469 +1,9%
2019 15.716 9.263 24.980 +199 +0,8%
Samtals stöðugildi
Breyting
frá 2018
Höfuðborgarsvæðið 17.757 +1,3%
Suðurnes 1.379 -4,2%
Vesturland 832 +1,4%
Vestfirðir 449 -1,0%
Norðurland vestra 487 +0,4%
Norðurland eystra 1.967 +1,0%
Austurland 558 -0,7%
Suðurland 1.488 +1,0%
Erlendis 61 -1,6%
Óstaðsett 2 -25,0%
Samtals stöðugildi 24.980 +0,8%
Alls
24.980
stöðugildi
Heimild: Byggðastofnun
71%
7,9%
6%
5,5%
Landshlutaskipting stöðugilda ríkisins í árslok 2019