Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 13.11.2020, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 ✝ Jón HalldórJónsson, fyrr- verandi forstjóri Keflavíkurverk- taka, fæddist 5. júní 1929 í Reykja- vík og ólst upp með foreldrum og systkinum á Öldu- götu 26. Hann and- aðist á Landspít- alanum 3. nóvem- ber 2020. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorvarðarson, f. 7. mars 1890, d. 23. júlí 1969, kaup- maður í Verðanda í Reykjavík, og kona hans Halldóra Guð- mundsdóttir, f. 26. sept. 1894 á Akranesi, d. 10. okt. 1964. Systkini Jóns voru Guðmundur, Þorvarður, Steinunn Ágústa, Ragnheiður og Gunnar. Þau eru öll látin. Eiginkona Jóns var Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og revíusöngkona, f. 26. sept. 1928. Hún lést 6. september 2020. Börn þeirra eru: 1) Björg Karítas Bergmann, maki Óðinn Sigþórsson. Börn: a) Þórunn María, maki Þór- arinn I. Ólafsson, eiga 3 börn. b) Kristín Birna, maki Davíð Blöndal, eiga 3 börn. c) Sigríð- ur Þóra á tvö börn. d) Jón Karl, látinn, e) Soffía Björg, f) Guð- mundur Bergmann, g) Þórarinn Halldór, maki Sólveig H. Úlfs- dóttir, eiga 2 börn. h) Karítas. 2) Birgitta Klasen, látin. 3) Kristín Guðmunda Berg- mann, maki Þórólfur Hall- dórsson. Börn: Þórólfur Jarl, maki Lára Jónasdóttir. 4) Jón Halldór. Sonur hans er a) Jón Halldór, á eitt barn. Sambýliskona Inga L. Helga- dóttir. Börn: Elvar Örn. Lovísa. Högni Þór. 5) Helga Sif, látin. Maki Guð- Íslands (1943-1945) og einnig lærði hann skipasmíði í Iðnskól- anum í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan 1951. Sama ár hóf hann störf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli við upp- byggingu og eftirlitsstörf með byggingum. Jón tók við stöðu framkvæmdastjóra Bygginga- verktaka Keflavíkur hf. 1. ágúst 1958 og varð síðar sam- hliða því starfi forstjóri Keflavíkurverktaka frá 1963 til starfsloka árið 2000. Keflavík- urverktakar var öflugt alhliða verktakafyrirtæki sem átti stór- an þátt í að reisa mannvirki innan og utan vallar, auk þess að skapa fjölda starfa fyrir iðn- aðarmenn á Suðurnesjum og víðar. Jón starfaði alla tíð mikið að félagsmálum. Átti hann sæti í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur og var formaður stjórnar Spari- sjóðsins um 14 ára skeið. Hann var fulltrúi ríkisstjórnar Íslands í atvinnumálanefnd Reykjanes- kjördæmis um árabil. Auk þess sat Jón í stjórn Iðnaðarmanna- félags Keflavíkur, í stjórn Hita- veitu Suðurnesja hf. sem þá var í eigu sex sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Hann kom að fræðslumálum og sat í fræðslu- ráði Keflavíkur og var varabæj- arfulltrúi í Keflavík. Jón var virkur í starfi Sjálfstæðisflokks- ins. Var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík og fulltrúi á landsfundum Sjálf- stæðisflokksins í áratugi. Jón var mikill áhugamaður um stangveiði og var m.a. leigutaki Laxár í Kjós ásamt Páli G. Jónssyni um 20 ára skeið og einnig Norðurár í Borgarfirði um tíma. Hann var félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur til fjölda ára. Útförin fer fram í dag, 13. nóvember, í Ytri-Njarðvík- urkirkju að viðstaddri nánustu fjölskyldu. Athöfninni verður streymt https://tinyurl.com/y26lwtm8 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat mundur Örn Ólafs- son. Börn: a) Hall- dór Kristófer á tvö börn. Sambýlis- kona Kirsi Ker- onen. b) Magni Freyr. Maki Krist- jana V. Þorvalds- dóttir, eiga tvö börn. c) Linda á eitt barn. d) Ólafur Örn, sambýliskona Sóley Ö. Sverris- dóttir. e) Guðmundur Jökull. 6) Sólveig, látin. Maki Krist- inn Sigurður Gunnarsson, lát- inn. Börn: a) Ingibjörg Jóna, sambýlismaður Þórarinn Æ. Guðmundsson, eiga fjögur börn. b) Jón Gunnar á tvö börn. Kristín Ásta, maki Colby S. Fitzgerald, eiga tvö börn. c) Soffía Ósk, maki Gunnar I. Þor- steinsson, eiga tvö börn. 7) Karen Heba. Maki Vil- hjálmur Steinar Einarsson. Börn: a) Anna Soffía á tvö börn. Sambýlismaður Helgi Þórisson. b) Eva Rut, sambýlis- maður Guðmundur B. Jónsson, eiga tvö börn. c) Björn Berg- mann á 3 börn. Sambýliskona Erla Jóhannesdóttir. d) Brynja Lind, maki Baldvin Þ. Berg- þórsson, eiga 3 börn. e) Einar Karl, sambýliskona Sylvía Sig- urgeirsdóttir, eiga tvö börn. 8) Dagný Þórunn. Barn: Isaac Þór Derrick Jameson. 9) Halldóra Vala. Börn: a) Alexander Fenr- ir Viðarsson, b) Ísleifur Elí Bjarnason, c) Hafþór Logi Bjarnason, sambýliskona Arna S. Elíasdóttir. 10) Ragnheiður Elfa. Maki Marco Georgiev Mintchev. Börn: a) Liliana Marsibil Mintchev, b) Georgi Aron Marcosson Mintchev, c) Constantine Hrafn M. Mintc- hev. Jón nam við Verzlunarskóla Mér er enn í fersku minni þegar ég var kynntur fyrir væntanlegum tengdaforeldrum fyrir rúmum 50 árum síðan. Það var á vordögum þegar þau komu í heimsókn að Bifröst þar sem Björg dóttir þeirra og ég vorum við nám. Þarna hitti ég fyrst þessi glæsilegu hjón Jón H. og Soffíu Karls. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og þau hafa átt langa og viðburðaríka ævi sam- an. Þau voru samrýnd og sam- taka í lífinu og kveðja nú þennan heim á haustdögum, bæði á háum aldri og nánast hönd í hönd. Soffía lést hinn 6. sept- ember sl. og tæpum tveimur mánuðum síðar kveður Jón okk- ur. Ævistarf þeirra var í Keflavík og þau lögðu mikið til sam- félagsins. Jón stýrði þar stóru og mikilvægu fyrirtæki, Kefla- víkurverktökum hf., en Soffía vann ötullega að félagsmálum á sviði leiklistar og mannúðar- mála. Jón H. var mjög vel gerð- ur maður. Hann var ákveðinn, viljasterkur og réttsýnn. Þessir eiginleikar fleyttu honum áfram í starfi og einkalífi. Keflavíkur- verktakar höfðu uppbyggingu á varnarsvæðinu með höndum og það fylgdi forstjórastarfinu að semja um verkefnin við banda- ríska herinn. Þar naut fyrir- tækið þess trausts sem hinir er- lendu aðilar báru til forstjórans. Jón átti mjög auðvelt með er- lend samskipti enda var hann heimsborgari í eðli sínu. Fáguð framkoma og samræðusnilld var honum í blóð borin og saman eignuðust þau hjónin góða vini á erlendri grund. Jón var kvaddur til forystu í öðrum ábyrgðar- störfum í Keflavík. Þannig var hann meðal annars formaður stjórnar Sparisjóðs Keflavíkur í 14 ár. Þrátt fyrir annasamt starf gaf Jón sér tíma til að sinna áhugamáli sínu stangveiðinni. Og hann lét ekki þar við sitja heldur gerðist einnig leigutaki og seldi veiðileyfi í Laxá í Kjós um árabil. Ræddi hann oft um á þessum tíma hvað það skipti miklu máli að þjónusta og við- urgerningur í veiðihúsinu væri í hæsta gæðaflokki og segja má að í þeim efnum væri hann á undan sinni samtíð. Það var gaman að ræða þjóð- félagsmál við Jón. Hann fylgdist mjög vel með fréttum hvort sem var á Íslandi eða erlendis allt fram á síðasta dag. Pöpulismi nútímans var honum lítt að skapi enda hafði hann lifað tím- ana tvenna. Sem ungur drengur var hann í sveit í nokkur sumur að Höfn í Melasveit hjá Pétri Torfasyni bónda þar. Hann minntist oft á þennan tíma og Pétur sérstaklega með mikilli hlýju og barmaði sér hvergi þótt verkin í sveitinni væru oft erfið og stór fyrir ungan dreng. Þarna sagðist hann hafa lært að vinna og traustur grunnur var lagður að því sem síðar varð. Jón og Soffía bjuggu sér ávallt fallegt heimili. Einbýlishúsið sem Jón byggði í Heiðargilinu bar þess ríkan vott. Fjölskyldan var stór og það var vel fyrir henni séð. Síðustu árin minnk- uðu Jón og Soffía við sig hús- næði og fluttu í hentugra hús- næði í Innri-Njarðvík. Þar bjuggu þau síðustu árin, sjálf- bjarga og sjálfstæð, líkt og verið hafði allt þeirra líf. Öðruvísi vildu þau ekki hafa það. Að leiðarlokum þakka ég samfylgdina og bið Guð að blessa minningu elskulegra tengdaforeldra minna. Óðinn Sigþórsson. Jón Halldór Jónsson, tengda- faðir minn, oftast nefndur Jón Há, var stórbrotinn maður sem eftir var tekið hvar sem hann fór og lá hátt rómur. Hann var yf- irvegaður í fasi og kurteis og það einkenndi hann hversu hreinn og beinn hann var í allri framgöngu og samskiptum. Heiðarleiki var honum í blóð borinn. Hann var líka húmoristi, en þó ekki á kostnað annarra. Jón var líka ákaflyndur og mjög fylginn sér, og það leyndi sér ekki hvaða skoðanir hann hafði á hlutunum; ekki þurfti að fara í neinar grafgötur um það að hann var sjálfstæðismaður og var hreykinn af því. Hann var líka lánsamur um margt – heppinn myndu ein- hverjir segja; ekki bara í spilum, heldur í lífinu, þó þar hafi skipst á skin og skúrir. Barnalán þeirra Jóns og Soffíu var mikið. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur þeirra í tugum taldir. Kom sér vel hversu mikill fjölskyldumað- ur Jón var. Jón var bæði andlega og lík- amlega sterkur maður. Sem strákur var Jón sendur í sveit að Höfn undir Hafnarfjalli í Mela- sveit. Þá var mjólkin á brúsum sem ekki voru af léttara taginu fullir af mjólk. Það herti strák- inn mjög að bera ábyrgð á því að flytja mjólkurbrúsana á hest- vagni frá fjósi og upp á brúsa- pall við þjóðveginn. Í dag þætti slíkt ekki boðlegt. Sumarið 1945, þá 16 ára, vann hann við vega- gerð á Þorskafjarðarheiði og sagði að það hefði rignt allt sum- arið og heldur hráslagalegt að gista þar í vegavinnutjaldi. Sá styrkur sem Jón bjó yfir kom sér án efa vel þegar ósæðin sprakk árið 2004. Eftir aðgerð var honum haldið sofandi í fjór- ar vikur. Hann náði sér þó vel, en þurfti að ganga við hækju síðan, en kveinkaði sér aldrei. Jón var mjög reglufastur með marga hluti og fylgdist mjög vel með þjóðmálum hér á landi og erlendis. Alla tíð var hann áskrifandi að Morgunblaðinu. Á laugardögum las hann laugar- dagsmoggann og sunnudags- moggann las hann á sunnudegi og byrjaði þá alltaf á að lesa Reykjavíkurbréfið og skemmti sér yfirleitt konunglega við þann lestur; allavega í tíð núver- andi ritstjóra. Jón var afar minnugur og margfróður og hafði skemmti- lega frásagnargáfu sem við fengum að njóta í ríkum mæli nánast til hans síðasta dags. Ég kveð minn góða máta með söknuði. Þórólfur Halldórsson. Elsku afi minn hefur kvatt okkur eftir stutt veikindi og eru þau amma nú sameinuð í sum- arlandinu. Afi minn var einstak- ur maður. Afskaplega hjarta- hlýr og góður. Hann var líka afskaplega fyndinn og skemmti- legur og með svo smitandi hlát- ur að það var ekki hægt annað en að hlæja með honum. Hann elskaði ömmu og öll börnin sín og samkvæmt mömmu var hann frábær pabbi sem hjálpaði til með uppeldið og skutlaði meðal annars öllum í bíó eða ísrúnt svo amma gæti fengið stundarfrið. Alltaf þegar hann kom heim úr vinnu, hvort sem það var í há- deginu eða þegar vinnudegi lauk, kallaði hann til ömmu að hann væri kominn heim, og bætti svo við „ástin mín“. Ég get sagt að hann var alveg einstaklega góður afi. Hann var duglegur að skoða heiminn með yngstu barnabörnunum sínum og ég man ekki eftir því að nokkuð þeirra hafi grátið. Ég held að við höfum öll verið hug- fangin af því að skoða allt svona hátt uppi í örugga fanginu hans afa, á meðan hann labbaði um hús þeirra ömmu. Ég veit ekki hversu oft hann tók mínar hend- ur í sínar til að blása í þær hita eftir útileik. Eða hversu oft hann taldi tær og putta. Alltaf með sama góðlega brosið sitt og áhuga í röddinni þótt hann hafi örugglega talið nokkur hundruð tær og fingur. Ég á líka minn- ingar af afa á veturna, úti að gefa fuglunum að borða og við barnabörnin fengum stundum að koma með honum í það verk. Fuglarnir voru svo vanir því að afi gæfi þeim að borða að þeir komu alltaf fljúgandi í stórum hópi yfir hæðina rétt áður en afi birtist á heimleið frá vinnu. Fyr- irboði um að afi væri að koma heim. Afi hafði mjög mikinn, eigin- lega brennandi, áhuga á fótbolta og pólitík og ég held að það sé rétt hjá mér að mörg okkar hafi erft þennan áhuga á alla vega öðru hvoru. Ég man hvernig lifnaði yfir afa þegar hann heyrði að ég væri með áhuga á pólitík enda þreyttist hann ekki á að tala um það sem var í gangi hverju sinni. Hann var alltaf með puttann á púlsinum hvað varðaði heimsins mál. En það var ekki bara spjall- að um pólitík heima hjá ömmu og afa, heldur voru oft líflegar umræður um allt milli himins og jarðar þegar systurnar komu saman og svo við barnabörnin og seinna barnabarnabörn. Hlátur og gleði einkenndi þess- ar stundir þó að inn á milli hafi slæðst alvarleiki þegar eitthvað bjátaði á. Ef mann vantaði hug- hreystingu eða ráð, þá var gott að fara í heimsókn til ömmu og afa. Það er eiginlega óhugsandi fyrir mig að fá aldrei aftur að fara heim til ömmu og afa í heimsókn. Svo stór hluti af mínu lífi. Ég er þakklát fyrir allar þær fallegu minningar sem ég á um afa og ömmu. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa haft þetta góða fólk í mínu lífi. Elsku afi minn, ég mun sakna þín. Kristín Ásta Kristinsdóttir. Jón Halldór Jónsson ✝ Lilja Björk Júl-íusdóttir fædd- ist 31. janúar 1954. Hún lést 19. októ- ber 2020. For- eldrar hennar voru Júlíus Friðrik Kristinsson, f. 1932, d. 7.4. 1986, og Þórný Axels- dóttir, f. 2.2. 1934, d. 2014. Systkini Lilju, sammæðra: Ragnar, f. 1957, Bylgja, f. 1959, og Gylfi Freyr f. 1967. Systkini Lilju, samfeðra: Karl, f. 1952. Lilja eignaðist eina dóttur, Margréti Bjarnadóttur hjúkr- unarfræðing, f. 25.11. 1980, með Bjarna Ingvarssyni, f. 30.8. 1952. Margrét er gift Martin Melhuus, f. 7.5. 1978. Þau eiga tvö börn: Ivar, f. 17.8. 2013, og Lilju, f. 15.7. 2016. Sambýlismaður Lilju til rúmlega tveggja áratuga er Kjell Melsether, f. 22.9. 1947, framkvæmdastjóri. Lilja stundaði nám í Lögreglu- skóla Íslands 1976- 1978 og starfaði í lögreglunni 1976- 1981. Hún útskrif- aðist frá Þroska- þjálfaskóla Íslands 1984. Sama ár flutti hún til Noregs og starfaði við faggrein sína á Emma Hjort fyrstu árin og síð- an sem deildarstjóri á ýmsum deildum í Bærum. Síðustu árin starfaði hún á Dalelökken í As- ker. Útför Lilju fór fram frá Fa- gerborg Kirke hinn 30. október 2020. Fyrir hartnær 46 árum mætti ég, full eftirvæntingar, í fyrsta tímann í Lögregluskóla ríkisins, sem svo hét, til að mennta mig til lögreglustarfa. Í hópnum voru tvær konur en auk mín var þar Lilja Björk Júlíusdóttir sem nú er fallin frá á blómaskeiði lífs síns. Sú frétt kom eins og þruma úr heið- skíru lofti - enda ekki nema nokkrar vikur frá því Lilja skrifaði mér falleg skilaboð á afmælisdegi mínum og tilkynnti jafnframt heimsókn sína til Ís- lands á haustdögum. Við áttum samleið í lögreglunni í nokkur ár eða þangað til Lilja ákvað að mennta sig sem þroskaþjálfi og flytja í kjölfarið til Noregs. Lilja eignaðist dóttur sína, Margréti, á meðan hún var í lögreglunni og ein og óstudd ól hún hana upp af miklum mynd- arbrag og kærleik. Lilja var fljót að eignast vini í lögregl- unni og var eftir því tekið hvað hún var natin og vinsamleg við eldri lögreglumenn sem nálg- uðust starfslok. Ég sé hana fyr- ir mér við spilaborðið þar sem hún sat og spilaði við karlana á vaktinni og hló sínum hvella og smitandi hlátri. Ég sé hana líka fyrir mér í Árbæjarstöðinni með vöfflujárnið en það kom oft fyrir að hún mætti þangað á næturvöktunum, þegar lítið var að gera, og bakaði vöfflur fyrir karlana á stöðinni. Hún var ein- faldlega hvers manns hugljúfi og ávann sér fljótt virðingu og traust. Hún stóð því sannarlega ekki ein þegar hún átti von á Margréti sinni. Vinir hennar í lögreglunni mættu til hennar, máluðu, lagfærðu íbúðina henn- ar og gáfu henni síðan mjög veglega gjöf þegar dóttir henn- ar fæddist. Í Lögregluskólan- um lærðum við nokkur saman og lásum undir próf heima hjá henni. Þá átti hún það til að bjóða óvænt upp á kæsta skötu og hnoðmör sem vakti mikla lukku okkar skólafélaganna. Eftirminnilegar eru lögreglu- æfingarnar þar sem við vorum látnar ganga í gegnum ýmiss konar gönguæfingar, skotfimi, handtökuæfingar og fleira. Þar var sannarlega glatt á hjalla og mikið hlegið. Eftir að Lilja flutti til Noregs héldum við sambandi og ég heimsótti hana þangað reglulega. Minnisstæð er ein heimsóknin þegar við Lilja og Arnþrúður Karlsdóttir, vinkona okkar úr lögreglunni sem þá stundaði nám í Osló, skemmtum okkur konunglega í nokkra daga. Ég var með son minn á öðru ári og saman þvældumst við um alla borg og enduðum einn daginn á því að snæða hreindýrasteik á veit- ingahúsi í Holmenkollen. Við hlógum mikið að vandlæting- arsvip Norðmannanna þegar þeir sáu okkur með lítið barn svona seint að kvöldi. Lilja var ein af þeim sem létu drauma sína rætast og var óhrædd að takast á við nýjar áskoranir. Hún blómstraði í þroskaþjál- fastarfinu í Noregi og vann sig upp í áhrifastöður á þeim vett- vangi. Síðustu árin naut hún þess að lifa lífinu með sam- býlismanni sínum til fjölda ára, Kjell, Margréti og barnabörn- unum. En svo kom kallið ófyr- irsjáanlega þegar hún fékk heilablóðfall sem ekki varð við ráðið. Eftir standa ættingjar hennar og aðrir ástvinir, bug- aðir af sorg og söknuði. Minn- ingarnar munu þó lifa um ein- staka konu sem gaf svo mikið af sér; minningar sem ylja í sorginni. Ragnheiður Davíðsdóttir. Lilja Björk Júlíusdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAKEL ÓLAFSDÓTTIR, Kríuhólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 23. október. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey föstudaginn 6. nóvember. Bertha K. Palm Hakan Palm Magnús Ó. Ásgeirsson Ann Ásgeirsson Ólafur H. Ásgeirsson Ásta Rós Magnúsdóttir Ásgeir B. Ásgeirsson Linda Ásgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.