Morgunblaðið - 13.11.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.11.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Notaðu daginn til að slappa af í kyrrð og einveru, bæði andlega og lík- amlega. Leyfðu þér bara að njóta þess. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ótrúlegt hvað margir standa ekki við orð sín, en þú gerir það. Hafðu þig í frammi í vinnunni í dag, þó að þér finnist það óþægilegt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér býðst að freista gæfunnar og taka áhættu sem ætti ekki að koma að sök ef þú bara leggur ekki allt þitt undir. Hlust- ið á aðra og reynið að vera eftirgefanleg í afstöðu ykkar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu að það eru fleiri en ein hlið á hverju máli og því getur verið erfitt að finna sannleikskjarnann. Síðdegis gerist eitthvað skrýtið og skemmtilegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert eirðarlaus og þarft því að vera sérstaklega á verði svo tækifærin renni þér ekki úr greipum. Leyfðu lífsgleði þinni að njóta sín. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Beittu innsæinu þegar þú stendur frammi fyrir persónulegum vandamálum. Kynntu þér mál áður en þú opnar munninn um menn og málefni, ef þú vilt að einhver taki mark á þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú vanmetur verðleika þína. Vertu óhræddur, gefðu þér góðan tíma til að kanna málavöxtu og taktu svo afstöðu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þó að hugmynd þinni sé ekki sérlega vel tekið er ekki þar með sagt að hún sé vond. Röng áhrif láta þig fram- kvæma hluti ólíka þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér er það mikið í mun að hafa betur í rökræðum í dag. Stolt þitt og kæru- leysi gætu knúið þig til óraunhæfra skuld- bindinga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir eru til sem vilja mikið til vinna að koma þér úr jafnvægi og hleypa þér upp. Reyndu að taka hlutunum með ró. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert ekkert of vel upplagður svo þú skalt aðeins gera það sem þig lang- ar til. Veraldleg velgengni er ágæt en and- legur auður er öðru dýrmætari. 19. feb. - 20. mars FiskarMargt hefur verið stressandi í vinnunni undanfarið, en hlutirnir eru á réttri leið. Frestun stressar þig að óþörfu. lands, þar sem hann lauk cand.oe- con.-prófi 1986. Sama ár var hann útefndur stórmeistari í skák á þingi alþjóðaskáksambandsins, sem fram fór samhliða ólympíuskákmótinu í Dúbaí. „Margeir Pétursson var einnig útnefndur stórmeistari á þinginu en áður voru Jóhann Hjart- arson og Helgi Ólafsson búnir að landa titlinum. Við fjórir mynduðum uppistöðuna í landsliði Íslands á þessum árum og vorum gjarnan til gamans nefndir „fjórmenninga- klíkan“. Ísland varð í 5. sæti á ól- ympíumótinu í Dúbaí og síðan 6. sæti í Manila á Filippseyjum 1992, sem þótti ekki lítið afrek hjá svo fá- mennri þjóð.“ Jón tefldi á níu ólympíuskák- mótum árin 1978-1994 og var síðan liðsstjóri íslensku sveitarinnar á ól- ympíumótinu í Tromsö 2014. Jón varð þrisvar sinnum Skákmeistari Íslands og varð m.a. einn efstur á al- þjóðlega Reykjavíkurskákmótinu 1988, fyrstur Íslendinga í 18 ár. Jón var meðal stofnenda skákskóla Frið- riks Ólafssonar og kenndi síðar við Skákskóla Íslands samhliða tafl- mennsku og skákskrifum. Jón sá um fasta skákþætti í Dagblaðinu og síð- ar DV frá 1978-1998 og skrifaði bók- ina „Skákstríð við Persaflóa“ ásamt dr. Kristjáni Guðmundssyni, sem fjallar um ólympíumótið í Dúbaí og nokkurri grein. Mér var marg- víslegur sómi sýndur, m.a. hélt Vil- hjálmur frá Brekku, sem þá var menntamálaráðherra, kaffisamsæti mér til heiðurs, ég var valinn maður ársins af lesendum Vísis og mér bár- ust gjafir og heillaóskir víða að. Segja má að skákin hafi átt hug minn allan næstu árin. Ég lauk stúd- entsprófi af eðlissviði á þremur og hálfu ári en mér telst til að á skóla- tíma hafi ég samtals verið um þriðj- ung af námstímanum við skákiðkun erlendis. Guðmundur Arnlaugsson rektor var gamall skákjöfur sjálfur og ég samdi við hann um undanþágu frá mætingaskyldu. Ég stundaði einnig píanónám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík en sá ekki annan kost en að gefa það upp á bátinn.“ Að loknu stúdentsprófi lá leið Jóns í viðskiptafræði í Háskóla Ís- J ón fæddist 13. nóvember 1960 og er alinn upp í Reykjavík. Hann gekk einn vetur í Ísaksskóla og síðan í Hlíðaskóla, þreytti landspróf í Vörðuskóla og svo lá leið- in í Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég var hálfmeðvitundarlaus í skóla öll unglingsárin. Ég átti auðvelt með nám og leiddist frekar en hitt og var oftast nær með hugann við eitthvað annað. Ég man t.d. lítið eftir lands- prófinu nema hvað nokkrum sinnum var vasataflið mitt gert upptækt í kennslustund og mér gert að sækja það til skólastjórans.“ Jón lærði mannganginn sex ára gamall en skákáhuginn kviknaði ekki af alvöru fyrr en sumarið 1972 þegar Fischer og Spasskí áttust við í Laugardalshöllinni. „Ég fór sjálfur á þrjár skákir í einvíginu, þar á meðal fyrstu skákina og mér er enn minn- isstæður kliðurinn sem fór um salinn þegar Fischer drap peð á h2 sem flestir töldu glapræði. Fram að því sigldi skákin lygnan sjó en varð nú í einu vetfangi æsispennandi.“ Jón tók þátt í sínu fyrsta skákmóti haustið 1972 og fjórum árum síðar varð hann skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. „Ég var þá á 1. ári í MH og vann Stefán Briem 3-0 í ein- vígi um titilinn en hann var þá að kenna mér eðlisfræði. Hann lét mig ekki gjalda þess en eflaust hefur honum verið strítt á kennarastof- unni, þar sem var margt góðra skák- manna. Hann hefur þó fengið upp- reist æru ári síðar þegar ég varð heimsmeistari.“ Árið 1977 varð Jón Íslandsmeist- ari í skák, yngstur allra fram að því til að vinna titilinn. Síðar um sum- arið varð hann Norðurlandameistari unglinga og loks heimsmeistari und- ir 17 ára eftir sigur á heimsmeist- aramótinu í Cagnes-sur-Mer í Suð- ur-Frakklandi. Á mótinu voru ýmsir sem síðar áttu eftir að láta að sér kveða á skáksviðinu, svo sem Eng- lendingurinn Nigel Short og Garrí Kasparov, sem varð að sætta sig við 3. sætið. „Það var mikið gert með sigur minn á mótinu og sumir sögðu að þetta hefði verið fyrsti heimsmeistaratitill Íslendings í kom út 1987. Þá gerðu þeir Helgi Ólafsson skák- kennslu á mynd- böndum sem út kom 1991. Jón er viðurkenndur skákþjálfari FIDE. „Eftir að hafa sinnt skákinni í átta ár fannst mér þetta orðið gott. Ég fór þá aftur í viðskiptafræðina og bætti við mig endurskoð- unarsviði en ég hafði áður útskrif- ast af fjár- málasviði. Í fram- haldi af því starfaði ég hjá Löggiltum endur- skoðendum frá 1994-1997 þegar mér bauðst fjármálastjórastaða hjá því fræga fyrirtæki OZ. Fjölmargir sprotar urðu til úr efniviðnum í OZ enda var þar valinn maður í hverju rúmi. Einn þeirra var Fjárstoð sem ég og Gunnar Thoroddsen stofn- uðum 2001, félag sem sinnir fjár- málaþjónustu, bókhaldi, launa- vinnslu og greiðsluþjónustu. Leiðir okkar skildi þegar Gunnar fór yfir til Landsbankans og 2005 hóf ég störf í eignastýringu hjá Kaupþingi.“ Jón starfaði í tíu ár hjá Kaupþingi og síðar Arion banka, fyrst sem sér- fræðingur í einkabankaþjónustu, forstöðumaður einkabankaþjónustu frá 2009 og síðar sem framkvæmda- stjóri lífeyrissjóða í rekstri bankans í ársbyrjun 2013. Hann var þá fram- kvæmdastjóri Eftirlaunasjóðs at- vinnuflugmanna, Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og rekstrarstjóri Lífeyrisauka. Frá árinu 2015 hefur Jón verið fram- kvæmdastjóri Lífsverks lífeyris- sjóðs. „Það felst mikil ábyrgð í því að stýra lífeyrissjóði, gæta sparnaðar fólks yfir ævina og reyna að ávaxta hann á sem bestan og skynsamastan hátt. Því miður vaknar áhuginn á líf- eyrismálum oftast nær ekki fyrr en fólk fer að nálgast eftirlaunaaldur. Jón L. Árnason stórmeistari og framkvæmdastjóri Lífsverks – 60 ára Hjónin Þórunn og Jón í litlum bæ við Gardavatnið á Ítalíu í fyrra. Mikilvægt að huga að endataflinu Börnin Frá vinstri dæturnar Ingibjörg, Hugrún Arna og Helga Birna ásamt Helgu Fanneyju og Elmari Kára. Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Kári Freyr Brynjarsson fæddist 16. apríl 2020 kl. 22.03. Hann vó 3,496 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Brynjar Örn Stein- grímsson og Lovísa Karítas Magn- úsdóttir. Nýr borgari 30 ára Silja ólst upp í Bolungarvík en er nú búsett í Hveragerði. Hún lauk meistaranámi í klínískri sálfræði árið 2019 og starfar nú sem sálfræðingur við Heil- brigðisstofnun Suður- lands. Helstu áhugamál Silju eru prjón- arnir, íþróttir og samvera með fjölskyldu og vinum. Maki: Andri Helgason, f. 1988, sjúkra- þjálfari í Tindi í Hveragerði. Börn: Ísabella Rán, f. 2015 og Elísabet Ýr, f. 2019. Foreldrar: Eygló Harðardóttir, f. 1961, bókhalds- og launafulltrúi Örnu ehf., og Runólfur Pétursson, f. 1960, sjómaður. Þau búa í Bolungarvík. Silja Runólfsdóttir 30 ára Kolbrún Birna ólst upp í Laxárvirkjun í Aðaldal til fjórtán ára aldurs og flutti svo í Hafnarfjörð þar sem hún hefur búið síðan, fyrir utan tvö ár sem hún var í Danmörku í námi. Hún vinnur sem sérfræðingur í tekjustýringu hjá Icelandair og er einnig framkvæmdastjóri Rafbox ehf. Maki: Emil Örn Harðarson, f. 1990, mót- astjóri hjá Sundsambandi Íslands. Barn: Júlía Björk, f. 2019. Foreldrar: Jóna Björg Björgvinsdóttir, f. 1963, fjármálastjóri hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, og Bjarni Már Júlíusson, f. 1962, ráðgjafi í orkugeiranum og eigandi BMJ Consultancy. Kolbrún Birna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.