Morgunblaðið - 13.11.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.11.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 Erfið en rétt leið Við lifum skringilega tíma og und- irbúningur þeirra Arnars Þórs Við- arssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þjálfara hefur vissulega verið eftir því. Leikurinn átti að fara fram í október en var frestað eftir að þrír leikmenn ítalska liðsins greindust með kórónuveiruna við komuna til landsins. Þá þurftu nokkrir í íslenska liðinu að fara í sóttkví við komuna til landsins í byrjun vikunnar og hefur þetta auðvitað haft áhrif. Það eru allar líkur á því að nokkrir úr þessu liði muni spreyta sig með A- landsliðinu á næstu árum enda ákveð- in kynslóðaskipti yfirvofandi þar. Það er ágætt, enda margt í þetta lið spun- ið. Vel skipað lið Ítalíu sýndi engin ógurleg tilþrif í Fossvoginum í gær og að lokum þurfti heppnismark til að útkljá leikinn. Skot Pobega fór af varnarmanni og þaðan í hornið án þess að Patrik Sigurður Gunnarsson kæmi einhverjum vörnum við í mark- inu. Alfons Sampsted var drjúgur í hægri bakverðinum og erfitt að ímynda sér annað en að hann geti tekið næsta skref á næstu misserum. Þá mynda þeir Willum Þór, Alex Þór Hauksson og Andri Fannar Bald- ursson öflugt teymi á miðjunni og flestir áhugamenn um knattspyrnu á Íslandi bíða spenntir eftir framtíð Ís- aks Bergmanns Jóhannessonar sem er ekki nema 17 ára. Nú þurfum við að snúa spjótum okkar til Írlands en íslenska liðinu dugar einfaldlega ekkert annað en sigur, ætli það sér að eiga möguleika á að keppa á Evrópumeistaramótinu í fyrsta sinn síðan 2011. Blóðugt að tapa í lokin  Nú dugar ekkert nema sigur á Írlandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svekkjandi Willum Þór Willumsson í skallaeinvígi við Alessandro Vogli- acco í Fossvoginum í landsleiknum í gær. Willum skoraði mark Íslands. Frakklandi eða gegn Finnlandi í undankeppni HM. Í þeim tilfellum var það Ísland sem skoraði seint og tryggði sér sigur en nú þurfa lands- liðsmennirnir að kyngja því að verða fyrir slíku. Ísland var yfir í 77 mínútur Ekki þarf að deila um að Ungverj- ar voru miklu meira með boltann en Íslendingar að þessu sinni. Ef Ísland hefði ekki tekið forystuna jafn snemma og raun bar vitni má vera að leikurinn hefði þróast á annan hátt. Ungverjarnir voru með boltann á löngum köflum en sú staða hefur ekki verið óþægileg fyrir íslenska liðið á undanförnum árum. Senni- lega eru fá landslið í heiminum sem eru jafn vön því að pakka í vörn og verja forskot eða jafntefli með ágæt- um árangri. Einmitt þess vegna átti maður al- veg eins von á því að liðið gæti varið forskotið þótt íslenska liðið hefði ekki spilað sérstaklega vel að þessu sinni. Sú varð ekki raunin og Ung- verjar jöfnuðu 1:1 á 88. mínútu. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gerðist slíkt hið sama síðast þegar liðin mættust. Var það í Marseille á EM í Frakk- landi árið 2016. Þá komst Ísland í 1:0 á 39. mínútu en Ungverjaland jafn- aði á 88. mínútu. Sá leikur kom upp í hugann þegar Ungverjar jöfnuðu í gær og þá átti maður von á því að framlenging væri framundan. Það reyndist bjartsýni því vonarstjarna Ungverja, Dominik Szoboszlai, skor- aði sigurmarkið með frábæru skoti í stöngina og inn í uppbótartíma. Hannes Þór Halldórsson, sem lék vel í marki Íslands, átti ekki mögu- leika að koma í veg fyrir mörkin. Fyrirliðinn fór út af Leikurinn var erfiður fyrir ís- lensku leikmennina og þá sér- staklega í síðari hálfleik. Þreytu- merki sáust og Erik Hamrén nýtti nokkrar skiptingar til að freista þess að hressa upp á liðið. Fáir þeirra leikmanna sem voru í byrj- unarliðinu geta talist vera í góðri leikæfingu. Nokkrir þeirra spiluðu síðast þegar Ísland lék landsleiki snemma í október. Jóhann Berg og Alfreð eru auk þess nýorðnir leik- færir á ný. En veðjað var á að reyndir menn myndu ráða við verk- efnið og gerðu það lengi vel enda var Ísland 1:0 yfir. Fyrirliðinn Aron Einar Gunn- arsson þurfti að fara af leikvelli á 83. mínútu, en hann virtist meiðast í nára. Hversu miklu máli skipti það þegar nokkrar mínútur voru eftir? Hér á síðum Morgunblaðsins höfum við oft bent á hversu mikilvægur Ar- on Einar er fyrir liðið. Er það vel þekkt enda sýna úrslitin það sem og tölurnar yfir fjölda marka sem Ís- land fær á sig án hans. Hvort það hafi úrslitaáhrif á nokkurra mínútna lokakafla er hins vegar erfiðara að dæma um. Stutt er á milli sigurs og taps í leikjum sem þessum. Þótt Ísland hafi ekki fengið mörg marktækifæri í leiknum þá fékk íslenska liðið engu að síður góða sókn nokkrum sek- úndum áður en Ungverjarnir skor- uðu sigurmarkið. Þá voru Íslend- ingar komnir inn í teiginn hjá Ungverjalandi en náðu ekki að nýta sér þá stöðu og fengu á sig skyndi- sókn sem skilaði Ungverjum sigur- markinu. Mínútu áður en Ungverjar jöfnuðu renndi Albert Guðmunds- son sér á boltann fyrir opnu marki eftir fyrirgjöf Jóns Daða Böðv- arssonar en var örlítið of seinn. Nær sæti í lokakeppni  Ísland úr leik eftir grátlegt tap í síðari leik í umspilinu  Ungverjar skoruðu tvívegis á lokakaflanum  Aftur jöfnuðu Ungverjar á 88. mínútu gegn Íslendingum Umspil EM karla 2021 A-deild: Ungverjaland – Ísland ............................. 2:1 B-deild: N-Írland – Slóvakía ......................... (frl.) 1:2 C-deild: Serbía – Skotland ............................ (frl.) 1:1  Skotland sigraði 5:4 í vítaspyrnukeppni. D-deild: Georgía – N-Makedónía ...........................0:1  Ungverjaland, Slóvakía, Skotland og N- Makedónía leika í lokakeppni EM næsta sumar. Undankeppni EM U21 1. riðill: Ísland – Ítalía............................................ 1:2 Staðan: Ítalía 19, Írland 16, Svíþjóð 15, Ís- land 15, Armenía 3, Lúxemborg 3. Vináttulandsleikir karla Bosnía – Íran ............................................ 0:2 Moldóva – Rússland ................................. 0:0 Wales – Bandaríkin.................................. 0:0 England – Írland ...................................... 3:0 Svíþjóð Bikarkeppni: Gute – Hammarby ................................... 0:5  Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hóp Hammarby. KNATTSPYRNA Undankeppni EM kvenna Leikið í Grikklandi: Ísland – Slóvenía ...................................58:94 Grikkland – Búlgaría ............................73:66 Staðan: Slóvenía 6 stig, Grikkland 5, Búlg- aría 4, Ísland 3. KÖRFUBOLTI ÍSLAND – ÍTALÍA 1:2 0:1 Tommaso Pobega 35. 1:1 Willum Þór Willumsson 63. 1:2 Tommaso Pobega 88. M Alex Þór Hauksson Alfons Sampsted Jón Dagur Þorsteinsson Willum Þór Willumsson Dómari: Ioannis Papadopoulos, Grikklandi. Áhorfendur: Engir.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, við- töl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti UNGVERJAL. – ÍSLAND 2:1 0:1 Gylfi Þór Sigurðsson 11. 1:1 Loic Nego 88. 2:1 Dominik Szoboszlai 90. M Hannes Þór Halldórsson Kári Árnason Aron Einar Gunnarsson Gylfi Þór Sigurðsson Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Hall- dórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Páls- son, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson (Albert Guðmundsson 72), Rúnar Már Sigur- jónsson (Sverrir Ingi Ingason 87), Aron Einar Gunnarsson (Ari Freyr Skúlason 83), Birkir Bjarnason. Sókn: Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason (Jón Daði Böðvarsson 72). Ungverjaland: (3-5-2) Mark: Péter Gu- lácsi. Vörn: Attila Fiola (Gergö Lovr- encsics 61), Willi Orbán, Attila Szalai. Miðja: Endre Botka, Zsolt Kalmár (Dá- vid Sigér 61), Ádám Nagy (Loic Nego 83), Dominik Szoboszlai, Filip Holen- der (Nemanja Nikolivs 71). Sókn: Rol- and Sallai, Ádám Szalai (Norbert Könyves 83). Dómari: Björn Kuipers, Hollandi. Áhorfendur: Ekki leyfðir.  Ýmsa umfjöllun um leikinn er einnig að finna á mbl.is/sport/fotbolti. „Það er erfitt að hugsa til þess að þetta sé hugsanlega mitt síðasta verkefni,“ sagði niðurlútur Kári Árnason, varnarmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Stöð 2 Sport eftir 2:1-tap Íslands gegn Ungverjalandi í um- spili um laust sæti á EM á Puskás Aréna í Búdapest í gærkvöldi. Kári er orðinn 38 ára gamall en hann á að baki 86 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað sex mörk. „Ég er ekki hættur í fótbolta en mér finnst ólíklegt að ég sé að fara að spila fleiri landsleiki, ekki nema þá að séu til einhverjar undratöflur til þess að framlengja knattspyrnu- ferla. Þetta er bæði erfitt og tilfinninga- þrungið fyrir mig persónulega. Það er erfitt að sætta sig við þessa niður- stöðu og mér finnst í raun erfitt að tala um þetta,“ bætti Kári við en hann er samningsbundinn úrvals- deildarliði Víkings í Reykjavík. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að leika sinn 90. landsleik í gær en hann var ómyrkur í máli í leikslok. „Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er svekkelsi en þessi úrslit marka samt sem áður engin enda- lok,“ sagði landsliðsfyrirliðinn. „Ef maður hugsar út í það þá er stutt í næstu undankeppni. Að vera búnir að vinna jafn hart að einhverju markmiði eins og þessu og komast svo nálægt því en ná ekki að klára það er virkilega svekkjandi. Við vorum yfir í leiknum á 88. mínútu en náum samt ekki að klára þetta. Við getum bara sjálfum okkur um kennt,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við í samtali við Stöð 2 Sport. Ljósmynd/Szilvia Micheller Vörn Kári Árnason (t.h.) og Ádám Szalai (t.v.) eigast við í Búdapest. Síðustu landsleikir Víkingsins? FOSSVOGI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Íslenska U21-árs karlalandsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við af- ar svekkjandi 2:1-tap gegn Ítalíu á Víkingsvellinum í gær í undankeppni EM. Íslenska liðið hefur verið í baráttu um efstu tvö sæti 1. riðilsins og hefði með sigri tekið stórt skref í átt að lokakeppninni á næsta ári. Willum Þór Willumsson skoraði mark Ís- lands eftir rúman klukkutímaleik til að jafna metin eftir að Tommaso Po- bega hafði komið gestunum yfir. Sá hinn sami skoraði svo sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok þegar íslenska liðið reyndi sjálft að kreista fram mark. Ísland er áfram í 4. sæti riðilins með 15 stig og verður nú að vinna Ír- land úti á sunnudaginn með öllum til- tækum ráðum til að eiga möguleika á að komast á EM. Ítalir eru áfram efstir, nú með 19 stig, en Írland og Svíþjóð koma þar á eftir. Ísland átti að mæta Armeníu á kýpur 18. nóv- ember en þeim leik hefur verið frest- að vegna stríðsástandsins í Armeníu og ólíklegt að hann geti yfirhöfuð far- ið fram. Lokakeppni EM2021 fer fram í Slóveníu og Ungverjalandi á næsta ári. EM 2021 Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslensku landsliðsmennirnir í knatt- spyrnu þurftu að ganga af leikvelli á Puskás Aréna með óbragð í munni í Búdapest í Ungverjalandi í gær- kvöldi. Ísland var 1:0 yfir í 77 mín- útur í hreinum úrslitaleik um að komast í lokakeppni EM sem fram fer næsta sumar en mátti samt sætta sig við tap. Ungverjaland skoraði tvívegis undir lok venjulegs leiktíma og sneri taflinu við. Ung- verjaland sigraði 2:1 og fer í loka- keppni EM en Ísland er úr leik. Nær verður vart komist sæti í loka- keppni, ef það næst ekki, en að fá á sig mark í uppbótartíma í hreinum úrslitaleik í umspilinu. Ísland komst yfir strax á 11. mín- útu þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Sak- leysislegt skot Gylfa var beint á markvörðinn, Péter Gulácsi, sem gerðist kærulaus og hugðist grípa boltann. Hann fór hins vegar á milli handa Gulácsi og þaðan inn fyrir marklínuna. Eftir að hafa horft á Gylfa skora markið þá gat maður ekki varist þeirri hugsun að lukkudísirnar yrðu með okkar mönnum þetta kvöldið. Eins og þær hafa oft verið á undan- förnum árum. Nokkuð langt er síðan íslenska liðið hefur þurft að sætta sig við tap í EM eða HM eftir að hafa fengið á sig sigurmark á loka- mínútum leiks. Er því reyndar hald- ið fram hér eftir minni en sætu sigr- arnir hafa verið allnokkrir. Til dæmis gegn Austurríki á EM í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.