Morgunblaðið - 13.11.2020, Side 27

Morgunblaðið - 13.11.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 UNDANKEPPNI EM Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik átti erfitt uppdráttar þeg- ar liðið mætti Slóveníu í gær í fyrri leiknum af tveimur sem til stendur að liðið spili á Krít í Grikklandi. Slóvenía tók völdin á vellinum strax í fyrsta leikhluta og vann öruggan sigur 94:58. Leikið er í Grikklandi vegna þeirra áhrifa sem kórónu- veiran hefur haft á mótshaldið. Liðin voru því á hlutlausum velli en hefðu átt að mætast á Íslandi ef allt hefði verið eðlilegt. Lið Slóveníu er mun hærra skrif- að en lið Íslands og úrslitin ef til vill nokkuð eftir bókinni. Enda hefur Slóvenía unnið alla þrjá leikina til þessa í riðlinum en Ísland hefur tap- að fyrstu þremur leikjunum. Grikk- land og Búlgaría eru einnig í A- riðlinum og Grikkir höfðu betur í viðureign þeirra í gær. Leikurinn í gær var erfiður fyrir íslensku landsliðskonurnar eins og sjá má á úrslitunum sem og upplýs- ingum um fráköst sem sjá má í kass- anum sem fylgir greininni. Líkam- legir burðir þeirra slóvensku eru meiri og þær eiga fleiri leikmenn sem eru sterkir nærri körfunni. Ís- land saknaði sinna bestu leikmanna, Helenu Sverrisdóttur sem er í barn- eignarfríi og Hildar Kjartansdóttur sem er meidd á fingri. Aðdragandi leiksins var heldur ekki skemmtilegur fyrir íslensku leikmennina. Tvo leikmenn vantaði hjá Slóveníu sem smituðust af kór- ónuveirunni í vikunni. Smit komu upp í herbúðum allra hinna þriggja liðanna sem leika í riðlinum á Krít en þó ekki í íslenska hópnum. En vænt- anlega er ekki aðlaðandi tilhugsun að mæta leikmönnum sem nýlega hafa verið innan um smitaða ein- staklinga. Það hefði ekki breytt miklu varð- andi úrslitin þar sem Slóvenía er í mun hærri gæðaflokki en Ísland um þessar mundir en sýnir að þessar að- stæður sem íslenska liðið var sett í eru ekki merkilegar. Forráðamenn KKÍ, og Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari, hafa heldur ekki legið á gagnrýni vegna þessa fyrir- komulags sem Körfuknattleiks- samband Evrópu greip til. Þótt úrslitin hafi verið slæm þá náðu samt nokkrar landsliðskonur að sýna ágætar hliðar gegn sterkum andstæðingi. Sara Rún Hinriks- dóttir átti stórleik og skoraði 23 stig af 58 hjá Íslandi. Hún tók einnig 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Sara tók mun meira af skarið en í leikj- unum fyrir ári og það er góðs viti fyrir liðið. Leikstjórnandinn Þóra Kristín Jónsdóttir lék einnig vel og skoraði 10 stig. Bríet Sif Hinriksdóttir og Lovísa Henningsdóttir áttu fína innkomu af bekknum. Bríet skoraði 8 stig og Lovísa lét til sín taka í vörninni. Ljósmynd/FIBA Krít Teja Gorsic sækir í gær en Lovísa Henningsdóttir er til varnar. Erfitt innan vallar sem utan  Öruggur sigur Slóveníu gegn Íslandi verður vart komist Ljósmynd/Szilvia Micheller Vonbrigði Viðbrögð Guðlaugs Victors Pálssonar og Sverris Inga Ingasonar á þessari mynd segja allt sem segja þarf um andrúmsloftið í leikslok. Heraklion Grikklandi, Undankeppni EM kvenna, 12. nóvember 2020. Gangur leiksins: 11:15, 17:30, 26:40, 31:57, 36:63, 48:77, 58:94. Ísland: Sara Rún Hinriksdóttir 23 stig/7 fráköst, Þóra Kristín Jóns- dóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Lovísa Björt Henningsdóttir 5/1 varið skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 4, Ísabella Ósk Sigurðardóttir 2 stig/5 fráköst/1 varið skot. Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn. Slóvenía: Annamaria Prezelj 23 stig, Shante Evans 21, Aleksandra Kroselj 16, Teja Oblak 12, Eva Lisec 7/15 frá- köst, Lea Debeljak 7, Tina Cvijanovic 3, Merisa Dautovic 3, Maurice Senic- ar 2. Fráköst: 39 í vörn, 19 í sókn. Dómarar: Ciprian Stoica Rúmeníu, Maxime Boubert Frakklandi, Nir Meirson, Ísrael. Áhorfendur: Ekki leyfðir. Ísland – Slóvenía 58:94  Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu mætir Englandi í Þjóðadeild UEFA hinn 18. nóvember og leikurinn mun fara fram á Wembley í London þrátt fyrir umræðu um annað. Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeild UEFA hinn 15. nóvember og ferðast svo til Englands en ferðabann er frá Dan- mörku til Bretlandseyja vegna kór- ónuveirusmits sem upp kom í minkum í Danmörku. Það hefur því verið í umræðunni að leikur Englands og Ísland myndi fara fram í Albaníu og jafnvel Þýskalandi. Enska knattspyrnusambandið sótti um undanþágu frá breskum stjórn- völdum til þess að leikurinn gæti farið fram á Wembley og fékk knattspyrnu- sambandið það samþykkt í gær.  Hinn 37 ára gamli Goran Pandev reyndist hetja Norður-Makedóníu þeg- ar liðið heimsótti Georgíu á Boris Paichadze-völlinn í Tbilisi en hann skoraði eina markið í 1:0-sigri á 56. mínútu. Er þetta í fyrsta sinn sem Norður-Makedónía kemst í lokakeppni EM en landið var hluti af gömlu Júgó- slavíu og tók þátt í nokkrum stórmót- um undir fána hennar en síðasta stór- mót Júgóslavíu í knattspyrnunni var HM 1990. Skotar og Slóvenar tryggðu sér einnig sæti í lokakeppninni á næsta ári ásamt Makedónum og Ung- verjum.  Arnór Ingvi Traustason, landsliðs- maður í knattspyrnu, greindist með kórónuveiruna en hann fór ekki með landsliðinu til Ungverjalands þar sem grunur lék á að hann gæti hafa smit- ast. Arnór sagði frá veikindum sínum í viðtali á Stöð 2 í gær. Sú ákvörðun að Arnór færi ekki með landsliðinu í leik- inn mikilvæga gegn Ungverjalandi og leikina í Þjóðadeildinni sem eru fram- undan reyndist því skynsamleg.  Joe Gomez, miðvörður Englands- meistara Liverpool í knattspyrnu, meiddist illa á hné á æfingu enska landsliðsins á miðvikudag. Gekkst hann undir aðgerð í gær í London sem gekk vel eftir því sem fram kemur í til- kynningu frá FC Liverpool. „Gomez gekkst undir aðgerð þar sem sinar í hné hans voru lagfærðar.“  Englendingurinn Paul Casey tók forystuna í gær þegar Masters-mótið í golfi hófst í Georgíuríki í Bandaríkj- unum. Mótið er síðasta risamót ársins en er vanalega hið fyrsta á ári hverju. Það fer iðulega fram í apríl en var frestað á árinu vegna kórónuveirunnar og áhrifa hennar. Af þeim sem lokið höfðu leik þegar blaðið fór í prentun hafði Casey leikið best en hann átti frábæran hring. Skilaði inn skori upp á 65 högg og er á sjö höggum undir pari Augusta National-vallarins. Casey er orðinn 43 ára og hefur aldrei sigrað á risamóti. Hann hefur hins vegar oft leikið mjög vel á Masters og hefur hafnað í 4. sæti á mótinu og þrí- vegis verið í 6. sæti. Sigur- vegarinn í fyrra, Tiger Woods, lék á 68 höggum og hefur aldrei átt betri hring á fyrsta keppn- isdegi Masters. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.