Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
er leigt Landsbankanum við Austur-
stræti og Tryggvagötu. Garðar segir
aðspurður koma til greina að breyta
hluta af þessum skrifstofum í íbúðir.
„Við erum að skoða alla mögu-
leika. Sums staðar er hægt að breyta
skrifstofuhúsnæði í íbúðir, en stund-
um spila aðrir þættir þar inn í eins
og til dæmis friðun. Hluti Lands-
bankahússins í Hafnarstrætinu er til
að mynda friðaður.
Það er ánægjulegt að menn séu að
vakna til vitundar um að veita þarf
markaðnum meiri sveigjanleika í
skipulaginu. Það þarf að skoða
skipulagið heildrænt. Við erum
ánægð með þessa nýju stefnu en hún
felur í sér viðhorfsbreytingu.
Þörfin verið ofmetin
Við höfum bent á að þörfin fyrir
atvinnuhúsnæði hefur verið ofmetin
í aðalskipulaginu og að endurskoða
þarf áætlaða þörf fyrir uppbygg-
ingu. Til dæmis eru væntingar um
að hagkvæmt sé að blanda saman
íbúðarhúsnæði og skrifstofuturnum
óraunhæfar, nema fermetrum sé
fækkað á móti annars staðar,“ segir
Garðar.
Spurður hvað íbúðirnar í miðborg-
inni þyrftu að kosta til að réttlæta
slíka umbreytingu á skrifstofu-
húsnæði segir Garðar að nákvæm
kostnaðaráætlun liggi ekki fyrir.
Hitt sé ljóst að skrifstofuhúsnæði
sé verðlagt á að meðaltali um 300
þúsund fermetrinn hjá félaginu.
Hins vegar kosti að meðaltali allt að
500 þúsund að byggja fermetra af
nýju skrifstofuhúsnæði án lóðar-
verðs og vaxta.
„Við sjáum því ekki tækifæri í
uppbyggingu atvinnuhúsnæðis sem
stendur. Markaðurinn þarf að fá að
jafna sig og veita þarf heimildir til að
breyta ódýrum skrifstofum í íbúðir.
Þá mun smám saman skapast verð-
þrýstingur upp á við og hvati skap-
ast til að byggja nýtt skrifstofu-
húsnæði,“ segir Garðar.
Horfa líka til Skeifunnar
Tækifærin liggi ekki aðeins í mið-
borginni. Þannig séu víða tækifæri í
Múlunum og Skeifunni.
„Múlahverfið var samblanda af
skrifstofum og iðnaði sem er löngu
orðinn víkjandi í hverfinu. Sama má
segja um Skeifuna. Það er jákvætt
að komið sé nýtt skipulag fyrir
Skeifuna en við erum að vinna deili-
skipulag fyrir Skeifuna 7-9 [en sá
reitur hýsir meðal annars Elko].“
Hvað snertir áhrif íbúafjölgunar á
þennan markað segir Garðar að að-
flutningi erlendra ríkisborgara fylgi
ekki samsvarandi aukning í eftir-
spurn eftir skrifstofuhúsnæði.
Margir þeirra hafi enda starfað í
byggingariðnaði og ferðaþjónustu.
Gamlar skrifstofur víki
Forstjóri Eikar fagnar áformum um að breyta skrifstofum í miðborgaríbúðir
Félagið skoði alla möguleika Sjá líka tækifæri á breytingum í Múlahverfinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í endurskoðun Austurstræti 17 er á milli gamla pósthússins og Héraðs-
dóms Reykjavíkur. Það er 2.300 fermetra skrifstofuhús í eigu Eikar.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Garðar Hannes Friðjónsson, for-
stjóri Eikar, fagnar hugmyndum um
að breyta skrifstofuhúsnæði í mið-
borginni í íbúðir. Það geti stuðlað að
betra jafnvægi á markaðnum, enda
hafi þörfin fyrir atvinnu- og skrif-
stofuhúsnæði á
höfuðborgar-
svæðinu verið
ofmetin.
Tilefnið er
samtal við Dag B.
Eggertsson borg-
arstjóra um
skipulagsmál í
Morgunblaðinu í
síðustu viku.
Segir borgar-
stjórinn koma til greina að heimila
umbreytingu á skrifstofuhúsnæði í
íbúðir. Meðal annars nefnir hann að
skrifstofur Landsbankans og Al-
þingis í Kvosinni losni þegar starf-
semin flyst í tvær nýbyggingar,
gegnt Ráðhúsinu og við Hörpu. Slík-
ir tilflutningar geti falið í sér tæki-
færi til að fjölga íbúðum og þannig
færa líf í Kvosina eftir að hefð-
bundnum skrifstofutíma lýkur.
Hluti er skrifstofuhúsnæði
Eik á um 34 þúsund fermetra af
atvinnuhúsnæði í miðborginni. Hluti
af því er skrifstofuhúsnæði sem nú
Garðar Hannes
Friðjónsson
urlausum afurðum hefur aukist mik-
ið og neytendur hafa tekið vel í
þær,“ segir Auðjón.
Hann segir einnig að ef tölurnar
sýndu að sykurneysla Íslendinga
væri að aukast væri skiljanlegt að
gripið væri til svona aðgerða. En
þegar því sé öfugt farið sé þetta ill-
skiljanlegt. „Maður er hissa á að
þetta sé þeirra stærsta mál í lýð-
heilsu, því það virðist hafa tekist vel
til við að fræða landsmenn, og það
hefur klárlega haft áhrif á fram-
leiðslufyrirtæki í landinu.“
Felur í sér kostnaðarauka
Spurður um hvaða áhrif það hefði
á Nóa-Síríus ef tillögurnar kæmust
til framkvæmda segir Auðjón að
þær myndu fela í sér talsverðan
kostnaðarauka. Síðast þegar sykur-
skattur hafi verið lagður á hafi það
kostað heilmiklar flækjur fyrir alla
framleiðendur, í bókhaldi og öðru.
Þá stuðli þetta að ógagnsærra verði
til viðskiptavina og neytenda, sem sé
miður. „En þetta myndi ekki breyta
þeirri stefnu okkar að halda áfram
að auka framboð á sykurlausum og
sykurminni vörum. Við höldum
áfram á þeirri braut þrátt fyrir það
sem er að gerast í pólitíkinni.“
Auðjón segir að lokum að sér finn-
ist mikilvægt að allir sitji við sama
borð ef tillögurnar komast til fram-
kvæmda, þar sem einblínt sé á
sykurinnihald. Tillögurnar þurfi þá
einnig að ná til mjólkurdrykkja og
annarra vörutegunda sem innihalda
sykur í einhverju magni.
Í tillögunum eru mjólkurdrykkir
undanskildir, þrátt fyrir sykur-
innihald.
Nógu miklir skattar nú þegar
Helgi Vilhjálmsson, eigandi sæl-
gætisgerðarinnar Góu, segir að ef
þetta sé vandamálið, þá sé ekki mik-
ið að í samfélaginu. „Hafa þeir ekk-
ert annað að gera á Alþingi,“ segir
Helgi.
„Hér er vaxandi atvinnuleysi og
annað hvert fyrirtæki að loka. Þá
vilja þau auka skattana enn meira,
og við borgum nú þegar helming
launanna í skatta. Eru ekki nógu
miklar álögur á Íslandi?“ spyr
Helgi.
Morgunblaðið óskaði upplýsinga
um næstu skref hjá heilbrigðisráðu-
neytinu í málinu, en þeim fyrir-
spurnum var ekki svarað.
Hefur alltaf haft efasemdir
Nói-Síríus vill að allir sitji við sama borð varðandi sykurskatt Formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar telur reynslu sýna að ekki sé hægt að mæla með skatti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sykur Leggja til hærri skatta á gosdrykki, sælgæti, orku- og prótínstykki,
kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki um 20%.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær eru lagðar fram viðamiklar til-
lögur um breytingar á skatta- og
gjaldkerfi ríkissjóðs, í nýjum tillög-
um starfshóps heilbrigðisráðherra
um „aðgerðaáætlun um beitingu
efnahagslegra hvata til eflingar lýð-
heilsu“. Eiga tillögurnar að draga úr
sykurneyslu. Hópurinn leggur til að
skattahækkun á ýmsa gos- og svala-
drykki verði sett í forgang þannig að
þeir hækki í verði um 20%. Í næsta
skrefi verði skattar hækkaðir á sæl-
gæti, orku- og prótínstykki, kex,
kökur og sætabrauð þannig að þær
vörur hækki einnig um 20%.
Óli Björn Kárason, alþingismaður
og formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, segir að hann hafi
alla tíð hafa haft efasemdir um að
slík skattlagning sé réttlætanleg og
nái þeim markmiðum sem að er
stefnt. „Ég held að reynslan af syk-
urskatti sé ekki með þeim hætti að
hægt sé að mæla með þeirri aðferð.“
Er mjög hissa
Auðjón Guðmundsson, sölu- og
markaðsstjóri sælgætisgerðarinnar
Nóa-Síríusar, segist í samtali við
Morgunblaðið vera mjög hissa á að
menn vilji ekki hlusta á rök, eins og
þau að sykurneysla sé að minnka á
landinu með náttúrulegum hætti og
án sérstakra aðgerða. Hann telur að
aðgerðir sem þessar séu ónauðsyn-
legar. Ekki þurfi að hvetja landann
til minni sykurneyslu á þennan hátt.
„Vöruframboð á sykurminni og syk-
● Skeljungur hef-
ur undirritað
kaupsamning á
öllu hlutafé fé-
lagsins Port I ehf.
sem er í eigu Ein-
ars Arnar Ólafs-
sonar, sem var
forstjóri félagsins
á árunum 2009 til
2014. Helstu eign-
ir Port I eru Dæl-
an ehf. og Löður ehf. Fyrrnefnda fé-
lagið keypti fimm eldsneytisstöðvar
af Festi í byrjun árs í fyrra. Kom salan
í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið
þvingaði Festi til þess að selja stöðv-
arnar í kjölfar samruna N1 og Festi og
var skilyrði sett fyrir því að stöðv-
arnar yrðu seldar til „nýrra óháðra“
aðila.
Löður rekur 15 bílaþvottastöðvar,
þar af þrettán á höfuðborgarsvæðinu,
eina á Akureyri og eina í Reykja-
nesbæ. Í tilkynningu frá Skeljungi
segir að fasteignir og lóðir séu hluti
af viðskiptunum.
Kaupverðið mun nema 910-1.150
milljónum króna en kaupverðið er háð
forsendum í rekstri næstu ára auk
annarra skilyrða. Við afhendingu
verða greiddar 282,5 milljónir króna
og yfirteknar nettó-vaxtaberandi
skuldir nema 627,5 milljónum.
Dæla Einar Örn er
eigandi Port I ehf.
Skeljungur kaupir eignir
fyrrum forstjóra síns
STUTT
28. nóvember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.55
Sterlingspund 180.97
Kanadadalur 104.25
Dönsk króna 21.674
Norsk króna 15.259
Sænsk króna 15.881
Svissn. franki 149.18
Japanskt jen 1.3004
SDR 193.34
Evra 161.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 194.3192
Hrávöruverð
Gull 1814.85 ($/únsa)
Ál 1967.0 ($/tonn) LME
Hráolía 48.76 ($/fatið) Brent
Í umfjöllun um stærð kauphall-
arfélaga í Morgunblaðinu í gær féll
nafn fasteignafélagsins Regins út.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTTING
Reginn er með