Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 56
100 ár eru nú liðin frá fæðingu tónskáldsins Sigfúsar Halldórssonar og af því tilefni verður dagskrá í tali og tónum í dag kl. 16. Þeir sem taka þátt í henni eru Gunn- laugur Sigfússon, sonur tónskáldsins, sem segir frá ýmsu um tilurð laganna sem verða flutt auk þess að segja frá áhugaverðum atriðum úr ævi Sigfúsar, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran, Vígþór Sjafnar Zophoní- asson tenór og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari. Vegna samkomutakmarkana verður dagskráin tekin upp í Borgarneskirkju af Kvikmyndafjelagi Borgarfjarð- ar og send út á Youtube-rás félagsins. Sigfúsar minnst með tali og tónum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skagamenn eru komnir í jólagírinn og á hverjum degi frá 1. til 24. desem- ber má hlusta á jólalag dagsins á Facebook ( „Skaginn syngur inn jól- in“) og á vefsíðu Skessuhorns (skessuhorn.is). Lögin verða sett inn klukkan níu á morgnana. Einn söngv- ari eða hópur syngur daglega, en um- sjón hafa Ólafur Páll Gunnarsson eða Óli Palli, eins og hann er kallaður, og Hlédís Sveinsdóttir. „Jóladagatalið með Skagamönnum er fyrir alla landsmenn til þess að létta þeim lífið í desember og gera það skemmtilegt,“ segir hann. Óli Palli segir að ekki hafi verið erf- itt að fá söngvara. „Við Hlédís sett- umst niður, skrifuðum upp lista, höfð- um samband við viðkomandi og enginn sagði nei.“ Einn Skagamaður hafi ekki aðeins samþykkt að vera með heldur hafi hann sest niður eina kvöldstund og samið lag sérstaklega fyrir jóladagatalið. Ekki verður tilkynnt um flytjendur fyrr en viðkomandi morgun. „Fólkið hefur gefið sig út fyrir að syngja en mismikið. Því er þetta misþekkt söngfólk og sumir kunnir fyrst og fremst fyrir allt annað en söng.“ Ekkert til úr engu Akraneskaupstaður og Samband sveitarfélaga á Vesturlandi styrkja átakið. Lögin voru tekin upp í gamla stúkuhúsinu á Akranesi sem var flutt að Görðum og er hluti Byggðasafns- ins. „Frá stúkuhúsinu eiga margir góðar minningar frá sínum fyrstu danssporum eða stúkufundum í gamla daga og þar fór ég til dæmis á mitt fyrsta ball þegar ég var tíu ára.“ Hugmynd jóladagatalsins er kom- in frá Hveragerði, að sögn Óla Palla. Hann segir að þar sé haldin jóla- skemmtun eitt kvöld, þar sem Hver- gerðingar, fólk héðan og þaðan úr bæjarlífinu, syngi inn jólin og hljóm- sveit spili undir. „Við ætluðum að gera eitthvað svipað núna fyrir jólin á veitingahúsinu Gamla kaupfélaginu, sem tekur um rúmlega 100 manns í sæti, en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það og þess vegna lagði Hlédís til að við breyttum söng- partíinu í söngdagatal.“ Óli Palli stendur ásamt öðrum að „Heimahátíðinni í Hafnarfirði“ og þegar hann flutti á Akranes fyrir um þremur árum vildi hann setja upp litla tónlistarhátíð þar líka. „Mér datt ekkert betra í hug en lítil heimahátíð að hætti Hafnfirðinga og í fyrra hrintum við Hlédís hugmyndinni í framkvæmd, kölluðum hana Heima- Skaga,“ segir hann um fyrsta sam- starfsverkefni þeirra. Til stóð að end- urtaka leikinn í tengslum við Vöku- daga fyrir skömmu en heimsfarald- urinn kom í veg fyrir það. „Við vonum að Heima-Skagi verði næst á dagskrá að ári.“ Óli Palli leggur áherslu á að þau séu ekki að finna upp hjólið. Hug- myndin um tónlistarhátíð í heima- húsum í Hafnarfirði hafi verið fengin frá Færeyjum, Færeyingar hafi sótt fyrirmyndina á Listahátíð í Reykja- vík fyrir mörgum árum, Listahátíðin hafi endurspeglað sambærilegan at- burð annars staðar og svo framvegis. „Ekkert verður til upp úr engu,“ seg- ir hann. Skagamenn syngja inn jólin daglega Óþekktur söngvari Sumir Skagamenn sýna á sér aðra hlið í desember.  Óþekktu söngvararnir þekktir fyrir allt annað en söng Takmörk Hlédís og Óli Palli sýna ekki á öll spilin og virða reglur. JÓLAPERLUR Í GALLERÍ FOLD vefuppboð hefst laugardag 28. nóvember - 9. desember Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 513 ÚRVAL GÓÐRA VERKA Ásgrímur Jónsson Nína Tryggvadóttir Pétur Gautur Helgi Þorgils Friðjónsson LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og mikill heiður fyrir íslenskan handbolta þegar við fáum landsliðsþjálf- arastarf. Ég nýt góðs af frábærri vinnu Gumma og Ar- ons. Nú er mitt hlutverk að halda sama skipulagi og verið hefur síðustu ár. Það var gaman að koma hingað aftur og finna hlýjar móttökur,“ segir Akureyringurinn Halldór Jóhann Sigfússon í samtali við Morgunblaðið í dag. Halldór Jóhann er staddur í Barein og fram undan er tveggja mánaða vinnutörn því hann mun stýra Bar- ein á HM í handknattleik í Egyptalandi. »46 Nýtur góðs af vinnu Guðmundar og Arons með landslið Barein ÍÞRÓTTIR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.