Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Þ að ríkir spenna í Keflavík- urkirkju nú þegar upp- setningu nýs orgels er að mestu lokið. Þegar fréttaritari leit inn í vik- unni var verið að fínstilla hljómana og klára síðustu handtökin. Arnór Vilbergsson organisti bíður spenntur eftir að fá að prufukeyra „drottn- inguna“ eins og hljóðfærið er kallað. Það er ekki bara tignarlegt og gullslegið nýja orgelið í Keflavík- urkirkju, sem Björgvin Tómasson og Margrét Erlingsdóttir hjá Org- elsmiðju Björgvins Tómassonar hafa sett upp í Keflavíkurkirkju, heldur eru á því ýmsar nýjungar sem heyra má að Arnór Vilbergsson organisti tekur fagnandi. „Fyrst er að nefna að þetta orgel hefur fengið principal 8, en það gamla var byggt á principal 4. Það þýðir að hljómur hljóðfærisins hefur aukist til muna en þessi rödd er grunnrödd hljóðfærisins. Þá er ég rosalega spenntur yfir því að vera kominn með raddirnar gamba 8‘ og vox coelestis 8‘, sem gefur hljóðfær- inu himneskan blæ. Með þeim á ég eftir að geta búið til óræða stemn- ingu og þær henta líka sérstaklega vel á kyrrðarstundum,“ segir Arnór. Í bassaherberginu er að auki komin 16‘ fagottrödd sem ekki síður á eftir að koma með skemmtilega nýbreytni í spilamennskuna. Ein af stóru viðbótunum er ekki síður sú að aukaspilaborð hefur verið sett upp framan við söfnuðinn svo organistinn þarf ekki að vera fastur á kirkjuloftinu við tónlistarflutning. „Það skiptir miklu máli að geta setið fyrir framan söfnuðinn þegar við á. Ég sé fyrir mér tónleika þar sem ég get haft tónlistarmennina hér við hlið mér og notað þetta magnaða hljóð- færi. Áður þurfti ég að nota píanó hér niðri.“ Þá liggur Arnór ekki á þeirri skoðun sinni að bluetooth-takkinn á orgelinu sé algjör snilld og veltir fyr- ir sér hvort þetta sé mögulega eina orgelið með þennan möguleika. „Nú get ég tengt orgelið beint við spjaldtölvu og er því ekki lengur háður nótum á blaði. Með nýja org- elinu fer minnið jafnframt úr tveimur í tæplega 800. Ég held að þær tölur segi allt sem segja þarf um bylting- una í þeim efnum,“ segir Arnór. Drottningin býður prufukeyrslu Nú kveður við nýjan tón í Keflavíkurkirkju eftir að nýju og glæsilegu orgeli hefur verið komið þar fyrir. Vinna við lokahandtökin stendur yfir og stutt í að formleg vígsla fari fram. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Kirkjuorgel Drottningin er hin tignarlegasta. Gylling Sigmars Vilhelmssonar setur sterkan svip á umgjörðina á kirkjuloftinu. Auka spilaborð Arnór Vilbergsson organisti við auka spilaborðið sem sett var upp framan við söfnuðinn og gefur alveg nýja möguleika. Betri viður Björgvin Tómasson orgelsmiður notaði gegn- heila furu í nýju pípurnar en þær gömlu eru úr krossviði. Nú þegar kófið stjórnar lífi okkar svo mikið sem raun ber vitni er ekki úr vegi að nýta tímann heima við til skemmtilegrar samveru. Þá er nú gaman að búa eitthvað til saman, föndra fyrir jólin með börnunum, búa til jólakort og merkimiða, jólaskraut, jólagjafir og svo mætti lengi telja. Fátt er meira gefandi og gleðjandi en að skapa eitthvað saman, svo er það líka svo róandi. Til að fá hugmyndir getur verið gott að gramsa í net- heimum því þar eru margar vefsíður yfirfullar af alls konar og góðum leið- beiningum. Ein þeirra er: 101craft- ideas.com en þar eru heldur betur skemmtilegar einfaldar hugmyndir, meðal annars hvernig búa má til jólatré úr þvottaklemmum. Önnur síða: thebestideasforkids.com, ein- beitir sér að endurvinnslu, þar er sýnt hvernig búa má til alls konar úr klósettrúllum, eggjabökkum, íspinna- prikum og fleiru. Á vefsíðunni beep- andbob.com eru nákvæmar leiðbein- ingar um hvernig gera má jólastjörnu úr pappír. Á vefsíðunni craftymorn- ing.com er sýnt hvernig búa má til hreindýr og fleira. Um að gera að skoða saman og láta vaða. Margar góðar vefsíður eru með góðum leiðbeiningum Nú er lag að föndra saman fyrir jólin með börnunum í rökkurró Morgunblaðið/Ásdís Flott Þessar tvær voru að perla jólaskraut fyrir 14 árum í Snælandsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.