Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum undirbýr tilnefn-
ingu íslensku laufabrauðshefð-
arinnar á skrá Menningarmála-
stofunar Sameinuðu þjóðanna
(Unesco) yfir lifandi hefðir og menn-
ingarerfðir mannkyns. Laufa-
brauðshefðin hefur þegar verið
skráð á vefinn Lifandi hefðir ásamt
fleiri dæmum um óáþreifanlegan
menningararf.
„Við teljum að laufabrauðshefðin
eigi fullt erindi á lista Unesco yfir óá-
þreifanlegan menningararf og því er
það nú til nánari skoðunar. Óáþreif-
anlegur menningararfur, eins og
hefðir, er ekki síður mikilvægur og
merkilegur en það sem augljósara er
og sýnilegt, svo sem náttúruminjar.
Aukin þekking á hefðum, fræðsla um
þær og varðveisla er liður í innleið-
ingu okkar á samningi Unesco frá
árinu 2003 um varðveislu slíkra
menningarerfða,“ segir Lilja Al-
freðsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra, en ráðuneyti hennar
fól Árnastofnun að annast undirbún-
ing að tilnefningunni.
Sætabrauð Íslendinga
Í samantekt um laufabrauðsgerð-
ina á vefnum Lifandi hefðir sem
Dagný Davíðsdóttir skráði kemur
fram að í Evrópu þekkist enn
skrautlegt jólabrauð og hátíðar-
kökur en það er þó ekki líkt laufa-
brauðinu því það íslenska er mun
þynnra. „Laufabrauð er séríslenskt
fyrirbrigði. Elsta ritaða heimild um
laufabrauð er frá fyrri hluta 18. ald-
ar þar sem það er skilgreint sem
sætabrauð í huga Íslendinga, laufótt
þunnt brauð sem hnoðað er úr
hreinu hveiti, myndskreytt, smurt
með smjöri og soðið,“ stendur þar.
Á 19. öld var laufabrauðið bundið
við Norðurland og við aðventuna en
útbreiðsla þess hófst undir lok
nítjándu aldar eftir að uppskrift var
birt í Kvennafræðaranum árið 1889.
Nú þekkist hefðin á öllu landinu sem
skemmtilegur jólaundirbúningur
fjölskyldna og ætta.
Hætt er við að margar fjölskyldur
missi eitt ár úr í laufabrauðsskurði
því yfirvöld sóttvarnamála hafa beð-
ið fólk að fresta öllum slíkum sam-
komum vegna kórónuveirunnar.
Íslenska skráningin byrjunin
Á umræddri skrá Unesco eru
ýmsar lifandi hefðir. Nefna má dans,
tónlist, kveðskap, mat, þjóðtrú og
þjóðlegar hefðir sem dæmi.
Ekki hefur verið ákveðið að óska
eftir skráningu laufabrauðshefð-
arinnar. Guðrún Nordal, forstöðu-
maður Stofnunar Árna Magnús-
sonar, segir að innlenda skráningin
sé fyrsta skrefið. Vinna þurfi um-
talsverða undirbúningsvinnu áður
en hægt verður að tilnefna hefðir
formlega á heimsskrá Unesco enda
þurfi slíkum tilnefningum að fylgja
ítarleg gögn og rökstuðningur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Laufabrauðsgerð Margir gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn við skurðinn. Fullorðnir taka svo við og steikja.
Undirbúa skráningu laufa-
brauðshefðar á heimsskrá
Laufabrauðshefðin er talin séríslenskur menningararfur
Morgunblaðið/Skapti
List Laufabrauð skorið út og steikt
af miklu listfengi á Akureyri.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Frumvarpið mun ekki bæta rétt
barna heldur auðvelda fullorðnum að
smeygja sér í raðir barna til að njóta
réttarverndar
sem börnum eiga
að vera tryggð.
Með órökstudd-
um dylgjum og
röngum tilvísun-
um er reynt að
grafa undan þeirri
aðferðafræði sem
best tryggir börn-
um rétt sinn og
langflest lönd
Evrópu fylgja,“
segir í umsögn fjögurra réttar-
tannlækna um frumvarp til laga um
breytingar á lögum um útlendinga.
Um er að ræða frumvarp Rósu Bjark-
ar Brynjólfsdóttur sem felur í sér að
horfið verði frá aldursgreiningum
með líkamsrannsókn en í staðinn tek-
ið upp heildstætt mat.
Réttartannlæknarnir segja að rétt-
arlæknisfræðilegar aldursgreiningar
séu nákvæmar og þær séu notaðar af
öllum Evrópuþjóðum utan tveggja til
að tryggja réttindi barna. „Flutnings-
maður gerist sekur um alvarlegar
rangfærslur í sínum málflutningi sem
standast ekki nánari skoðun,“ segir í
umsögninni. Undir hana rita réttar-
tannlækarnir Svend Richter, Sigríður
Rósa Víðisdóttir, Guðlaugur J. Jó-
hannsson og Sonja Rut Jónsdóttir en
þau kenna öll við tannlæknadeild Há-
skóla Íslands.
Í umsögninni segir að fullyrðing
þess efnis að Evrópuráðið, Evrópu-
ráðsþingið og ráðherranefnd Evrópu-
ráðsins hafi lagst gegn aldursgrein-
ingum á tönnum sé „skálduð“. „Þeir
sem hafa séð um aldursgreiningar
umsækjenda um vernd frá upphafi
hafa beitt sér fyrir því að aldursgrein-
ing byggist, auk tannþroska, einnig á
beinþroska, til samræmis við önnur
Norðurlönd og nánast öll lönd Evr-
ópu. Útlendingastofnun hefur fallist á
þau sjónarmið og framvegis verða
aldursgreiningar hér á landi byggðar
á tann- og beinþroska,“ segir í um-
sögninni. Þar segir jafnframt að við
líkamsrannsóknir séu notaðar gagn-
reyndar vísindalegar aðferðir byggð-
ar á rannsóknum sem viðurkenndar
séu af vísindasamfélaginu þar sem
fyrir liggi staðalfrávik og öryggis-
mörk. „Aldursgreining sem byggist á
sálfræðiviðtölum og mati félags-
ráðgjafa uppfyllir ekki slík skilyrði,“
segja tannlæknarnir en breytingar-
tillaga Rósu felur í sér að tekið verði
upp „faglegt mat eða aðkoma sér-
fræðinga í málefnum barna, svo sem
sálfræðinga eða félagsráðgjafa, til að
greina aldur umsækjenda“.
Tannlæknarnir segja að umrætt
frumvarp muni ekki bæta rétt barna
heldur auðvelda fullorðnum að
smeygja sér í raðir barna til að njóta
réttarverndar sem börnum eigi að
vera tryggð. „Með órökstuddum
dylgjum og röngum tilvísunum er
reynt að grafa undan þeirri aðferða-
fræði sem best tryggir börnum rétt
sinn og langflest lönd Evrópu fylgja,“
segja þeir.
Saka Rósu um alvarlegar rangfærslur
Fjórir réttartannlæknar átelja frumvarp Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur um breytingar á lögum um
útlendinga Segja frumvarpið ekki bæta rétt barna Telja málflutning Rósu ekki standast skoðun
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tannlækningar Réttartannlæknar eru ósáttir við frumvarp Rósu Bjarkar.Rósa Björk Brynjólfsdóttir
„Ég mun ráðleggja öllum mínum
skjólstæðingum og kollegum að láta
bólusetja sig ef lokauppgjörið úr
þriðja fasa prófana verður í lagi. Ef
svo er þá er ekkert annað að gera en
að byrja að bólusetja,“ segir Björn
Rúnar Lúðvíks-
son, yfirlæknir
ónæmisfræði-
deildar Landspít-
alans og prófess-
or í ónæmisfræði
við læknadeild
HÍ, um bóluefni
gegn kórónuveir-
unni.
„Það er skiljan-
legt að fólk hafi
áhyggjur þegar
verið er að þróa mikilvæg lyf eins og
bóluefni á svo undraskömmum
tíma,“ segir Björn Rúnar. Hann seg-
ir niðurstöður úr forrannsóknum og
seinni rannsóknum liggja fyrir. „Það
er búið að bólusetja nálægt 100 þús-
und manns með einu af þessum
þremur bóluefnum sem mest er talað
um. Enn sem komið er hafa engar al-
varlegar aukaverkanir komið í ljós.
Það er mjög hughreystandi.“
Björn Rúnar segir að menn séu að
velta fyrir sér hugsanlegum lang-
tímaáhrifum bólusetningar. Á móti
komi að hluti þeirra sem sýkst hafa
af kórónuveirunni sitji hugsanlega
eftir með langvarandi og jafnvel al-
varleg einkenni, miklu alvarlegri en
þau sem bóluefni gæti mögulega
valdið.
Þær aukaverkanir sem orðið hefur
vart vegna bóluefnanna gegn Co-
vid-19 hafa verið vægar. Þar má
nefna einkenni eins og vægan hita og
eymsli á stungustað fyrst eftir bólu-
setningu. Það sýnir að ónæmiskerfið
er að gera það sem það á að gera, að
sögn Björns Rúnars.
Nokkur umræða hefur verið í Sví-
þjóð um aukaverkun sem sumir
fengu eftir að þeir voru bólusettir
gegn svínainflúensu fyrir 10-11 ár-
um. Björn Rúnar segir að aukaverk-
unin hafi verið mjög sjaldgæf. Ekki
megi gleyma því að margir sem
fengu svínainflúensuna hafi farið
mjög illa út úr því.
Hann segir að læknar þurfi alltaf
að vega og meta hugsanlegar auka-
verkanir við lyfjagjöf og lyfjameð-
ferð. „Enn sem komið er bendir allt
til þess að þetta sé öruggt. Hvorki
læknar né heilbrigðisyfirvöld munu
ráðleggja fólki að láta bólusetja sig
nema það sé talið öruggt,“ segir
Björn Rúnar um nýju bóluefnin.
gudni@mbl.is
Talið að bólu-
setning sé örugg
Búið að prófa nærri 100.000 manns
Björn Rúnar
Lúðvíksson