Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Dóttir hafsins er mögnuðævintýrasaga með mikil-vægan boðskap fyrirunga sem aldna. Bókin
segir frá Elísu, sextán ára unglingi
sem býr á Vestfjörðum. Hafið togar í
hana, svo fast að hún
finnur sig í annarri ver-
öld, veröld í undirdjúp-
unum, fjarri fjölskyldu
sinni og vinum á landi.
Þar þarf hún að mæta
ógnum sem hún hefði
ekki getað ímyndað sér
og kemst að því að
henni var ætluð mikil
ábyrgð.
Kristín Björg Sigur-
vinsdóttir stimplar sig
allrækilega inn í ís-
lenska skáldsagnaver-
öld með Dóttur hafsins
og sem betur fer gefur
sagan til kynna að fleiri sögur í svip-
uðum stíl séu á leiðinni. Um er að
ræða fyrstu skáldsögu Kristínar
Bjargar og hún á stórt hrós skilið
fyrir að byrja á eins mikilfenglegan
máta og hún gerir í Dóttur hafsins.
Þar hefur Kristín Björg skapað
undurfagra en ógnvekjandi veröld
sem er sannfærandi. Það er ekki á
færi hvers sem er að útbúa ævin-
týraheim sem lesandinn samþykkir
og telur trúanlegan og því ljóst að
Kristín Björg er ein þeirra útvöldu
sem hafa slíka náðargáfu.
Máttur tilfinninganna
Bókin dregur sérstaklega fram
mikilvægi tilfinningalæsis, þess að
hvert mannsbarn þekki tilfinningar
sínar, kunni að meðtaka þær sem það
getur ekki stjórnað og jafnvel nota
þær til góðs, og stjórna þeim tilfinn-
ingum sem það getur haft stjórn á.
Boðskapurinn er nokkuð augljós þar
sem Elísa þarf að gera einmitt þetta.
Máttur hennar helst í hendur við til-
finningar hennar og getur hann jafn-
vel orðið hættulegur ef neikvæðar til-
finningar stýra honum. Sagan kemur
þannig þeim skilaboðum áleiðis að
mikill máttur felist í því að fólk sé í
tengslum við tilfinningar sínar. Boð-
skapurinn er að mínu mati of augljós
og getur hann orðið þreytandi þótt
góð vísa sé aldrei of oft kveðin.
Það er virkilega hressandi að lesa
bók eins og Dóttur
hafsins þar sem stúlka
leikur hetjuna og er
sýnd í kröftugu ljósi.
Lítil sem engin áhersla
er lögð á útlit hennar
eða kyn og hið sama má
segja um flestar aðrar
persónur bókarinnar.
Persónur bókarinnar
eru jafn fjölbreyttar og
þær eru margar þótt
það hafi örlítið farið í
taugarnar á undirrit-
aðri hversu áberandi
grimmar margar kven-
persónanna voru miðað
við karlkyns persónurnar.
Eins og áður segir er Dóttir hafs-
ins mjög vel unnin hjá Kristínu
Björgu. Smá byrjendabragur er þó á
bókinni sem reyndir lesendur gætu
rekið augun í, persónur eru ekki allt-
af samkvæmar sjálfum sér og sum-
um atriðum í bókinni hefði mátt
sleppa þar sem þau þjóna litlum sem
engum tilgangi. Sama má segja um
nokkrar persónur bókarinnar. Þrátt
fyrir það mælir undirrituð hiklaust
með Dóttur hafsins og bíður spennt
eftir framhaldinu. Um er að ræða úr-
vals unglingabók sem ævintýrafólk
ætti ekki að láta fram hjá sér fara,
jafnvel þótt það sé löngu komið af
unglingsárum.
Morgunblaðið/Eggert
Kristín Björg Dóttir hafsins er að sögn rýnis „mögnuð ævintýrasaga með
mikilvægan boðskap fyrir unga sem aldna“ og „úrvals unglingabók“.
Sannfærandi
ævintýraveröld
Skáldsaga
Dóttir hafsins
bbbbn
Eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur.
Björt, 2020. Innbundin, 288 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Árið 2014 kom úrfantasíuskáldsaganHrímland, kraftmikil ogfrumleg frásögn um lífið á
samnefndri eyju í norðri, og var hún
gefin út af höfundinum, Alexander
Dan. Stemningin í sögunni er æði
myrk og líka hrá, með áherslu á
kröftuga framvindu frekar en per-
sónusköpun, en hugvitssamlega
unnið með ýmiss konar minni og fólk
úr íslenskri þjóðtrú, ævintýrum og
sögu. Hrímland vakti athygli á hæfi-
leikum Alexanders Dan á sviði
fantasíufrásagnar og ekki fór á milli
mála að hann þekkti vel formið og
fór vel og persónulega með afar ís-
lenskt hráefni, sem var hrært út í
heim mótaðan af göldrum og alls
kyns ótrúlegum furðuverum.
Fyrir tveimur árum kom út önnur
fantasíuskáldsaga, Vættir, eftir Al-
exander og gefin út af forlagi. Það er
samtímasaga þar sem vættir taka að
birtast Íslendingum sem verða eins
og leiksoppar í martröð sem tekur
ekki enda. Á svipuðum tíma bárust
fréttir af því að skrif höfundarins
væru tekin að vekja athygli erlendis.
Alexander þýddi Hrímland þá sjálf-
ur á ensku og gott betur; hann skrif-
aði hana upp á nýtt, lengdi verulega
og bætti – hann hefur augsýnilega
styrkt persónusköpun jafnframt því
að bæta við persónum og fylla betur
út í frásögnina á margvíslegan hátt.
Og sagan er nú komin út bæði í
Bretlandi og Bandaríkjunum og hef-
ur hlotið skiljanlegt lof í útgáfum
tengdum fantasíubókmenntum.
Skammdegisskuggar er þessi
nýja útgáfa Alexanders Dan af
Hrímlandi, en Hrímland er nú orðið
að yfirskrift og miðað við þau orð á
innslagi kápu, að höfundur vinni að
framhaldssögu, gæti hann verið
kominn með heim að vinna heilan
sagnabálk út frá. Annað eins þekkist
í heimi fantasíunnar og þessi frum-
legi heimur – sem þó hefur æði
kunnuglega drætti fyrir okkur Ís-
lendinga – gæti alveg verið frjór
jarðvegur fyrir slíka úrvinnslu.
Aðalpersónur sögunnar eru Gar-
ún, sem er blendingur, afkvæmi
mennsks manns og huldukonu, og
Sæmundur, afar efnilegur og vægast
sagt metnaðarfullur galdramaður
sem hefur verið rekinn úr Svarta-
skóla (sem er vitaskuld
við Öskjuhlíð) fyrir að
ganga of langt í svarta-
galdri. Hann er jafn-
framt bassaleikari í
eins konar svart-
málmshljómsveit (en
Alexander Dan er líka í
einni slíkri). Reykja-
vík, höfuðborg Hrím-
lands, lýtur stjórn öfl-
ugs erlends stórveldis,
Kalmar, sem hefur um-
lukt borgina háum
múrum og eru íbúarnir
beittir miklu harðræði.
Öflugt loftvirki svífur
yfir borginni, ógnar öllu kviku, og er
hlaðið orku af virkjun sem stendur
efst á Öskjuhlíð. Fulltrúi valdsins er
Trampe greifi sem situr í Viðey en
andófsfólk lendir í Níunni, myrku
fangelsinu við Skólavörðustíg, og
sést aldrei aftur.
Persónugallerí sögunnar er æði
fjölbreytilegt, því auk manna, huldu-
fólks og blendinga koma mikið við
sögu náskarar, sem eru eins konar
þrífættir og fleygir blendingar risa-
hrafna og mannlegra trölla sem búa
á skerjum við Geldinganes – auk
þess að vera hatrammir andstæð-
ingar Krúnunnar sjá þeir Sæmundi
fyrir dópi, hálendismosa. Aðrar ver-
ur sem skipta máli í frásögninni eru
marbendlar, eins konar blendingar
manna og fiska með steinbítsandlit,
sem halda meðal annars til við
Elliðaárnar.
Í elsta hluta borgarinnar er hulinn
gamall heimur, Rökkurvík, sem þó
er hægt að finna leiðir inn í, og það
þarf Garún að nýta sér sem flóttaleið
frá lögreglu- og galdramönnum
Krúnunnar. Hún gegnir nefnilega
lykilhlutverki í andófi gegn stjórn-
völdum. Fer um og spreyjar á veggi
galdratákn úr ólöglegum vökva sem
býr yfir öflugu seiðmagni og berst
ásamt félögum sínum gegn yfirvald-
inu. Sæmundur tekur þátt í barátt-
unni og eins og nafni
hans fróði á fyrri tíð er
sagður hafa gert, þá
gengur hann í banda-
lag við Kölska eftir að
hafa náð að fullnema
sig í fræðunum með
upplýsingum sem hann
kemst yfir frá Gott-
skálki grimma og kem-
ur þar við sögu hinn
stórhættulegi gand-
reiðarsveppur sem
stráfellir fólk.
Eins og lesendur
ættu að sjá vinnur
Alexander Dan með at-
hyglisverðum hætti úr menningar-
arfinum og tekst að fella hann með
skemmtilegum hætti inn í annars
býsna hefðbundna, en alltaf áhuga-
verða, fantasíusögu. Við endurrit-
unina á Hrímlandi, sem kom út 2014,
hefur hann fært frásagnarháttinn
inn á hefðbundnari braut og hefur
við það nokkuð dregið úr kraftinum
og pönkuðu flæðinu sem hreif þenn-
an lesanda í byrjun. En á móti kem-
ur að frásögnin hefur dýpkað og
styrkst hvað mótun persóna og rök-
legri framvindu varðar – ef hægt er
að tala um rök í heimi galdra og
bergrisa.
Fantasíuskrif eiga aðdáendur um
allar jarðir og það kemur alls ekki á
óvart að þessi skemmtilega úr-
vinnsla úr ísleskum sagnaheimi og
ævintýrum hrífi þá lesendur. En
aðrir, sem eru ekki vanir fantasíu-
formúlum, munu án efa einnig hafa
gaman af lestrinum, svo fjörlega er
sagan sögð og uppátækin við sköpun
heimsins skemmtileg. Og eins og
sagan er sett upp og sögð, með öllum
þessum furðum, göldrum og undar-
legheitum, gæti þetta verið full-
komið efni fyrir kvikmyndir eða
þætti þar sem hressilega myndi
reyna á tölvuteiknarana. En sagan
er æði blóðug og myrk og myndi án
efa vera bönnuð innan 16.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alexander Dan Höfundur vinnur á ferskan og frumlegan hátt úr íslenskum
sagnaarfi og ævintýrum og segir rýnir söguna kröftuga og skemmtilega.
Svartigaldur og náskar-
ar í kröftugri fantasíu
Skáldsaga
Skammdegisskuggar bbbbn
Eftir Alexander Dan.
Mál og menning, 2020. Innb. 490 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Misbrigði, tískusýning fatahönn-
unarnema á 2. ári við Listaháskóla
Íslands, fer fram með mjög
óvenjulegum hætti í ár en verk-
efnið, sem er árlegt samstarfs-
verkefni Listaháskóla Íslands og
Fatasöfnunar Rauða kross Ís-
lands, hefur jafnan verið í formi
hefðbundinnar tískusýningar.
Vegna farsóttar og fjöldatakmark-
ana þurfti nú að hugsa út fyrir
sýningarpallinn, eins og það er
orðað í tilkynningu, og mun sýn-
ingin fara fram með gluggaútstill-
ingu í Rauðakrossverslunum mið-
bæjar Reykjavíkur, þ.e. við
Hlemm, á Laugavegi og Berg-
staðastræti, auk þess sem minni
útgáfa gluggaútstillingarinnar
verður sett upp í gluggum versl-
ana Rauða krossins á Akureyri og
Egilsstöðum. Hver nemandi hefur
unnið 20 sekúndna tískumyndband
út frá sinni línu og verða mynd-
böndin sýnd á skjám í gluggunum
ásamt gínum með fatnaði nem-
enda. Sýningin var opnuð í gær og
stendur yfir til 4. desember. Hægt
er að skoða verkefni nemenda á
heimasíðu verkefnisins á slóðinni
misbrigdi.com.
Grímutíska Dæmi um fatahönnun Eydísar Elfu Örnólfsdóttur.
Tískusýning í gluggum verslana
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið