Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 47
KÖRFUBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik mætir liði Kósóvó í for-
keppni HM í dag. Leikurinn, sem
hefst klukkan 15, er mikilvægur fyr-
ir bæði lið enda eru þrjú lið af fjór-
um í B-riðlinum jöfn með 5 stig og
komast tvö þeirra áfram í næstu
umferð undankeppninnar.
Tryggvi Snær Hlinason, miðherji
landsliðsins, er spenntur fyrir leikn-
um. „Leikurinn leggst vel í mig. Við
áttum ágætisleik síðast gegn Lúx-
emborg,“ sagði Tryggvi í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagði liðið vilja hefna fyrir
naumt 78:80 tap gegn Kósóvó í fyrri
leik liðanna í febrúar síðastliðnum.
„Við spiluðum við Kósóvó fyrr árinu
og töpuðum þar með tveimur stig-
um þannig að við þekkjum þá og
vitum hvað við þurfum að gera.“
„Við viljum hefna fyrir þetta tap,
sérstaklega upp á sálina að gera.
En við tökum bara á þessum leik
eins og þeim síðasta gegn Lúx-
emborg. Við ætlum einfaldlega að
vinna þessa leiki okkar. Þetta eru
bara fjögur lið og sex leikir þannig
að hver leikur er mjög mikilvægur,“
bætti Tryggvi við.
Á fimmtudaginn sigraði íslenska
liðið Lúxemborg með 90 stigum
gegn 76. Tryggvi skoraði 17 stig í
leiknum, þar af 16 í síðari hálfleik.
„Fyrri hálfleikur var ekkert mjög
flottur hjá okkur en við sýndum í
síðari hálfleik hvað við getum gert
og þar var ég í fararbroddi í raun-
inni. Við hefðum þurft að byrja bet-
ur en það er bara eðlilegt eftir lang-
an tíma í sundur, að koma okkur
aftur saman. Í lokin leit þetta mjög
vel út hjá okkur.
Eftir þennan leik á fimmtudaginn
held ég að við séum svolítið að setja
okkur aftur saman og koma okkur í
þann farveg sem við viljum vera í,
þar sem við spilum okkar bolta.
Þannig að mér líst mjög vel á
þetta,“ sagði Tryggvi einnig.
Kom mér á óvart
Sjö af 12 leikmönnum landsliðsins
spila með liðum hér á landi og hafa
því ekkert æft né spilað með liðum
sínum síðan í byrjun október. Leik-
mennirnir sjö fengu þó að æfa í
nokkra daga í Smáranum í Kópa-
vogi áður en þeir flugu út til Slóvak-
íu fyrir viku síðan, þar sem lands-
liðið dvelst í „búbblu.“ Tryggvi
segir það hafa ekki háð þessum leik-
mönnum. „Mér líður eins og leik-
menn hafi komið nokkuð flottir út
úr þessu. Manni leið náttúrulega
pínulítið illa að vita að þeir væru
ekki búnir að æfa mikið en það kom
mér á óvart hvað allir voru mjög vel
settir. Það var ekkert sem maður
gat tekið eftir að væri í ólagi, sem
maður reiknaði kannski ekki alveg
með. Þannig að það er bara allt gott
þar.“
Skandall að fá
ekki heimaleiki
Tryggvi segist ekki átta sig á því
af hverju íslenska landsliðið hafi
ekki fengið að spila leikina tvo
heima, en leikirnir gegn Lúxemborg
og Kósóvó áttu báðir að vera heima-
leikir. Í stað þess var liðinu gert að
fljúga til Slóvakíu, þar sem leik-
menn og starfslið dvelja í „búbblu“.
„Það er náttúrulega algjör skand-
all að missa af því að vera heima en
svona er staðan í dag. Sérstaklega
fyrir okkur strákana sem eru úti.
Það hefði verið magnað að geta
komið heim, spila leikina þar og
hitta fjölskyldur okkar,“ sagði hann.
Allt eins hefði verið hægt að hafa
„búbbluna“ á Íslandi. „Mér finnst
alveg eins gáfulegt að hafa þessa
„búbblu“ heima eins og hér í Sló-
vakíu. Að hafa hana á sama hátt og
er hér, þar sem má ekki fara af hót-
elinu. En það er bara eins og það
er,“ sagði Tryggvi að lokum.
Ljósmynd/KKÍ/Jónas
Drjúgur Tryggvi Snær Hlinason í leik gegn Slóvakíu fyrr á árinu.
Hver leikur er mikilvægur
Ísland mætir Kósóvó í dag Þrjú lið jöfn í riðlinum Eiga harma að hefna
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Samstarfsmaður minn sem
ekki vill láta nafn síns getið, og
við skulum bara kalla Björn,
benti mér á í vikunni að George
Best og Diego Armando Mara-
dona ættu sama dánardag.
Mér fannst þetta svo undarleg
tilhugsun að ég hef ekki getað
losað mig alveg við hana. Þannig
er því stundum farið þegar Björn
gaukar að manni fróðleiks-
molum. Fimmtán ár eru frá því
Best lést eftir veikindi en hann
var 59 ára gamall. Ári yngri en
Maradona var þegar hann lést.
Það er svo margt hliðstætt
varðandi þessa breysku menn
sem höfðu óhemjumikla hæfi-
leika þegar kom að alla vega einu
atriði í lífinu. Að leika knatt-
spyrnu og gerðu það á skemmti-
legri hátt en 99% þeirra sem
leggja stund á íþróttina.
Hvorugan sá ég spila „live“ en
hef séð mikið efni með þeim
báðum með hjálp undratækja
eins og myndbandstækja eða
hins háæruverðuga internets.
Það er nú bara mér sjálfum að
kenna hversu mikið ég hef horft
á þessa menn leika knattspyrnu.
Er fylgifiskur þessa nördisma
sem maður hefur burðast með.
Báðir höfðu þeir afburðatækni
og þrátt fyrir þá þróun sem orðið
hefur varðandi aðstöðu íþrótta-
fólks og búnað þá geta fáir stát-
að af sömu tilfinningu fyrir tuðr-
unni og þessir höfðu. Ef lesendur
gera sér ferð inn á Youtube til að
horfa á einleiksmark Maradona
gegn Englandi, ættu þeir í leið-
inni að fletta upp einleiksmark-
inu sem Best skoraði í Bandaríkj-
unum á „gamals aldri“.
Báðir voru þeir litríkir utan vall-
ar og tóku skemmtanalífið mjög
alvarlega. Best var reyndar iðu-
lega líst sem mjög feimnum
manni að eðlisfari. Ég hef efa-
semdir um að slík lýsing hafi átt
við um Maradona.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðrún Brá
Björgvinsdóttir,
Íslandsmeistari
úr Keili, er úr
leik eftir 36 hol-
ur á lokamóti
Evrópumótarað-
arinnar í golfi.
Mótið fer
fram á Real
Club de Gua-
dalmina-
vellinum sem er nærri Gíbraltar
og Malaga.
Guðrún lék fyrstu tvo hringina
á 76 og 77 höggum. Lék hún sam-
tals á níu höggum yfir pari. Að-
stæður virðast vera erfiðar því
skorið er hátt og var Guðrún að-
eins tveimur höggum frá því að
komast í gegnum niðurskurðinn.
96 kylfingar fengu keppnisrétt
á mótinu og hafnaði Guðrún í 70.
sæti. Fyrir mótið var Guðrún Brá
er í 125. sæti á styrkleikalista
LET Evrópumótaraðarinnar og
hafði hún upp um rúmlega 20 sæti
í síðustu viku.
Guðrún náði sínum besta ár-
angri á mótaröðinni á árinu á
móti í Sádí Arabíu um daginn.
Þar endaði hún í 39. sæti.
Valdís Þóra Jónsdóttir er einn-
ig með keppnisrétt á mótaröðinni
en er frá keppni vegna meiðsla.
Komst ekki
áfram á
lokamótinu
Guðrún Brá
Björgvinsdóttir
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu er í 46. sæti á nýjum heims-
lista FIFA, Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins, en listinn var birtur í
gærmorgun. Karlalandsliðið fellur
um sjö sæti frá því í október en liðið
er í 27. sæti á meðal Evrópuþjóða.
Styrkleikalisti FIFA hefur oft
verið gagnrýndur þar sem ekki þyk-
ir öllum hann gefa nógu nákvæma
mynd af styrk landsliðanna á hverj-
um tíma. Í þetta sinn skiptir listinn
miklu máli. Þessi niðurstaða þýðir að
Ísland verður í þriðja styrk-
leikaflokki þegar dregið verður í
undankeppni HM 2022 í Zürich í
Sviss 7. desember en 55 þjóðum Evr-
ópu er raðað í sex styrkleikaflokka
fyrir dráttinn út frá FIFA-listanum.
Frá því í október hefur Ísland
mætt Ungverjalandi, Danmörku og
Englandi en liðið tapaði öllum þrem-
ur leikjunum.
Tapið gegn Ungverjum var í úr-
slitum umspils um laust sæti á EM á
meðan töpin gegn Danmörku og
Englandi voru í Þjóðadeild UEFA.
Íslenska liðið gæti því fengið ansi
strembinn riðil í undankeppni HM
en Belgía, Frakkland, England,
Portúgal, Spánn, Ítalía, Króatía,
Danmörk, Þýskaland og Holland eru
í styrkleikaflokki 1.
Sviss, Wales, Pólland, Svíþjóð,
Austurríki, Úkraína, Serbía, Tyrk-
land, Slóvakía og Rúmenía eru í
styrkleikaflokki 2.
Ísland er svo í styrkleikaflokki 3
ásamt Rússlandi, Ungverjalandi, Ír-
landi, Tékklandi, Noregi, Norður-
Írlandi, Skotlandi, Grikklandi og
Finnlandi.
Í fjórða flokki eru Bosnía, Slóven-
ía, Svartfjallaland, Norður-
Makedónía, Albanía, Búlgaría, Ísr-
ael, Hvíta-Rússland, Georgía og
Lúxemborg.
Í fimmta flokki eru Armenía, Kýp-
ur, Færeyjar, Aserbaídsjan, Eist-
land, Kósóvó, Kasakstan, Litháen,
Lettland og Andorra.
Í sjötta flokki eru Malta, Moldóva,
Liechtenstein, Gíbraltar og San
Marínó.
Undanriðlar HM verða tíu talsins
og í hverjum riðli verður eitt lið úr
hverjum styrkleikaflokki frá eitt til
fimm. Í fimm riðlum verða síðan sex
lið og þar bætist við eitt lið úr sjötta
flokki.
Sigurvegarar riðlanna tíu komast
beint á HM 2022 í Katar. Liðin tíu
sem enda í öðru sæti fara síðan í um-
spil ásamt tveimur liðum sem unnu
sína riðla í Þjóðadeild UEFA en
komast ekki beint á HM eða í um-
spilið í gegnum undankeppnina. Þrír
sigurvegarar í umspilsriðlunum fá
þrjú síðustu sæti Evrópu á HM 2022.
sport@mbl.is
Ísland í 3. styrkleikaflokki
Dregið til undankeppni HM í
knattspyrnu eftir rúma viku
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliðinn Aron Einar og hans menn eru í 3. styrkleikaflokki.
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda
Hannesdóttir tilkynnti á Instagram
í gær að hún sé á leiðinni til Banda-
ríkjanna og muni verða þar við æf-
ingar næstu mánuðina. Miðað við
stöðuna á ólympíulistanum í þrí-
þraut á Guðlaug Edda ágæta mögu-
leika á að komast á leikana í Tókýó
á næsta ári. Hún leggur allt kapp á
að komast á leikana og segist
hafa unnið að því síðustu mánuði að
fá tilskilin leyfi í Bandaríkjunum til
að geta æft hjá þjálfara sínum sem
er bandarískur. Eftir nokkur nei
hafi hún loks fengið já. kris@mbl.is
Heldur vestur um
haf til æfinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bandaríkin Guðlaug Edda fer utan
og verður næstu mánuðina.
Franska stórliðið París SG hafði
áhuga á því að fá íslenska landsliðs-
manninn Janus Daða Smárason til
liðs við sig á dögunum en Hand-
bolti.is sem greindi frá þessu og
hafði eftir Stuttgarter-Zeitung.
Janus Daði er samningsbundinn
Göppingen í Þýskalandi og þýska
félagið var ekki tilbúið að sleppa
leikmanninnum sem gekk til liðs
við Göppingen frá Aalborg síðasta
sumar. Janus er samningsbundinn
Göppingen til sumarsins 2022 en
PSG ákvað að fá Hollendinginn Luc
Steins til liðs við sig.
Stórliðið reyndi
að fá Janus
Leikstjórnandi Janus Daði var í
sigtinu hjá París St. Germain.