Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
Pabbi … svo kom
þessi erfiði dagur
þar sem við verðum
að kveðja þig. Það
er ekki auðvelt.
En ég veit að ef ég gæti spurt
þig hvað ég ætti að gera í sam-
bandi við útför þína hér í dag er
ég viss um að þú myndir segja
mér að ég ætti að vera hér í
Danmörku með mínu fólki, þar
sem Covid veldur því að við get-
um ekki verið öll saman til að
kveðja þig.
Ég hef því valið að vera hér
heima í Danmörku með Morten
og börnin í kringum mig, svo við
getum átt dag saman alveg í þín-
um anda, – með góðar minning-
ar, knús, gott samtal, tár og hlát-
ur. Og að sjálfsögðu endað
daginn á veglegum kvöldverði
með – eins og Alma orðar það –
Gunnar Örn
Guðsveinsson
✝ Gunnar ÖrnGuðsveinsson
fæddist 3. ágúst
1943. Hann lést 14.
nóvember 2020.
Útför Gunnars
fór fram 25. nóv-
ember 2020.
almennilegu afak-
jöi.
Útsýni yfir sjó-
inn og að deila
minningum og
ótrúlegum sögum –
eins og Oskar kall-
ar þær – ræningja-
sögum afa.
Við Morten og
börnin elskuðum
að vera með þér og
munum yndislegu
hlýju leiðina þína. Góður matur,
tala um lífið og framtíðina – sér-
staklega talaðir þú mikið við Al-
berte og Lukas um framtíð
þeirra, menntun og lífið al-
mennt.
Takk af öllu hjarta fyrir að
hafa séð til þess að ég gæti
haldið sambandi við fjölskyld-
una mína á Íslandi.
Takk fyrir að gefa mér litla
bróður, Fidel, og ég lofa þér að
við munum hugsa vel hvort um
annað.
Takk Helga, takk fyrir að
hugsa um pabba minn, þar sem
aðeins þú gast gert það öll þessi
ár. Þakka þér fyrir það, ég er
þér innilega þakklát.
Við munum koma og heim-
sækja legstaðinn þinn um leið og
heimurinn opnast aftur. Þangað
til þá munum við sitja hér saman
og kveðja þig á þann besta hátt
sem við getum.
Takk fyrir þig og allt sem þú
hefur verið og gert fyrir mig og
okkur öll.
Í hjarta geymt en aldrei
gleymt. Ég elska þig. Þín dóttir,
Díana.
Pabbi.
Sakna þín nú þegar.
Þú varst mín fyrirmynd í
mörgu og alltaf áttum við góðar
stundir saman.
Sannkallaður haukur í horni
og góður vinur sem og fósturfað-
ir.
Þú áorkaðir miklu og varst
brautryðjandi á mörgum sviðum
í þínu fagi.
Eldmóður þinn innan veit-
ingageirans á Íslandi hefur
sannarlega ýtt við mörgum.
Barátta þín síðustu þrjú ár
var erfið en aldrei heyrði maður
þig kvarta.
Minnist þín fyrir góð-
mennsku, létta lund, bjartsýni
og baráttuanda, þú gafst aldrei
upp.
Fidel.
Í okkar bransa hittir maður
margt fólk en það er sjaldan á
lífsleiðinni sem maður kynnist
fólki sem maður ber ómælda
virðingu fyrir. Gunni Guss var
slíkur maður og hann skilur eftir
margar ljúfar og skemmtilegar
minningar. Auk þess hafði hann
mikil og mannbætandi áhrif á
okkur sem störfuðum með hon-
um. Ég hafði kannast við Gunna
í gegnum árin en það var ekki
fyrr en árið 2004 þegar við fór-
um að vinna saman í fyrirtækja-
rekstri að ég kynnist honum al-
mennilega. Þvílíkt gull af manni
sem hann var, alltaf endalaust
jákvæður og skemmtilegur, al-
veg sama hvernig áraði. Fyrir
honum voru engin verkefni of
stór eða nokkur hindrun óyfir-
stíganleg; hann gekk bara beint í
hlutina og gerði sitt besta við að
leysa verkefnin. Vinnusemi hans
var líka með ólíkindum og þótt
hann væri töluvert eldri en flest
okkar í fyrirtækinu var hann
alltaf mættur fyrstur og fór síð-
astur. Hann var alltaf að. Þrátt
fyrir að vera „gamli kallinn“ á
skrifstofunni var hann líka ótrú-
lega framsýnn og hugmyndarík-
ur enda kom hann á mörgum
nýjungum á okkar vinnustað.
Eitt af því mikilvægasta sem
við samstarfsfólkið hans lærðum
af honum er að hlutirnir gerast
ekki af sjálfu sér og menn þurfa
að leggja talsvert á sig til að ná
sínum markmiðum. Með já-
kvæðni sinni og eljusemi tókst
honum að kenna okkur yngra
fólkinu að ekkert er ómögulegt
og góð samskipti við fólk gera
vinnuna ennþá skemmtilegri.
Fyrir hönd samstarfsfólks hjá
ÓJ&K og Sælkeradreifingu
þakka ég Gunna fyrir frábær
kynni, samstarf og vináttu.
Ólafur Ó. Johnson.
✝ Stella MinnýEinarsdóttir
fæddist 9. febrúar
1940 að Grund-
argötu 9 á Siglu-
firði. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 19. nóv-
ember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Einar Ás-
grímsson, f. 6. nóv-
ember 1896, d. 5.
október 1979, og Dóróthea Sig-
urlaug Jónsdóttir, f. 6. maí
1904, d. 24. mars 2001.
Systkini Stellu eru: Jón, f.
31. janúar 1926, d. 23. maí
2016, Ásta, f. 1928, Ásgrímur,
f. 7. nóvember 1929, d. 19. maí
2010, Guðlaug, f. 29. mars
1932, d. 10. júní 1999, Sólveig
Margrét Júlíana, f. 14. júní
1934, Brynjar Óli, f. 17. sept-
ember 1936, d. 27. júní 1984,
og Eysteinn Óskar Einarsson,
samfeðra, f. 18. maí 1923, d. 1.
febrúar 2011.
Eftirlifandi eiginmaður er
Páll Gunnlaugsson, f. 28. febr-
úar 1936.
Þau voru gefin saman 15.
gift Ástvaldi Jóhannessyni.
Dóttir Ásdísar er Pála Minný
Ríkharðsdóttir í sambúð með
Guðlaugi Má Guðmundssyni,
börn þeirra eru Róbert Helgi
og Saga María. Börn Ástvaldar
frá fyrra sambandi eru Sveinn
Ingi, Veigar Þór og Ólafía
Inga.
Gunnlaugur, f. 21. maí 1963,
d. 26. júlí 1988. Börn hans eru
Halldóra Guðlaug og Páll.
Barnsmóðir er Guðlaug Að-
alrós Sverrisdóttir. Sambýlis-
maður Halldóru er Sverrir
Rafnsson. Dætur þeirra eru
Aðalrós Freyja og Sigrún Ísa-
fold.
Ásgrímur, f. 19. mars 1968,
kvæntur Kristjönu G. Berg-
steinsdóttur. Synir þeirra eru
Gunnlaugur og Bergsteinn.
Gunnlaugur er í sambúð með
Höllu Sóley Hallgrímsdóttur,
dóttir þeirra er Lísa.
Sigurjón, f. 13. mars 1971.
Róbert, f. 1.apríl 1976,
kvæntur Elínu Björgu Giss-
urardóttur. Dætur þeirra eru
Salóme Kristín, Thelma Sif og
Dóróthea Sjöfn.
Útför Stellu fer fram frá
Siglufjarðarkirkju 28. nóv-
ember 2020 klukkan 14. Stytt
slóð á streymi:
https://tinyurl.com/yyb4drjd
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
maí 1966 af Sr.
Ragnari Fjalari
Lárussyni á prest-
setrinu á Siglu-
firði.
Stella og Palli
bjuggu saman alla
sína tíð á Siglu-
firði, lengst af á
Hvanneyrarbraut
61 frá 1970 til
2020 eða í 50 ár.
Einnig bjuggu þau
á Eyrargötu 27, Vallargötu 7,
Hvanneyrarbraut 23 b, nú nr.
24, og þetta árið í Skálarhlíð
að Hlíðarvegi 45 Siglufirði.
Börn þeirra eru:
Sammæðra, Ólafur Þór, f.
24. júní 1959, kvæntur Hall-
dóru Salbjörgu Björgvins-
dóttur. Dætur þeirra eru Stella
Dóróthea, gift Ómari Þór Lár-
ussyni, börn þeirra eru Einar
Björgvin, Elmar Óli og Hrafn-
tinna. Sólveig Sara, unnusti
Ingimar Guðnason, Selma
Dóra, unnusti Bror Lorenz
Kjær Lück. Barn Halldóru frá
fyrra sambandi er Björgvin
Davíð Björnsson sem lést 1992.
Ásdís Vilborg, f. 7. júní 1962,
Elsku mamma mín, af nógu er
að taka þegar ég fer í gegnum
minningarnar sem leita á mig
núna þegar þú ert farin frá okk-
ur. Þú varst yngst af sjö systk-
inum þínum, litla systir fæddist í
Grundargötu 9 á Siglufirði.
Grundargatan átti stað í hjarta
þínu þar sem þú fæddir þrjú af
sex börnum þínum. Í sumar
höfðuð þið pabbi verið gift í 54
ár. Þú helgaðir líf þitt okkur
börnunum og varst alltaf til stað-
ar með hjartahlýju þinni. Þú
varst mikið ein með okkur þar
sem pabbi var sjómaður. Líf og
fjör var á heimilinu ég hugsa að
það hafi ekki verið auðvelt að
vera ein með okkur sex
systkinin. Minningar úr Grund-
argötu leita á mig þegar þú og
amma voruð að stússast í mat,
taka slátur og baka fyrir jólin.
Það var allt veisla hjá ykkur
ömmu. Það var alveg sama hvað
þú eldaðir, allt var svo gott.
Áhugi þinn á matreiðslu og ólíkri
matarmenningu var áhugmál
númer eitt. Þú safnaðir mat-
reiðslubókum og hafðir mjög
gaman af að prufa eitthvað nýtt.
Þú hafðir sérstakan áhuga á að
halda veislur hvort sem það var
matar- eða tertuveisla með alls
konar fíneríi, borðin svignuðu
undan góðgæti sem þú hafðir bú-
ið til. Það var alltaf opið hús enda
mikill gestagangur og allir hjart-
anlega velkomnir. Ég minnist
jólanna og undirbúnings í kring-
um jólamatinn sem varð að vera
villigæs og eplapæ í eftirrétt.
Jólabaksturinn var margfaldar
uppskriftir fyrir okkur krakkana
þar sem rúsínukökur með heitu
súkkulaði voru í uppáhaldi. Þó að
hægst hafi á eldamennskunni hjá
þér síðustu árin var áhuginn enn
til staðar fyrir matreiðslubókum
og var þeim flett endalaust. Þú
sagðir oft að þessar með mynd-
unum væru bestar. Ekkert hand-
verk vafðist fyrir þér, svo sem að
mála á postulín, sauma út og
jólakúlugerð. Þú lagðir mikið
upp úr vönduðu handverki og
litavali. Það kom snemma í ljós
hversu mikill dýravinur þú varst,
tókst að þér flækingskött á ung-
lingsárum sem fylgdi þér á heim-
ilinu, hundurinn Plútó og kett-
irnir Náná og Valíant áttu góða
ævi í miklu dekri hjá þér. Bingó-
stundir voru spennandi, þú varst
okkar bingódrottning þar sem
vinningarnir rötuðu oft til þín. Á
áttræðisafmælinu þínu var gam-
an að sjá að þú hafðir engu
gleymt þegar þú fékkst lokavinn-
inginn í bingói sem barnabörnin
héldu fyrir þig. Sumarið 1983
byggðuð þið sumarbústað í
Flókadal í Fljótum sem er
dásamlegur griðastaður þar sem
við fjölskyldan áttum góða
stundir. Þið pabbi lögðuð mikið
upp úr trjá- og blómarækt og
unnuð hörðum höndum að því að
gera þennan stað að sælureit.
Barnabörnin voru svo heppin að
fá að vera öllum stundum í sveit-
inni með ykkur. Lífið er ekki
alltaf dans á róum, árið 1988 var
erfitt ár fyrir okkur öll þegar
Gulli bróðir drukknaði og tók
það mikinn toll af þér. Síðustu
þrjátíu árin hefur þú glímt við
erfiðan gigtarsjúkdóm sem litaði
líf þitt og tilveru síðustu árin. Þú
fylgdist með okkur börnunum og
barnabörnunum í gegnum Ipad-
inn, þú varst svo ánægð þegar
ömmustelpunnar voru að senda
myndir af barnabörnunum.
Nýttir Ipadinn, skoðaðir hug-
myndir á pinterest og mat-
reiðsluþætti. Það var gott að
taka stöðuna á hverjum degi með
þér í símanum þegar ég var á
leið heim úr vinnu, notalegar
stundir hjá okkur, nú mun ég
hugsa og tala til þín í leiðinni.
Veikindi gera ekki boð á undan
sér, þannig er lífið, ég er þakklát
fyrir að við fengum að vera við-
stödd þegar kallið kom. Blessuð
sé minning þín elsku mamma og
takk fyrir allt.
Ásdís Vilborg Pálsdóttir.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði en með þakklæti í huga
fyrir að hafa fengið að njóta
þeirra forréttinda að eiga þig að í
allan þennan tíma. Samskipti
okkar við ömmu Stellu einkennd-
ust af mikilli virðingu, hlýju og
kærleik. Amma Stella kom
óvænt í líf mitt þegar ég var lítil
stelpa og tók mér alltaf sem sínu
barnabarni og fyrir það er ég
henni ævinlega þakklát. Dyrnar
alltaf opnar okkur og hver minn-
ing dýrmæt perla. Þú verður
ávallt í hjarta okkar og þér verð-
ur aldrei gleymt.
Við sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Ólafía Inga og
Guðni Ágúst.
Kveðja til ömmu
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Hvíl í friði, elsku amma Stella.
Stella Dóróthea, Sólveig
Sara og Selma Dóra.
Stella Minný
Einarsdóttir
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HÖLLU SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Víðilundi 24,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar fyrir
einstaka umönnun Höllu og alúð í garð fjölskyldunnar.
Halldór Karl Karlsson
Guðmundur K. Halldórsson Þórdís Þórisdóttir
Karl Á. Halldórsson Þórunn Jónsdóttir
Þórhalla Halldórsdóttir Svavar Tulinius
Kristín G. Halldórsdóttir Magnus Rönnlund
ömmu- og langömmubörn
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGFRÍÐAR STELLU ÓLAFSDÓTTUR
frá Firði á Seyðisfirði.
Birgir Hallvarðsson
Ólafur Birgisson Charuwan Rongmalee
Guðfinna Björk Birgisdóttir Ásbjörn G. Jónsson
og ömmubörn
Sautjándi júní
árið 1956 er minn-
isstæður dagur í
mínum huga. Ég
var nýkominn að Eiðum sem
sóknarprestur. Skólastjórinn
þar, Þórarinn Þórarinsson, hafði
boðið mér með sér á samkomu í
Egilsstaðaskógi, en þar átti hann
að stjórna almennum söng. Veðr-
ið var gott og umgjörð sam-
komustaðarins einkar hlýleg í
skógarrjóðrinu. Ég virti fyrir
mér mannfjöldann sem tók undir
sönginn í ættjarðarlögunum og
nálægt mér veitti ég athygli
ungri konu sem söng af innlifun.
Þrem vikum síðar, í byrjun
júlí, boðaði ég til minnar fyrstu
messu í Eiðakirkju. Ég mælti
mér mót við organistann og sá þá
að þarna var komin konan sem
ég hafði veitt athygli í Egils-
staðaskógi, Helga Þórhallsdóttir
frá Ormsstöðum. Þetta var upp-
hafið að löngu samstarfi okkar
Helgu, bæði í Eiða- og Hjalta-
staðakirkju. Fljótlega kynnt-
umst ég og Sigríður kona mín,
sem þá var komin austur, heim-
ilinu á Ormsstöðum. Þar var
einkar gott að koma. Taka lom-
berslag við Þórhall bónda og
annan hvorn bræðranna, setjast í
hlýjuna í eldhúsinu hjá Sigrúnu
húsfreyju og þiggja góðgerðir.
Helga
Þórhallsdóttir
✝ Helga Þór-hallsdóttir
fæddist 3. júní
1931. Hún lést 4.
nóvember 2020.
Útför Helgu fór
fram 14. nóvember
2020.
Heimilislega stofan
bar vott um mikið
menningarheimili,
þar gaf að líta m.a.
orgel og bækur auk
vefnaðar og mál-
verka eftir þær
systur Ólöfu og
Önnu. Það var
ómetanlegt að finna
velvild þessa góða
fólks til kirkju og
kristni. Anna og Ás-
mundur systkini Helgu sungu
bæði í kirkjukórnum og gott var
að leita til Guðlaugs bróður
þeirra, sem var smiður, við ýmis
viðvik á prestssetrinu. Hjálpsemi
og góðvild einkenndi allt þetta
góða fólk.
Börnin okkar, Zophonías,
Guðrún Áslaug og Hildur Mar-
grét, minnast Helgu m.a. frá
jólasamkomum kvenfélagsins í
Barnaskólanum á Eiðum, þar
sem hún situr við píanóið, spilar
og heldur uppi gleðinni.
Helga barst ekki mikið á en
hafði sínar skoðanir og stutt var í
glettnina. Hún helgaði heima-
slóðunum alla sína starfskrafta,
og einkasonurinn Þórhallur
Borgarsson var henni mikill ljós-
geisli.
En nú er brotið blað í lífssögu
Helgu. Stundaglasið hennar er
tæmt en við tekur nýr tími á ei-
lífðarlandinu.
Við þökkum Helgu Þórhalls-
dóttur áratuga samfylgd og vin-
áttu um leið og við vottum Þór-
halli og fjölskyldu og Ásmundi
og fjölskyldu innilega samúð.
Einar Þór Þorsteinsson og
Sigríður Zophoníasdóttir.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar