Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 41
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun. Gerð er krafa um meistaragráðu
en doktorsgráða er kostur
• Reynsla og þekking á háskólaumhverfinu á Íslandi
æskileg
• Kennslufræðileg menntun æskileg
• Reynsla af verkefnastjórn
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Gott vald á íslensku og ensku
• Þekking á upplýsingatækni vegna kennslu kostur
• Góð samskiptahæfni
• Reynsla af styrktarumsóknum kostur
Umsóknarferli
Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. janúar 2021.
Skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá (CV) og staðfest
afrit af prófskírteinum.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum
tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur
verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum
umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af
jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/
haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér:
https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_is-
lands.
Nánari upplýsingar veitir
Róbert H. Haraldsson - robhar@hi.is - 525 4277
Stofnun rannsóknasetra HÍ
Laust er til umsóknar 50% starf verkefnastjóra kennsluakademíu opinberu háskólanna hjá kennslusviði
Háskóla Íslands.
Kennsluakademía opinberu háskólanna er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að
kennsluþróun í íslensku háskólasamfélagi (sjá www.kennsluakademia.hi.is).
Verkefnastjóri er tengiliður við opinberu háskólanna og sinnir stefnumótun og daglegum störfum kennslu-
akademíunnar í samráði við stjórn kennsluakademíunnar. Störfin felast meðal annars í skipulagi funda,
námskeiða og annarra viðburða á vegum kennsluakademíunnar. Þá hefur verkefnastjóri það hlutverk að
halda utan um umsóknir og inntöku í kennsluakademíuna og sinna almennri kynningu og útgáfu efnis um
kennsluþróun á vegum akademíunnar. Einnig mun verkefnastjórinn vinna í öflun styrkja og taka þátt í inn-
lendu og erlendu samstarfi um kennsluþróun. Verkefnastjóri hefur aðstöðu í Setbergi Húsi kennslunnar.
VERKEFNASTJÓRI
kennsluakademíu opinberu háskólanna
Tilboð/útboð
Ríkiskaup
Allar útboðsauglýsingar eru birtar á
utbodsvefur.is
Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra
útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar
um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og
reglugerðir um opinber innkaup.
Útboð nr. 20324
Steingrímsstöð
Utanhússviðgerðir
Óskað er eftir tilboðum í utanhússviðgerðir
á stöðvarhúsi, inntakslokuhúsi og sveifluþró
Steingrímsstöðvar við Efra Sog samkvæmt
útboðsgögnum nr. 20324.
Verktími
6.4.2021 — 30.6.2021
Vettvangsskoðun við Steingrímsstöð
10.12.2020, kl. 13:30
Útboðsgögn og skil á tilboðum
eru í gegnum útboðsvef Landsvirkjunar
utbod.landsvirkjun.is
Skilafrestur á tilboðum
29.12.2020, kl. 12
Nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir verða
birtar eftir kl. 14 sama dag á landsvirkjun.is
Útboð nr. 20318
Fjarskiptaþjónusta og
fjarskiptatengingar
Óskað er eftir tilboðum í almenna talsíma–,
farsíma–, gagnanets- og internetþjónustu
samkvæmt útboðsgögnum nr. 20318.
Bjóða skal í þjónustuna í heild sinni.
Samningstími er fjögur ár með heimild
til framlengingar um tvö ár, tvisvar sinnum.
Útboðsgögn og skil á tilboðum
eru í gegnum útboðsvef Landsvirkjunar:
utbod.landsvirkjun.is
Skilafrestur á tilboðum
14.1.2021, kl. 14
Nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir verða
birtar eftir kl. 14 sama dag á landsvirkjun.is
Embætti lögreglustjórans á
Vesturlandi laust til umsóknar
Auglýst er laust til umsóknar embætti lögreglustjórans á Vesturlandi.
Lögreglustjórinn á Vesturlandi fer með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Hann annast daglega
stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og ber ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan
þess.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.
Aðrar hæfniskröfur eru:
• Góð þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar æskileg
• Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg
• Rekstrarþekking og/eða reynsla af rekstri æskileg
• Farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun æskileg
• Framúrskarandi forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni
• Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
• Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg
Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn, sbr. lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 15. janúar
2020. Um laun og starfskjör lögreglustjóra fer eftir ákvörðun með lögum sbr. 6. og 7. mgr. 24. gr.
laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Upplýsingar um starfið veitir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í síma 545 9000.
Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2020. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fela
nefnd að fara yfir þær umsóknir sem berast og á nefndin að skila ráðherra rökstuddu áliti á
hæfni umsækjenda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Umsóknum skal skila rafrænt á starf@dmr.is.
Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um: 1) menntun, 2) reynslu af stjórnun, 3) reynslu
af lögmannsstörfum, saksókn og/eða dómstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum,
5) upplýsingar um samskiptafærni og sjálfstæði, 6) aðrar upplýsingar
sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem
máli skipta fyrir störf lögreglustjóra. Með umsókn skulu fylgja afrit
af prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila. Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Raðauglýsingar