Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020
✝ Gróa Guð-munda Björns-
dóttir, fiskverkandi
og húsmóðir, fædd-
ist í Neðrihúsum í
Hestþorpi, Önund-
arfirði, 27. desem-
ber 1926. Hún lést
10. nóvember 2020
á hjúkrunarheim-
ilinu Sólvöllum á
Eyrarbakka úr Co-
vid-19.
Foreldrar Gróu: Guðmundína
Jónsdóttir, f. 10. október 1893,
d. 1. júní 1982, og Guðbjartur
Björn Hjálmarsson, f. 31. júlí
1900, d. 21. ágúst 1974.
Systkin sammæðra Gróu:
Stúlka, f. 29. júlí 1913, d. 23.
september 1913, Jón Vilhjálmur
á Hólmavík, f. 6. júlí 1915, d. 4.
maí 1983, og Guðmunda Krist-
jana Petrína á Ísafirði, f. 1. jan-
úar 1917, d. 22. nóvember 1985,
öll Sigurðarbörn.
Samfeðra Gróu: Guðbjörg Jó-
hanna á Ísafirði, f. 19. október
1956, og Hjálmar Steinþór á
Ísafirði, f. 14. október 1959, d.
22. júní 2003.
Afi og amma í móðurætt:
Gróa Jóhannesdóttir, f. 20.
ágúst 1859, d. 19. desember
1947, og Jón Guðmundsson, f. 4.
desember 1836, d. 26. júní 1917.
Afi og amma í föðurætt: Guð-
björg Björnsdóttir, f. 13. maí
1869, d. 3. nóvember 1950, og
Hjálmar Guðmundsson, f. 18.
maí 1866, d. 26. maí 1931.
Eiginmaður Gróu var Har-
aldur Jónsson frá Görðum í Ön-
undarfirði, skipstjóri og fisk-
verkandi, f. 30. september 1924,
d. 20. október 1988.
Börn Gróu og Haraldar: 1)
Guðmundur Björn, f. 25. desem-
ber 1953, d. 28. maí 1995. Sam-
býliskona Gróa Kristín Helga-
Dögg Gísladóttir, f. 26. mars
1986. Börn: Hrafntinna, f. 31.
desember 2013, Eva Móey, f.
16. september 2019. 2. Sif
Magnúsdóttir, f. 30. ágúst 1986,
d. 25 ágúst 2004. 3. Helgi
Magnússon, f. 30. ágúst 1986. 4.
Margrét Alda Magnúsdóttir, f.
5. mars 1990. Sambýlismaður
Andri Þór Árnason, f. 8. maí
1980. Dóttir hans Bríet Eva, f.
14. mars 2011. 5. Bergljót Ásta
Pétursdóttir, f. 27. september
2001. Sambýliskona Hugrún
Pálsdóttir, f. 20. maí 1997. 6)
Hinrik Rúnar, f. 19. ágúst 1966,
d. 9. apríl 2016. Eiginkona El-
ínbjörg Katrín Þorvarðardóttir,
f. 19. september 1970. Börn: 1.
Gróa, f. 17. ágúst 2002. 2. Elín,
f. 17. mars 2008. 3. Þorvarður,
f. 6. febrúar 2009.
Gróa ólst upp á Mosvöllum í
Önundarfirði hjá ömmu sinni
og afa, Guðbjörgu og Hjálmari.
Hún var í barnaskóla í sveit Ön-
undarfjarðar.
Gróa fór veturinn 1944-45 í
Héraðsskólann á Laugarvatni
og í Húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði veturinn
1948-49.
Gróa og Haraldur bjuggu all-
an sinn búskap á Grundarstíg 1
á Flateyri ásamt því að búa á
Görðum í Önundarfirði. Þar
voru þau með útgerðaraðstöðu
og fiskvinnslu.
Gróa var gjaldkeri slysa-
varnadeildarinnar Sæljóss á
Flateyri um árabil.
Hún bjó á Flateyri til 1. sept-
ember 2013 að hún flutti í íbúð
eldriborgara á Hlíf I á Ísafirði.
Gróa flutti á hjúkrunarheimilið
Sólvelli á Eyrarbakka 29. júlí
2020. Þar lést hún 10. nóv-
ember.
Útför Gróu fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði 17. nóv-
ember 2020 og var jarðsett í
Flateyrarkirkjugarði 19. nóv-
ember 2020.
dóttir, f. 2. janúar
1952. 2) Guðbjörg
Kristín, f. 3. júlí
1955, d. 2. ágúst
2020. Eiginmaður
Hjálmar Sigurðs-
son, f. 3. maí 1945.
Börn: 1. Sigurður
Jóhann, f. 7. júlí
1979, unnusta
Tiffany Geda-
langa, f. 2. apríl
1978. Dóttir: Ísa-
bella Líf, f. 1. október 2019. 2.
Haraldur, f. 28. nóvember
1980. 3. Ragnheiður Karítas, f.
8. maí 1987, unnusti Hilmar
Guðlaugsson, f. 28. júlí 1980. 3)
Jóna Guðrún, f. 22. nóvember
1956. Eiginmaður Björn Ingi
Bjarnason, f. 7. júlí 1953. Börn:
1. Júlía Bjarney, f. 29. mars
1979. Eiginmaður Þórir Ingv-
arsson, f. 6. febrúar 1982. 2.
Inga Rún, f. 19. september
1980. Eiginmaður Bragi Ólafs-
son, f. 12. febrúar 1981. Börn:
Ólafur, f. 12. janúar 2009,
Björn Ingi, f. 25. september
2011, Lilja, f. 18. desember
2013. 3. Víðir, f. 6. júní 1988.
Sambýliskona Embla Rún
Gunnarsdóttir, f. 31. maí 1993.
4) Gunnhildur Halla, f. 29.
mars 1958, d. 19. ágúst 2011.
Dóttir: Kristrún Una Thorodd-
sen, f. 22. janúar 1987. Faðir
Guðmundur Kristinn Thorodd-
sen, f. 26. nóvember 1962. Eig-
inmaður Kristján Hafliðason, f.
16. nóvember 1984. Börn:
Tristan Berg Arason, f. 6. des-
ember 2008, Alexander, f. 3.
júní 2012, Gunnhildur Björk, f.
5. október 2015. 5) Gróa Guð-
munda, f. 25. ágúst 1961. Eig-
inmaður Pétur Björnsson, f. 13.
nóvember 1964. Börn: 1. Georg
Rúnar Ragnarsson, f. 2. febr-
úar 1982. Eiginkona Kamma
Gróa ólst upp á Mosvöllum í
Önundarfirði hjá ömmu sinni og
afa, Guðbjörgu og Hjálmari.
Hún var í barnaskóla í sveit Ön-
undarfjarðar eins og háttur var
þess tíma. Búið á öllum bæjum
og mörg börn í sveitinni. Sam-
gangur mikill og mynduðust
sterk vináttubönd sem héldu
ævilangt.
Gróa fór veturinn 1944-45 í
Héraðsskólann á Laugarvatni.
Fleiri úr Önundarfirði fóru að
Laugarvatni þann vetur og rifj-
aði hún oft upp þessa tíma og
ræktaði vel vináttutengslin við
skólafélagana. Þá fór Gróa í
Húsmæðraskólann á Laugalandi
í Eyjafirði veturinn 1948-49 og
var sá vetur einnig mjög kær
henni í minningunni. Þar lærði
hún vel til verka en auk þess bjó
hún að því sem amma hennar
hafði kennt henni auk þeirrar
næmni sem henni var gefin í
vöggugjöf.
Gróa og Haraldur bjuggu all-
an sinn búskap á Grundarstíg 1
á Flateyri ásamt því að búa á
Görðum öll sumur í tvo áratugi.
Þar voru þau með útgerðarað-
stöðu og fiskvinnslu. Veiddu og
verkuðu grásleppu og rauðmaga,
harðfisk og hákarl. Allt unnið af
miklum myndarskap.
Gróa var húsmóðir á stóru
heimili þar sem mjög gestkvæmt
var, bæði á Grundarstígnum og
Görðum, enda fátt skemmtilegra
í þeirra tilveru en að taka á móti
gestum af þjóðlegri reisn.
Gróa var virk í félagsstörfum.
Hún var gjaldkeri slysavarna-
deildarinnar Sæljóss á Flateyri
um árabil og öll árin í stjórn
með sínum góðu vinkonum Júl-
íönu Jónsdóttur og Kristínu
Guðmundsdóttur.
Gróa var gullfalleg kona,
bros- og hláturmild. Hún átti
gott með að sjá broslegu hlið-
arnar á lífinu og var ánægjulegt
og kærleiksríkt að verða henni
samferða í gegnum lífið. Gróa
bjó yfir þeirri gjöf að geta hlust-
að af skilningi og dýpt, dóm-
harka var víðs fjarri hennar
huga.
Gróa kunni ógrynni ljóða og
þau Guðmundur Ingi Kristjáns-
son skáld á Kirkjubóli náðu vel
saman í andanum. Orti hann
mörg ljóð til vinkonu sinnar og
vaknaði eitt þeirra vordag í
kaffispjalli á Mosvöllum er Guð-
björg fóstursystir hennar leit
upp í hlíðina og sagði: Þegar
hlíðin fer að gróa, Gróa.
Gróa var jarðsett í Flateyr-
arkirkjugarði 19. nóvember
2020. Þann dag voru nákvæm-
lega 70 ár frá því að Guðmundur
Ingi færði Gróu ljóðið, sem
hljóðar svo:
Þegar hlíðin fer að gróa, Gróa,
gróa lífsins blóm.
Æskan finnur út um holt og móa
enn sinn helgidóm.
Gleym-mér-ei er blá í lautarbarði,
brönugrös um hól.
Varablóm í hlýjum húsagarði
hlær við morgunsól.
Sjáðu, hvernig hlíðarlindin létta
leikur tær og hrein
meðan grænir burknar byrja að
spretta
bak við urðarstein.
Undan vetri lambagrasið lifir
ljóst við holtið autt.
Blóðberg sérðu breiðast grjótið yfir
brúnt og hjartarautt.
Sjáðu, hvernig holtasóley breiðir
hvítu blöðin út
meðan döggvot dúnurt hugann seiðir
dul og niðurlút.
Sjáðu, hvernig fjólan ung og feimin
fer í bláan kjól
meðan ein á bungu, björt og dreymin
brosir melasól.
Sjáðu, hvernig dropi á mosadýi
dýra speglar mynd.
Það er eins og ævintýri stígi
upp úr hverri lind.
Vorið opnar út um holt og móa
enn sinn leyndardóm.
Þegar hlíðin fer að gróa, Gróa,
gróa lífsins blóm.
Hvíl í friði elsku móðir og
tengdamóðir.
Jóna Guðrún Haraldsdóttir,
Björn Ingi Bjarnason.
Elsku Gróa amma. Á meðan
ég sit hér á Ísafirði að skrifa
nokkrar aumar minningarlínur
um þig segir Andri Snær
Magnason í viðtali á Rás 1: Get-
ur markmið okkar í lífinu ekki
bara verið pönnukökur með
ömmu? Hann er að fjalla um
bókina sína, Um tímann og
vatnið.
Við lásum einmitt Um tímann
og vatnið saman síðastliðinn vet-
ur. Við fórum þá í tímaleikinn
sem Andri Snær kynnir í bók-
inni: Þú fæddist árið 1926. Þú
ólst upp hjá Guðbjörgu ömmu
þinni sem fæddist árið 1868 og
var þér svo kær. Þú varst nýbú-
in að hitta barnabarnabarn þitt
sem fæddist haustið 2019 og
verður þá 93 ára árið 2112.
Ímyndið ykkur tímann sem þú
teng(d)ir saman!
Við lásum mikið saman. Og
drukkum gott kaffi yfir inni-
haldsríku daglegu spjalli síðast-
liðna þrjá vetur á Ísafirði.
Ég rifja upp samtal okkar frá
því í lok mars þegar veiran var
að leggjast yfir landið. Við grun-
lausar um framtíðina eins og
gengur.
Ég spyr:
Hvað finnst þér um þessa
kórónuveiru?
Þú svarar:
Ég hugsa nú lítið um hana.
Ég er ekki hrædd.
Ég er komin á aldur þótt ég
fái hana. Tími til að sofna.
Auðvitað er þetta ekkert
skemmtilegt, það er ekki glæsi-
legt að vita af þessu helv…
Svo fórstu með vísu:
Ljósið er dáið og landið er svart.
Í loftinu er ekkert að hanga á.
Mér finnst í sannleika helvíti hart,
að hafa ekki jörð til að ganga á.
Síðan þagðir þú í stutta stund
og raulaðir svo vísuna aftur.
Hlóst dátt, sagðir þetta vera
heimatilbúið lag og vísaðir í Þór-
berg Þórðarson. Baðst mig síð-
an að segja eitthvað skemmti-
legt.
Þannig varst þú, alltaf létt og
brosmild, kunnir ógrynni ljóða
og áttir vísu við hvert tækifæri.
Djúpvitur og húmoristi af
óþekktri sort.
Fyrsta bókin sem ég les eftir
að þú ert dáin er Dýralíf eftir
Auði Övu. Hún er um samband
rúmlega fertugrar konu og
frænku hennar, ömmusystur,
sem lést 93 ára. Sagan er um
ljósið og myrkrið, um undirliggj-
andi vá, og grimmasta dýrið:
Manninn. Höfundur segir í við-
tali um bókina tilgang okkar,
mannsins, kannski vera að vera
glöð og elska.
Við hefðum haft ánægju af að
lesa Dýralíf saman og hlegið af
því að þú varst 93 ára og ég
rúmlega fertug.
Þú fannst ung tilganginn í líf-
inu – að vera glöð og kærleiks-
rík, vera lítillát og æðrulaus,
vera góð móðir, vera sannur vin-
ur og jafningi. Að drekka gott
kaffi með kleinum og glöðu fólki.
Að lesa.
Ég ætla að fá að herma eftir
þér. Fá mér dagatal eins og þú
reifst af á hverjum morgni og
lesa um leið, eins og þú, af
handskrifaða miðanum sem
hékk fyrir neðan dagatalið og á
stóð: „Eitt bros getur dimmu í
dagsljós breytt.“ Þú byrjaðir
nefnilega alla daga á því að
brosa, líka í gegnum tárin.
Elsku Gróa amma,
ljósið er dáið og landið er
svart.
Megi lífsbirta þín lifa og þú
hvíla í friði.
Takk fyrir kaffið.
Þín
Júlía Björnsdóttir.
Það var fyrstu daga haustsins
sem við keyrðum Þrengsli á leið
okkar að Sólvöllum, dvalarheim-
ili á Eyrabakka í heimsókn til
Gróu. Hún var þá komin hingað
suður frá Hlíf á Ísafirði og leiðin
til hennar miklu styttri núna.
Okkur óraði þá ekki fyrir að
Gróa Björnsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GRÓA GUÐMUNDA BJÖRNSDÓTTIR
frá Flateyri,
lést úr Covid-19 á hjúkrunarheimilinu
Sólvöllum á Eyrarbakka þriðjudaginn
10. nóvember. Útför fór fram í kyrrþey frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði þriðjudaginn 17. nóvember.
Jarðsett var í Flateyrarkirkjugarði 19. nóvember.
Jóna Guðrún Haraldsdóttir Björn Ingi Bjarnason
Gróa Guðmunda Haraldsd. Pétur Björnsson
Hjálmar Sigurðsson Elínbjörg Katrín Þorvarðard.
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
JÓHANNA Ó. JÓNSDÓTTIR
frá Hjörsey,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
mánudaginn 23. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 2. desember klukkan 11
að viðstöddum nánustu aðstandendum.
Ólafur Jónsson Jóhanna Bruvik
Ingigerður Jónsdóttir
Guðrún Sigríður Jónsdóttir
Særún Stefánsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR
frá Brú í Biskupstungum,
síðast til heimilis í Álftamýri 30,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 24. nóvember á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
4. desember klukkan 15 að viðstöddum nánustu ættingjum.
Athöfninni verður streymt á www.sonik.is/ingibjorg
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 3. hæð suður á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Sigrún Bjarnadóttir
Karl K. Bjarnason Elín Jónsdóttir
Bjarni E. Bjarnason
Guðlaug M. Valdemarsdóttir Gunnar Þ. Möller
Eiður Valdemarsson Bjarnveig S. Jakobsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SIGURLAUG PÁLSDÓTTIR,
Dúa,
Laugatúni 11, Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Sauðárkróki, sunnudaginn 22. nóvember.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðrún Sighvatsdóttir Ásgrímur Sigurbjörnsson
Páll Sighvatsson Margrét Grétarsdóttir
Gunnlaugur Sighvatsson Elín Gróa Karlsdóttir
og barnabörn
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma, dóttir og systir,
ÞÓRUNN LOVÍSA ÍSLEIFSDÓTTIR,
lést á Landspítala við Hringbraut
fimmtudaginn 19. nóvember. Útförin fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 3.
desember klukkan 13.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir
viðstödd útförina. Hægt verður að nálgast streymi á:
mbl.is/andlat
Ottó R. Jónsson
Arnar Páll Ottósson Hafdís Jónsdóttir
Ásta Pálmey Ottósdóttir Arnar Aðalgeirsson
Alex Ingi Arnarsson Lovísa Mist Arnarsdóttir
Ísleifur Marz Bergsteinsson Andrea Þórðardóttir
Gunnar Örn Ísleifsson