Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁsmundurEinarDaðason barnamálaráð- herra stígur fram með afgerandi hætti í sláandi viðtali í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Í viðtalinu segir hann frá erfiðum uppvexti á brotnu heimili og dregur ekkert und- an. Viðtalið veitir hann í fullu samráði við fjölskyldu sína og ljóst er að það hefur ekki verið léttvægt fyrir hann að veita við- talið, en honum fannst hann knúinn til þess. Í viðtalinu segir Ásmundur að hann vilji segja sögu sína til að útskýra af hverju hann hafi lagt svona mikla áherslu á mál- efni barna og í þeirri von að það gæti hjálpað öðrum í sambæri- legum aðstæðum. Oft burðist fólk með erfiða reynslu úr upp- vexti alla ævi, biturt og reitt. Það sé hins vegar ekkert að því að leita sér hjálpar. „Við sem erum í þessum sporum erum alls staðar í íslensku samfélagi, líka ríkisstjórn Íslands,“ segir hann. Ásmundur er félags- og barnamálaráðherra. Hann er fyrsti ráðherrann með þann tit- il og bað sérstaklega um hann vegna þess að hann ætlaði að setja málefni barna á oddinn. Hann undirbýr nú að leggja fyrir þingið frumvörp með það að markmiði að bylta aðstæðum barna og fjöl- skyldna þeirra. Þar er megináhersla lögð á að veita að- stoð áður en allt er farið á versta veg. Koma eigi með þjónustuna til barna og fjölskyldna, en ekki öfugt. „Börn og fjölskyldur þeirra eiga ekki að þurfa að passa inn í box hinna mismunandi kerfa og bíða eftir að vandinn verði nægilega stór til að fá hjálp,“ segir Ásmundur í viðtalinu. „Ég hef trú á því að ef við náum að byggja upp seiglu hjá börn- um með því að styðja þau þá taki barnið rétta stefnu þegar það eldist og stendur á gatna- mótum í lífi sínu. Við getum gert þetta sem samfélag.“ Þörfin á að veita málefnum barna aukið vægi er brýn. Í við- talinu kemur fram að barna- verndarnefndum hafi borist 1.550 tilkynningar um van- rækslu barna þar sem foreldrar voru í áfengis- og/eða fíkniefna- neyslu á fyrstu níu mánuðum þessa árs og eru það mun fleiri en á sama tíma í fyrra. Tilkynn- ingar um ofbeldi gagnvart börnum voru 31,8% fleiri fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Átak Ásmundar Einars Daðasonar á skilið stuðning á öllum stigum. Verkefnið er sameiginlegt og það er mikið í húfi. Verkefnið er sam- eiginlegt og það er mikið í húfi} Velferð barna Maðurinn hegð-ar sér ekki alltaf skynsamlega og fellur oft fyrir freistingum þegar þær verða á vegi hans. Erfitt getur verið að horfast í augu við slíka veik- leika og sumum eru þeir slíkur þyrnir í augum að forsjárhyggjan brýst fram. Á forsíðu Morgunblaðsins í gær blöstu við tillögur um að leggja vörugjöld á sætindi. Til- lögurnar bera þann virðulega titil „aðgerðaáætlun um beit- ingu efnahagslegra hvata til efl- ingar lýðheilsu“. Einfaldara væri kannski að tala um að- gerðaáætlun um að skattleggja til hlýðni. Áður hefur verið reynt að leggja á sykurskatt án þess að það skilaði tilætluðum árangri. Í skýrslunni er talað um að rann- sókn sýni að hækki verð á gos- drykkjum um einn af hundraði dragist neyslan saman um einn af hundraði. Neysla á gosdrykkjum hefur reyndar verið að dragast saman undanfarin ár án þess að skatt- lagning hafi komið við sögu og má sennilega rekja til þess að fólk hugsi meira um hollustu en áður. Harðast hefur verið gengið fram í að stýra neyslu með sköttum og álögum á áfengi. Ekki skal dregið úr því tjóni sem áfengi veldur í samfélaginu. Það er gríðarlegt. Hins vegar er merkilegt að þegar gjöld á áfengi eru hækkuð er ekki gert ráð fyrir að tekjur ríkisins af sölu þess dragist saman. Og skyldi þó enginn efast um að ráðamenn hafi trú á aðferðinni. Forsjárhyggja er ekki góð og ekki batnar hún þegar hin hvim- leiða sköttunarárátta gerist bólfélagi hennar. Þá er rétt að minna þá, sem fastir eru í for- sjárhyggjufarinu, á að neyslu- stýring með skattlagningu bítur misjafnlega og kemur vitaskuld mest við pyngju hinna efna- minni eins og allir flatir skattar, á meðan hinir efnameiri geta látið sér fátt um finnast. Það getur varla verið ætlunin, nema markmiðið sé að beina spjótum sérstaklega að þeim sem minna hafa á milli handanna. Forsjárhyggja er ekki góð og ekki batnar hún þegar hin hvimleiða skött- unarárátta gerist bólfélagi hennar} Ótæpileg sköttunarárátta Í gær, þann 27. nóvember, boðaði ég til rafræns heilbrigðisþings. Þema þingsins var mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu, með áherslu á tækni og nýsköpun, en þingið í ár er þriðja heilbrigðisþingið sem ég boða til í ráð- herratíð minni sem heilbrigðisráðherra. Við þurfum að styrkja og efla menntun heilbrigð- isstarfsfólks, bæta starfsumhverfi þess, vinna að tryggri mönnun heilbrigðiskerfisins og efla vísindi og nýsköpun, og í ljósi heimsfaraldurs og áhrifa faraldursins þurfum við mögulega að nálgast það markmið með nýjum leiðum. Um þetta var fjallað á heilbrigðisþingi sem fram fór í gær. Um 600 manns fylgdust með þinginu í beinu streymi og fjölmargar spurn- ingar og athugasemdir bárust inn á þingið í gegnum vefinn. Upptöku af þinginu má sjá á vef þingsins, www.heilbrigdisthing.is. Fyrirlesarar og þátttakendur í umræðum komu úr ýmsum áttum; meðal annars frá Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni, heilbrigðisstofnunum og ráðuneytum, landlæknisembættinu, háskólum landsins og úr nýsköp- unargeiranum og það var magnað að heyra hversu mikill kraftur, reynsla og metnaður býr í fagfólkinu okkar. Áhersla á heildræna sýn á viðfangsefnið, aukin þverfag- leg vinna og samvinna, meiri sveigjanleiki, aukin áhersla á nýsköpun og nýtingu tækninnar voru allt atriði sem bar á góma á þinginu og allt eru þetta hugtök sem eru lykilatriði í fámennu samfélagi. Heilbrigðisstefna sem samþykkt var í júní 2019 snert- ir þema heilbrigðisþingsins með beinum hætti í ár. Einn af sjö aðalköflum stefnunnar, Fólkið í forgrunni, fjallar um mannauðinn og gott og öruggt starfsumhverfi sem og mik- ilvægi þess að tryggja örugga mönnun í heil- brigðisþjónustu með vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki. Heilbrigðisstefna er nokkurs konar áttaviti fyrir okkur þegar kemur að þessu en umræðan á þinginu var líka dýrmætt innlegg í þessa umræðu. Ég stefni að því að afrakstur þingsins verði grunnur að þingsályktunartillögu til Alþingis um stofnun landsráðs um mönnun og mennt- un í heilbrigðiskerfinu. Landsráðið hefði það hlutverk að vera ráðgefandi vettvangur um mönnun heilbrigðisþjónustunnar og menntun heilbrigðisstétta. Hugmyndin er sú að í því sitji fulltrúar frá háskólum, heilbrigðisstofn- unum og tengdum stofnunum. Ég er viss um að stofnun ráðsins verður jákvætt skref. Mig langar að þakka öllum sem fylgdust með heil- brigðisþingi fyrir að vera með okkur í gær, hlusta, spyrja spurninga og miðla reynslu sinni. Fyrirlesarar og þátt- takendur eiga svo sérstakar þakkir skildar. Takk fyrir gott og árangursríkt heilbrigðisþing. Heilbrigðisþjón- usta hér eftir sem hingað til byggir á öflugu og vel menntuðu starfsfólki. Menntun og mönnun í heilbrigð- isþjónustu er því eitt mikilvægasta viðfangsefni sam- félagsins til framtíðar. Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilbrigðisþing 2020 Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Orkustofnun hefur frá 2010,að beiðni utanríkisráðu-neytisins, aðstoðað viðmótun, framkvæmd, útboð og eftirlit áætlana á sviði endurnýjan- legrar orku í verkefnum uppbygging- arsjóðs EES. Þau hafa verið í Rúm- eníu, Ungverjalandi, Asóreyjum, Búlgaríu og Póllandi. Námskeið hafa verið haldin og þekkingu miðlað með heimsóknum hópa. Orkuverkefni á tímabilinu 2009- 2014 náðu til Asóreyja, Rúmeníu og Ungverjalands. Fjölmörg íslensk fyrirtæki komu að uppbyggingu hita- veitna í bæjum og borgum, gerð jarð- varmavirkjunar á Asóreyjum og end- urmenntun á sviði jarðhita. Í Rúmeníu var hitaveita byggð í borg- inni Oradea og jarðvarmi nýttur í stað kolakyndingar. Stóru kolaorku- veri var lokað og breytt í gasorkuver. Framlög til orku-, loftslags- og umhverfisáætlunarinnar í Póllandi á tímabilinu 2014-2021 eru þau mestu sem Ísland og Noregur veita innan EES til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Gert er ráð fyrir að vegna hennar verði losun CO2 600.000 tonn á ári þegar verkefnin verða komin í framkvæmd. Megináherslur í samningum hafa verið staðfestar af utanríkisráðuneytum EES-landanna og ráðuneytum viðkomandi landa. Þar hefur verið lögð áhersla á nýt- ingu endurnýjanlegrar orku, meðal annars jarðhita. Samningar við fleiri lönd eru einnig í athugun. Baldur Pétursson, verkefnis- stjóri fjölþjóðlegra verkefna og kynn- ingarmála hjá Orkustofnun, segir að eitt af helstu markmiðum uppbygg- ingarsjóðs EES sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka orku- öryggi. „Aðstoð Íslands við uppbygg- ingu endurnýjanlegrar orku, ekki síst hitun húsa með jarðvarma, getur haft mikil áhrif þar sem hús eru oft hituð upp með kolum,“ segir Baldur. Víða í Póllandi eru gamlar hitaveitur sem brenndu kolum. Nú þarf að uppfæra kerfin, endurnýja lagnir og finna endurnýjanlega orkugjafa í stað kol- anna. Þar er jarðhiti víða nærtæk lausn. „Stærsta lausnin í loftslags- málum Póllands er aukin nýting á endurnýjanlegum orkugjöfum, meðal annars jarðhita sem er víðsvegar að finna í Póllandi,“ segir Baldur. Jafn- framt verkefnum í tengslum við upp- byggingarsjóð EES hefur Orkustofn- un unnið að tvíhliða verkefnum í formi úttekta og stefnumótunar vegna mögulegra verkefna á sviði nýtingar jarðhita. Þau eru m.a. í Rúmeníu, Póllandi og Króatíu og ættu að geta nýst vel við undirbúning stærri fjárfestingar- og útboðsverk- efna. Skýrslur um þessi verkefni má sjá á vef Orkustofnunar (os.is). „Orkustofnun hjálpar þessum löndum að skipuleggja orkuáætlanir sínar, laga þær að tækninni og gera þær þannig að þær henti mark- aðnum,“ segir Baldur. Þegar skipu- lagsvinnunni og undirbúningi er lokið fara þessi verkefni í útboð á almenn- um markaði. Nú stendur slíkt útboð yfir í Póllandi og rennur tilboðs- frestur út 31. desember. „Þar fyrir utan eru mikil tæki- færi fyrir framsækin fyrirtæki á Ís- landi að vinna að slíkum verkefnum í Póllandi í samstarfi við pólsk fyrir- tæki, bæjar- og sveitarfélög og stofn- anir, vegna þess að fyrirliggjandi verkefni eru svo mikil. Þá geta aðilar í Póllandi sótt t.d. í innlenda sjóði í Póllandi og sjóði Evrópusambands- ins, sem veita til orku-, loftslags- og umhverfismála og verið með sam- starfsaðila frá Íslandi,“ segir Baldur. Þekking á beislun jarðhitans nýtist vel Ljósmynd/Exergy SpA Asóreyjar í Atlantshafi Orkustofnun kom meðal annars að beislun jarðhita í Portúgal. Jarðvarmavirkjunin þar fékk styrk frá uppbyggingarsjóði EES. Ísland getur hjálpað öðrum löndum við að draga verulega úr notkun jarð- efnaeldsneytis og fara í staðinn að nota jarðhita. Með því minnkar losun gróðurhúsalofttegunda sem gagnast öllum löndum óháð landamærum. Loftslagsvandinn er eitt stærsta verkefnið sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Sá árangur sem Orkustofnun og íslensk fyrirtæki hafa náð sýnir vel að aðilar frá litlu landi eins og Íslandi geta tekið þátt í stórum alþjóðlegum verkefnum. Þeir geta stýrt slíku starfi með góðu skipulagi og fag- mennsku og haft þannig áhrif á stefnumörkun og fjárframlög til slíkra verkefna í samstarfi stærri landa innan ESB og EES. Ísland getur hjálpað ORKUSKIPTIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.