Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 26

Morgunblaðið - 28.11.2020, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁsmundurEinarDaðason barnamálaráð- herra stígur fram með afgerandi hætti í sláandi viðtali í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Í viðtalinu segir hann frá erfiðum uppvexti á brotnu heimili og dregur ekkert und- an. Viðtalið veitir hann í fullu samráði við fjölskyldu sína og ljóst er að það hefur ekki verið léttvægt fyrir hann að veita við- talið, en honum fannst hann knúinn til þess. Í viðtalinu segir Ásmundur að hann vilji segja sögu sína til að útskýra af hverju hann hafi lagt svona mikla áherslu á mál- efni barna og í þeirri von að það gæti hjálpað öðrum í sambæri- legum aðstæðum. Oft burðist fólk með erfiða reynslu úr upp- vexti alla ævi, biturt og reitt. Það sé hins vegar ekkert að því að leita sér hjálpar. „Við sem erum í þessum sporum erum alls staðar í íslensku samfélagi, líka ríkisstjórn Íslands,“ segir hann. Ásmundur er félags- og barnamálaráðherra. Hann er fyrsti ráðherrann með þann tit- il og bað sérstaklega um hann vegna þess að hann ætlaði að setja málefni barna á oddinn. Hann undirbýr nú að leggja fyrir þingið frumvörp með það að markmiði að bylta aðstæðum barna og fjöl- skyldna þeirra. Þar er megináhersla lögð á að veita að- stoð áður en allt er farið á versta veg. Koma eigi með þjónustuna til barna og fjölskyldna, en ekki öfugt. „Börn og fjölskyldur þeirra eiga ekki að þurfa að passa inn í box hinna mismunandi kerfa og bíða eftir að vandinn verði nægilega stór til að fá hjálp,“ segir Ásmundur í viðtalinu. „Ég hef trú á því að ef við náum að byggja upp seiglu hjá börn- um með því að styðja þau þá taki barnið rétta stefnu þegar það eldist og stendur á gatna- mótum í lífi sínu. Við getum gert þetta sem samfélag.“ Þörfin á að veita málefnum barna aukið vægi er brýn. Í við- talinu kemur fram að barna- verndarnefndum hafi borist 1.550 tilkynningar um van- rækslu barna þar sem foreldrar voru í áfengis- og/eða fíkniefna- neyslu á fyrstu níu mánuðum þessa árs og eru það mun fleiri en á sama tíma í fyrra. Tilkynn- ingar um ofbeldi gagnvart börnum voru 31,8% fleiri fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Átak Ásmundar Einars Daðasonar á skilið stuðning á öllum stigum. Verkefnið er sameiginlegt og það er mikið í húfi. Verkefnið er sam- eiginlegt og það er mikið í húfi} Velferð barna Maðurinn hegð-ar sér ekki alltaf skynsamlega og fellur oft fyrir freistingum þegar þær verða á vegi hans. Erfitt getur verið að horfast í augu við slíka veik- leika og sumum eru þeir slíkur þyrnir í augum að forsjárhyggjan brýst fram. Á forsíðu Morgunblaðsins í gær blöstu við tillögur um að leggja vörugjöld á sætindi. Til- lögurnar bera þann virðulega titil „aðgerðaáætlun um beit- ingu efnahagslegra hvata til efl- ingar lýðheilsu“. Einfaldara væri kannski að tala um að- gerðaáætlun um að skattleggja til hlýðni. Áður hefur verið reynt að leggja á sykurskatt án þess að það skilaði tilætluðum árangri. Í skýrslunni er talað um að rann- sókn sýni að hækki verð á gos- drykkjum um einn af hundraði dragist neyslan saman um einn af hundraði. Neysla á gosdrykkjum hefur reyndar verið að dragast saman undanfarin ár án þess að skatt- lagning hafi komið við sögu og má sennilega rekja til þess að fólk hugsi meira um hollustu en áður. Harðast hefur verið gengið fram í að stýra neyslu með sköttum og álögum á áfengi. Ekki skal dregið úr því tjóni sem áfengi veldur í samfélaginu. Það er gríðarlegt. Hins vegar er merkilegt að þegar gjöld á áfengi eru hækkuð er ekki gert ráð fyrir að tekjur ríkisins af sölu þess dragist saman. Og skyldi þó enginn efast um að ráðamenn hafi trú á aðferðinni. Forsjárhyggja er ekki góð og ekki batnar hún þegar hin hvim- leiða sköttunarárátta gerist bólfélagi hennar. Þá er rétt að minna þá, sem fastir eru í for- sjárhyggjufarinu, á að neyslu- stýring með skattlagningu bítur misjafnlega og kemur vitaskuld mest við pyngju hinna efna- minni eins og allir flatir skattar, á meðan hinir efnameiri geta látið sér fátt um finnast. Það getur varla verið ætlunin, nema markmiðið sé að beina spjótum sérstaklega að þeim sem minna hafa á milli handanna. Forsjárhyggja er ekki góð og ekki batnar hún þegar hin hvimleiða skött- unarárátta gerist bólfélagi hennar} Ótæpileg sköttunarárátta Í gær, þann 27. nóvember, boðaði ég til rafræns heilbrigðisþings. Þema þingsins var mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu, með áherslu á tækni og nýsköpun, en þingið í ár er þriðja heilbrigðisþingið sem ég boða til í ráð- herratíð minni sem heilbrigðisráðherra. Við þurfum að styrkja og efla menntun heilbrigð- isstarfsfólks, bæta starfsumhverfi þess, vinna að tryggri mönnun heilbrigðiskerfisins og efla vísindi og nýsköpun, og í ljósi heimsfaraldurs og áhrifa faraldursins þurfum við mögulega að nálgast það markmið með nýjum leiðum. Um þetta var fjallað á heilbrigðisþingi sem fram fór í gær. Um 600 manns fylgdust með þinginu í beinu streymi og fjölmargar spurn- ingar og athugasemdir bárust inn á þingið í gegnum vefinn. Upptöku af þinginu má sjá á vef þingsins, www.heilbrigdisthing.is. Fyrirlesarar og þátttakendur í umræðum komu úr ýmsum áttum; meðal annars frá Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni, heilbrigðisstofnunum og ráðuneytum, landlæknisembættinu, háskólum landsins og úr nýsköp- unargeiranum og það var magnað að heyra hversu mikill kraftur, reynsla og metnaður býr í fagfólkinu okkar. Áhersla á heildræna sýn á viðfangsefnið, aukin þverfag- leg vinna og samvinna, meiri sveigjanleiki, aukin áhersla á nýsköpun og nýtingu tækninnar voru allt atriði sem bar á góma á þinginu og allt eru þetta hugtök sem eru lykilatriði í fámennu samfélagi. Heilbrigðisstefna sem samþykkt var í júní 2019 snert- ir þema heilbrigðisþingsins með beinum hætti í ár. Einn af sjö aðalköflum stefnunnar, Fólkið í forgrunni, fjallar um mannauðinn og gott og öruggt starfsumhverfi sem og mik- ilvægi þess að tryggja örugga mönnun í heil- brigðisþjónustu með vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki. Heilbrigðisstefna er nokkurs konar áttaviti fyrir okkur þegar kemur að þessu en umræðan á þinginu var líka dýrmætt innlegg í þessa umræðu. Ég stefni að því að afrakstur þingsins verði grunnur að þingsályktunartillögu til Alþingis um stofnun landsráðs um mönnun og mennt- un í heilbrigðiskerfinu. Landsráðið hefði það hlutverk að vera ráðgefandi vettvangur um mönnun heilbrigðisþjónustunnar og menntun heilbrigðisstétta. Hugmyndin er sú að í því sitji fulltrúar frá háskólum, heilbrigðisstofn- unum og tengdum stofnunum. Ég er viss um að stofnun ráðsins verður jákvætt skref. Mig langar að þakka öllum sem fylgdust með heil- brigðisþingi fyrir að vera með okkur í gær, hlusta, spyrja spurninga og miðla reynslu sinni. Fyrirlesarar og þátt- takendur eiga svo sérstakar þakkir skildar. Takk fyrir gott og árangursríkt heilbrigðisþing. Heilbrigðisþjón- usta hér eftir sem hingað til byggir á öflugu og vel menntuðu starfsfólki. Menntun og mönnun í heilbrigð- isþjónustu er því eitt mikilvægasta viðfangsefni sam- félagsins til framtíðar. Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilbrigðisþing 2020 Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Orkustofnun hefur frá 2010,að beiðni utanríkisráðu-neytisins, aðstoðað viðmótun, framkvæmd, útboð og eftirlit áætlana á sviði endurnýjan- legrar orku í verkefnum uppbygging- arsjóðs EES. Þau hafa verið í Rúm- eníu, Ungverjalandi, Asóreyjum, Búlgaríu og Póllandi. Námskeið hafa verið haldin og þekkingu miðlað með heimsóknum hópa. Orkuverkefni á tímabilinu 2009- 2014 náðu til Asóreyja, Rúmeníu og Ungverjalands. Fjölmörg íslensk fyrirtæki komu að uppbyggingu hita- veitna í bæjum og borgum, gerð jarð- varmavirkjunar á Asóreyjum og end- urmenntun á sviði jarðhita. Í Rúmeníu var hitaveita byggð í borg- inni Oradea og jarðvarmi nýttur í stað kolakyndingar. Stóru kolaorku- veri var lokað og breytt í gasorkuver. Framlög til orku-, loftslags- og umhverfisáætlunarinnar í Póllandi á tímabilinu 2014-2021 eru þau mestu sem Ísland og Noregur veita innan EES til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Gert er ráð fyrir að vegna hennar verði losun CO2 600.000 tonn á ári þegar verkefnin verða komin í framkvæmd. Megináherslur í samningum hafa verið staðfestar af utanríkisráðuneytum EES-landanna og ráðuneytum viðkomandi landa. Þar hefur verið lögð áhersla á nýt- ingu endurnýjanlegrar orku, meðal annars jarðhita. Samningar við fleiri lönd eru einnig í athugun. Baldur Pétursson, verkefnis- stjóri fjölþjóðlegra verkefna og kynn- ingarmála hjá Orkustofnun, segir að eitt af helstu markmiðum uppbygg- ingarsjóðs EES sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka orku- öryggi. „Aðstoð Íslands við uppbygg- ingu endurnýjanlegrar orku, ekki síst hitun húsa með jarðvarma, getur haft mikil áhrif þar sem hús eru oft hituð upp með kolum,“ segir Baldur. Víða í Póllandi eru gamlar hitaveitur sem brenndu kolum. Nú þarf að uppfæra kerfin, endurnýja lagnir og finna endurnýjanlega orkugjafa í stað kol- anna. Þar er jarðhiti víða nærtæk lausn. „Stærsta lausnin í loftslags- málum Póllands er aukin nýting á endurnýjanlegum orkugjöfum, meðal annars jarðhita sem er víðsvegar að finna í Póllandi,“ segir Baldur. Jafn- framt verkefnum í tengslum við upp- byggingarsjóð EES hefur Orkustofn- un unnið að tvíhliða verkefnum í formi úttekta og stefnumótunar vegna mögulegra verkefna á sviði nýtingar jarðhita. Þau eru m.a. í Rúmeníu, Póllandi og Króatíu og ættu að geta nýst vel við undirbúning stærri fjárfestingar- og útboðsverk- efna. Skýrslur um þessi verkefni má sjá á vef Orkustofnunar (os.is). „Orkustofnun hjálpar þessum löndum að skipuleggja orkuáætlanir sínar, laga þær að tækninni og gera þær þannig að þær henti mark- aðnum,“ segir Baldur. Þegar skipu- lagsvinnunni og undirbúningi er lokið fara þessi verkefni í útboð á almenn- um markaði. Nú stendur slíkt útboð yfir í Póllandi og rennur tilboðs- frestur út 31. desember. „Þar fyrir utan eru mikil tæki- færi fyrir framsækin fyrirtæki á Ís- landi að vinna að slíkum verkefnum í Póllandi í samstarfi við pólsk fyrir- tæki, bæjar- og sveitarfélög og stofn- anir, vegna þess að fyrirliggjandi verkefni eru svo mikil. Þá geta aðilar í Póllandi sótt t.d. í innlenda sjóði í Póllandi og sjóði Evrópusambands- ins, sem veita til orku-, loftslags- og umhverfismála og verið með sam- starfsaðila frá Íslandi,“ segir Baldur. Þekking á beislun jarðhitans nýtist vel Ljósmynd/Exergy SpA Asóreyjar í Atlantshafi Orkustofnun kom meðal annars að beislun jarðhita í Portúgal. Jarðvarmavirkjunin þar fékk styrk frá uppbyggingarsjóði EES. Ísland getur hjálpað öðrum löndum við að draga verulega úr notkun jarð- efnaeldsneytis og fara í staðinn að nota jarðhita. Með því minnkar losun gróðurhúsalofttegunda sem gagnast öllum löndum óháð landamærum. Loftslagsvandinn er eitt stærsta verkefnið sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Sá árangur sem Orkustofnun og íslensk fyrirtæki hafa náð sýnir vel að aðilar frá litlu landi eins og Íslandi geta tekið þátt í stórum alþjóðlegum verkefnum. Þeir geta stýrt slíku starfi með góðu skipulagi og fag- mennsku og haft þannig áhrif á stefnumörkun og fjárframlög til slíkra verkefna í samstarfi stærri landa innan ESB og EES. Ísland getur hjálpað ORKUSKIPTIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.