Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 um björgunarsveitarmálin. Það þurfti að bæta þekkingu og búnað og þegar þetta var komið vel á veg gengu flestir í Slysavarnafélagið og þá var tilganginum náð.“ Friðjón hélt áfram eftir að suður var komið og gekk í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og eftir tvö ár varð hann formaður og var það næstu sjö árin. Núna er allt komið undir einn hatt í Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hjónin eru miklir Norðfirðingar þótt þau hafi búið á höfuðborgar- svæðinu í 37 ár. „Við reynum að fara a.m.k. einu sinni á ári austur,“ segir Friðjón, en hann hefur líka tekið að sér verkefni í húsasmíðinni fyrir austan. „Ég lærði hjá mági mínum fagið og hann hefur stundum sam- band við mig ef eitthvað þarf að gera og vantar mann.“ Fjölskylda Eiginkona Friðjóns er Petrún Ingibjörg Jörgensen, f. 23.10. 1953, sjúkraliði. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Jörgensen, f. 29.10. 1914, d. 5.5. 1984, og Sigrún J. Jörg- ensen, f. 21.10. 1921, d. 29.8. 2008, húsfreyja. Þau bjuggu í Nes- kaupstað. Börn Friðjóns og Petrún- ar eru Björn Gunnar Karlsson, f. 14.7. 1966, sem þau tóku í fóstur; Eyrún Ósk, f. 13.11. 1973; Eva Björk, f. 9.2. 1975; Andrés Viðar, f. 1.8. 1977, og Sveinn Ómar, f. 29.10. 1987. Barnabörn Friðjóns og Pet- rúnar eru orðin fjórtán og barna- barnabörnin fimm. Systkini Friðjóns eru Ragnhildur, f. 27.3. 1954; Sigurgeir, f. 1.4. 1957, og hálfsystir sammæðra, Sigrún Sigríður, f. 15.1. 1945, d. 27.5. 1945. Foreldrar Friðjóns eru hjónin Skúli Norðfjörð Jónsson, f. 6.7. 1915, d. 4.10. 1980, bóndi á Miðbæ í Norðfirði, f. 6. júlí 1915, d. 4. okt 1980, og Jóna Sigurgeirsdóttir, f. 28.3. 1919, d. 19.9. 2010, húsfreyja í Miðbæ. Friðjón Skúlason Elín Guðmundsdóttir húsmóðir Ölvesholti, Árn. Bjarni Bjarnason bóndi Ölvesholti, Árn. Sigurlín Bjarnardóttir Björgvin, Eyrarbakka Sigurgeir Ólafsson Björgvin, Eyrarbakka Jóna Sigurgeirsdóttir húsmóðir, Miðbæ Norðfirði Ragnhildur Ísleifsdóttir húsmóðir, Hreiðurborg í Flóa Ólafur Jóhannesson bóndi, Hreiðurborg í Flóa Ástrún Friðriksdóttir húsmóðir Þverfelli, Lundarreykjadal Björn Sveinbjörnsson bóndi Þverfelli, Lundarreykjadal Sigríður Guðlaug Björnsdóttir húsmóðir,Miðbæ Jón Björnsson bóndi,Miðbæ Helga Hildibrandsdóttir húsmóðir, Stórugróf,Norðfirði Björn Jónsson bóndi, Stórugróf,Norðfirði Úr frændgarði Friðriks Skúlasonar Skúli Norðfjörð Jónsson bóndi,Miðbæ Norðfirði Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER LÍKLEGA MJÖG ÓÞÆGILEGT EN VIÐ ÞURFUM ÞÆR SEM SÖNNUNARGÖGN.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... óttalaus. ÉG ER AÐ STILLA VEKJARAKLUKKUNA APRÍL HLJÓMAR VEL TIKK TIKK TIKK TIKK HRÓLFUR, VAKNAÐU! MAMMA ER RÉTT ÓKOMIN! „ÉG GÆTI SENT ÞIG Í SNEIÐMYNDATÖKU EN ÞAÐ ER ALLT FARIÐ Í HUND OG KÖTT Á DEILDINNI.” Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Mökkur úr reykháfi rýkur. Sá rosaleg andþrengsli hefur. Snjór, sem um foldina fýkur. Fýr þennan sviti umvefur. Her kemur lausn Þorgerðar Hafstað: Reykjarkóf um himin hrærist, hósti þurr með kóf og veiru, kóf og þoka um fjörðinn færist, flæðir sviti um bólgin eyru. Helgi R. Einarsson svarar: Reykjarkóf kallað það er. Kófið er andþrengsli hér. Í snjókófi’ úr augum vart sér. Svitakóf hentar ei mér. Þessi er lausn Guðrúnar B.: Reykjarkóf úr strompi streymdi. Stúlkan nær í kófi lést. Í snjókófinu galla gleymdi. Á gymæfingu kófsveitt best. Svona er lausnin frá Hörpu á Hjarðarfelli: Reykjarkóf úr háfi rýkur rosa „kóf“ um heiminn fer. Mjallarkóf um foldu fýkur Fýrinn kófsveittur er hér. Eysteinn Pétursson svarar: Kófið úr reykháfi rýkur. Rosalegt kóf er í mér. Hríðarkóf húðina strýkur. Um hlaupara kóf leggja fer. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Úr strompinum reykjarkóf rýkur. Rosaleg andkóf hann tekur. Snækóf um foldina fýkur. Af fýr þessum svitakóf lekur. Þá er limra: Trumpur, sá bíræfni bófi, blekkinga þyrlar upp kófi, en kjassmáll og kænn, kurteis og vænn, sigra mun syfjaði Jói. Síðan er ný gáta eftir Guð- mund: Löngum háir leti mér, ljóðagerð úr skorðum fer, bráðlega skal bætt úr því, blasir hér við gáta ný: Hæð ei stóra hér má sjá. Hreppur á Austurlandi þá. Býsna algengt bókum á. Bæir þetta heiti fá. Gömul vísa í lokin: Þó ég sé að gera mér glatt gulls við eyju bjarta, það veit Guð ég segi það satt sorg býr mér í hjarta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það kófar fram af fjallinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.