Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kynstrin öll af sörum, mar- engstertum, kleinum, smákökum og öðru góðgæti eiga nú í morgunsárið að vera tilbúnar eftir næturstarf kvenfélagskvenna. Áheitabakstur undir merkjum Kvenfélaga- sambands Íslands, í tilefni af 90 ára afmæli þess, hófst klukkan 18 í gær- kvöldi í framleiðslueldhúsi í Kópa- vogi og stendur til sama tíma í dag. Einnig baka kvenfélagskonur um land allt, hver í sinni sveit. Afrakstur starfsins verður í dag seldur, meðal annars í Jólaþorpinu í Hafnarfirði auk þess sem hægt verður að panta bakkelsi á vefnum gjoftilallra- kvenna. Ágóða af áheitabakstrinum stend- ur til að verja í kaup á tækjum og til að styrkja nettengingar frá heil- brigðsstofnunum út um land við kvennadeild Landspítalans. Með því á að bæta heilsuvernd kvenna. Að sögn Jennýjar Jóakimsdóttur hjá Kvenfélagasambandinu kemur áheitabakstur á netinu meðal annars í stað ýmissa söfnunarverkefna sem áformuð voru á árinu, en fyrir tók vegna sóttvarna. „Okkar kjörorð í þessu verkefni er að baka betra samfélag og slíkt mun okkur tak- ast,“ segir Jenný og enn fremur: „Þetta er heilmikið ævintýri og góð stemning í hópnum. Alls taka um 30 konur þátt í bakstrinum hér í Kópavogi, en þó verða aldrei fleiri en tíu í húsi í einu, reglum samkvæmt. Og hér er mikið í gangi, en birgjar hafa lagt okkur til og gefið alls 50 kíló af hveiti, jafn mikið af sykri og eggin sem við fengum eru um 600. Úr slíku má mikið gera.“ sbs@mbl.is Kvenfélagskonur baka í sólarhring  Sörur og marengs  Fyrir betra samfélag  600 egg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bakstur Hér má sjá nokkrar kvenfélagskonur sem bökuðu í gærkvöldi. Jenný segir um heilmikið ævintýri að ræða. Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita samtals fimm milljónir króna til tíu innlendra hjálparsamtaka. Sú venja hefur skapast að hún styrki slík samtök í aðdraganda jóla. Þau sem fá styrk eru Fjölskyldu- hjálp Íslands, Hjálparstarf kirkj- unnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Rauði krossinn á Íslandi og Sam- hjálp. Þá hefur félagsmálaráðuneytið styrkt fjölda félaga- og góðgerðar- samtaka til að takast á við afleið- ingar kórónuveirunnar á árinu og fyrrnefnd samtök fengið tæpar 32 milljónir króna til að mæta afleið- ingum faraldursins. Hjálparstarf kirkjunnar mun taka við umsóknum frá barna- fjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu sinni, Háaleitisbraut 66, neðri hæð 1., 2., 3. og 4. desember kl. 11-15. Á Suðurnesjum verður tekið á móti umsóknum í Keflavíkurkirkju 1., 3. og 8. desember kl. 9-11 og í Ytri- Njarðvíkurkirkju 2., 3., og 9. des- ember kl. 9-11. Einnig er hægt að sækja um aðstoð á heimasíðu Hjálp- arstarfs kirkjunnar www.hjalpar- starfkirkjunnar.is til 11. desember. gudni@mbl.is Ríkisstjórnin styrkti tíu hjálparsamtök Icetug hefur í ár selt tvo af öflugum dráttarbátum sínum. Fyrst fór Tog- arinn til nýrra eigenda og í haust var Grettir sterki einnig seldur. Nafnið hverfur þó ekki úr flotanum, því dráttarbáturinn Herkúles fær nafn Grettis. Aðlögun að nýjum aðstæðum Ægir Örn Valgeirsson, stjórnar- formaður Icetug og framkvæmda- stjóri Skipaþjónustu Íslands, segir að komum skemmtiferðaskipa hafi fækkað gríðarlega í ár. Þeir eins og aðrir rekstraraðilar hafi þurft að laga sig að nýjum aðstæðum eftir að kórónufaraldurinn skall á. Erfið samkeppnisstaða gagnvart Faxa- flóahöfnum kalli einnig á endurmat, en fyrir ári kom nýr Magni til Faxa- flóahafna og var kaupverð hans röskur milljarður. Icetug keypti þrjá öfluga dráttar- báta frá Hollandi 2018 og fengu þeir nöfnin Herkúles, Grettir og Kol- beinn grön. Bátarnir eru smíðaðir í Hollandi 1998, 30 metrar að lengd og átta metra breiðir. Síðasta verkefni Grettis undir íslenskum fána var að draga Eldborg í brotajárn í Belgíu. Á 50 árum í íslenska flotanum bar skipið einnig nöfnin Baldur, Hafþór og Skutull og var m.a. notað sem varðskip, á rækjuveiðum og við haf- rannsóknir. Ægir Örn segir að þegar skipin komu til Belgíu hafi þeir fengið til- boð í Gretti, sem ekki hafi verið hægt að hafna. Nýir eigendur hygg- ist m.a. nota skipið í verkefni í Afr- íku. Nafnið Grettir hafi verið búið að stimpla sig inn og hafi því verið ákveðið að láta nafnið Herkúles víkja. aij@mbl.is Morgunblaðið/sisi Nýtt nafn Grettir sterki, áður Herkúles, við bryggju í Reykjavík. Herkúles víkur fyrir Gretti sterka  Icetug hefur selt tvö dráttarskip í ár Embætti forseta- ritara hefur verið auglýst laust til umsóknar. Í sam- tali við mbl.is staðfestir Örn- ólfur Thorsson forsetaritari að hann muni hverfa til annarra starfa, eftir 21 ár hjá embættinu. Lýkur hann störfum 1. mars á næsta ári, en Örnólfur segist verða nýjum forsetaritara innan handar til 1. ágúst. Örnólfur var ráð- inn sem sérfræðingur á skrifstofu forseta árið 1999, en var skipaður forsetaritari árið 2005. Í auglýsingunni kemur fram að forsetaritari stýri embætti forseta Íslands undir yfirstjórn forseta. Fel- ur það m.a. í sér stjórn fjármála, mannauðs og daglegum störfum á skrifstofu forseta og Bessastöðum. Einnig samskipti við ýmsa aðila. Örnólfu Thorsson Örnólfur að hætta sem forsetaritari Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is BLACK FRIDAY 30-70% AFSL. ÚT 1. DESEMBER Skoðið // hjahrafnhildi.is MOSMOSH JAKKI VERÐ: 60.980 NÚ: 42.686 er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 20% afsláttur af öllum fatnaði í dag Opið 11-15 Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS TRAUST Í 80 ÁR YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL SMARTLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.