Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 28.11.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kynstrin öll af sörum, mar- engstertum, kleinum, smákökum og öðru góðgæti eiga nú í morgunsárið að vera tilbúnar eftir næturstarf kvenfélagskvenna. Áheitabakstur undir merkjum Kvenfélaga- sambands Íslands, í tilefni af 90 ára afmæli þess, hófst klukkan 18 í gær- kvöldi í framleiðslueldhúsi í Kópa- vogi og stendur til sama tíma í dag. Einnig baka kvenfélagskonur um land allt, hver í sinni sveit. Afrakstur starfsins verður í dag seldur, meðal annars í Jólaþorpinu í Hafnarfirði auk þess sem hægt verður að panta bakkelsi á vefnum gjoftilallra- kvenna. Ágóða af áheitabakstrinum stend- ur til að verja í kaup á tækjum og til að styrkja nettengingar frá heil- brigðsstofnunum út um land við kvennadeild Landspítalans. Með því á að bæta heilsuvernd kvenna. Að sögn Jennýjar Jóakimsdóttur hjá Kvenfélagasambandinu kemur áheitabakstur á netinu meðal annars í stað ýmissa söfnunarverkefna sem áformuð voru á árinu, en fyrir tók vegna sóttvarna. „Okkar kjörorð í þessu verkefni er að baka betra samfélag og slíkt mun okkur tak- ast,“ segir Jenný og enn fremur: „Þetta er heilmikið ævintýri og góð stemning í hópnum. Alls taka um 30 konur þátt í bakstrinum hér í Kópavogi, en þó verða aldrei fleiri en tíu í húsi í einu, reglum samkvæmt. Og hér er mikið í gangi, en birgjar hafa lagt okkur til og gefið alls 50 kíló af hveiti, jafn mikið af sykri og eggin sem við fengum eru um 600. Úr slíku má mikið gera.“ sbs@mbl.is Kvenfélagskonur baka í sólarhring  Sörur og marengs  Fyrir betra samfélag  600 egg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bakstur Hér má sjá nokkrar kvenfélagskonur sem bökuðu í gærkvöldi. Jenný segir um heilmikið ævintýri að ræða. Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita samtals fimm milljónir króna til tíu innlendra hjálparsamtaka. Sú venja hefur skapast að hún styrki slík samtök í aðdraganda jóla. Þau sem fá styrk eru Fjölskyldu- hjálp Íslands, Hjálparstarf kirkj- unnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Rauði krossinn á Íslandi og Sam- hjálp. Þá hefur félagsmálaráðuneytið styrkt fjölda félaga- og góðgerðar- samtaka til að takast á við afleið- ingar kórónuveirunnar á árinu og fyrrnefnd samtök fengið tæpar 32 milljónir króna til að mæta afleið- ingum faraldursins. Hjálparstarf kirkjunnar mun taka við umsóknum frá barna- fjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu sinni, Háaleitisbraut 66, neðri hæð 1., 2., 3. og 4. desember kl. 11-15. Á Suðurnesjum verður tekið á móti umsóknum í Keflavíkurkirkju 1., 3. og 8. desember kl. 9-11 og í Ytri- Njarðvíkurkirkju 2., 3., og 9. des- ember kl. 9-11. Einnig er hægt að sækja um aðstoð á heimasíðu Hjálp- arstarfs kirkjunnar www.hjalpar- starfkirkjunnar.is til 11. desember. gudni@mbl.is Ríkisstjórnin styrkti tíu hjálparsamtök Icetug hefur í ár selt tvo af öflugum dráttarbátum sínum. Fyrst fór Tog- arinn til nýrra eigenda og í haust var Grettir sterki einnig seldur. Nafnið hverfur þó ekki úr flotanum, því dráttarbáturinn Herkúles fær nafn Grettis. Aðlögun að nýjum aðstæðum Ægir Örn Valgeirsson, stjórnar- formaður Icetug og framkvæmda- stjóri Skipaþjónustu Íslands, segir að komum skemmtiferðaskipa hafi fækkað gríðarlega í ár. Þeir eins og aðrir rekstraraðilar hafi þurft að laga sig að nýjum aðstæðum eftir að kórónufaraldurinn skall á. Erfið samkeppnisstaða gagnvart Faxa- flóahöfnum kalli einnig á endurmat, en fyrir ári kom nýr Magni til Faxa- flóahafna og var kaupverð hans röskur milljarður. Icetug keypti þrjá öfluga dráttar- báta frá Hollandi 2018 og fengu þeir nöfnin Herkúles, Grettir og Kol- beinn grön. Bátarnir eru smíðaðir í Hollandi 1998, 30 metrar að lengd og átta metra breiðir. Síðasta verkefni Grettis undir íslenskum fána var að draga Eldborg í brotajárn í Belgíu. Á 50 árum í íslenska flotanum bar skipið einnig nöfnin Baldur, Hafþór og Skutull og var m.a. notað sem varðskip, á rækjuveiðum og við haf- rannsóknir. Ægir Örn segir að þegar skipin komu til Belgíu hafi þeir fengið til- boð í Gretti, sem ekki hafi verið hægt að hafna. Nýir eigendur hygg- ist m.a. nota skipið í verkefni í Afr- íku. Nafnið Grettir hafi verið búið að stimpla sig inn og hafi því verið ákveðið að láta nafnið Herkúles víkja. aij@mbl.is Morgunblaðið/sisi Nýtt nafn Grettir sterki, áður Herkúles, við bryggju í Reykjavík. Herkúles víkur fyrir Gretti sterka  Icetug hefur selt tvö dráttarskip í ár Embætti forseta- ritara hefur verið auglýst laust til umsóknar. Í sam- tali við mbl.is staðfestir Örn- ólfur Thorsson forsetaritari að hann muni hverfa til annarra starfa, eftir 21 ár hjá embættinu. Lýkur hann störfum 1. mars á næsta ári, en Örnólfur segist verða nýjum forsetaritara innan handar til 1. ágúst. Örnólfur var ráð- inn sem sérfræðingur á skrifstofu forseta árið 1999, en var skipaður forsetaritari árið 2005. Í auglýsingunni kemur fram að forsetaritari stýri embætti forseta Íslands undir yfirstjórn forseta. Fel- ur það m.a. í sér stjórn fjármála, mannauðs og daglegum störfum á skrifstofu forseta og Bessastöðum. Einnig samskipti við ýmsa aðila. Örnólfu Thorsson Örnólfur að hætta sem forsetaritari Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is BLACK FRIDAY 30-70% AFSL. ÚT 1. DESEMBER Skoðið // hjahrafnhildi.is MOSMOSH JAKKI VERÐ: 60.980 NÚ: 42.686 er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 20% afsláttur af öllum fatnaði í dag Opið 11-15 Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS TRAUST Í 80 ÁR YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.