Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 1
„Hér hefur
runnið mengunin
úr bílhræjum frá
fyrsta degi. Þetta
liggur í jarðveg-
inum, stundum
er hún ósýnileg
en hún er samt
skaðleg,“ segir
listamaðurinn
Tolli Morthens
um starfsemi Vöku í Laugarnesi.
Tolli hefur um árabil verið með
vinnustofu við Héðinsgötu en hefur
nú gefist upp á samneytinu við
Vöku og er á förum. „Þetta fyrir-
tæki er ekki einu sinni með starfs-
leyfi,“ segir Tolli og kveðst ósáttur
við aðgerðaleysi yfirvalda. »4
Ósáttur við Vöku og
flytur vinnustofuna
Tolli
Morthens
M Á N U D A G U R 1 4. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 294. tölublað 108. árgangur
VILL SJÁ SAM-
GÖNGUVENJUR
BREYTAST
FAGNAR
SJÖTUGS-
AFMÆLI
LÁTI ÓTTA OG
KVÍÐA EKKI
STÖÐVA SIG
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR 24 KENNIR BÖRNUM 29
Þvörusleikir kemur í kvöld
10 dagartil jóla
jolamjolk.is
Hálendisþjóðgarður umdeildur
Samþykki ekki, segir Njáll Trausti Samtalið hefur mistekist, segir formaður
Framsóknar Meirihluti sveitarstjórnar Hrunamannahrepps riðlast í afstöðu
„Ég samþykki ekki frumvarpið
eins og það liggur fyrir núna,“ segir
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks. Hann telur að
ekki sé horft heildstætt til þeirra víð-
tæku hagsmuna, t.d. í orkumálum,
sem hálendisþjóðgarður snertir. Sig-
urður Ingi Jóhannsson, samgöngu-
ráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, segir samtal við fólk sem
kunnugt sé staðháttum á hálendinu
og sinni vörslu þess vel hafa mistek-
ist. Í sveitunum, til dæmis á Suður-
landi, sé mikil andstaða við málið.
Í Hrunamannahreppi gerðist það
fyrir helgina að blokkir í sveitar-
stjórn riðluðust í bókunum um þjóð-
garðsmál. Einn úr þriggja manna
meirihluta H-lista skrifaði upp á bók-
un sjálfstæðismanna, sem eru and-
vígir. Jón Bjarnason, oddviti þeirra,
segir mörgum spurningum um þjóð-
garð ósvarað, svo sem um forræði yf-
ir þjóðlendum. Halldóra Hjörleifs-
dóttir frá H-lista og oddviti
sveitarfélagsins segir þjóðgarð hins
vegar til þess fallinn að efla byggðina,
enda sé fundin viðunandi lausn fyrir
sveitarfélögin á fyrirkomulagi skipu-
lagsmála.
Ásmundur Friðriksson alþingis-
maður spyr í aðsendri grein í blaðinu
hverju þjóðgarðurinn muni raun-
verulega skila fyrir þjóðarbúið.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Andstaða er innan Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks við frum-
varp Guðmundar Inga Guðbrands-
sonar umhverfisráðherra um
hálendisþjóðgarð. Frumvarpið var
lagt fram á Alþingi fyrir nokkrum
dögum og framundan er þá umfjöllun
úti í samfélaginu og í þingnefndum,
áður en til afgreiðslu kemur. MSterk andstaða »6, 15
lægðir eru fljótar að eflast og gera usla með stormi og þaðan
af verri töktum. Áfram má búast við mildu veðri á landinu og
hitinn fer nærri 10 stigum samkvæmt veðurspá dagsins í dag.
Í litbrigðum skammdegissólar lá skútan mjúklega úti við
bauju í Hafnarfjarðarhöfn. Lygnt var í veðri, sem getur
reyndar verið blekkjandi á þessum tíma árs því lymskufullar
Búast má við veðráttu á þessum nótum fram í vikuna, sem
bæði bætir og kætir og flytur sól í sinni sem ekki veitir af nú
þegar birtu nýtur aðeins í skamma stund dag hvern.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Falleg skúta í skammdegissól
Meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar leggur til að bílaleigum
verði veittur afsláttur af vöru-
gjöldum bíla árin 2021 og 2022.
Lækkunin er á þá leið að skráð
losun koltvísýrings verður lækkuð
um 30% áður en til álagningar
vörugjalds kemur – þ.e. greidd
verða vörugjöld líkt og koltvísýr-
ingsútblástur sé 30% minni en
hann er í raun. Getur afslátturinn
að hámarki numið 400.000 krónum
af hverjum bíl. Þá er hann háður
þeim skilyrðum að tiltekið hlutall
nýskráðra bíla hjá fyrirtæki, 15%
árið 2021 og 25% árið 2022, séu
vistvænir, þ.e. rafmagns-, vetnis-
eða tengiltvinnbílar. Óli Björn
Kárason, formaður efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis, segir
að með þessu sé bílaleigum gert
auðveldara fyrir að endurnýja
bílaflota sinn með skynsamlegum
hætti. Endurnýjun flotans snúist
um umferðaröryggi auk þess sem
nýir bílar, þótt bensínbílar séu,
séu jafnan umhverfisvænni en
eldri.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, fagnar breytingartillög-
unni enda höfðu samtökin viðrað
svipaðar hugmyndir í umsögn
sinni. alexander@mbl.is »4
Morgunblaðið/Eggert
Bílaleigur Auðvelda á bílaleigum
hér á landi að endurnýja flotann.
Bílaleigum veittur afsláttur
Vörugjöld miðuð við 30% minni losun en raun er
Á móti gerð krafa um tiltekið hlutfall nýorkubíla
Elías Blöndal
Guðjónsson rak
sig á ótal hindr-
anir þegar hann
undirbjó opnun
vindlabúðar á
netinu. Undar-
legast er að hans
mati að ÁTVR
skikkar verslun
Elíasar, Vindill.is,
til að selja sér vindlana þegar þeir
berast til landsins, til þess eins að
láta innflytjandann kaupa vindlana
aftur af ríkisversluninni með 18%
álagi. Ekki nóg með það heldur
ákveður ÁTVR upp á sitt eindæmi að
vera í reikningsviðskiptum en krefur
Elías um staðgreiðslu. Bætist þetta
við tóbaksgjald og virðisaukaskatt
sem greiða þarf af vörunni. »12
Undirbýr málsókn
vegna reglna ÁTVR
Elías Blöndal
Guðjónsson
ÓLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR 10