Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Inngrip í gangvirki kapítalismans þarf að vanda, því hann býr yf- ir eigin innri drifkrafti sem getur leitt til þess að gallar breytinganna verða meiri en kostir þeirra. Íslendingar þurfa umfram allt nýj- an stöðugan gjaldmiðil. Þjóðargjaldmiðlar hafa ekki síður en kapítal- isminn sína eigin innri dýnamík, sem getur valdið langvarandi skaða á inn- viðum og gerendum. Duttlungar gjaldmiðla vaxa í réttu hlutfalli við smæð hagkerfis þeirra. Íslenska ör- krónan ræður hvorki við stéttaátökin á vinnumarkaði né megnar hún að spyrna gegn hagsveiflum. Vegna smæðar gjaldmiðilsins hefur krónan sáralítið mótstöðuafl sem gerir það að verkum að hún hrekst stöðugt undan. Hún gerir vitiborna hagstjórn örð- uga. Þessum eiginleikum og að- stæðum breytir enginn seðlabanki. Því er nauðsynlegt að ræða af alvöru við ESB um varanlega lausn á gjald- miðilsmálum okkar. Hættum ómerki- legu skítkasti í garð þessa mikilvæg- asta bandalags okkar. Ef innganga í ESB er eina varanlega leiðin til að verjast spellvirkjum krónunnar verð- um við að taka á því af ábyrgð og yf- irvegun. Aðild að ESB hefur reynst smáþjóðum vel. Engin þeirra vill það- an burt. Sérhagsmunir verða að víkja fyrir almannaheill. Endurnýjaður kratismi Þegar upp er staðið munu nauðsyn- legar breytingar á gangverki hagkerf- isins fremur rekja slóð sína til arfleifð- ar sósíaldemókrata með umbreytingum fremur en með keynesískum peningaútlátum. Setjum kúrsinn á hófstilltan, fé- lagslegslega innréttaðan en agaðan kapítalisma. Sá arfur er lærdóms- ríkur og sveigjanlegur og með skýran almanna- hag að leiðarljósi. Þar getum við sótt fyr- irmyndir bæði í norræna módelið sem og til þeirra breytinga sem Þjóð- verjar framkvæmdu á kapítalismanum sem andsvar við öfg- um nasismans og þýsks auðvalds. Hamsleysi kapítalismans má ekki ráða för á ný. Munum 2008. Á bak við óhljóð lýðskrumara heyrast fjölmenn- ar óskir um agaðri einstaklingshyggju og meira samfélag; að gera sam- hyggju að stærri hluta frjálslynds stjórnarfars og velferðarkapítalisma. Covid-19 og breyttur kapítalismi Stóru áskoranir næstu áratuga eru án nokkurs efa eftirköst Covid-19 og hin ógnvænlega loftslagsvá sem trón- ir eins og reidd öxi yfir mannfólkinu. Kórónuveiran er skuggahlið hnatt- væðingarinnar. Vissulega hafa pestir farið drepandi um heiminn áður, bólusótt til forna og svartidauði á miðöldum fleyguðu stór skörð úr mannfjölda Evrópu. Á síðustu öld spænska veikin, en þar lágu í valnum fleiri en féllu á orustuvöllum fyrri heimsstyrjaldar. En það sem gerir kórónuveiruna svo sérstaka er hröð útbreiðsla hennar, en það er ein af af- leiðingum hnattvæðingarinnar; fjöldaferðalaga á heimsenda, langra flutningaleiða með vörur, s.s. matvæli o.s.frv. Þarna eru Íslendingar líka þátttakendur. Það fer ekki fram hjá neinum að ríkisstjórnin er nánast vikulega að útdeila peningum til að brúa bilið þar til atvinnulífið verður sjálfbjarga að nýju. Útgjöldin eru svo ör að halda mætti að óendanlega miklir peningar séu fyrir hendi. Erf- iðara sé að finna rétta viðtakendur en peninga. Hér þarf að staldra við. Styrkir með skilmálum Við þurfum að endurskoða mat okkar á framlagi og þátttöku ríkisins í efnahagslífinu. Að framan eru rök að því færð að breyta þurfi leik- reglum kapítalismans. Ríkisvaldið þarf að endurskoða vinnubrögð sín við stuðning til fyrirtækja og gera strangari skilyrði vegna fjár- framlaga. Hagkerfið starfar um of á skammtíma-sjónarhorni og á mörk- uðum sem beina ábata til fjármagns- ins en kostnaðinum til almennings. Ríkið þarf að móta markaðskerfið svo það skili afganginum til almennings, ekki bara hluthafa. Fyrirtæki sem neita eða víkja sér hjá að taka þátt í að bæta samfélagslegar slagsíður; taka ekki fullan þátt í að vinna gegn loftslagsvánni, eiga að fara á hlið- arlista þegar peningum eða öðrum opinberum gæðum er útbýtt. Þá ber einnig að setja stjórnunarþátttöku launþega í stærstu fyrirtækjum á dagskrá og setja lög um skráningu fyrirtækja með ákveðna lágmarks- veltu á hlutabréfamarkað. Ríkis- stjórnin má ekki bara hugsa hálft ár fram á við heldur nota tækifærið og takast á við lengri framtíð, sem hún gerir ekki nú. Ríkið er ekki dragbítur hagþróunarinnar heldur driffjöður og sem slík á ríkið að móta leikreglur þess stóra markaðar sem kallaður er þjóðarbúskapur. Þetta er ekki sósíal- ismi heldur er hér um að ræða lang- tímavelferð almennings. Í sumum til- vikum þarf ríkið að temja sér hugsunarhátt athafnamannsins. Kaskótrygging ? Hér hefur myndast það viðhorf meðal stjórnmálamanna, almennings og hagsmunasamtaka að ríkið sé orð- ið ein allsherjar-tryggingastofnun þar sem öll skakkaföll eru kaskó- tryggð. Allir telja sig eiga heimtingu á fullum bótum fyrir meintan skaða eins og ríkissjóður sé tjónvaldurinn. Þannig átti kapítalisminn aldrei að virka. Hann átti aldrei að vera áhættulaus. Áhættulaus kapítalismi er varhugavert hagkerfi. En skakka- föllin áttu ekki að lenda á almenningi – sem raunin hefur orðið. Núverandi skuldasöfnun ríkissjóðs og sveitarfé- laga er þar að auki fjandsamleg fram- tíðarkynslóðum. Ólíklegt er að skuld- irnar verði greiddar á næsta áratug. Fátt bendir til þess að hagkerfi heimsins muni taka við sér með eld- ingarhraða. Hætt er við að þarna sé verið að fá myndarlegan styrk hjá ungu kynslóðinni, því endurgreitt verði, ef að líkjum lætur, með gengis- felldum krónupeningum. Þeim mun mikilvægara er að tengja aðstoð, framlög og nýjar leikreglur við trygg- ari framtíð og hag þeirra ungu eins og kostur er. Loftslagsváin Samstarfsnefnd Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsvá (IPCC) telur að við höfum aðeins 10 ár til að forða okkur frá meiriháttar loftslags- hamförum með ófyrirsjánlegum af- leiðingum. Nauðsynleg viðbrögð við henni verða ekki rakin hér. Hitt verður að ítreka og undirstrika að við þá örlagaglímu má ekki leyfa neinum kapítalískum duttlungum að ráða ferð. Ekki verður ráðið við loftslagsvána með fortölum eða fal- legum yfirlýsingum. Við þurfum að- gerðir sem snerta alla jafnt, fyrir- tæki sem einstaklinga. Öguð framtíðarmótuð hagstjórn í stað stundarviðbragða; bein og öflug þátttaka fyrirtækja í viðbrögðum sem beinast gegn yfirvofandi lofts- lagsvá og sem draga strax úr losun koldíoxíðs. Þá þarf að endurskoða auðlindagjöld og fjármagns- tekjuskatt, því almannaheill er ekki bara bætt samneysla, heldur ekki síður að snúið verði af braut sívax- andi gjáar milli ríkra og hinna sem minna bera úr býtum. Í baráttunni gegn loftslagsvánni skiptir sam- staðan öllu máli og þar er jöfnuður lykilorðið. Aðgerðir, eins og að framan er lýst, sem draga myndu úr hættuleg- ustu eiginleikum ríkjandi hagkerfis, eru óhjákvæmilegar ef glíman við loftslagsvána á að geta borið árang- ur. Óheftur kapítalismi með krepp- um og hruni hér og þar er ekki þægi- legur grundvöllur viðureignarinnar við hamfarir þær, sem blasa við mannkyninu. Öfgar kapítalismans verður að hemja, ekki fjötra hag- kerfið, því við viljum hvorki fara á gerræðissporbraut Rússa né feta í alræðisfótspor Kínverja. Enn síður viljum við lenda í því að verða dæmd af sögunni sem kynslóðin sem kom of seint. Ógnir og áskoranir Eftir Þröst Ólafsson Þröstur Ólafsson » Óheftur kapítalismi með kreppum og hruni hér og þar er ekki þægilegur grundvöllur viðureignarinnar við hamfarir þær, sem blasa við mannkyninu. Höfundur er hagfræðingur. Fyrir skömmu var í hinum ágæta þætti „Málinu“ í Morgunblaðinu minnst á landamæri. Í lokin var sagt: „Gúglið stuttan pistil …“ Illt er að nefna þetta útlenska orð „gúgla“ í stað þess nota vitvél eða leitarvél. Væri betra að nefna að „véla“ til þess að leita á netinu. Mér, sem vil halda í íslenskuna sem lengst og hafna tökuorðum, vera orðatöku- eyðir, þótti þetta miður. Að ekki sé talað um að auglýsa þetta fyrirtæki, sem er talið vera féflettafyrirtæki, en er látið liggja á milli hluta hér, þegar margar aðrar vitvélar eru al- veg eins góðar. Kveðja Pétur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Vitvél Að vera Íslendingur og búa á Íslandi hefur sína kosti og einn þeirra er frelsi til að velja sér atvinnu, bú- setu og að ferðast um landið okkar. Þannig mætti lengi telja. Nú hefur starfs- maður þjóðarinnar sem ber titilinn um- hverfisráðherra ákveð- ið að setja á laggirnar stofnun varðandi miðhálend- isþjóðgarð. Þjóðgarður í sjálfu sér er ekki slæmt orð og frekar fallegt orð ef út í það er farið en þjóðgarður umhverfisráðherra er allt annað en eingöngu fallegt orð. Þar er verið að stofna enn eitt ríkisbáknið í nafni vinstrisinnaðra umhverfissinna. Áform sem munu hafa grafalvarleg áhrif fyrir framtíðina, sem við erum að bjóða komandi kynslóðum upp á. Ég er alinn upp við það eins og svo margir aðrir að fara hálendisferðir, bæði að sumri og vetri, og var kennt að virða náttúruna í einu og öllu. Ég hef tileinkað mér þann lífsstíl alla tíð og mín heitasta ósk er sú að mín börn og þeirra börn fái að upplifa það ferðafrelsi sem ég upplifi hér á Íslandi í dag. En staðreynd málsins er sú að með miðhálendisþjóðgarði er verið að stofna enn stærra og meira ríkis- bákn en með núverandi Vatnajökuls- þjóðgarði og mun þessi nýi þjóð- garður skerða ferðafrelsi komandi kynslóða um ókomna tíð, ef ekkert verður að gert. Á sama tíma og talað er um að vernda svæðið er verið að leggja til uppbyggingar gestastofa víðsvegar um landið og að auka aðgengi ferða- manna um svæðið en eingöngu þeirra sem umhverfisráðherra telur að eigi rétt á því að ferðast innan þjóðgarðsins. Í mínum huga hljómar þetta sem algjörar andstæður og engan veginn það sem umhverfisverndun hljóðar upp á, né að ráðherra sé kominn með slík völd að hann geti takmarkað ferðir Íslendinga og erlendra ferðamanna innan þjóðgarðsins. Ég get ekki séð að það ríki sátt hjá sveit- arstjórnarfólki með þessi áform og þessi vinnubrögð umhverf- isráðherra. Þeir hafa t.d. bent á að fund- arskipun fyrir hagsmunaaðila hafi oft verið með minna en eins dags fyrirvara. Það lítur því út fyrir að það eigi að þröngva þessu í gegn án þess að hlustað sé á íbúa og hags- munaaðila innan þjóðgarðsins eða við rætur hans. Sérstakt er að lesa skýrsluna um miðhálendisþjóðgarðinn þar sem til- lögur og áherslur þverpólitískrar nefndar eru settar fram. Þar spyrja hagsmunaaðilar hvort ferðafrelsi ökutækja á slóðum og víðerni innan þjóðgarðsins sé tryggt og svarið sem þeir fá frá umhverfisráðherra er að fyrst og fremst sé verið að tryggja umhverfisvernd með stofnun þjóð- garðsins. Ferðafrelsi einstaklinga er ekki ofarlega í huga í sambandi við stofnun þjóðgarðsins og svörin eng- an veginn fullnægjandi hvað áhyggjufulla hagsmunaaðila varðar, hvort sem um áhugafólk varðandi svæðið er að ræða eða aðra aðila, svo sem atvinnurekendur eða sveitar- stjórnir. Þá hafa ófá félagasamtök sett sig upp á móti ákvörðuninni. En hvaða félagasamtök er átt við? Um er að ræða samtök þar sem umhverfis- vernd er í hávegum höfð ásamt sam- tökum áhugamanna sem virða frelsi einstaklingsins til að ferðast á sinn máta. Þessi samtök hafa séð um við- hald á slóðum og samgöngum innan svæðisins, haldið utan um skála á hálendinu, gert göngustíga og unnið við gróðursetningu, allt í nafni sjálf- boðastarfsins. Þessir einstaklingar munu hugsa sig tvisvar um þegar þjóðgarðsvörðurinn setur þeim leik- reglurnar, hvar og hvenær þeir mega njóta landsins síns. Og ekki má gleyma sauðfjárbændum, en margir þeirra telja að sauðfjárrækt muni leggjast af við þessi áform, og er það ekki nákvæmlega það sem reynslan af þessu ári hefur kennt okkur, að treysta á eigið hyggjuvit og atvinnugreinarnar í landinu okk- ar, sem munu halda lífi í okkur þeg- ar á móti blæs. Það var ekki miðhálendis- þjóðgarðurinn sem gerði hálendið að eftirsóttum stað heldur fólkið sem er við líf og störf á miðhálendinu. Það hefur hugsað vel um landið frá land- námi, fólk sem umhverfisráðherra hyggst hætta að treysta fyrir þessu göfuga verkefni, eingöngu vegna þess að allt í einu varð landið okkar vinsæll ferðamannastaður. Í raun snýst þetta um völd og ekk- ert annað. Ætlum við að leyfa enn einu ríkisbákni vinstri manna að stjórna því hvernig við ferðumst og nýtum landið okkar eða ætlum við að halda áfram að halda landinu hreinu og framandi? Og treysta lands- mönnum og sveitarfélögum í landinu til þess að hugsa vel um þá nátt- úruperlu sem miðhálendið okkar er? Frelsið á Íslandi er eitt af því sem gerir Ísland frábært. Hvorum þess- ara aðila mynduð þið treysta fyrir hálendinu, einstaka embættis- mönnum eða landsmönnum? Örlítill grenjandi minnihlutinn Eftir Ægi Óskar Gunnarsson »Hvorum þessara að- ila mynduð þið treysta fyrir hálendinu, einstaka embættis- mönnum eða lands- mönnum? Ægir Óskar Gunnarsson Höfundur er vélfræðingur og fjallamaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.