Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Fullkomið flatbrauð f yrir öll tækifæri „VEL GERT. GEFIÐ YKKUR SJÁLFUM NÚ GOTT KLAPP.” „SÉRÐU EITTHVAÐ?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að virða fjarlægðar- takmörk til að vernda ástvini. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR, HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í SAMBANDI VIÐ ÞENNAN MÚSAGANG?! NÁLGUNARBANN? ER ÞAÐ ALLT OG SUMT? OG 50 ÞÚSUND KRÓNA REIKNING FRÁ LÖGFRÆÐ INGNUM HEYRÐU! ÉG ER MJÖG ÞAKKLÁTUR FYRIR KVÖLD- VERÐAR BOÐIÐ EN MATURINN Á DISKNUM MÍNUM ER MATURINN MINN! ÚTRÝMUM HUNGRI EKKI AÐ MATI HRÓLFS! ÞEGAR HANN SPLÆSIR ÞÁ Á HANN ALLAN MATINN Á BORÐINU! STING SKERI frá Selárdal, en hún að utan. „Við kynntumst í baráttunni gegn byggingu ráðhússins í Tjörninni,“ segir Guðrún og hlær, „því má segja að núverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, en þá borgarstjóri, hafi komið einhverju góðu til leið- ar á löngum ferli.“ Samanlagt eru börn þeirra Ólafs Hannibalssonar fimm, barnabörn- in átta og fleiri á leiðinni. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Ólafur Hannibalsson, f. 6.11. 1935, d. 30.6. 2015, blaðamaður og ritstjóri. Foreldrar hans voru hjónin Sól- veig Ólafsdóttir og Hannibal Valdimarsson. Börn Guðrúnar og Ólafs eru: 1) Ásdís, f. 20.2. 1989, heimspekingur og alþjóðafræðingur hjá Inter- national Crisis Group í Brussel, maki Hallgrímur Oddsson hag- fræðingur og þau eiga Guðrúnu Helgu, f. 20.1. 2019. 2) Marta, f.7. 2. 1992, læknir, maki Ieisha Oliver frá Georgíu, BNA, nú dýra- fræðinemi við Nottingham Uni- versity í Bretandi. Systur Guð- rúnar eru Ragnhildur Pétursdóttir Paus (móðir Guðrún Briem), f. 28.12. 1937, endurskoðandi í Osló, Noregi og Ólöf Pétursdóttir, f. 8.7. 1948, d. 20.3. 2008, dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjaness. Foreldrar Guðrúnar eru hjónin Marta Thors, f. 28.3. 1918, d. 20.12, 1998, eiginkona sendiherra í áratug, fulltrúi á tónlistardeild Ríkisútvarpsins og Pétur Bene- diktsson, f. 8.12. 1906, d. 29.6. 1969, sendiherra, Landsbanka- stjóri og alþingismaður. Guðrún Pétursdóttir Sveinn Víkingur Magnússon söðlasmiður og veitingamaður á Vertshúsinu á Húsavík Kristjana Guðný Sigurðardóttir ljósmóðir á Húsavík Benedikt Sveinsson þingmaður og forseti neðri deildar Alþingis, stofnandi Landvarnarflokksins; ritstjóri Ingólfs og Fjallkonunnar Guðrún Pétursdóttir frá Engey, stofnfélagi Hins íslenska kvenfélags, Kvenréttindafélags Íslands, formaður Mæðrastyrksnefndar og Heimilisiðnaðarfélagsins Pétur Benediktsson sendiherra, Landsbankastjóri og alþingismaður Pétur Kristinsson bóndi í Engey Ragnhildur Ólafsdóttir húsfreyja í Engey og frumkvöðull í vinnslu mjólkur og ullar Thor Jensen frumkvöðull í verslun, útgerð og landbúnaði á 20. öld Margrét Þorbjörg húsfreyja í Reykjavík Ólafur Thors alþingismaður og ráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins 1934-1961 Ingibjörg Indriðadóttir húsfreyja í Reykjavík Indriði Einarsson hagfræðingur og leikskáld í Reykjavík Marta María Pétursdóttir Guðjohnsen húsfreyja í Reykjavík Úr frændgarði Guðrúnar Pétursdóttur Marta Thors starfaði í áratugi fyrir utanríkisþjónustu Íslands sem eiginkona sendiherra. 1969- 1987 á Tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Sigurlín Hermannsdóttir hefurorð á því á Boðnarmiði að menn hafi einhverjar áhyggjur af því að skötuveislur rúmist ekki inni í jólabúbblunni: Á tánum menn varlega tipla því tímarnir hættuvef knipla. Menn segja úr þessu að á Þorláksmessu á skötunni muni þeir skripla. Jónas Frímannsson sendi mér tölvupóst, – „Skammdegið“: Dagsbirtan í desember dvínar fyrir jólin. Góðri frétt þó fagna ber þá fer að hækka sólin. Friðrik Steingrímsson yrkir á Boðnarmiði: Um fjölda mörkin flestir þrátta flæða víða tár um kinn. „Jólasveinar einn og átta“ ættu að sleppa í þetta sinn. Ingunn Björnsdóttir svarar: Svo er ekki í Svíþjóð núna. Sveini verður fargað þar. Þeir sig telja af kóvid knúna og kom’ ei fleir’en átt’á bar. Pétur Blöndal leggur inn orð: Á næturklúbba nú þeir ná níu sveina bjargföst vissa; ef fjöldinn reynist þrettán þá þrír af öllu djammi missa! Sigurður Atlason kveður: Áhyggjum mun ekki leyna er nú fyrir dyrum vá. Þrettán eigum sæla sveina, svo þeim fækka mun um þrjá Jón Arnljótsson er tölvís: 3 + 9 það er 12, því ég spurning sendi: Mun þá einn „um ganga gólf, með gildan staf í hendi“. Indriði Aðalsteinsson á Skjald- fönn yrkir og kallar „Bálviðri“: Nú er úti veður verra. Víst fá sumir kvef og hnerra. Naglfast allt til fjandans fokið. Fyrr má vera djöfuls rokið. Jón Atli Játvarðarson bætir við: Bylur regn á brotnum glugga, byrjar traktorinn að rugga, hnútar nálgast nógu stórir núna 24. Guðrún Bjarnadóttir á síðasta orðið: Ef hnerrar fólk í hörkuroki, held það eigi að panta tíma, og finnist einhver flensa í stroki, flýja heim í ból með síma Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skriplað á skötunni og jólasveinarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.