Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND NÝGRÍN-SPENNUMYNDMEÐMEL GIBSON, SEM “HINN EINI SANNI” JÓLASVEINN. HARÐASTA JÓLAMYND SEMKOMIÐHEFUR! JÓLAMYNDIN 2020 FRUMSÝND 16. DES. FORSALA HAFIN TRYGGÐU ÞÉR MIÐA. Týndri upptöku af ástardúett Scrooge og Belle úr kvikmyndinni The Muppet Christmas Carol verð- ur skeytt aftur inn í myndina á sín- um upprunalega stað. Þetta hefur BBC eftir Brian Henson, leikstjóra myndarinnar, sem frumsýnd var 1992 og byggist á Jólaævintýri Charles Dickens. Ástardúettinn sem nefnist „When Love is Gone“ er sunginn þegar Belle (leikin af Mere- dith Braun) tjáir unnusta sínum, Scrooge yngri (leikinn af Raymond Coulthard), að hún skilji nú að hann elski peninga meira en hana. Meðan lagið hljómar yfirgefur Scrooge yngri Belle, en Scrooge eldri (leik- inn af Michael Caine), sem fylgst hefur með fortíð sinni, fer að syngja með Belle og beygir af í loka- erindinu þar sem minningin er of sár. Jeffrey Katzenberg, framleiðandi hjá Disney, taldi að senan myndi ekki höfða til ungra áhorfenda þar sem aðeins væri í henni mannfólk og engar Muppet-leikbrúður. Af þeim sökum var senan, sem er lykilsena í myndinni, klippt út úr kvikmynda- húsaútgáfu myndarinnar þrátt fyrir mikil mótmæli Hensons. Hann gerði kröfu um að senan væri sett aftur inn áður en myndin var gefin út á VHS-spólum og fékk það í gegn. Þegar kom að því að myndin væri gefin út á DVD-diski hafði uppruna- lega upptakan hins vegar glatast og því reyndist ekki unnt að setja sen- una inn í myndina fyrir útgáfu. Í frétt BBC kemur fram að Hen- son hafi í seinasta mánuði fengið símtal þess efnis að búið væri að finna týndu upptökuna. „Ég er svo hamingjusamur,“ segir Henson og tekur fram að hann viti ekki hvort það náist í tæka tíð að setja nýju og endurbættu útgáfuna af myndinni inn á streymisveitu Disney Plus fyrir jól. „En full lengd myndar- innar verður sett inn.“ BBC leitaði viðbragða hjá Disney, en talsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. silja@mbl.is Týndur ástardúett ratar aftur inn í Muppet-mynd Dúett Michael Caine og Meredith Braun í hlutverkum sínum. Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift sendi á föstudag óvænt frá sér nýja plötu sem nefnist Evermore og er 9. hljóðversplata hennar. Plöt- unni er lýst sem systuralbúmi plöt- unnar Folklore sem út kom í júlí og tilnefnd var til Grammy-verðlauna m.a. sem besta plata ársins og fyrir lagið „Cardigan“. Folklore, sem tekin var upp með leynd í vor, inni- heldur 17 ný lög og var tekin upp samhliða upptökum á Folklore. Swift líkir tilurð nýjustu tveggja platna sinna við ferðalag inn í þjóð- lagaskóg þar sem hún og samstarfs- fólk hennar hafi valið að ferðast djúpt inn í skóginn í tónsköpun sinni. Í frétt The Guardian kemur fram að árið sem senn er að líða hafi ver- ið afar gjöfult sköpunarár hjá Swift, því auk Folklore og Evermore sé hún einnig að taka upp fyrstu sex hljóðvers- plötur sínar aftur þar sem hún var ósátt við að Scooter Braun og Scott Borchetta keyptu í fyrra útgáfufyrirtækið Big Machine La- bel Group (BMLG ) og seldu það á þessu ári til fjárfestingarsjóðs. Swift var á mála hjá BMLG frá 2005 til 2018 þegar hún skrifaði undir samning við Universal Music Group. BMLG á réttinn að upptökunum á fyrstu plötum Swift, en samkvæmt frétt Variety var henni frá og með seinasta mánuði heimilt að taka lög- in af fyrstu plötum sínum aftur upp og gefa út. Taylor Swift sendir óvænt frá sér plötu Taylor Swift Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir stuttu kom út barnabókin Litla snareðlan sem gat eftir Söru Páls- dóttur. Þetta er fyrsta bók Söru sem starfar sem lögmaður en er líka dá- leiðari og orkuheilari. Hún segist lengi hafa ætlað sér að verða rithöf- undur og þegar hún var barn skrifaði hún nokkrar sögur sjálf og gerði myndasögu. „En svo tók forritun unglings- og fullorðinsáranna við og öll rithöfundaráform gufuðu upp,“ segir hún. Eftir að hún fór að stunda hugleiðslu tóku hugmyndir að kvikna hjá henni og í einni hugleiðslu varð hugmyndin að bókinni um snareðluna litlu til. – Í Júragaðsmyndunum eru snar- eðlur áberandi og ekki beint krútt- legar. „Nei einmitt, þær voru illskeytt rándýr. En sonur minn sem nú er fjögurra ára dýrkaði og dáði risaeðlur frá eins árs aldri, sérstaklega þessar grimmu. Ætli innblástur í aðal- persónuna sé ekki fenginn frá hon- um.“ – Segðu mér aðeins frá því hvað vakti fyrir þér, hvernig var upphaf- lega hugmyndin að bókinni? „Sem dáleiðari og orkuheilari er ég sérfræðingur í því hvernig undir- meðvitundin virkar og vinnur. Svo mörg börn eru haldin ótta og kvíða alls konar, sem heldur aftur af þeim og hamlar þeim. Kemur ef til vill að hluta til í veg fyrir að þau séu þau sjálf. Ég var líka svona sjálf sem barn, oft óttaslegin. Trúði því ekki að ég gæti gert hluti sem mig langaði, óttaðist að mistakast, að vera ekki samþykkt, eða ekki nógu góð. Svona neikvæð forritun fylgdi mér inn í full- orðinsárin og þurfti mikið átak til að leiðrétta. Börn læra gríðarlega auðveldlega og svo mikilvægt að foreldrar leggi sig fram um að kenna börnum hvað ótti er, að það þarf ekki að láta hann stöðva sig, að það sé hægt að velja hugrekkið og hafa trú á sjálfum sér og ná markmiðum sínum. Það er boð- skapurinn í bókinni. Slíkur lærdómur gefur börnum jákvæðan meðbyr inn í framtíðina sem getur hjálpað þeim um alla ævi.“ – Er hægt að kenna svona með bók? „Já það er hægt. Með endurtekn- ingum eins og í bókinni og með því að setjast niður með börnum og útskýra fyrir þeim hvað ótti sé og ræða heil- brigð skref til að stíga inn í hann og láta hann ekki stöðva okkur. Bók og lifandi saga með grípandi myndum er ef til vill ein besta leiðin til að kenna börnum þetta.“ Segja má að Sara sé komin á bragð- ið með bókarskrif því hún segist vera með fleiri barnabækur í vinnslu sem komi beint úr undirmeðvitund hennar. „Það eru fleiri risaeðlusögur í vinnslu, það verða fleiri tegundir, til dæmis grameðla, kambeðla og fleiri. Ég varð einmitt sérfræðingur í risaeðlum og tegundum í gegn um son minn. Þær sögur hafa ríkan boðskap einnig til ungra barna. Svo er ein í vinnslu sem er fyrir eldri krakka, og þar verða sennilega hestar í aðalhlutverki.“ Snareðla beint úr undirmeðvitundinni  Sara Pálsdóttir vill kenna börnum að takast á við ótta og kvíða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Boðskapur Sara Pálsdóttir, lögmaður, dáleiðari, orkuheilari og rithöfundur, er komin á bragðið með bókarskrif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.