Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ámannamáli má segja aðþetta snúist um að komaheimasímanum í nú-tímann. Gamla talsíma-
kerfið er komið til ára sinna og hefur
þjónað landsmönnum í yfir 35 ár en
er nú komið fram
yfir líftíma sinn.
Ný kynslóð
heimasímans er
stafræn og flytur
talið yfir int-
ernetið, til dæmis
yfir ljósleiðara
eða farsímanet,“
segir Guðmundur
Jóhannsson, sam-
skiptafulltrúi
Símans.
Áform Símans um að loka hinu
svokallaða PSTN-kerfi, sem flestir
þekkja sem gömlu góðu símalín-
urnar, hafa frestast vegna kórónu-
veirunnar skæðu. Til stóð að kerfið
yrði að fullu aflagt í lok þessa árs en
það reyndist ekki unnt.
Hafa þegar lokað
34 símstöðvum
Guðmundur segir að 1. október
síðastliðinn hafi verið lokið við fyrsta
áfangann í lokun kerfisins. Sá áfangi
fól í sér að 34 símstöðvum var lokað
en notendur hverrar stöðvar voru
taldir á fingrum annarrar handar að
hans sögn. „Við byrjuðum á að
leggja minnstu símstöðvunum, þær
voru dreifðar um allt landið,“ segir
Guðmundur en áformað er að þessi
vinna haldi áfram á nýju ári. Hann
segir þó að ekkert sé frágengið með
tímasetningar. Góður fyrirvari þarf
að vera á svo hægt sé að tryggja að
símasamband rofni ekki við þessar
breytingar. Guðmundur segir að
þegar vinna við fyrsta áfanga hófst
hafi yfirvöld samið við Neyðarlínuna
um að tryggja fjarskiptasamband á
þeim stöðum þar sem þörf er á.
Þessar breytingar fela það ekki
í sér að fólk geti ekki verið með
heimasíma lengur. Í stað þess að
heimasíminn sé fluttur í gegnum
koparlínu (PSTN-kerfi) verður hann
hér eftir í staðinn tekinn í gegnum
svokallað Voice over IP-kerfi (VoIP)
sem fer yfir netið. Þetta felur ekki í
sér miklar breytingar fyrir not-
endur, gæði og öll notendaupplifun
er sögð vera nánast sú sama.
Heimasímum fækkar með
hverju árinu sem líður
Samkvæmt upplýsingum frá
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
heimasímum í notkun hér á landi
fækkað smám saman á síðustu ár-
um. Þeir voru 132.303 árið 2017,
fækkaði í 124.975 árið 2018 og í fyrra
voru þeir 115.992. Hlutfall VoIP-
Gamla símkerfið fékk
óvæntan gálgafrest
Morgunblaðið/Eggert
Símtal Samskiptin hafa breyst hratt síðustu ár og æ færri nota heimasíma.
síma hefur á sama tíma aukist nokk-
uð hratt. Þeir voru 70.540 árið 2017,
fjölgaði í 76.122 árið 2018 og í fyrra
voru VoIP-símar hér á landi alls
80.005 talsins. Árið 2018 voru í
fyrsta skipti fleiri heimasímar teknir
í gegnum VoIP en PSTN-kerfið.
Guðmundur segir aðspurður að sala
á heimasímum endurspegli þessa
þróun. „Sala á heimasímatækjum er
lítil, eftirspurnin er ekki mikil svo
það sé sagt.“
Skráningar hjá upplýsingavefnum Já.is endurspegla
vel þá þróun að heimasímum fækkar smám saman.
Mikill meirihluti skráðra númera hjá Já eru farsíma-
númer, eða 73,1%, en 26,9% skráðra númera eru
símanúmer heimasíma.
Anna Berglind Finnsdóttir, verkefnastjóri hjá Já.is,
segir að 89% skráninga einstaklinga innihaldi far-
símanúmer, þ.e. að viðkomandi sé annaðhvort bara
með farsíma skráðan eða bæði farsíma og heima-
síma. Á hinn bóginn eru 47,5% skráninga ein-
staklinga með númeri í heimasíma. Þá er viðkomandi
annaðhvort bara skráður með heimanúmer eða hvort
tveggja heimasíma og farsíma. Í júní árið 2019 var 51% skráninga ein-
staklinga með númeri í heimasíma.
Hafa ber í huga að oft eru fleiri en einn skráðir með hvern heimasíma.
Þá eru sumir með fleiri en eitt farsímanúmer skráð á sig.
73% númera eru farsímanúm-
er – 27% eru heimasímar
ÞRÓUNIN SÉST VEL Í SKRÁNINGUM HJÁ JÁ.IS
Anna Berglind
Finnsdóttir
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í200 mílum,sérblaðiMorgunblaðs-
ins um sjávarútveg
sem kom út um
helgina, var margt
fróðlegt að finna, svo sem um
tækniframfarir í greininni og
mikilvægi markaðsmála. Í við-
tali við Gísla Jón Kristjánsson,
sem stundar fiskeldi á Vest-
fjörðum, var til dæmis rætt um
regnbogasilunginn, sem Gísli
telur hafa ýmsa kosti umfram
laxinn. Hann vaxi þó hægar og
markaðurinn hafi þróast þann-
ig að hærra verð fáist fyrir eld-
islax. Markaðssetning á eld-
islaxi hafi skipt máli, en ekki
hafi síst munað um lokun Rúss-
landsmarkaðar á sínum tíma,
sem valdið hafi verðfalli á regn-
bogasilungi. Sú lokun stendur
enn og er heimatilbúið vanda-
mál sem reynst hefur Íslandi
afar dýrkeypt án þess að vart
verði árangurs eða nauðsyn-
legrar samstöðu annarra þjóða
til að réttlæta að halda því við-
skiptastríði áfram.
Í 200 mílum var einnig rætt
við Örvar Marteinsson, for-
mann Samtaka smærri útgerða,
sem bendir á hve neikvæð þjóð-
félagsumræðan sé oft um sjáv-
arútveginn. „Mér finnst það
furðulegt að þessi undirstaða
þjóðarefnahagsins skuli enda-
laust verða fyrir barðinu á nei-
kvæðri umræðu og stöðugt
deilt um fiskveiðistjórnunar-
kerfið. Var það þó þetta kerfi
sem varð hvatinn að þeirri hag-
ræðingu sem íslenskur sjávar-
útvegur þurfti á að halda svo að
afkomunni varð snúið úr mínus
í plús og auður skapaður fyrir
alla þjóðina. Ekki nóg með það
heldur spratt upp úr þessu
kerfi svakaleg nýsköpun í mat-
vælaiðnaði og hátækni,“ rekur
Örvar. „Þrátt fyrir allt þetta er
neikvæðnin svo mikil að maður
þorir varla að færa það í tal á
mannamótum að maður starfi
við fiskveiðar. Er það líka
merkilegt að eins og stjórn-
málamenn virðast reiðubúnir
að greiða götu flestra atvinnu-
greina þá eru þeir svakalega
fljótir að leggja steina í götu
okkar sem vinnum í sjávar-
útveginum.“
Þetta er ófögur lýsing en því
miður er mikið til í henni. Sum-
ir stjórnmálamenn virðast
beinlínis gera út á það í at-
kvæðaveiðum að tala niður
þennan grunnatvinnuveg þjóð-
arinnar og skirrast þá ekki við
að beita fyrir sig brögðum lýð-
skrumaranna með blekkingum
og með því að ýta undir öfund
og óánægju. Allt er það af-
skaplega ógeðfellt og mættu
þeir flokkar og stjórnmála-
menn sem helst beita slíkum
aðferðum velta fyrir sér því
tjóni sem þeir valda þjóðinni
með svo óábyrgri framgöngu.
Í viðtalinu víkur Örvar einnig
að grásleppuveið-
um, en þær veiðar
hafa ekki enn verið
settar undir afla-
mark og þurfa þeir
sem þær stunda því
að búa við ókosti sóknarmarks-
ins sem flestar aðrar veiðar
losnuðu út úr með lögfestingu
kvótakerfisins fyrir þremur
áratugum. Örvar bendir á að í
núverandi kerfi komi Hafrann-
sóknastofnun með tillögu um
fjölda sóknardaga og að þessi
fjöldi hafi verið á bilinu 25 til 40
dagar upp á síðkastið. Upplýs-
ingar um dagafjöldann komi
seint sem geri rekstur grá-
sleppubáta erfiðan og óhag-
kvæman, enda hafi sumir út-
gerðarmennirnir leyst vandann
með því að hafa tvo eða þrjá
báta til umráða og geta þannig
veitt samfleytt nær allt sum-
arið. Augljóst er að í slíku kerfi
er verið að sóa peningum þegar
þörf er á að búa til sem mest
verðmæti.
Í blaðinu er þetta mál einnig
rætt við Kristján Þór Júl-
íusson, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, sem hefur nú
í annað sinn lagt fram frumvarp
um kvótasetningu grá-
sleppuveiða. Ráðherra bendir á
að þó að frumvarpið hafi verið
umdeilt hafi hann fengið stuðn-
ingsyfirlýsingu vegna þess frá
handhöfum 54% allra grá-
sleppuveiðileyfa á landinu.
Hann bendir einnig á að það sé
á „ábyrgð stjórnvalda á hverj-
um tíma að búa þannig um veið-
ar á nytjastofnum að þær séu
hagkvæmar, fyrirsjáanlegar og
að stjórnun þeirra sé sem skil-
virkust“.
Þá nefnir hann að með kvóta-
setningunni muni „sóknin
breytast á þann hátt að færri
net verða í sjó hjá hverjum bát.
Með færri net í sjó er hægt að
vitja netanna oftar. Auk þess
sem það eykur gæði og verð-
mæti afla, mun það draga úr
líkum á því að net tapist, t.d.
vegna óveðurs. Töpuð net í sjó
geta valdið miklum skaða fyrir
lífríkið þar sem netin eru úr
efnum sem eyðast mjög hægt
og því geta netin verið skaðleg
fyrir lífríkið, t.d. fugla, fiska og
spendýr, í ár eða áratugi. Þá
munu sjómenn geta gert hlé á
veiðum m.a. þegar mikið er um
sjófugla eða spendýr sem lenda
í netunum.“
Þetta skiptir máli og minnir á
þá staðreynd að aflamarks-
kerfið íslenska er, auk þess að
hafa stuðlað að hagkvæmni í
sjávarútvegi og þar með bætt-
um þjóðarhag, meðal mikilvæg-
ustu aðgerða sem gripið hefur
verið til í umhverfismálum hér
á landi. Í umræðum um sjávar-
útvegsmál er oft vanmetið
hversu miklar framfarir hafa
orðið á því sviði í þessari þýð-
ingarmiklu atvinnugrein á síð-
ustu áratugum.
Gríðarlegur árangur
hefur náðst en hægt
er að gera enn betur}
Umhverfi sjávarútvegs
L
íklega hef ég verið óvenjulegur ung-
lingur. Á þeim árum skipuðu flestir
sér í skoðanafylkingar og fylgdu
svo sínu liði gegnum þykkt og
þunnt. Fyrir tvítugt hafði ég aftur
á móti mótmælt við sendiráð þriggja ríkja, Sov-
étríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands.
Sovétríkin drottnuðu yfir Austur-Evrópu og
heftu skoðanafrelsi, málfrelsi og önnur mann-
réttindi. Á Vesturlöndum báru stjórnvöld virð-
ingu fyrir rétti einstaklinganna sem höfðu frelsi
til orða og athafna. Meira frelsi fylgdu betri lífs-
kjör. Valið var auðvelt um hvar maður skipaði
sér í sveit. Þegar Sovétríkin réðust inn í Tékkó-
slóvakíu ásamt leppríkjum sínum tók ég, fjórtán
ára gamall, þátt í mótmælum gegn ofbeldinu.
En ekki var allt með felldu í Paradís. Banda-
ríkjamenn voru í blóðugu stríði í Indókína og
sendu hundruð þúsunda ungra manna til þess að berjast við
kommúnista í Víetnam. Ég hélt að Bandaríkjamenn hlytu
að vera „góðu gæjarnir“. Svo kom í ljós að bandamenn
þeirra í Saigon voru gerspilltir eiginhagsmunaseggir. Frétt-
ir bárust af fjöldamorðum og ódæðisverkum Bandaríkja-
manna. Ég spurði mig: „Hvers vegna eigum við að velja á
milli glæpagengja?“ og mætti á mótmælafund við sendiráð
Bandaríkjanna. Ég gerði meiri kröfur til „minna manna“ en
hinna. Mér varð ljóst að það er málstaðurinn, ekki liðið, sem
öllu skiptir.
Guðni Th. Jóhannesson segir frá mótmælum árið 1973 í
kjölfar þess að Bretar sendu herskipaflota á Íslandsmið:
„Tveimur dögum fyrr hafði skríll ruðst inn að
sendiráði Bretlands í Reykjavík, valdið þar stór-
skemmdum og verið að því kominn að brenna
það til grunna þegar lögregluþjónum tókst að
taka í taumana.“ Frásögnin er dramatísk; þús-
undir manna höfðu komið gangandi af mót-
mælafundi á Lækjartorgi en skrílmenni fá. Ég
var á staðnum með Vigdísi, kærustu minni. For-
eldrar mínir voru meira að segja með í för. Við
stóðum flest þegjandi álengdar og munduðum
hvorki grjóthnullunga né veifuðum logandi
kyndlum, ekki einu sinni mamma.
Öllum mótmælunum var sameiginlegt að lítill
hópur mætti klyfjaður eggjum, grjóti og máln-
ingu, með það í huga að skemma. Ég hef alltaf
haft skömm á slíku. Maður andæfir yfirgangi
best með friði. Gandí og Mandela unnu sín stríð
hvorki með brugðnum brandi né byssum heldur
orðum og friðsamlegri mótspyrnu.
Nú reyna forseti Bandaríkjanna og fylgismenn hans að
halda völdum með falsi og bolabrögðum. Í lýðræðisríki ræð-
ur vilji kjósenda því hverjir veljast til forystu og leikregl-
urnar vernda rétt almennings. Þegar annar stóru flokkanna
virðir hvorki niðurstöðu dómstóla né vilja kjósenda er
ástæða til þess að hafa áhyggjur. Helsta ógn við lýðræðið er
stjórnmálamenn sem virða ekki lög og þeir nytsömu sak-
leysingjar sem láta sér vel líka eða þegja af ótta við reiði
ruglaðs leiðtoga.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Liðleskjur lýðræðisins
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Guðmundur
Jóhannsson