Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 21
✝ Perla Kolkafæddist í Vest- mannaeyjum 31. maí 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 3. desember 2020. Foreldrar hennar voru Páll V.G. Kolka, f. 25.01. 1895, d. 1971, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 08.10. 1888, d. 1974. Perla var næstelst fjögurra systkina, þau voru Guðmundur, f. 1917, d. 1957, Ingibjörg f. 1926, d. 2015, og Halldóra, f. 1929, d. 2007. Fyrri maður Perlu var Har- aldur Kristjánsson, f. 22.02. 1924, d. 12.09. 2002. Börn þeirra eru: 1) Björg, f. 14.09 .1944, gift Robin Melkun, búsett í Houston, Texas. Synir hennar eru a) Axel, f. 1965, m. Þórunn Bergsdóttir, börn þeirra eru Ómar Páll og Björg, b) Sveinn, f. 1971, og c) Poul, f. 1987, m. Marcie Melkun, sonur Landon. 2) Margrét, f.13.11. 1948, í sambúð með Þór- halli Þorvaldssyni. Börn hennar og manns hennar, Leifs Agnars- sonar, d. 27.09. 2001, eru a) Mar- grét Perla Kolka, f. 1972, m. Hlöðver Hlöðversson, börn þeirra eru Hekla Kolka, Mar- grét Kolka og Egill Kolka, barn m. Svala Karlsdóttir, börn a) Davíð Þór, f. 1973, b) Ásta, f. 1976, c) Eva, f. 1978, d) Kristján Karl, f. 1982, og e) Stefán, f. 1991. Perla ólst upp í Vest- mannaeyjum til 10 ára aldurs. Þá fékk faðir hennar embætti héraðslæknis í Húnavatns- sýslum og bjó hún þar til 18 ára aldurs. Hún kynntist Haraldi í Vestmannaeyjum þar sem hún vann á Landssímanum. Þau hófu búskap í Reykjavík 1944. Perla og Haraldur skildu 1967. Hún var heimavinnandi húsmóðir í mörg ár eins og tíðkaðist á þeim árum. Þegar börnin fóru að vaxa úr grasi hóf hún störf á Landssímanum á talsambandi við útlönd. Síðar réð hún sig til Háskóla Íslands og vann þar fram til starfsloka. Þar kynntist hún seinni manni sínum, Stefáni Sörenssyni. Þau áttu saman 35 ár, eða þar til Stefán lést 2010. Perla var listræn og sótti myndlistarnámskeið á yngri ár- um. Hún aflaði sér framhalds- menntunar í Öldungadeild MH. Hún hafði unun af ferðalögum og ferðaðist á ýmsa staði. Þau byggðu sér líka sumarbústað. Perla verður jarðsungin frá Laugarneskirkju 14. desember kl. 13. Vegna aðstæðna í þjóð- félaginu verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Athöfninni verður streymt https://youtu.be/Lylm6kI951Y og virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlát Heklu er Alba Kolka, b) Haraldur Kolka, f. 1976, m. Lilja Guðmunds- dóttir, synir Leifur Kolka og Guð- mundur Kolka, c) Unnur Kolka, f. 1980, hennar dóttir Hrafndís Kolka og d) Kristján Páll Kolka, f. 1983, m. Lilja Kristbjörns- dóttir, sonur Benedikt Kolka. 3) Ása, f. 02.02. 1951, gift Sverri Tynes, dóttir hennar og fyrri eiginmanns, Jean Yves Coura- geux, er Sara Kolka Courageux, f. 1979, m. Peter Jörgensen, synir Felix og Nói. 4) Elín Perla, f. 23.12. 1957, í sambúð með Val Arnarssyni, hennar sonur Úlfur Kolka, f. 1981, hans sonur Pét- ur. 5) Páll f. 28.10. 1959, d. 08.05. 2011, m. Heiður Óttars- dóttir, börn a) Perla, f. 1991, b) Þórunn María, f. 2001, og c) Ótt- ar Páll, f. 2007. Seinni maður Perlu var Stef- án Sörensson, f. 24.10. 1926, d. 07.01. 2010. Hans börn af fyrra hjónabandi: 1) Auður, f. 28.03. 1946, d. 2019, synir hennar og Sæmundar Guðmundssonar a) Stefán Þór, f. 1962, b) Valur, f. 1968, sonur hennar og Herberts Jónssonar c) Hermann, f. 1975. 2) Bragi, f. 14.08. 1949, d. 2018, Mamma er látin, 96 ára að aldri. Hún var sérstök á margan hátt og var langt frá því að vera hin hefð- bundna húsmóðir sem bakaði kök- ur eða tók slátur. Margt af þeim mat sem tíðkaðist á heimilum í æsku okkar systkina sáum við aldrei eins og t.d. hrossakjöt, hval- kjöt eða siginn fisk. Ekki það að við höfum saknað þess. Hún var ekki fyrir að hekla eða prjóna, en var mjög flink saumakona. Mamma hafði mikinn áhuga á fötum og tísku, var alltaf vel klædd og snyrt. Hún elskaði liti og litrík föt og alveg fram undir það síðasta hafði hún gaman af því að fara í búðir og skoða nýjustu tísku. Hún fór ekkert án þess að setja á sig varalit og ilmvatn. Rauða hárið var stór hluti af hennar persónuleika og sem betur fer náði hún því að fara á hárgreiðslustofu nokkrum dögum áður en hún lést, það skipti hana máli. Hún bar sig vel, var teinrétt í baki og létt á fæti. Mamma var listfeng og sótti námskeið í málun og höggmynda- gerð. Eftir hana liggja margar góðar abstraktmyndir. Hún hafði gaman af því að sækja málverka- sýningar og fórum við systkinin oft með. Hún keypti mikið af lista- verkum, bæði málverk og styttur. Flest voru þau greidd með afborg- unum. Á unglingsárunum á Blönduósi voru ekki miklir mögu- leikar á menntun. Landið var her- setið og foreldrarnir vildu ekki senda ungu stúlkuna suður í soll- inn. Úr þessu bætti hún löngu seinna, fór í Öldungadeildina í MH og lauk þar mörgum áföngum. Hún hafði þá skoðun að stærð- fræði lægi ekki vel fyrir okkur í ættinni, samt var enginn jafnfljót- ur og hún að reikna í huganum. Hún las mikið, sérstaklega krimma, bæði á íslensku og ensku á meðan heilsan leyfði. Mamma hugsaði vel um heils- una og fylgdist vel með nýjustu vít- amínum og bætiefnum. Hún hafði sama heimilislækninn áratugum saman og var mjög ánægð með hann, enda fór hún bara eftir því sem henni sjálfri fannst, sagðist þekkja sinn líkama best sjálf. Hún var stjórnsöm og óráðþæg og því reyndist það henni erfitt að taka því þegar ellin fór að setja henni skorður. Mamma og pabbi skildu eftir 25 ára sambúð, en með seinni manni sínum Stefáni átti hún 35 góð ár. Mamma og Stefán ferðuðust mikið Perla Kolka og voru Spánn og Kanó í mikluuppáhaldi. Þau voru miklir göngu- hrólfar og gengu mikið innanlands og utan. Það varð henni mikið áfall að missa ferðafélagann, en Stefán lést fyrir tíu árum. Ferðalöngunin hvarf þó ekki og síðustu Kanóferð- ina fór hún ein 93 ára, þá meira af vilja en mætti. Mamma og Stefán byggðu sér sumarbústað í Kjósinni og áttu þar margar góðar stundir meðan kraftar leyfðu. Barnabörnin minn- ast allra góðu stundanna í „Kof- anum“, en bústaðurinn gekk alltaf undir því nafni. Háum aldri fylgir sá ókostur að samferðafólkið er mestallt fallið frá. Mamma var búin að missa systkini sín, eiginmann og son og síðasta vinkonan lést í haust. Það verða margir til að taka á móti henni hinum megin en hún trúði sjálf á „Sumarlandið“ og sagðist hlakka til að komast þangað. Hvíl í friði, elsku mamma. Björg, Margrét (Magga), Ása og Elín (Litta). Þær eru margar minningarnar um Perlu ömmu okkar, sem fyrir okkur var Kolka ættmóðirin og væntanlega stór þáttur í að við frændsystkinin höfum borið Kolka-nafnið áfram með stolti og til barna okkar. Perla amma tók það ekki í mál að vera kölluð nokk- uð annað en Perl’amma, fyrir alla afkomendur og ekki einhver langamma. Henni fannst það ekki við hæfi, enda var hún fyrsta Perl- an á Íslandi og því fylgdi ákveðinn status. Ömmu sá maður aldrei ótil- hafða, hún hafði alltaf hárið sett, bláan augnskugga og varalit, var í flottum silkiblússum (sem hún yf- irleitt lagaði eitthvað til í sauma- vélinni) og setti upp perlufestar sem komu frá Kanó. Hún bauð upp á kaffi og með’í, af því að allt var hægt að lækna með einu sérríglasi. Terturnar með marengs, perum og rjóma og fjölkornabrauð með salamí var alltaf hægt að fá og eig- inlega mátti maður ekki fara án þess að klára diskinn og helst allar veitingarnar. Hún sagði það sem henni fannst, lá ekki á skoðunum sínum og lét ekki segja sér hvernig hlutirnir áttu að vera. Það má segja að hún hafi verið kona á und- an sinni samtíð, með áhuga á tísku, ferðalögum, tungumálum og list- um en líka fimm barna móðir. Móðurhlutverkið var kannski ekki það sem hún hafði ætlað sér í lífinu en hún var til staðar fyrir fjölskyld- una þegar á reyndi og meira en það. Kannski hefði hún viljað ganga listaveginn, hún naut þess að mála en hún menntaði sig seint og vann svo stóran hluta af lífi sínu í Háskóla Íslands sem hún bar mikla virðingu fyrir. Hún elskaði lífið, liti og fólk og þau voru ófá fjöl- skylduboðin í barnæsku þar sem fullorðna fólkið naut allra bestu veitinga meðan börnin léku sér á löngu, teppalögðu göngunum í Espigerðinu tímunum saman. Perla amma var „karakter“, hún hafði alltaf eitthvað að segja og þó að hún væri ekki sátt við að kona yrði forseti í fyrstu þá var hún sjálf mjög framúrstefnuleg. Hún ruddi brautina fyrir okkur hinar sem sjálfstæð, fráskilin og hamingjusamlega endurgift og hún bað ekki neinn um að gefa sér pláss, hún tók það einfaldlega. Hún sýndi að það var hægt að vera ákveðin kona sem réði sínu eigin lífi og vera elskuð eins og hún var. Hún gaf líka orðum nýja merk- ingu og munu mörg orð lifa áfram í fjölskyldunni á „kolkísku“ – eins og orðin smádýrin, úlpa og lopalöpp, sem afkomendur Perlu vita að þýða eitthvað allt annað. Þótt hún ætti erfitt með að samþykkja að næsta stopp væri dvalarheimilið (dætur hennar gerðu allt til að gera flutningana bærilegri) þá var hún samt „drottningin“ á deildinni og það fór ekki fram hjá neinum. Og þó hún hafi verið ákveðin og viljasterk, og óhefðbundin í ömmu- hlutverkinu, þá var hún Perla líka amman sem allir vilja eiga, sem sagði alltaf „sæl elssskan“ og kvaddi á sinn hugljúfa hátt: Ble ble, amma mín, við munum sakna þín. Sara Kolka. Elsku amma mín. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kveðja þig. Þú hefur alltaf verið ein af mínum helstu fyrirmyndum í líf- inu. Þú varst svo lífsglöð, ung í anda og sagðir alltaf svo skemmti- lega hluti. Þér tókst alltaf að búa til ný orð yfir eitthvað hversdagslegt og gafst öllum gælunöfn, sem voru notuð öllum stundum. Ég held mikið upp á mitt, Lobo (Úlfur á spænsku), sem þú gafst mér í vöggugjöf og nota það í dag sem listamannsnafn í tónlistinni. Ég hugsa með hlýju í hjarta til allra stundanna sem við áttum saman og þá sérstaklega til allra stund- anna í barnæsku minni, í Espigerði og uppi í kofa (sumarbústað). Ég þarf ekki annað en að skella Ellu Fitzgerald og Louis Armstrong á fóninn til að vera kominn þangað í huganum. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig amma mín. Ég get ekki lýst þakk- læti mínu í orðum. Þinn Lobo, Úlfur Kolka Við kveðjum Perlu Kolka móð- urömmu mína og nöfnu sem lést á Hrafnistu 96 ára gömul. Perla amma var glæsileg kona og sterk- ur karakter. Hún hafði þykkt rautt hár og hugsaði alla tíð vel um heils- una og útlitið. Gekk mikið og borð- aði hollan mat. Það skilaði líka góð- um árangri eins og sjá má á háum aldri hennar. Amma lagði mikið upp úr því að vera vel tilhöfð og fín og hafði ákveðinn stíl sem passaði vel við persónuleikann. Amma var listræn og málaði myndir. Hún safnaði alla ævi lista- verkum og átti fallegt heimili. Hún hlustaði á djass og las mikið. Hún var sjálflærð í spænsku en hún og Stefán eiginmaður hennar ferðuð- ust mikið til Spánar á meðan hann lifði. Amma hafði gott ímyndunar- afl og fylgdi bara þeim reglum sem henni hentuðu. Ímyndunaraflið og sköpunargáfan kom fram á ýmsan hátt svo sem hvernig hún notaði sín eigin nöfn yfir ýmislegt og ýmsa og köllum við það gjarnan kolkísku. Amma varð langalangamma í nóvember 2019 og það var sérstak- lega ánægjulegt þegar hún hitti nýjasta afkomandann í sumar og náðum við myndum af þeim rauð- hærðu tveimur með 95 ára aldurs- mun og af fimm ættliðum Kolka- kvenna. Perla amma var engri lík og erf- itt að ímynda sér að hún sé farin. Við huggum okkur við að hún átti langt og gott líf og að hún sé núna komin til Stefáns síns og Bróa son- ar síns. Hún lifir áfram í huga okk- ar afkomendanna, í skemmtilegum sögum og heimatilbúnum orðum Kolkagengisins. Margrét Perla Kolka Leifsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 ✝ AðalbjörgGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1976. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 20. nóv- ember sl. eftir stutt veikindi. Foreldrar hennar eru Jóhanna Geirsdóttir fram- haldsskólakennari, f. 27. maí 1951, og Gunnar Hauksson forstöðumaður, f. 1. febrúar 1951, d. 26. ágúst 2009. Bræður Aðalbjargar eru Hauk- ur viðskiptafræðingur og Valur framhaldsskólakennari. Eig- inkona Hauks er Rakel Svans- dóttir grunnskóla- kennari. Dætur þeirra eru Helena Bryndís, Hildur Telma og Hekla Katrín. Kona Vals er Ragnhildur Sigurð- ardóttir grunnskóla- kennari. Börn þeirra eru Gunnar Freyr, Ásdís, Kári og Daði. Aðalbjörg ólst upp í Breiðholtinu og gekk í Fellaskóla. Hún bjó síð- ustu 11 ár í Austurbrún 4 í íbúð á vegum Öryrkjabandalagsins. Hún starfaði í 14 ár við handverk hjá SES design. Útförin fór fram í kyrrþey 26. nóvember 2020. Kærleikur Guðs er líkt og demantur sem fellur til jarðar og splundrast í óteljandi kristalla. Einn þeirra er ætlaður þér svo þú fáir notið þeirra verðmæta um eilífð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Um leið og við kveðjum okkar kæru Aðalbjörgu viljum við þakka fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Aðalbjörg varð fyrir slysi þegar hún var lítil stúlka sem varð til þess að hún varð að hætta hefðbundnu skólanámi. Læknir og hjúkrunarfólk gerðu allt sem þau gátu og önnuðust hana eftir bestu getu. Það var Aðalbjörgu mikið lífslán að eiga einstaka fjölskyldu sem hefur gert allt sem hún hefur getað til að gera líf hennar sem uppbyggilegast og ánægjuríkast. Aðalbjörgu var margt til lista lagt, hún var mikil handverkskona, hún var alltaf að skapa eitthvað, hún var mjög gjafmild og gladdi oft vini sína með fallegu handverki. Aðal- björg átti til græskulaust skop- skyn og var búin að gefa út tvær brandarabækur sem mamma hennar tók saman með henni. Að- albjörg eignaðist marga vini enda hafði hún svo kærleiksríka nær- veru og hafði mannbætandi áhrifa á alla. Aðalbjörg fór iðulega í bak- arí og keypti ný brauð sem hún gaf fuglunum á Tjörninni, þeir þekktu hana orðið vel. Við vottum Jóhönnu, Hauki, Val og fjölskyldu einlæga samúð. Alfreð, Ásta og fjölskylda. Jón Höskuldsson. Aðalbjörg Gunnarsdóttir er lát- in í Reykjavík aðeins 44 ára að aldri. Okkar fyrstu kynni voru í Galtalækjarskógi. Eins og oft er þegar Íslendingar bera saman bækur sínar kom í ljós að þær Að- albjörg og Heiðrún Erika dóttir okkar Guðmundar voru saman á leikskólanum Hólaborg. Aðalbjörg var fyrsta barn for- eldra sinna, þeirra Gunnars og Jó- hönnu. Hún var heilbrigð, skýr og skynsöm. Æskan einkenndist af glaðværð góðrar fjölskyldu við heilbrigðan leik, ást og kærleika. Tilveran átti eftir að snúast á hvolf við slys þegar fótboltamark féll á höfuð hennar. Þá var hún níu ára. Eftir það var lífið stöðug áskorun. Aðalbjörgu var það ljóst að fjöl- skyldan var það besta sem hún átti. Pabbi sem hún missti fyrir aldur fram og saknaði alltaf, mamma sem studdi hana á allan þann hátt sem unnt var til að að- laga lífið sem best, bræðurnir og „krakkarnir“ þeirra sem hún elsk- aði einlæglega og stórfjölskyldan áttu öll sinn sess í hjarta hennar. Það var gefandi og gaman að eiga við hana samtal um ýmis mál- efni og hún var örlát á vináttu sína, vel máli farin og fljúgandi mælsk. Gjarnan með spaugsyrði á vör og brandara í uppsiglingu. Hún kunni vel að meta það að búa í litlu íbúð- inni sinni á níundu hæð í Austur- brúninni. Þaðan fylgdist hún meðal annars með veðrinu í Skálafelli við skíðaskálann þar sem hún minntist svo margra góðra stunda. Hún var einlægur félagsmaður í skíðadeild Hrannar og þar eignaðist hún marga góða vini. Stöðugt velti hún því fyrir sér hvort hún gæti ekki komið meira fjöri af stað í skíða- deildina með leikjum og gaman- sögum sem hún kunni svo vel. Þessara sagna fengum við líka að njóta á góðum stundum. Hún las í stjörnuhimininn og stutt er síðan hún sagði mér frá stjörnunni Mars sem sást svo skýrt á næturhimn- inum fyrir skömmu. Jólin voru sérstakt tilhlökkun- arefni og gott ef hún var ekki allt árið að undirbúa þau. Hugðarefnin voru fjölmörg. Hún prjónaði teppi úr lopa sem voru hreinustu list- munir, sjöl og klúta. Bjó til mottur undir kaffibolla og tölvumýs og svo ótal margt fleira. Allt með það að markmiði að gleðja þá sem stóðu hjarta hennar nærri. Starfsöm og glöð gekk hún til vinnu sinnar fram undir það síðasta. Aðalbjörgu var svo ótal margt til lista lagt og það mátti líka svo ótal margt af henni læra. Hún fann sína eigin leið í stíl og tungutaki, sagði stundum: „Ja, maður verður bara að vera maður sjálfur“ og hún var svo sannarlega góð í því að vera bara hún sjálf. Gekk daglega þúsundir skrefa og fannst ekki verra ef maður hafði oftast ekki roð við henni. Á þessari kveðjustundu er efst í huga mínum þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, fyrir öll skiptin sem hún kom mér til að hlæja hjartanlega. Síðast en ekki minnst fyrir fölskva- lausa vináttu stúlku sem var mikið gefið en fékk rauða spjaldið þegar lífsleikurinn var vart hafinn. Við Guðmundur sendum Jó- hönnu, Hauki, Val og fjölskyldunni allri einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Aðalbjargar Gunnarsdóttur. Vilborg Runólfsdóttir Harmafregn, Aðalbjörg Gunn- arsdóttir lést 20. nóv. 2020. Hvað segir maður þegar vinur fellur frá? „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Við höfum fylgst með Aðal- björgu í 44 ár, fyrst dugleg lítil stúlka, svo dugleg fullorðin kona sem bar þunga byrði. Kankvís og kenjótt. Við vinir Aðalbjargar áttum árlega glaðar stundir, lásum saman brandara úr brandara- bókum Aðalbjargar og við glödd- umst. Oftast lauk Aðalbjörg brandaranum sem við völdum okkur, þar sem hún kunni þá alla utan að. Við höfðum áætlað að halda saman haustfund í Skálanum okkar í september sl. en það brást. Við viljum þakka yndis- stundirnar sem við áttum saman með Aðalbjörgu í ferðalögum, göngutúrum, afmælum og fund- um. Hún var mikill gleðigjafi, alltaf stutt í húmor og kæti og hún fékk okkur öll til að hlæja með sér. Elsku Jóhanna, við hugsum hlýtt til þín og þinna, innilegustu samúðarkveðjur. Margrét og Torfi. Aðalbjörg Gunnarsdóttir Hjartans þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar og afa, JÓNS VILHJÁLMSSONAR rafmagnsverkfræðings. Jóhanna Rósa Arnardóttir Vilhjálmur Jónsson Svavar Brynjúlfsson Erna Dís Brynjúlfsdóttir Valur Tómasson Birta Rós, Brynjar Smári og Sóldís Rún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.