Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
ENGLAND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Gylfi Þór Sigurðsson var í sviðs-
ljósinu í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu um helgina þegar hann skor-
aði sigurmarkið gegn stórliði Chelsea
í 1:0 sigri Everton á Goodison Park í
Liverpool. Var þetta fyrsta mark
Gylfa í deildinni á tímabilinu og hefur
hann þá skorað 62 mörk í deildinni á
ferlinum fyrir Swansea, Tottenham
og Everton. Gylfi hefur sérstakt lag á
því að skora gegn Chelsea og hefur
nú skorað á móti Chelsea í sex leikj-
um á ferlinum. Oftar en á móti
nokkru öðru liði á Englandi.
Fyrir utan að skora eina mark
leiksins úr vítaspyrnu þá var Gylfi
fyrirliði liðsins. Gylfi hefur byrjað
nokkra leiki á tímabilinu á vara-
mannabekknum og var þetta því góð-
ur dagur fyrir hann. Sigurinn var
nokkuð óvæntur því Everton var án
fjögurra leikmanna að þessu sinni.
„Þetta var erfitt í kvöld. Við þurft-
um að verjast fram á síðustu sekúndu
en þessi þrjú stig eru mjög mikil-
væg,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali
við Sky Sports þegar sigurinn var í
höfn. Eftir mjög harðar sóttvarna-
aðgerðir á Englandi, þar sem til að
mynda margra vikna útgöngubanni
var beitt í höfuðborginni, hefur áhorf-
endum nýlega verið leyft að fara á
völlinn. Í litlum mæli þó og út frá
ströngum reglum, en um tvö þúsund
manns sáu leikinn. „Ég var næstum
búinn að gleyma því hvernig er að
spila fyrir framan áhorfendur. Ég
fékk gæsahúð,“ sagði Gylfi einnig en
Everton er með 20 stig í 7. sæti eins
og West Ham United og Manchester
United sem eru í 6. og 8. sæti.
Fulham kom á óvart
Stemningin í herbúðum Liver-
pool-liðanna var líklega ólík um
helgina því í gær gerðu meistararnir í
Liverpool óvænt jafntefli gegn Ful-
ham, 1:1. Þótt Liverpool væri með
boltann 75% þess tíma sem hann var í
leik þá var liðið samt sem áður undir í
54 mínútur eða frá því Bobby Reid
kom Fulham yfir á 25. mínútu og þar
til Mo Salah jafnaði á 79. mínútu. Ful-
ham er í 17. sæti með 8 stig en Liver-
pool með 25 stig í 2. sæti.
Heldur rólegt hefur verið yfir hinu
sterka liði Liverpool í vikunni en liðið
hefur gert jafntefli við Midtjylland og
Fulham í síðustu leikjum. Ef til vill er
það lognið á undan storminum en á
miðvikudagskvöldið mætast tvö efstu
liðin, Tottenham og Liverpool.
Jóhann ekki leikfær
Grannaslagur Manchester liðanna
á Old Trafford þótti bragðdaufur og
tókst hvorugu liðinu að skora. Liðin
þóttu ekki sérstaklega líkleg til þess
og þótt margir telji líklegt að City
berjist um titilinn í vor þá eru þessi
lið aðeins í 8. og 9. sæti á þessum
tímapunkti með 20 og 19 stig.
Jóhann Berg Guðmundsson var
ekki í leikmannahópi Burnley gegn
Arsenal vegna meiðsla og Rúnar Alex
Rúnarsson var varamarkvörður hjá
Arsenal.
Góður dagur fyrir Gylfa
Sigurmark og gæsahúð Hefur
lag á því að skora gegn Chelsea
AFP
Bros Gylfi Þór Sigurðsson fagnar markinu á Goodison Park.
Handknattleiksmaðurinn Rúnar
Kárason hefur leikið sinn síðasta
landsleik og greindi frá því í samtali
við handbolta.is að landsliðsferlinum
væri lokið. „Ég náði að leika 100
landsleiki, skora mörg mörk og taka
þátt í nokkrum stórmótum. Ég er
stoltur af að hafa fengið tækifæri til
þess að leika með landsliðinu í eitt
hundrað skipti og það er góður
áfangi að mér finnst,“ sagði Rúnar
við miðilinn. Rúnar skoraði 9 mörk í
afar óvæntum sigri Ribe-Esbjerg
gegn toppliði Álaborgar um helgina.
sport@mbl.is
Landsliðsferli
Rúnars er lokið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hættur Rúnar stendur sig vel en
lætur gott heita með landsliðinu.
Anna Björk Kristjánsdóttir og
Berglind Björg Þorvaldsdóttir,
leikmenn Le Havre í frönsku 1.
deildinni í knattspyrnu, hafa
greinst með kórónuveiruna. Frá því
var greint á Vísi.is. Misstu þær af
leiknum gegn París St. Germain
sem Parísarliðið vann 5:0. Le Havre
er á botni deildarinnar með fjögur
stig að 11 umferðum loknum. París
SG er á toppnum með 31 stig en
Lyon er með 30. Lyon sýndi Issy-
Les-Moulineaux enga miskunn og
vann 9:0. Sara Björk lék allan tím-
ann á miðjunni hjá Lyon.
Anna og Berglind
með veiruna
Ljósmynd/Emanuel Leilaidier
Frakkland Berglind Björg Þor-
valdsdóttir í leik með Le Havre.
Spánn
Zaragoza – Bilbao ............................. 105:76
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig,
tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar hjá
Zaragoza.
Estudiantes – Valencia ....................... 81:86
Martin Hermannsson skoraði 7 stig og
tók eitt frákast fyrir Valencia.
Gipuzkoa – Andorra................... 86:82 (frl.)
Haukur Helgi Pálsson skoraði 16 stig og
tók tvö fráköst fyrir Andorra.
Staðan:
Real Madrid 28, Tenerife 24, Barcelona 22,
Baskonia 20, Joventut Badalona 16, San
Pablo Burgos 16, Unicaja Málaga 16, Val-
encia 14, Murcia 14, Manresa 14, Andorra
12, Obradorio 10, Estudiantes 10, Fuenla-
brada 8, Zaragoza 8, Gran Canaria 6,
Bilbao 4, Real Betis 3, Gipuzkoa 4.
Þýskaland
Fraport – Ludwigsburg ..................... 80:94
Jón Axel Guðmundsson skoraði 9 stig,
tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir
Fraport.
EM kvenna
Milliriðill 1 í Herning:
Svartfjallaland – Svíþjóð ..................... 31:25
Danmörk – Spánn................................. 34:24
Staðan:
Rússland 4 3 1 0 113:99 7
Frakkland 4 3 1 0 101:96 7
Danmörk 4 3 0 1 106:88 6
Svartfjallaland 4 1 0 3 96:101 2
Svíþjóð 4 0 1 3 96:108 1
Spánn 4 0 1 3 94:114 1
Milliriðill 2 í Kolding:
Króatía – Noregur............................... 25:36
Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Ungverjaland – Þýskaland.................. 25:32
Staðan:
Noregur 4 4 0 0 138:93 8
Króatía 4 3 0 1 101:103 6
Þýskaland 3 2 0 1 77:86 4
Holland 3 1 0 2 78:83 2
Ungverjaland 3 0 0 3 71:84 0
Rúmenía 3 0 0 3 59:75 0
Þýskaland
RN Löwen – Flensburg....................... 31:31
Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyr-
ir Löwen en Ýmir Örn Gíslason komst ekki
á blað.
Göppingen – Bergischer .................... 26:26
Janus Daði Smárason skoraði eitt mark
og gaf 3 stoðsendingar fyrir Göppingen.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk
fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson lék
ekki.
Balingen – Magdeburg ....................... 26:39
Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir
Balingen.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk og
gaf 4 stoðsendingar fyrir Magdeburg og
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 2 mörk.
Staða efstu liða:
R-N Löwen 19, Kiel 18, Flensburg 17,
Fuchse Berlin 15, Stuttgart 15, Leipzig 13,
Lemgo 13, Göppingen 13.
B-deild:
Bietigheim – Wilhelmshavener ......... 25:18
Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í
marki Bietigheim og skoraði eitt mark.
Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið.
Elbflorenz – Gummersbach ............... 21:26
Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
Spánn
Cangas – Barcelona ............................ 24:39
Aron Pálmarsson lék ekki með Barce-
lona.
Danmörk
Aalborg – Ribe-Esbjerg...................... 29:31
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Rúnar Kárason skoraði 9 mörk og gaf 2
stoðsendingar fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar
Steinn Jónsson skoraði 3 mörk og gaf 3
stoðsendingar og Daníel Þór Ingason gaf
eina stoðsendingu.
Aarhus – GOG...................................... 25:31
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í
marki GOG.
Staða efstu liða:
GOG 26, Aalborg 25, Holstebro 22, Bjerr-
ingbro/Silkeborg 21, Skjern 19, Kolding 17,
SönderjyskE 17
Pólland
Wisla Plock – Kielce............................ 19:31
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2
mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er
frá keppni vegna meiðsla.
Noregur
Drammen – Haslum ............................ 35:23
Óskar Ólafsson skoraði 4 mörk og gaf 4
stoðsendingar fyrir Drammen.
Svíþjóð
Sävehof – Alingsås .............................. 24:28
Aron Dagur Pálsson skoraði 2 mörk og
gaf 6 stoðsendingar fyrir Alingsås.
Varberg – Skövde ............................... 28:26
Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki
með Skövde.
Rhein-Neckar Löwen og Flensburg
gerðu jafntefli 31:31 í toppslag í
þýsku 1. deildinni í handknattleik í
gær en liðin mættust á heimavelli
Löwen. RN Löwen heldur því efsta
sæti deildarinnar og er með 19 stig
eftir ellefu leiki.
Kiel og Flensburg eru með 18
stig og 17 stig en þau eiga leik til
góða á Löwen. Alexander Pet-
ersson skoraði tvö mörk fyrir Lö-
wen í leiknum og Ýmir Örn Gísla-
son kom einnig við sögu. Úrslitin
sýna að Löwen er til alls líklegt í
baráttunni um titilinn en Flensburg
varð meistari bæði 2018 og 2019 en
tímabilið 2020 var blásið af vegna
kórónuveirunnar og var Kiel þá í
efsta sæti og þar með meistari.
Ómar Ingi Magnússon heldur
áfram að leika vel fyrir Magdeburg
og skoraði fimm mörk og gaf fjórar
stoðsendingar í 39:26-stórsigri
Magdeburg gegn Balingen. Gísli
Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö
mörk fyrir Magdeburg og Oddur
Gretarsson var með fjögur mörk
fyrir Balingen. sport@mbl.is
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldssoon
Reyndur Alexander Petersson er enn í stóru hlutverki hjá toppliði.
Jafntefli hjá Löwen
í toppslagnum
Íslensku landsliðsmennirnir í
körfuknattleik sem leika í spænsku
ACB-deildinni láta æ meira að sér
kveða en deildin er almennt talin
sterkasta deildakeppnin í Evrópu.
Martin Hermannsson og sam-
herjar hans í Valencia unnu sinn
þriðja deildarleik í röð er liðið vann
86:81-sigur á Estudiantes á útivelli.
Eftir erfiða byrjun hefur Valencia
tekist að rétta úr kútnum og er liðið
í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra
og sex töp eftir 13 leiki. Liðið er
hins vegar í fimmta sæti í Evrópu-
deildinni, sterkustu Evrópu-
keppninni. Martin skoraði sjö stig
og tók eitt frákast á 14 mínútum.
Næsti leikur Valencia er á útivelli
gegn gríska liðinu Olympiacos í
Evrópudeildinni á miðvikudaginn
kemur.
Tryggvi Snær Hlinason átti góð-
an leik þegar lið hans Zaragoza
vann öruggan 105:76-sigur gegn
Bilbao. Tryggvi skoraði átta stig,
tók níu fráköst og gaf tvær stoð-
sendingar í leiknum. Miðherjinn er
orðinn mjög stöðugur í leik sínum
þegar kemur að stigaskori og frá-
köstum. Zaragoza er eftir sigurinn
í 15. sæti deildarinnar með átta
stig.
Haukur Helgi Pálsson og liðs-
félagar hans í Andorra þurftu að
sætta sig við naumt 82:86-tap gegn
botnliði Gipuzkoa í gær. Haukur
Helgi lék þó vel í leiknum þar sem
hann skoraði 16 stig og tók tvö frá-
köst. Haukur hefur látið töluvert að
sér kveða í leikjunum sem hann
hefur spilað eftir að hafa verið frá
um tíma vegna kórónuveirunnar.
Andorra er í 11. sæti deild-
arinnar eftir þetta óvænta tap með
12 stig. sport@mbl.is
Þriðji sigur Valencia
í röð í deildinni
Morgunblaðið/Hari
Sterkur Erfitt er að eiga við
Tryggva nærri körfunni.