Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Nú hafa borgaryf-
irvöld höfuð-
borgarinnar í miðjum
faraldrinum gjört
heyrinkunnugt að
nauðsyn beri til að
hækka gjaldskrá
Sorpu um allt að þrjú
hundruð prósent og
veiti ekki af. Kostn-
aðurinn við að höndla
ruslið sé orðinn því-
líkur.
Tíðindi þessi hafa orðið tilefni
fimm dálka forsíðufyrirsagnar
Moggans og er það ekki að undra
nú er þjóðin öll leitast við að halda
kostnaði innan skikkanlegra marka
og að hafa taumhald á verðbólg-
unni.
Undantekning er borgarstjórn-
armeirihlutinn í Reykjavík, sem
telur það ekki eiga við um sig.
Raunar ætti ráðslag þetta ekki
að koma á óvart. Í ljósi sögunnar
hefur stjórn vinstri-
sinnaðra öfgaflokka og
viðhengja þeirra jafn-
an fylgt fjárhagsleg
óreiða og furðuráðslög,
sem ganga þvert á al-
menna skynsemi, ráð-
deild og hagkvæmni.
Ástand sorphirðumála
höfuðborgarinnar er
ljós vitnisburður um
það.
Fyrir allnokkru var
ráðist í byggingu gas-
og jarðgerðarstöðvar á
vegum Reykjavíkurborgar. Það var
víst gert framhjá kerfinu og því
urðu borgaryfirvöld aldeilis hissa
er hún var risin án heimildar með
tilsvarandi aukningu á skuldasúpu
borgarinnar, sem vart er á bæt-
andi. Forstjórann þurfti svo að
reka fyrir tiltækið en það sem
verra var, að í ljós kom að stöðin
var eiginlega meinloka, því að hún
býr til afurðirnar gas, moltu og
skítalykt aðeins úr hluta af heim-
ilissorpi. Óvíst er að nokkur vilji
kaupa gasið og nóg er til fyrir á
landinu af mold, sem er efni skylt
moltu. Afgang sorpsins, sem nýtist
ekki í framangreindar afurðir, þarf
svo að flytja úr landi eða urða. Fá-
ir vilja láta urða hjá sér vegna
framangreindrar lyktar, sem von
er.
Það er nú engin furða að hækka
þurfi gjaldskrárnar, þegar búið er
að eyða öllum þessum peningum í
tóma þvælu eins og hér hefur verið
gert. En það sér kannski ekki á.
Syndalisti borgarinnar er fullur af
alls konar þvælu.
Í fjölmörgum heimsborgum vítt
um lönd og álfur hafa verið reistar
fullkomnar sorpbrennslustöðvar,
sem leysa þennan vanda. Öllu
heimilissorpi er dembt í þær og
brennt við háan hita. Úrgangsplast
reynist ágætis brennsluefni, allur
reykur er hreinsaður, stöðvarnar
geta því verið í íbúðahverfum
vandræðalaust, úrgangurinn er
steingerð möl, sem nýtist ágætlega
sem púkk í akvegi eða undir járn-
brautarteina, afurðin er auðselj-
anleg orka og engin vandamál eru
skilin eftir fyrir kynslóðir fram-
tíðar til að leysa. Þriðjungur Vín-
arborgar nýtur raforku og varma
frá einni slíkri stöð, sem er augna-
yndi á að líta, skreytt að utan af
listamanninum heimsfræga
Hundertwasser. Engin ólykt og
ilmandi skógur á ýmsum hæðum
byggingar brennslunnar. Tæknin
er margreynd og svínvirkar.
Ætli hefði nokkuð þurft að
hækka gjaldskrá Sorpu ef afurðir
gas- og jarðgerðarstöðvarinnar
væru auðseljanlegar á góðu verði?
Hvernig skyldi standa á því að
slík sorpbrennsla er ekki risin í
Reykjavík jafn augljóst og það ætti
að vera? Skyldi það vera vegna
þess að meirihlutinn er með eyru,
augu og heilabú lokuð gagnvart
raunverulegum nauðsynjamálum?
Í hinum dreifðu byggðum lands-
ins hafa verið reistar misheppn-
aðar sorpbrennslur, byggðar á úr-
eltri tækni. Þær hafa flestar verið
aflagðar vegna mengunar og
rangrar notkunar. Óþarfi er að láta
slík spor hræða. Með réttum bún-
aði og réttri notkun er sorp-
brennsla góður kostur.
Sorp- og jarðgerðarstöðin í Álfs-
nesi nýtist kannski í framtíðinni í
púkk undir akvegi eftir að hún hef-
ur verið rifin og almennileg sorp-
brennsla reist. Það gerist kannski,
þegar núverandi meirihluta hefur
verið steypt og nýir fulltrúar með
opin augu, eyru og heilabú eru
komnir til sögu.
Varla fyrr.
Af sorphirðu
Eftir Sverri
Ólafsson
Sverrir Ólafsson
» Sorp- og jarðgerð-
arstöðin í Álfsnesi
nýtist kannski í framtíð-
inni í púkk undir akvegi
eftir að hún hefur verið
rifin og almennileg
sorpbrennsla reist.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
sverrirolafs@simnet.is
Skrifstofa flótta-
mannafulltrúa Sam-
einuðu þjóðanna er
sjötug í dag, 14. des-
ember.
Fyrir stofnun sem
hefði með réttu átt að
hætta starfsemi á að-
eins þremur árum eru
þessi tímamót ekki
tilefni til fagnaðar.
Þegar heimur í sár-
um hóf endurbyggingu á árunum
eftir seinni heimsstyrjöldina
gegndi Flóttamannastofnunin því
hlutverki að finna heimili fyrir
flóttamenn í Evrópu. Umboð
stofnunarinnar, sem komið var á
laggirnar 14. desember 1950, var
aðeins tímabundið og ópólitískt,
næstum eins og tilvist hennar
væri áminning um hörmungar sem
best væri að láta hverfa ásamt
rústunum sem stríðið skildi eftir.
En breytingum í alþjóða-
samfélaginu fylgdu ný átök og í
kjölfarið fleira flóttafólk. 200.000
Ungverjar flúðu Austurríki eftir
að sovéskar hersveitir brutu á bak
aftur uppreisn þar í landi árið
1956. Ári síðar báðu yfirvöld í
Túnis um aðstoð Flóttamanna-
stofnunarinnar þegar sjálfstæð-
isbarátta nágrannaríkisins Alsír
sendi tugþúsundir flóttamanna yf-
ir landamærin í leit að öryggi.
Og verkefnum Flóttamanna-
stofnunarinnar hélt áfram að
fjölga. Eftirnýlendu-
tímanum fylgdi sjálf-
stæðisbarátta og síðar
átök um völd þar sem
milljónir almennra
borgara drógust inn í
óeirðirðnar. Ár eftir
ár, frá einni heimsálfu
til annarrar, jókst
fjöldi þeirra sem
neyddust til að flýja
og leita aðstoðar
Flóttamannastofn-
unarinnar, frá Mið-
Ameríku til Afríku
sunnan Sahara, frá Víetnam til
Kambódíu.
Síðasta ár voru fjörutíu ár liðin
frá flóttanum frá Afganistan. Á
næsta ári er áratugur liðinn síðan
átök hófust í Sýrlandi. Og þannig
heldur sagan áfram, endalaus af-
mæli sem enginn vill fagna, ný
átök brjótast út og önnur, sem
kveðin höfðu verið niður, byrja á
ný, jafnvel meðan áhrifa ófriðar
fyrri tíma gætir enn. Á síðustu sjö
áratugum hefur það sýnt sig að
heimsbyggðin, sem áður sór þess
eið að stuðla að friði, er mun hæf-
ari í að hefja átök en leysa þau.
Afleiðingin er sú að Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefur verið kölluð til hvað
eftir annað til að gera það sem í
hennar valdi stendur til að vernda
varnarlaust fólk sem neytt hefur
verið frá heimilum sínum. Þetta
hefur síendurtekið leitt til mála-
miðlana. Við erum venjulega ekki
„við samningaborðið“ þegar örlög
þjóða og einstaklinga eru ráðin.
En við erum vissulega á vettvangi
við að aðstoða fólk sem neytt hef-
ur verið á flótta þegar slíkar deil-
ur dragast á langinn. Þó skýrt sé
greint frá ópólitísku hlutverki
Flóttamannastofnunarinnar í sátt-
mála hennar er það svo að vegna
þess að við erum til staðar á
krísutímum og bregðumst við í
neyðarástandi, er starf okkar háð
flóknum samskiptum, erfiðum
ákvörðunum og ómögulegum val-
kostum á meðan við reynum að
sinna sívaxandi hópi varnarlauss
fólks með fjármunum sem einfald-
lega duga ekki til.
Fyrrverandi og núverandi
starfsfólk Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna er stolt af
því sem það hefur áorkað í gegn-
um tíðina, og af þeim lífum sem
tekist hefur að vernda, breyta og
bjarga. Með stolti taka þau við
nýjum áskorunum, svo sem áhrif-
um loftslagsbreytinga og nú ný-
lega kórónuveirufaraldrinum,
þættir sem margfalda þau vanda-
mál sem fólksflótti veldur.
Á sama tíma myndi starfsfólk
stofnunarinnar heldur kjósa að
þurfa ekki að sinna þessum verk-
efnum. Ef stríðandi fylkingar
kæmu á vopnahléum, ef ein-
staklingar á flótta gætu snúið
klakklaust aftur heim, ef ríkis-
stjórnir deildu jafnt ábyrgðinni á
að veita flóttamönnum örugga bú-
setu, ef ríki stæðu við skuldbind-
ingar sínar gagnvart alþjóðalögum
um hælisleitendur og virtu bann
við endursendingum – það að
senda ekki einstaklinga sem flúið
hafa aðstæður sem ógna lífi þeirra
aftur þangað sem þau komu –
hefðum við hjá Flóttamannastofn-
uninni færri atriði til að hafa
áhyggjur af.
Og jú, við höfum margoft farið
fram á allt framantalið.
Árið 1994 var ég hluti neyðar-
teymis Flóttamannastofnunar-
innar í Saír, eins og það hét á
þeim tíma og Lýðstjórnarlýðveldið
Kongó í dag. Á fjórum dögum fór
ein milljón manna og kvenna yfir
landamærin frá Rúanda til að flýja
blóðbaðið þar í landi, til þess eins
að lenda í kólerufaraldri sem varð
tugþúsundum að bana. Samstarfs-
fólk mitt sem hafði strengt þess
heit að vernda mannslíf var í stað-
inn að grafa grafir. Maður getur
hugsað um þau líf sem hefur verið
þyrmt, þá stund í framtíðinni þar
sem örvænting flóttamanns breyt-
ist í von vegna starfa manns. En
maður getur aldrei hætt að hugsa
um þau líf sem ekki tókst að
bjarga.
Fyrir um ári náði heildarfjöldi
erlendra og innlendra flótta-
manna, hælisleitenda og ríkis-
fangslausra því að vera 1% af
íbúatölu heims. Ég velti því fyrir
mér hvenær okkur mun finnast
þetta hlutfall óásættanlegt, 2%,
5% eða meira? Hversu margir
þurfa að þjást vegna þess missis
og auðmýkingar sem felst í því að
vera á flótta áður en stjórnmála-
leiðtogar grípa til aðgerða til að
uppræta orsakir vandans?
Á sjötugsafmæli Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
er áskorun mín til alþjóða-
samfélagsins sú að sjá til þess að
ég muni ekki lengur hafa vinnu.
Gerið það að markmiði ykkar að
byggja heim þar sem ekki er
lengur þörf fyrir Flótta-
mannastofnunina vegna þess að
enginn er knúinn til að flýja.
Ekki misskilja mig, eins og stað-
an er í dag skiptir starf okkar
sköpum en á sama tíma er mót-
sögnin sú að í raun ættum við
ekki að vera til. Ef við þurfum að
fara í gegnum fleiri afmælisdaga
er það vegna þess að alþjóða-
samfélagið hefur brugðist.
Ef hægt væri að uppræta orsak-
ir fólksflótta í aðeins um sex lönd-
um, gætu milljónir innlends og er-
lends flóttafólks snúið aftur heim.
Það væri góð byrjun – eitthvað
sem hægt væri að fagna.
Stofnun sem ætti ekki að vera til
Eftir Filippo
Grandi »Á sjötugsafmæli
Flóttamannastofn-
unar Sameinuðu þjóð-
anna er áskorun mín til
alþjóðasamfélagsins sú
að sjá til þess að ég muni
ekki lengur hafa vinnu.
Filippo Grandi
Höfundur er framkvæmdastjóri
Flóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna.