Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2020 ERT ÞÚ Í BYGGINGARHUGLEIÐINGUM? VIÐ FRAMLEIÐUM EINNIG Smáhýsi Gestahús Parhús Raðhús Sérbýlishús Módula Þaksperrur Sökkla www.huseining.is sala@huseining.is s: 686-8680 Verð frá 113.400 kr. pr/m² Einbýlishús Húseining býður upp á einstök og falleg einingarhús sem hönnuð og framleidd eru á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Sumarhús Verð frá 135.800 kr. pr/m² Alls greindust sjö kórónuveirusmit innanlands á laugardag og fimm á föstudag. Voru allir nema tveir í sóttkví við greiningu. Virkum smit- um hefur fækkað síðastliðna daga og eru þau nú 163, en nýgengi smita er 37,4 innanlands. Er nýgengið hvergi lægra í Evrópu, en næsta land á eftir er Írland með 78. Hæst er nýgengið í Króatíu og Lúxemborg, rétt innan við 1.200. Sýnatökum á landamærum hefur fjölgað ört undanfarna daga, enda margir Íslendingar búsettir erlendis sem sækja heim um jólin. Tekin voru 912 sýni í landamæraskimun (fyrri og seinni) á laugardag og hafa ekki verið fleiri á einum degi frá því í september. Fimm þeirra greindust með veiruna en beðið er niðurstaðna úr mótefnamælingu. Farþegar sem koma til landsins fara í skimun við komuna, því næst í 5-6 daga sóttkví og loks aðra skimun. Eru nú 1.622 í slíkri sóttkví, en 347 í venjulegri sóttkví. Heilu landshlutarnir án smits Faraldurinn er sem fyrr í mestri útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Á höfuðborgarsvæðinu eru 118 virk smit og 252 í sóttkví, á Suðurnesjum 23 virk smit og 58 í sóttkví og á Suð- urlandi eru 11 virk smit og 20 í sóttkví. Utan þessara landshluta eru aðeins átta smit, þar af sjö á Vestur- landi og eitt á Norðurlandi vestra. Á Vestfjörðum, Austurlandi og Norðurlandi eystra eru engin virk smit og enginn í sóttkví. Þrátt fyrir það er „alvarlegt ástand“ skilgreint í öllum lands- hlutum, samkvæmt viðvörunarkerfi almannavarna sem tekið var í notk- un í síðustu viku. Flestir í sóttkví við greiningu Morgunblaðið/Eggert Veira Fáir greinast utan sóttkvíar.  Sjö smit á laugardag  Nýgengi á Íslandi enn lægst í Evrópu  Ekki fleiri sýni á landamærum síðan í september Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Bílaleigum verður veittur afsláttur af vörugjöldum árin 2021 og 2022 sam- kvæmt breytingartillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis við svokallaðan bandorm, sem lögð var fram um helgina. Lækkunin er á þá leið að skráð los- un koltvísýrings verður lækkuð um 30% áður en til álagningar vörugjalds kemur – þ.e. greidd verða vörugjöld líkt og koltvísýr- ingsútblástur sé 30% minni en hann er í raun. Afslátturinn er háður þeim skil- yrðum að tiltekið hlutfall nýskráðra bíla, 15% árið 2021 og 25% árið 2022, séu vist- vænir, þ.e. raf- magns-, vetnis- eða tengiltvinn- bílar. Óli Björn Kára- son, formaður efnahags- og við- skiptanefndar, segir að með þessu sé tvennt gert: „Annars vegar er verið að ýta undir að bílaleigur séu í stakk búnar til að endurnýja bílaflotann og hins vegar að setja þau skilyrði að þetta hlutfall af bílum séu vistvænir.“ Uppfylli bílaleigurnar ekki skilyrðin um hlutfall vistvænna bíla ber þeim að endurgreiða afsláttinn með álagi. Óli Björn segir frumkvæðið að breytingunni hafa komið frá fjár- málaráðuneytinu, en kallað hafði ver- ið eftir svipaðri útfærslu í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar við frumvarpið. Aðspurður segir Óli Björn að hann hafi áhyggjur af stöðu bílaleiga. „Ég hef áhyggjur af því að bílaleigufyrirtækin, sem eru lykilfyr- irtæki í að dreifa [ferðamönnum] um landið, verði ekki í stakk búin til að endurnýja bílaflotann með skyn- samlegum hætti,“ segir hann. 20% verði vistvæn árið 2025 Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, fagnar breytingartillög- unni. „Þetta mun hjálpa bílaleigum að komast í gegnum þetta tímabil enda skiptir miklu máli að endurnýj- un flotans tefjist ekki um of,“ segir hann. En skýtur ekki skökku við að veita afslátt af kolefnislosun á sama tíma og umræða um græn orkuskipti bíla- flotans er í hámæli? Því hafnar Jóhannes. „Þetta er fyrst og fremst tæknileg útfærsla,“ segir hann og bendir á að á móti séu bílaleigur skyldaðar til að kaupa til- tekið hlutfall bíla sem knúnir eru endurnýjanlegum orkugjöfum. Það styður við markmið stjórnvalda um að 20% af flota bílaleiga verði vist- væn árið 2025. „Það er enginn að hlaupast undan skyldum sínum,“ segir Jóhannes. Vörugjöld af bílaleigubílum verða lækkuð  Gjöld miðist við 70% af losun  Krafa um tiltekið hlutfall vistvænna bíla Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílaleigubílar Markmið stjórnvalda eru að 20% flotans verði vistvæn. Afsláttur af vörugjöldum » Við útreikning vörugjalda verður miðað við að bílaleigu- bílar losi 30% minna en raunin er. » Afsláttur að hámarki 400.000 krónur. » Skilyrði um að 15% keyptra bíla séu vistvæn árið 2021 og 25% árið 2022. » Ætlað að ýta undir endur- nýjun bílaflotans. Jóhannes Þór Skúlason Óli Björn Kárason Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er einhvers konar iðnaðar-her- nám í íbúabyggð. Það er eitthvað sem maður hefði kannski mátt búast við á sjöunda áratugnum en það er óskilj- anlegt að sjá þetta gerast árið 2020,“ segir listamaðurinn Tolli Morthens um starfsemi Vöku í Laugarnesi. Tolli hefur um árabil verið með vinnustofu við Héðinsgötu en hefur nú gefist upp á samneytinu við Vöku. Morgunblaðið hefur greint frá óánægju íbúa með starfsemi Vöku að undanförnu. Fyrirtækið var flutt að Héðinsgötu í byrjun árs og hafa íbúar kvartað und- an hávaða og mengun um margra mánaða skeið. Hafa athugasemdir verið gerðar við að fyrirtækið hafi starfað án starfsleyfis á staðnum. Þá hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur krafist þess að Vaka bæti ásýnd og umgengni á lóð fyrirtækisins og haldi starfseminni innan lóðar. Fram kom í frétt blaðsins í síðustu viku að umhverfis- og auðlindaráðu- neytið hefði bent á það í bréfi nýlega að í lögum um hollustuhætti og meng- unarvarnir sé skýrt að ekki megi hefja slíkan atvinnurekstur hafi starfsleyfi ekki verið gefið út eða starfsemin verið skráð hjá Umhverfisstofnun. Vaka hefur ný- lega sótt um tímabundið starfsleyfi út næsta ár. Tolli segir í samtali við Morgun- blaðið að hann hafi ekkert á móti starfsemi Vöku sem slíkri og hann hafi átt ágæt samskipti við starfs- menn fyrirtækisins. Hins vegar eigi förgun á bílum og fleira í þeim dúr ekki heima á þessum stað. „Hér hefur runnið mengunin úr bíl- hræjum frá fyrsta degi. Þetta liggur í jarðveginum, stundum er hún ósýni- leg en hún er samt skaðleg. Þetta eru bílhræ sem blæðir úr og hér liggur blóð um allar stéttir,“ segir listamað- urinn. Hann furðar sig á afstöðu yfirvalda í málinu. „Þetta fyrirtæki er ekki einu sinni með starfsleyfi. Það hefur hreiðrað um sig hér á fölskum for- sendum. Ég þekki leigusalann að góðu einu og efast um að hann hafi vitað alla málavöxtu. Mér finnst það vera áfellisdómur yfir öllum yfirvöld- um í þessari borg að þetta skuli látið viðgangast.“ Tolli kveðst hafa áhyggjur af því hvað myndi gerast ef eldur kæmi upp á athafnasvæði Vöku. Fyrirtækið hafi „eignað sér“ Héðinsgötuna og gang- stéttir í kring og erfitt væri fyrir slökkvilið að ætla að athafna sig á svæðinu. „Fólk hér man auðvitað brunann við Kleppsveg. Nú er þessi starfsemi komin alveg undir þak- skegg hjá íbúum í hverfinu. Þetta er mikið barnahverfi. Það veldur auðvit- að áhyggjum og streitu hjá mörgum sem þurftu að fara í gegnum þetta á sínum tíma. Allt á þessari lóð er sprengiefni.“ Sjálfur kveðst Tolli hafa fengið nóg af staðnum. Hann mun á næstunni flytja vinnustofu sína á nýjan stað. „Ég er á förum, er búinn að segja upp leigunni. Það er ekki eingöngu vegna Vöku en þetta mál ýtti undir þá hugs- un. Þetta er ekki skemmtilegt.“ Málefni Vöku verða rædd á fundi Íbúaráðs Laugardals í dag. Í ráðinu sitja borgarfulltrúarnir Kristín Soffía Jónsdóttir og Katrín Atladóttir. Þá mun þriðji borgarfulltrúinn, Líf Magneudóttir, sem jafnframt er for- maður heilbrigðisnefndar borgarinn- ar, sitja fundinn og upplýsa hvar mál- ið er statt innan borgarkerfisins. Vaka Styr hefur staðið um starfsemi fyrirtækisins við Héðinsgötu. Líkir starfsemi Vöku við hernám á svæðinu  Listamaðurinn Tolli ósáttur við afskiptaleysi stjórnvalda Á fundi Heilbrigðiseft- irlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis hinn 30. nóvember var þess krafist að Vaka myndi hreinsa lóð fyrir- tækisins að Tinhellu 8 í Hafnarfirði. Í fund- argerð kemur fram að við eftirlit síðasta vet- ur og í vor hafi komið í ljós að allnokkuð hafi safnast af úrgangsefnum á lóðinni, meðal annars bílhræ á lóðarmörkum og ónýtir skúrar. Þess var krafist í júní að lóðin yrði hreinsuð en ekki var brugðist við því. „Við endurtekið eftirlit nú á haustdögum er ljóst að ásýnd lóðarinnar er enn verri en áður. Svo virðist sem lóðin sé nýtt til að safna brotajárni og öðrum úrgangi. Slík starfsemi er háð leyfi byggingaryfirvalda og starfsleyfi og starfsskilyrðum sem heilbrigðisnefnd setur. Hvorugt er til staðar,“ segir í fundargerðinni þar sem því er hótað að dagsektir verði lagðar á Vöku verði ekki brugðist við. Þetta virðist hafa komið skriði á málið því þegar ljósmyndari Morgunblaðsins renndi við fyrir helgi var unnið að hreinsun lóðarinnar. Var hótað dagsektum ÚRGANGUR Á LÓÐ VÖKU Í HAFNARFIRÐI Tinhella Lóð Vöku var hreinsuð í síðustu viku. Tolli Morthens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.