Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020
Ekki verður séð að frumvarpum hálendisþjóðgarð verðisamþykkt í bráð, þar sem svo
margar og veigamiklar efasemdir
eru komnar fram á þingi. Sigurður
Ingi Jóhannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins og sveitarstjórnar-
ráðherra, segir samtal umhverfis-
ráðherra við þjóðina um málið hafa
mistekist og ýmsir þingmenn Sjálf-
stæðisflokks hafa lýst yfir beinni
andstöðu við það.
Eigandi vindlabúðar hyggst sækja
rétt sinn vegna sérkennilegra reglna
og viðskiptahátta ÁTVR. Hann
flytur vindlana inn sjálfur, en er gert
að selja þá alla til ÁTVR, til þess
eins að hann kaupi þá aftur með 18%
álagi. Enn skrýtnara er þó að einka-
salan krefst þess að vera sjálf í
reikningsviðskiptum en krefst þess
að hann staðgreiði eigin vöru.
Spurningar vöknuðu um útitónleika
Auðar, sem haldnir voru í gegnum
glugga á Prikinu, í samvinnu við
Reykjavíkurborg. Að vonum safn-
aðist þar saman töluverður fjöldi, en
þar var í engu gætt fjarlægðar-
reglna, hólfaskiptingar og fáir með
grímu. Lögreglan ætlaði þó ekki að
taka málið til rannsóknar eins og
hefur gerst um aðra viðburði smærri
í sniðum.
Sýkla- og veirufræðideild
Landspítalans er loks komin með
nýtt raðgreiningartæki, sem hefði
komið að góðum notum í kórónu-
veirubylgjunum fyrr á árinu, en
var ekki pantað fyrr en síðsumars.
Þegar það kemst í notkun verður
spítalinn ekki lengur algerlega upp
á greiðvikni Íslenskrar erfða-
greiningar kominn í þessum efn-
um.
Kórónuveirunnar gætir víða, en
þannig verður gamla símkerfið
ekki aflagt á þessu ári, eins og til
stóð. Sá gálgafrestur stendur þó
ekki lengi, en flytja á fastlínusímtöl
úr koparvírum yfir á netið. Um
fjórðungur símanúmera Íslandi er í
fastlínusímum, en megnið í farsím-
um.
Almennar bólusetningar hófust í
Bandaríkjunum, en á Íslandi var það
að frétta að allt væri til reiðu til
bólusetninga nema einn lítill stimpill
frá Lyfjastofnun Evrópu í Amst-
erdam. Í ljós kom þó að til þess bar
engin skylda, heldur hafði Lyfja-
stofnun á Íslandi ákveðið að það
væri þægilegast, þótt það gæti tafið
bólusetningar um einhverjar vikur.
Icelandair ákvað að fjölga bæði
flugferðum og áfangastöðum í kring-
um jólin, enda mikil eftirspurn hjá
Íslendingum búsettum erlendis að
koma heim að fögru landi ísa yfir jól-
in, römm er sú taug og svo fram-
vegis. Þeir þurftu þó að hafa hraðan
á, það var síðasti séns að koma til
landsins á föstudag, vildu menn vera
lausir úr sóttkví á aðfangadag.
Umhleypingasöm veðrátta gerði
vart við sig með óvæntum hætti.
Mikil hitasveifla úr hörkugaddi í
óvenjumildan hita gerði það meðal
annars að verkum að tjara og möl af
vegklæðningu losnaði og festist við
hjólbarða, en þaðan gat það þeyst
langar leiðir og valdið skemmdum á
bílum. Þetta olli verulegum vand-
kvæðum á löngum köflum frá Borg-
arfirði norður í Skagafjörð.
Sagðar voru fréttir af Hallgríms-
kirkjuturni, þar sem orðin halli og
hrun komu við sögu. Aðeins í óeig-
inlegri merkingu þó, en vegna áhrifa
veirunnar á komu ferðamanna fara
miklum mun færri í útsýnisferðir
upp í turninn. Tekjurnar í ár eru um
fjórðungur þess, sem var í fyrra.
Í rannsókn IDEA, fjölþjóðlegrar
lýðræðisstofnunar með aðsetur í
Svíþjóð, kom fram að lýðræði og
mannréttindi hafa víða um heim
mátt víkja fyrir sóttvarnaaðgerðum,
þar á meðal í 43% þeirra ríkja, sem
að öllu jöfnu teljast góð lýðræðisríki.
Það á ekki við á Íslandi, sem var
þvert á móti fyrst í röð þeirra ríkja,
sem stofnunin taldi til fyrirmyndar
að þessu leyti.
Orka náttúrunnar (ON), dótturfyr-
irtæki Orkuveitu Reykjavíkur,
kynnti áframhald útþenslustefnu
sinnar. Í árslok mun það hafa 44
hraðhleðslustöðvar í notkun,
hringinn um landið, en hyggst reisa
11 til viðbótar á komandi ári. Keppi-
nautar segja hins vegar að ON sé í
raun að aftra uppbyggingu hleðslu-
kerfisins með undirboðum í krafti
opinbers eignarhalds.
Tvær aurskriður féllu niður í byggð
í Seyðisfirði en þar eystra var mikið
vatnsveður. Engin slys urðu á fólki
en verulegt eignatjón og þurfti að
rýma fjórar götur í varúðarskyni.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur var
rædd í vikunni, ekki síst þá hið stór-
fenglega græna skuldaplan, sem
borgarstjóri hyggst leggja skammt
frá heimili sínu. Sjálfstæðismenn
gerðu margar breytingartillögur
sem allar voru felldar, þar á meðal
var tillaga um að íbúum í húsnæði
Félagsbústaða byðist að kaupa
heimili sín á góðum kjörum.
Rúna Hauksdóttir forstjóri Lyfja-
stofnunar vonaðist til þess að bólu-
efni við kórónuveirunni yrði sam-
þykkt fyrir jól, en stofnunin bíður
markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evr-
ópu og mun þá sjálf skoða þann
stimpil vel og vandlega áður en hún
gefur út sitt leyfi. Hins vegar er
björninn ekki unninn með leyfinu,
því framboð bóluefnis er ekki jafn-
mikið og að var stefnt vegna fram-
leiðsluörðugleika.
Heilbrigðisráðherra og sóttvarna-
læknir töluðu sitt á hvað um hvernig
gengi að fá bóluefni til landsins.
Samkvæmt ráðherranum er nóg á
leiðinni, en dr. sótti telur það allt
meiri óvissu hjúpað um dauðans
óvissa tíma.
Alþingi frestaði niðurfellingu íviln-
unar sem tengiltvinnbílar hafa not-
ið undanfarin ár, en ella hefðu þeir
hækkað verulega í verði.
Þrátt fyrir samninga um þinglok á
föstudag virtist ljóst á miðvikudag
að þinglok kynnu að frestast fram á
laugardag. Ekki vegna þess að veru-
legur ágreiningur væri um af-
greiðslu mála, heldur reyndist vinna
við fjármálafrumvörp tímafrekari en
að var stefnt.
Skriður héldu áfram að falla í Seyð-
isfirði með töluverðu eignatjóni, en
sum svæði voru áfram lokuð. Jafn-
framt var gefin út viðvörun í Eski-
firði. Þorvaldur Jóhannsson, fyrr-
verandi bæjarstjóri, óttast að
byggðin sé í hættu.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra náði loftferðasamningi
við Breta, svo engin truflun verður á
samgöngum milli landanna við
Brexit, úrgöngu Breta úr Evrópu-
sambandinu um áramót.
Þrátt fyrir kórónuveiruna hefur
kvikmyndaframleiðsla að miklu
leyti haldið áfram í landinu, en að-
eins tvisvar áður hefur meira verið
endurgreitt vegna kvikmyndafram-
leiðslu. Alls hafa 1,4 milljarðar króna
verið endurgreiddir af þeim ástæð-
um.
Evrópureglur um dróna taka gildi á
komandi ári, sem herða þær til
muna. Það á þó ekki við um minnstu
drónana, sem áfram verða skil-
greindir sem leikföng.
Hættustig var áfram í gildi í Seyðis-
firði og óvissustig á Austurlandi.
Aurskriður héldu áfram að falla hér
og þar og þrjú hlaup urðu í Búðará.
Ekki var gert ráð fyrir að úrkomu
linnti fyrr en á sunnudag, svo áfram
stafaði ógn af frekari skriðuföllum.
Lögregla beindi því til fólks, að
ferðast ekki austur að óþörfu.
Tjón og þrif vegna svonefndra blæð-
inga úr vegklæðningum kunna að
nema tugmilljónum króna. Vega-
gerðin bætir bíleigendum það.
Gagnrýni á Hafnartorg kom fram í
grein í Morgunblaðinu, sem nokkra
athygli vakti. Formaður skipulagsráðs
borgarinnar tók undir hana og kvaðst
vilja sjá breytingar á því. Fasteigna-
félagið Reginn, sem hefur forræði yfir
torginu og götum að því, telur hins
vegar að of mikið sé úr þessu gert.
Sem kunnugt er var öllum minkum í
Danmörku lógað fyrir skömmu af
ótta við kórónuveirufaraldur í þeim.
Skagfirskur bóndi hefur því tekið til
við rekstur minkabús á ný í sam-
vinnu við danska minkabændur.
Íbúðalánasjóður var dæmdur til þess
að endurgreiða fólki, sem hann hafði
látið greiða uppgreiðslugjald lána árið
2008. Við það bættust dráttarvextir
og málskostnaður. Afleiðingar dóms-
ins kunna að verða miklar, enda
greiddi fjöldi fólks samskonar gjald.
Samanlagður halli ríkis og sveitar-
félaga stefnir í 356 milljarða króna
árið 2021. Alls er talið að hallinn
muni nema þúsund milljörðum á
fimm árum.
Framboðskönnun var gerð meðal
samfylkingarmanna í Reykjavík en
niðurstaðan verður send uppstilling-
arnefnd, sem þá ákveður hvað hún
geri við úrslitin.
Jónína Benediktsdóttir, íþrótta-
fræðingur og frumkvöðull, varð
bráðkvödd, 63 ára að aldri.
Úrkoma og
aurskriður
Sem sjá má flæddi gríðarlegt magn af aur niður hlíðarnar í Seyðisfirði, enda jarðvegurinn vatnsósa eftir rigningarnar að
undanförnu. Engin slys hafa orðið á fólki, en eignatjón mikið og hættustigi lýst yfir.
Morgunblaðið/Eggert
13.12.-18.12.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Rafhitun
Gleðileg
jól
Stattu ekki úti í
kuldanum,við eigum
allt til rafhitunar.
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími 565 3265 • ww.rafhitun.is
Mozart
við kertaljós
Garðakirkju
22. des. kl. 21
Í fríu streymi
á fésbókarsíðu
Garðabæjar
Camerartica