Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Page 10
VIÐAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020 og upplýsingar voru af skornum skammti, ekkert net og engin fræðsla. Samt kom þetta alls ekki yfir mig eins og þruma.“ Gaman að ögra Einar Þór sá enga framtíð á Íslandi; erfitt yrði að byggja upp líf og vera á vinnumarkaði. „Hver myndi ráða homma til starfa?“ Hann hélt því sem leið lá til heimsborgarinnar Lundúna, þar sem andrúmsloftið var allt annað. „Þar opnuðust stórar dyr; maður mátti vera samkynhneigður,“ segir Einar Þór en bráðskemmtilega lýs- ingu er að finna í bókinni á því þegar karlmaður kyssti hann í fyrsta skipti opinberlega. Á bar. Á því augnabliki sló vestfirska hjartað ört. – Líturðu á þig sem brautryðj- anda? „Já, það geri ég. Með stolti. Ég til- heyri hópnum sem tók af skarið hér heima og varð sýnilegur. Til öryggis fórum við til að byrja með gjarnan í hópum út að skemmta okkur. Sumir meira ögrandi en aðrir. Eins og gengur. Það er ekki sama hvernig þetta er gert og við urðum að vera smart klæddir – og sætir. Ekki til að ná í gæja heldur til að verða sam- þykktir.“ – Fannst þér gaman að ögra? „Hvað heldur þú?“ segir hann og hlær dátt. „Við vorum ekki bara að sligast af mótlæti, allir væru svo vondir, heldur líka uppfullir af eld- móði og réttlætiskennd.“ Smám saman fóru fjölmiðlar að sýna baráttunni meiri skilning og áhuga; fóru að segja frá og birta við- töl. „Það skipti miklu máli og átti þátt í að breyta viðhorfinu. Það kemur ekkert í staðinn fyrir upplýsta um- ræðu, þar sem öll sjónarmið koma fram.“ Eðli málsins samkvæmt á ungt fólk í dag erfitt með að skilja hvað átti sér stað á þessum tíma. „Maður þarf að hafa verið þarna til að skilja það til fulls. Viðhorfið til samkyn- hneigðar hefur gjörbreyst. Ég tala mikið við yngra fólk, frá tuttugu til fjörutíu ára, sem gæti verið börnin mín, um þessi mál og finn að þau langar að skilja þetta en ég veit samt ekki hvort þau geta það. Ekki að fullu. Ætli þetta sé ekki álíka fram- andi og þegar afi og amma lýstu fyrir okkur hvernig þau ólust upp, tíu eða jafnvel tuttugu saman, í tveimur her- bergjum. Í dag þykja það sjálfsögð mannréttindi að fólk geti skilgreint sig eins og það vill, hinsegin, trans, kynsegin og hvað þetta allt heitir, og hreyfi einhver mótmælum brýst út reiði. Þannig aðstæður bjuggum við ekki við á níunda áratugnum. Ég meina, ég var með allra fyrstu op- inberlega samkynhneigðu mönn- unum sem fengu vinnu á Íslandi. Ýmsir kusu að fara hina leiðina, koma sér vel fyrir á vinnumarkaði áður en þeir komu út úr skápnum.“ Barátta upp á líf og dauða Einar Þór segir þessa sögu ekki mega gleymast. „Þessi barátta var upp á líf og dauða. Dramatískt en dagsatt. Það brotnuðu margir og urðu áfengi og eiturlyfjum að bráð. Nú eða féllu fyrir eigin hendi. Aðrir spjöruðu sig. Oft var hárfín lína þarna á milli.“ Talandi um líf og dauða þá var kveðinn upp „dauðadómur“ yfir Ein- ari Þór sjálfum eitt föstudagssíðdegi árið 1987. Hann var þá vestur í Bol- ungarvík að leysa af í verslun föður síns þegar síminn hringdi. Það var Kristján Erlendsson smitsjúkdóma- læknir. „Um fátt var meira rætt en HIV og alnæmi á þessum tíma og þótt ég þekkti engan smitaðan, sem ég vissi af, þá ákvað ég að fara í próf. Það tók um tvær vikur að fá niður- stöðu og ég var ekkert að velta þessu fyrir mér þegar Kristján hringdi. Hann sagði mér ekki beint út að ég væri HIV-jákvæður, heldur að hann vildi fá mig strax suður í annað próf og að ég mætti alls ekki stunda kynlíf í millitíðinni. Ekki var hægt að mis- skilja hvað það þýddi. Ég vissi að ég væri með HIV. Eftir að hafa fengið þennan dauðadóm gekk ég eins og í leiðslu fram í búðina, sem var full af fólki, og sagði hátt og snjallt: Næsti!“ Einar Þór trúir að hann hafi smit- ast af Nasser, írönskum kærasta, sem hann átti um tíma í Lundúnum. Seinna kom í ljós að hann hafði verið smitaður án þess að segja frá því. Nasser lést síðar úr alnæmi. Engin áfallahjálp í boði Í hátt í áratug hékk „dauðadóm- urinn“ yfir Einari Þór eða þangað til ný lyf komu fram sem eru þess um- komin að halda sjúkdómnum niðri. Hann segir enga leið að koma tilfinn- ingum sínum á þessum tíma í orð. „Maður lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Verst var að geta ekki gert nein framtíðarplön enda vissi maður að veiran gat tekið mann heljar- tökum þá og þegar. Það hefði verið ágætt að vita af jóga, hugleiðslu, óhefðbundnum lækningum og öðru slíku, auk þess sem orðið áfallastreita var ekki til og engin áfallahjálp í boði. Einu ráðin sem ég fékk var að segja ekki nokkrum manni frá smitinu. „Það verða allir svo hræddir við þig!“ Ég var ótrúlega heppinn en ónæmis- kerfið mitt var orðið mjög veikt þeg- ar lyfin komu á markað. Segja má að ég hafi sloppið fyrir horn.“ Einar Þór missti ófáa vini úr al- næmi, bæði hér heima og erlendis, og um tíma sótti hann jarðarfarir í viku hverri. „Það bjargaði okkur strákun- um sem voru HIV-jákvæðir hérna heima að við mynduðum hóp með hjálp lækna og sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum. Þetta var tíu til tuttugu manna hópur sem hittist reglulega. Það bjargaði geðheilsunni. Við náðum að snúa bökum saman. Ég kalla það styrjöld. Við fórum í stríð og var stillt upp í fremstu víglínu, þar sem líkurnar á því að lifa voru ekki með okkur. Við sem lifðum af erum með ör á sálinni og þessi sára reynsla fylgir okkur alla ævi. Við höldum allt- af hópinn, þessir strákar, en tölum ekki mikið um þetta. Kannski er það flótti? Kannski er það seigla? Aðal- atriðið núna er að eiga innihaldsríkt líf og geta gefið af sér.“ Í bókinni er að finna örsögur nokk- urra samferðarmanna Einars Þórs sem urðu plágunni að bráð; sumir hverjir voru honum nánir, svo sem Reynir Már, frændi hans, Sævar Guðnason, Guðmundur Sveinbjörns- son, Trixie, og Finnbogi Guðbjörn Steingrímsson, Bubbi. Einar Þór segir ekki heldur mega gleyma því að HIV og alnæmi eru enn til staðar og fólk enn þá að smitast. „Sem betur fer ekki margir á ári hér heima en þeir eru þó til. Fæstir segja frá því. Fordómarnir eru ekki horfnir þótt veiran hafi ekki áhrif á lífsgæði eða lengd fólks á HIV-lyfjum.“ Stígið fram í ljósið Eftir að hafa lifað í þögn og skömm um tíma ákvað Einar Þór að ganga fram fyrir skjöldu og greina frá því opinberlega að hann væri HIV- jákvæður. „Það er einhver seigla og þolgæði sem ég bý að. Ég leyfi mér bara að hrósa mér fyrir það. Einhver varð að stíga fram í ljósið og freista þess að slá á fordómana; það var svo erfitt að sjá brotna stráka úti um allt og sorgin var svo gríðarlega djúp. Ég gerði þetta ekki vegna þess að ég var flottastur eða sterkastur, heldur vegna þess að ég hafði góðan stuðn- ing og styrk úr mínu nærumhverfi.“ Hann kveðst líka eiga erfitt með að sitja hjá og láta hluti ósagða þegar allir viti af þeim. Það sé niður- lægjandi. „En auðvitað var litla hjart- að mitt kvíðið. Það var engin leið að sjá fyrir hvernig þessu frumkvæði mínu yrði tekið.“ Einar Þór vakti þjóðarathygli fyrir framgöngu sína og varð á augabragði andlit HIV og alnæmis á Íslandi. Við- brögð voru blendin og í bókinni rifjar Einar Þór upp símtal frá konu sem minnti hann á að þau hefðu kysst mörgum árum áður. „Er ég þá smit- uð?“ Enn vantaði mikið upp á fræðsluna og skilninginn. Þess held- ur að rjúfa þögnina. Einar Þór stofn- aði Félag áhugafólks um alnæmis- vandann ásamt Auði Matthíasdóttur og fleirum. Þau samtök eru enn til en kallast nú HIV Ísland. Einar er fram- kvæmdastjóri þeirra. Rótgróinn Svíi Skömmu eftir að hann greindi frá smitinu flutti Einar Þór til Svíþjóðar sem átti eftir að reynast mikið gæfu- spor. Þar kynntist hann nefnilega verðandi eiginmanni sínum, her- lögreglumanninum Stig Arne Vaden- toft. Honum er lýst með þessum orð- um í bókinni: „Rótgróinn Svíi með sænskar hefðir á tæru. Stig er mynd- arlegur. Greindur. Les mikið og pæl- ir. Alls staðar þar sem hann er og tekur þátt í félagsstarfi er honum fal- ið ábyrgðarhlutverk.“ Stig verður lífsförunautur Einars Þórs, stoð hans og stytta. Hann er einnig HIV-jákvæður, þannig að þeir hafa styrk hvor af öðrum í þeim skiln- ingi líka. Þeir njóta lífsins saman, ferðast og Einar Þór finnur öruggt skjól. Árið 1998 flytja þeir til Íslands og festa kaup á íbúðinni sem við sitj- um í á Bræðraborgarstíg. Gifta sig. Stig er nítján árum eldri en Einar Þór, stendur á áttræðu. Hann greind- ist með Alzheimer-sjúkdóminn upp úr sjötugu og hefur að mestu misst tengslin við veruleikann. Stig býr á hjúkrunarheimilimnu Grund og þekkir eiginmann sinn enn þá og gleðst þegar hann ber að garði en man ekkert eftir lífi þeirra saman. Árið hefur að vonum verið strembið vegna heimsfaraldursins og Einari Þór og Stig haldið í sundur vikum og mánuðum saman. Ekki bætti úr skák að Einar Þór veiktist af kórónuveiru- sjúkdómnum í haust og var býsna veikur í einangrun í fjórar vikur. Vel fór á með Stig og Jóni Frið- geiri og Einar Þór segir föður sinn með tímanum hafa lagt blessun sína yfir sitt líf. „Þetta var erfitt fyrir pabba fyrstu árin en hann kom allur til. Kunni til dæmis vel að meta hversu rólegt og stöðugt líf mitt hef- ur verið með Stig. Hann sætti sig við allt og gerði enga fyrirvara. Seinna kynntist hann vinum mínum, sem margir hverjir eru gay, og okkar menningarheimi. Við skelltum okkur til dæmis saman á 22 [skemmtistað- inn] og honum þótti mjög gaman.“ Hann hlær. Missti móður sína ungur Einar Þór hefur hlotið sinn skerf af áföllum og þá erum við að taka allan missinn vegna alnæmisins út fyrir sviga. Hann var aðeins tólf ára þegar hann missti móður sína eftir langvar- andi veikindi. Hún greindist með heilaæxli þegar hann var aðeins sjö ára og var bara skugginn af sjálfri sér eftir það. Einar Þór og Margrét systir hans, sem er tveimur árum eldri, horfðu upp á líf móður sinnar fjara út. Fátt var sagt og lítið um það rætt, eins og tíðkaðist á þeim tíma. Fólk, börn og fullorðnir, bitu bara á jaxlinn og héldu áfram. Mjög kært er með Einari Þór og Margréti og hún í stóru hlutverki í bókinni. „Veikindi og fráfall mömmu voru ótrúlega sorglegt tímabil og sjálfsagt hefur það mótað mig fyrir lífstíð. Þótt ekkert væri við okkur Möggu talað þá bjuggum við samt við ákveðið ör- yggi, umvafin stórfjölskyldunni fyrir vestan. Samt ólum við okkur að miklu leyti upp sjálf,“ segir hann en þarna hafði þriðja systkinið bæst í hópinn, Ásgeir Þór fæddur 1967. Móðir þeirra hafði litla burði til að sinna honum. Seinni kona Jóns Friðgeirs er Margrét Kristjánsdóttir og eiga þau einn son, Kristján, sem fæddist 1977. Einar nefnir föðurömmu sína, El- ísabetu Hjaltadóttur, sérstaklega í þessu samhengi við baklandið. „Ég var mikið hjá ömmu og elskaði hana. Hún var ströng, var alla tíð að elda mat og stjórna liðinu, en um leið hjartahlý og góð. Hún varð fyrir áföllum í æsku sem gerðu hana ákveðna og amma stóð alla tíð með sjálfri sér. Það hef ég frá henni.“ Bróðirinn svipti sig lífi Einar Þór og Margrét nutu móð- urhlýjunnar fyrstu árin og búa að því alla tíð en það gerði Ásgeir ekki. Lífs- hlaup hans var erfitt og lauk langt fyrir aldur fram árið 2007. „Stjúpa reyndist Ásgeir mjög vel og okkur öllum. Hann var mjög hæfi- leikaríkur; góður námsmaður, spilaði á píanó og rúllaði öllu upp sem hann tók sér fyrir hendur. Samt blómstr- aði hann aldrei. Ásgeir veiktist á geði upp úr tvítugu og lifði upp frá því í skugga sinna veikinda og óreglu. Náði sér þó prýðilega á strik inn á milli. Gifti sig og átti þrjú lítil börn og eitt stjúpbarn þegar hann svipti sig lífi. Það var ofboðslegt áfall. Hann „Þegar upp er staðið snýst lífið allt um ástina. Ég leitaði og ég fann. Sem er alls ekki sjálfgefið,“ segir Einar Þór. Morgunblaðið/Eggert ’Maður lét hverjumdegi nægja sína þján-ingu. Verst var að getaekki gert nein framtíð- arplön enda vissi maður að veiran gat tekið mann heljartökum þá og þegar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.