Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020
Þ
að er löngu farið að skyggja þetta
síðdegi í vikunni þegar blaðamað-
ur bankar upp á hjá Sólrúnu Öldu
sem býr í hlýlegri íbúð í miðbæ
Reykjavíkur. Enda ekki að undra
þar sem við erum stödd í dimmasta skamm-
deginu og stysti dagur ársins handan við horn-
ið. Við setjumst við eldhúsborðið og ræðum líf-
ið og tilveruna, sem heldur betur snerist á
hvolf hjá Sólrúnu Öldu einn októberdag í
fyrra.
Rúmt ár er síðan Sólrún Alda vaknaði upp
föst inni í brennandi íbúð og lífið breyttist til
frambúðar. Af yfirvegun og ró segir Sólrún
Alda sögu sína og rétt eins og brátt fer að birta
með hækkandi sól sér hún fram á bjartari
tíma. Það býr í henni sigurvegari sem lætur
ekki deigan síga þótt móti blási. Hugrekki er
það orð sem kemur í huga blaðamanns; hug-
rekki, dugnaður og styrkur.
Kviknar í olíupotti
Sólrún Alda er 23 ára Reykjavíkurmær, en
hún sleit barnsskónum í Grindavík. Þaðan lá
leiðin í Kvennó og svo í Háskóla Íslands þar
sem hún leggur stund á sálfræðinám. Hún tók
sér þó eins árs hlé eftir menntaskóla og lagðist
í ferðalög um heiminn.
„Ég fór í mánuð til Japans og var að vinna
líka. Ég var á þriðja ári í sálfræði og rétt að
byrja í lokaprófum þegar slysið varð,“ segir
Sólrún Alda og útskýrir að með henni í
brunanum hafi verið kærasti hennar Rahmon
Anvarov. Hann er tölvunarfræðingur og hag-
fræðingur og vinnur í dag sem forritari en
hann kemur alla leið frá Tadsjíkistan.
„Hann flutti hingað fyrir fimm árum. Við
kynntumst bara á Tinder,“ segir Sólrún Alda
og hlær.
Unga parið var heima
hjá Rahmon þetta ör-
lagaríka miðvikudags-
kvöld, 23. október 2019,
en Rahmon leigði her-
bergi í kjallaraíbúð í
Mávahlíð. Í íbúðinni bjó
einnig eigandi íbúðar-
innar. Sólrún Alda og
Rahmon voru í fasta-
svefni þegar kviknaði í
potti sem var fullur af olíu. Eldurinn breiddist
hratt út og eigandinn réð ekki neitt við neitt.
„Ég hef engar minningar frá þessu, en veit
eftir að hafa rætt við kærasta minn, eigandann
og lögreglu að við vöknum um tvö um nóttina.
Eigandinn sér okkur opna dyrnar en svo verð-
ur eldurinn svo mikill að við læsumst inni í her-
berginu. Við reynum þá að brjótast út um
gluggann en náum því ekki og svo bara líður
yfir okkur,“ segir hún.
„Mér skilst að eigandinn hafi verið að
steikja eitthvað í olíu, en hann er kokkur og
vinnur á furðulegum tímum. Það kviknaði í
pottinum og mér skilst að hann hafi ætlað að
hlaupa með hann út en misst hann,“ segir hún
og segir þá eldinn hafi breiðst út um íbúðina.
„Og þar með voru útgönguleiðirnar okkar
farnar, en hann náði að hlaupa út. Slökkviliðið
kom svo nokkrum mínútum seinna og þá var
svo mikill reykur. Við erum ekki með bruna-
sár, heldur hitasár, því eldurinn náði ekki inn í
herbergið. Það var bara hiti.“
Vaknaði mánuði síðar
Eins og fyrr segir á Sólrún Alda engar minn-
ingar frá nóttinni skelfilegu, en hún var flutt
á brunadeild Landspítalans og þaðan var
hringt í foreldra hennar sem komu með
hraði. Þau fengu fyrst að sjá hana morguninn
eftir.
„Þeim var þá sagt að ég þyrfti að fara utan
og þau bókuðu þá strax miða og drifu sig út
með flugi,“ segir Sólrún Alda en hún var flutt
með sjúkraflugi til Linköping í Svíþjóð. Í heil-
an mánuð og nokkrum dögum betur var Sól-
rúnu Öldu haldið sofandi í öndunarvél.
„Ég man bara eftir því að hafa farið að sofa í
Mávahlíð og svo vakna ég á spítala með
ókunnugu fólki og það var allt mjög ruglings-
legt. Mamma og pabbi og bróðir minn voru
þarna og ég öll í snúrum. Foreldrar mínir og
læknar voru í nokkra daga að koma mér í
skilning um að ég hefði lent í slysi og væri í
Svíþjóð,“ segir Sólrún Alda og segir lækna
fyrst ekki hafa vitað hvort hún hefði orðið fyrir
einhverjum heilaskaða.
„Ég var rúman mánuð í dái. Ég var með
rosalegar martraðir. Foreldrar mínir hafa sagt
mér að þótt ég væri í dái hafi ég getað heyrt og
svarað með því að kinka kolli.“
Það var svo mikil hræðsla
Þegar þú vaknaðir og fórst að skilja aðeins
hvað var í gangi, hvað fór í gegnum hugann?
„Það var svo mikil hræðsla. Og reiði líka.
Mér fannst þetta svo ósanngjarnt. Í byrjun
fann ég fyrir mikilli reiði í
garð eigandans þótt ég
finni það ekki lengur. Það
er löngu farið,“ segir hún.
„Svo var ég með túpur í
hálsinum og gat ekkert
talað; ekkert tjáð mig.
Bara það að reyna að
biðja um eitthvað eða
þurfa að hafa samskipti
við lækna og fjölskyldu
var svo erfitt,“ segir Sólrún Alda sem segist
aðspurð ekki heldur hafa getað skrifað skila-
boð á blað.
„Það tók alveg mánuð að fá hreyfigetu í
hendur. Ég man ég fékk talgervil og þá gat ég
í fyrsta sinn talað og ég sagði við mömmu að
við þyrftum að koma okkur upp einhverju
kerfi. Eitthvað svo þau gætu skilið mig,“ segir
Sólrún Alda.
„Ég upplifði rosalega miklar kvalir. Ég var á
svakalega sterkum verkjalyfjum og var mest
sofandi. Ég vaknaði fyrst um sinn bara í hálf-
tíma í senn,“ segir hún.
„Ég man þegar ég var látin setjast upp í
fyrsta sinn og látin labba, hvað það var kvala-
fullt; ég fann til alls staðar í líkamanum. Ég
missti svo mikið af vöðvum við að liggja svona í
rúman mánuð og svo ofan á brunasárin er ég
með ígræðslur. Það var tekin húð af fótleggj-
um og sárin sem mynduðust þar voru mjög
vond.“
Er hann að fara að vakna?
Á meðan Sólrún Alda barðist fyrir lífi sínu í
Svíþjóð var Rahmon í sömu sporum á bruna-
deild heima á Íslandi.
„Ég man að hann var í dái viku lengur en ég.
Það var rosalega erfitt að hugsa til hans. For-
eldrar hans voru þá komin til hans en það voru
ekki mjög mikil samskipti á milli okkar. Ég
heyrði kannski í þeim á nokkurra daga fresti,
til að heyra hvað væri í gangi hjá honum. Ég
hugsaði: „Er hann að fara að vakna?“ Það var
versti parturinn,“ segir Sólrún Alda, en unga
parið hafði verið saman í eitt og hálft ár þegar
slysið varð.
„Rahmon vaknaði svo og var í svipuðu
ástandi og ég en var aðeins seinni að fara að
tala og ganga. En hann er búinn að ná sér að
fullu. Hann brann á 60% af líkamanum; öll
bringan, allt bakið og fæturnir. Ég er með
minna af brunasárum en kannski á heldur
óheppilegri stöðum. Hann brann ekki í and-
liti,“ segir hún og segist hún hafa brunnið á
35% líkamans.
„Ég brenndist líka rosalega illa í lungunum.
Þegar ég kom til Svíþjóðar féllu lungun saman
og fjölskyldunni var sagt að halda niðri í sér
andanum.“
Náðum bata saman á Grensás
Læknarnir í Svíþjóð sögðu Sólrúnu Öldu að
hún stæði sig mjög vel og betur en þeir áttu
von á. Hún segist strax hafa verið ákveðin í að
koma sér á fætur og hefja batann.
„Stór ástæða fyrir því var að mig langaði svo
að komast heim til hans Rahmons og fjölskyldu
minnar. Mér fannst líka svo rosalega ósann-
gjarnt að lífið einhvern veginn stæði í stað. Ég
gat ekki útskrifast úr skólanum eða haldið
áfram með neitt,“ segir hún en Sólrún Alda
fékk að fara heim um einum og hálfum mánuði
eftir dvölina í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin á Land-
spítalann í Fossvogi þar sem hún lá í tvær vik-
ur og var hún þá lögð inn á Grensásdeildina þar
sem hún lá ásamt Rahmon í þrjá mánuði.
Hvernig var að hitta Rahmon aftur við
heimkomuna?
„Það var ofsalega erfitt og ég var mjög
hrædd af því ég lít ekki eins út. Hann hafði
ekki viljað sjá myndir af mér heldur vildi bara
sjá mig þegar ég kæmi. Þannig að ég fann fyr-
ir miklu óöryggi, en það fór mjög vel,“ segir
hún og segir það hafa skipt sköpum að hafa
haft stuðning hvort af öðru inni á Grensás.
„Það var svo gott og ég held að það sé ástæð-
an fyrir því að við náðum svona fljótt bata. Við
vorum heppin að geta verið þarna saman.“
Tekur eftir að fólk starir
Hvernig hefur þér tekist að læra að lifa með
þessu?
Lífið er rétt
að byrja
Sólrún Alda Waldorff þakkar fyrir að vera á lífi en hún
var hætt komin eftir bruna í Hlíðunum í október 2019.
Sólrún Alda brenndist illa í andliti og finnur fyrir
augnagotum, en er staðráðin í að halda áfram að lifa
lífinu með kærastann sér við hlið.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’ Það var svo mikilhræðsla. Og reiði líka.Mér fannst þetta svo ósann-gjarnt. Í byrjun fann ég fyrir
mikilli reiði í garð eigand-
ans þótt ég finni það ekki
lengur. Það er löngu farið.