Lögmannablaðið - 2016, Síða 4

Lögmannablaðið - 2016, Síða 4
4 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 ÞYRÍ STEINGRÍMSDÓTTIR HRL. RITSTJÓRI Tímarnir breytast og Lögmannablaðið með. Blaðið kemur nú út í upp færðu útliti og að einhverju leyti í uppfærðum efnistökum. Á undanförnum árum hefur blaðið þróast nokkuð en ávallt hefur áhersla verið lögð á að skoða og fjalla um málefni lögmanna sem efst eru á baugi hverju sinni, ásamt aðsendum greinum. Hið nýja útlit er enn í þróun og mun væntanlega taka frekari breytingum í næsta blaði. Breytinga- stjórnun Það virðast miklar breytingar í kortunum fyrir okkur lögmenn. Lögmannablaðið hefur fjallað um hið nýja millidómstig sem mun hafa í för með sér miklar breytingar á starfsumhverfi lögmanna. Í þessu tölublaði er fjallað ítarlega um tillögur stjórnar LMFÍ um breytingu á lögmannalögum vegna millidómstigsins og þau áhrif sem tillögurnar og fundurinn sem hann var kynntur á hefur haft að undanförnu. Í blaðinu er einnig viðtal við stofnanda starfsmannaleigu fyrir lögmenn sem mögulega er vísir að breytingum á hinu hefðbundna (og e.t.v. íhaldssama) fulltrúakerfi hjá lögmönnum og lögmannsstofum. Jafnframt er fjallað um það í blaðinu að fulltrúastarfið sé ekki framtíðarstarf þeirra sem því sinna en að mati þeirra fulltrúa sem svöruðu könnun blaðsins er um afar streituvaldandi starf að ræða með lélegum kjörum. Ein skýringin á því er offjölgun í stéttinni sem er gríðarleg breyting frá því sem áður var. Hvort við lögmenn getum stjórnað þeim breytingum sem framundan eru verður að koma í ljós. Sumir streitast á móti meðan aðrir fagna. Einn lögmaður umfram aðra hefur verið ötull við að koma gagnrýni sinni og athugasemdum á framfæri í Lögmannablaðinu. Það er Mörður lögmaður sem skrifar nú sinn síðasta pistil í blaðið. Hann hefur ákveðið að snúa sér að glæpasagnaritun eftir nokkrar hremmingar vegna færslu á Facebook eins og hann lýsir sjálfur í pistli sínum. Pistill Marðar hefur borist skrifstofu LMFÍ í brúnu ómerktu umslagi að næturlagi svo lengi sem elstu lögmenn muna. Hann hefur barið sér á brjóst, flestum til ánægju en sumum ekki og eflaust munu einhverjir fagna þessari breytingu. Samkvæmisleikurinn hver er Mörður? hefur ávallt verið vinsæll á Lagadeginum sem og á öðrum samkomum lögmanna og á kaffistofunum. Verður því talsverð breyting á ásýnd og innihaldi Lögmannablaðsins fyrir vikið. Og talandi um ásýnd og innihald þá getur sú sem þetta skrifar ekki lengur orða bundist yfir heimasíðu Lögmannafélagsins. Sú síða var forrituð einhvern tímann á síðustu öld og hefur litlum ef einhverjum breytingum tekið síðan þá. Raunar telst síðan á mörkum þess að vera á internetinu enda varla nothæf í spjaldtölvunni eða í símanum, sem eru þau tæki sem helst eru notuð til að skoða síður sem þessar. Ég vil nota þetta tækifæri og skora á stjórn LMFÍ að ráðast í löngu tímabærar breytingar á síðunni. Það er í það minnsta breyting sem ég tel að allir myndu fagna.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.