Lögmannablaðið - 2016, Page 6

Lögmannablaðið - 2016, Page 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 Við fall Sovétríkjanna urðu vatnaskil í þróun alþjóðamála. Fjöldi nýrra þjóðríkja var stofnaður og, a.m.k. í þeim vestlægari, gerðist þetta á grundvelli frelsis og lýðræðis. Þróun heimsmála Ísland tók virkan þátt í þessari þróun með viðurkenningu Eystrasaltsríkjanna fyrir aldarfjórðungi síðan. Frá þeim tíma hafa lýðræðisleg vinnubrögð rutt sér þar til rúms. Fyrir átta árum fór fram árlegur fundur formanna norrænu lögmannafélaganna á Íslandi. Þá tóku Eystrasaltsþjóðirnar í fyrsta skipti þátt í þessum fundum og hafa þær gert það síðan. Í sumarlok var aftur komin röðin að Íslandi að halda fundinn og hittist vel á að liðinn væri, nánast upp á dag, aldar fjórðungur frá hinni upphaflegu viðurkenn ingu Íslands á sjálf stæði ríkjanna. Að þessu var sérstaklega vikið á fund inum og minnst með hlýju. Þjóðir Eystrasaltsríkjanna öfluðu sér sjálfstæðis í stórri lýðræðisbylgju sem flæddi yfir heiminn. Dæmalausir gæfu- tímar hafa fylgt í okkar heimshluta og lýðræði hefur skotið rótum í frjóum jarðvegi Mið- og Austur-Evrópu. Frelsi til orðs og æðis hefur aukist á öllum sviðum samfélagsins, velferð hefur aukist og alþjóðaviðskipti hafa sprungið út. Mann réttindadómstóll Evrópu hefur verið í fararbroddi um vernd mannréttinda, bæði í hinum nýfrjálsu ríkjum sem og öðrum ríkjum álfunnar. Eins hafa kjósendur í mörgum ríkjum kallað eftir breytingum í frjálsræðisátt og löggjöf hefur lagað sig að slíku. Betur er búið að þeim sem minna mega sín. Nú er svo komið að lög innanlands og alþjóðlegir sáttmálar vernda borgaraleg, stjórnmálaleg og félagsleg réttindi fólks óháð kynþætti, trúarskoðunum, kynhneigð, uppruna, o.s.frv. Við okkur, sem slitum barnsskónum á tímum Kalda stríðsins, blasir því önnur og jákvæðari heimsmynd en á fyrstu æviárunum. Til mikils er vinnandi að framhald verði á og almenn sátt ætti að vera í samfélaginu um þetta. Því miður háttar hins vegar svo til að alla jafnan er lítill gaumur gefin að grundvallarforsendu þess að svo geti orðið. Þannig er tómt mál að tala um öll þessi réttindi ef ekki eru til staðar sjálfstæðir lögmenn sem geta, án afskipta ríkisvalds, lagt mál fyrir sjálfstæða og óvilhalla dómstóla til að knýja á um að efndir fylgi orðum. Tillögur um að hola út trúnað lögmanna og afnema þagn- ar skyldu þeirra í þágu stundarhagsmuna grafa undan þessari forsendu. Mikilvægt er að stjórnmálamenn skilji þetta. Nú sjást því miður á lofti blikur um að sú lýðræðis- og frelsisbylgja sem hófst fyrir aldarfjórðungi sé að fjara út. Margvíslegar fréttir benda til að alræðisöfl sæki í sig veðrið. Fréttir berast af fjöldahandtökum dómara, vítalausri inn- limun stórra landsvæða í önnur ríki og stórkostlegum land flótta vegna stríðsátaka, svo fátt eitt sé nefnt. Sumir sækja huggun í að þetta gerist einkum í fjarlægum löndum sem við berum okkur lítt saman við. Slíkt getur þó reynst skammgóður vermir enda sýna dæmin að sókn REIMAR PÉTURSSON HRL. FORMAÐUR Bí la bú ð Be nn a ás ki lu r sé r ré tt til b re yt in ga á n fy rir va ra á v er ði o g bú na ði . *Ríkulegur búnaður: 8 gíra sjálfskipting með skiptingu í stýri, Porsche ferðahleðslustöð leðurinnrétting með Alcantara áklæði í miðju sæta, upplýstir sílsalistar, rafdrifin GTS sportsæti, hiti í framsætum, Porsche merki greipt í höfuðpúða, sjálfvirk birtustilling spegla, stillanleg fjöðrun (PASM ),Bi-Xenon ljós, 20” RS Spider Platinum felgur, felgumiðjur með Porsche logo í lit, BOSE® 665 watta hljóðkerfi, skjár, PCM, leiðsögukerfi með Íslandskorti, Porsche Connect Plus, Privacy glass (litað gler), tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifinn afturhleri, samlitir brettakantar, ytra birði með háglans svörtum útlitspakka, skriðstillir (Cruise Control) o.m.fl. Porsche Cayenne S E-Hybrid 416 hestöfl | 590Nm tog Hröðun 5.9 sek. 0-100 km/klst. Porsche Cayenne S E-Hybrid Platinum Edition Verð: 12.950 þús. kr.* Verið velkomin í reynsluakstur. Nýr rafmagns Porsche - Platinum Edition! Porsche hefur hlotið titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í flokki sportbílaframleiðenda. Að baki því liggur sú frumkvöðlamenning sem er rótgróin hjá verkfræðingum Porsche. Á síðustu árum hefur þróun á Plug-In E-Hybrid vélum hjá Porsche vakið heimsathygli og lausnir þeirra skipað þeim í fremstu röð á þessu sviði. Nú hefur Cayenne S E-Hybrid, Platinum Edition, litið dagsins ljós í nýrri rafmagns útgáfu og ber hann orðstír Porsche fagurt vitni. Hann er bókstaflega hlaðinn búnaði og býðst á sérlega hagstæðu verði. Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 porsche@porsche.is | www.benni.is Opnunartími Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.